Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÓLYMPÍULEIKARWIR Q§&) í SEOUL ’88 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1988 B 3 KOSTNAÐUR Peningamaskfnan Það hefur kostað 132 milljarða íslenskra króna að undirbúa Ólympíuleikana í Seoul ÓLYMPÍULERIKARNIR eru meira en aðeins íþróttir. Þeir eru vettvangur pening- anna, stjórmálamanna, ríkisstjórna og þjóðarstolts. Miklir peningar hafa farið í allan undirbúning fyrlr Ólympíuleikana hér f Seoul, talað er um upphæðina 132 milljarða íslenskra króna. Það vakti mikla athygli þegar Suður Kóreumenn fengu leikana hingað, því hér er mikil fátækt og fólk þarf að vinna mik- ið og leggja hart að sér í lífsbarátt- unni. Þrátt fyrir mik- inn kostnað vita Suður Kóreumenn að þeir fá alla þessa peninga til baka, því undan- farin ár hafa Ólympíuleikamir skilað góðum arði. Bandaríkja- menn högnuðust geysilega mikið á Ólympíuleikunum í Los Angeles SigmundurÓ. Sleinarsson skrifarfrá Seoul 1984 þannig að þeir gátu leyft sér að senda öllum þjóðum sem tóku þátt í leikunum hluta af gróð- anum. Hringlmir Ólympíumerkið, hringimir fímm, er orðið söluvara og borga fyrirtæki eins og Coca Cola og Visa miklar upphæðir til að fá að hafa hringina á vöram sínum. Hagnaður Hver þjóð sem heldur Ólympíu- leikana hagnast mikið á sölu á heilladýri leikanna, en eins og all- ir hafa séð er kötturinn tákn Ólympíuleikanna í Seoul. Út um allan heim er verið að selja heiila- dýrið í öllum stærðum og stelling- um. Boli með kettinum káta á, sælgæti og á öllum ótrúlegustu hlutum. Sjónvarpsróttur Sjónvarpsréttur hefur verið seldur og er það bandaríska sjón- varpsstöðin NBC sem keypti rétt- inn dýram dómi. Hér era 1.240 starfsmenn á vegum sjónvarps- stöðvarinnar. Þá era hér 350 kvikmyndar- gerðarmenn sem gera sérstaka heimildarmynd um leikana og þjóðlífið. Myndin verður síðan sett á myndbandsspólur og þær seldar um allan heim. Söluvara Margir hafa deilt á þá þróun sem orðið hefur á Ólympíuleikun- um. Að þeir séu aðeins söluvara. Menn viðurkenna þó að ef þessi háttur væri ekki hafður á, þá væra Ólympíuleikamir ekki leng- ur til. Kostnaðurinn er orðinn svo mikill, að enginn myndi treysta sér að halda Ölympíuleika lengur. Þess vegna halda Olympíuleikam- ir áfram að verða stærsta sölu- vara heims. Sannkölluð peninga- maskína. KYHNIWG [ dag laugardag kynnum viö í verslun okkar, Kringlunni PHILIPS VR-6448 myndbandstækið, árgerðina 1989. Það hefur fengið frábærar móttökur hér á landi. Komið í Kringluria og kynnið ykkur nánar PHILIPS myndbandstækið - ólympíumeistarann í ár. PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ - ÓLYMPlUMEISTARINN í ÁR Viö vorum aö fá til landsins stóra sendingu af hágæðamyndbandstækjum frá Philips árgerð 1989 og getum því boðiö þessi frábæru tæki á einstaklega lágu verði vegna hagstæðra samninga. Philipstæki voru valin á Ólympíuleikana í Seoul HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði Hljóðlaus kyrrmynd Hægur hraði Leitarhnappur Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti snældu Sjálfvirk endurstilling á teljara Fjarstýring á upptökuminni 365 daga upptökuminni Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskrárliði Sextán stöðva geymslurými 20 mínútna öryggisminni Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á Verðið kemur þér á óvart. Láttu Philips myndbandstækið sjá um Ólympíuleikana meðan þú sefur — þú horfir svo þegar þér hentar. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMI:6915 25 SÍMI:6915 20 Zti&tuMsSveúyatéegib í samtú^xm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.