Morgunblaðið - 30.10.1988, Side 2

Morgunblaðið - 30.10.1988, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 um Guðbimi Guðmundssyni, sem alla sína starfsævi hélt áfram að prenta Morgunblaðið. Gísli gamli Guðmundsson var með bókbandið. Hann var stór og sver og ég man að hann kom niður þegar verið var að prenta fyrsta Morgunblaðið. Gekk hægt og virðulega. Svo man ég eftir Þorbergi Kristjánssyni, sem var í Kaupmannahöfn en kom oft til íslands og var þama í prentsmiðj- unni tíma og tíma. Blaðið var allt handsett, blýið tínt upp úr leturkössunum. Gasmót- or dreif áfram prentvélina, sem þurfti að leggja í hvert blað. Ef gaslaust var og vélin bilaði, sem oft kom fyrir, þá var ég sendur niður á höfn eftir mönnum. At- vinnuleysið var svo mikið að þangað komu venjulega margir tugir manna kl. 5-6 á morgnana. Þá hófst kolavinna og vinna við togarana. Helmingurinn^ fékk vinnu en hinir stóðu eftir. Ég fór til verkstjór- anna, sem sendu menn í prentsmiðj- una til að handsnúa prentvélinni. Hún var með stórt hjól og fyrir það var þetta ekki svo erfitt þegar vélin var komin af stað. Ég var farinn frá ísafold þegar rafmagnið kom 1918, hætti þar 1916. Ég var búinn að læra á sínkkassana og Gunnar Einarsson, sem þá var tekinn við verkstjóm í prentsmiðjunni, vildi að ég lærði prentiðn, en ég gat ekki hugsað mér það. Fannst þetta svoddan sóðavinna. Jón Helgason setti allar neðanmálssögumar í Morgunblaðið. Þetta vom fínar sög- ur, sem beðið var eftir á hveijum degi, Rauða akurliljan og þessi fræga Systir Angela. Konur úti í bæ biðu óþolinmóðar eftir hveiju blaði. Sjálfur gat ég lesið fram- haldið jafnóðum í prentsmiðjunni. Það var alltaf mjkið um að vera í prentsmiðjunni. Ég man að þar var rifíst óskaplega um pólitík. Jafnaðarmannaflokkurinn var að byija og þar var Ágúst Jósepsson, en Guðbrandur Magnússon í Fram- sóknarflokknum. Hann fór skömmu seinna sem kaupfélagsstjóri í Land- eyjamar. Svo voru það auðvitað heimastjómarmennimir. Menn urðu stundum ansi heitir, en þetta voru allt vinnufélagar og engin óvild í þessu þótt hressilega væri rifíst. Þó var æði heitt í kolunum. Ekki svo langt síðan Bjöm Jónsson ráð- Er hætt aÖ fara til Ástráður Hannesson, sá um að pakka og senda bækur út á land. Hann var mikið snyrtimenni og bókapakkamir hans hreinasta lista- verk, að sögn Gunnars. „Heyrðu annars, er ekki hætt að senda fógeta greinamar í Morgun- blaðinu?“, segir Gunnar allt í einu í miðri uppriijun á sendilsárum hans hjá ísafoldarprentsmiðju. Þegar hváð er, segir Gunnar frá því að hann hafí venjulega verið sendur kvöldið áður með afþrykktar grein- ar, sem áttu að koma í blaðinu, á fógetaskrifstofuna sem var á Hverf- isgötu 21, í húsi Jóns Magnússon- ar. Enda var Jón Magnússon þá fógeti. Frá því hann byijaði að sendast þama fóru greinar um stjómmál og e.t.v. fleira úr ísafold og Morgunblaðinu, eftir að það hóf göngu sína, þangað áður en þær vom endanlega settar í blaðið. Ékki kveðst hann vita gjörla hvað gert var við þær áður en þær voru sótt- ar aftur, enda var hann bara sendi- sveinninn. En stundum þurfti að breyta þeim og þá var mikið talað um það í prentsmiðjunni: „Stundum sögðu þeir: Það tekur því ekki að vera að breyta þessu, borgar sig betur að skrifa það allt upp á nýtt, man ég. Þá hafa lagfæringamar verið það miklar." Við veltum því fyrir okkur, hveiju það sætti að fara með greinamar til fógeta, enda var þá sem nú prent- frelsi í landinu. Skutu tilgátur upp kollinum. En eflaust liggur skýring- in í pólitísku ástandi í landinu á fyrstu árum Gunnars Stefánssonar í ísafoldarprentsmiðju. Pólitískar deilur voru mjög harðar og banda- lög manna á milli flókin um þetta leyti. En samkvæmt upplýsingum Sigurður Líndals prófessors, sem skrifað hefur sögu Jóns Magnús- sonar, þá vom menn einmitt þá að reyna að ná samstöðu í sambands- málinu. Og slógu sig saman í Sam- bandsflokkinn sem stofnaður var 5. ágúst 1912 og lagður niður 24. október 1914, þegar það tókst ekki. Þama vom þeir þá saman komnir í einum flokki um sinn Jón Magnús- son, Bjöm Jónsson, Hannes Haf- stein og Valtýr Guðmundsson og ekki að efa að allt sem sagt var hefur verið sérlega viðkvæmt með- an þeir vom að reyna að leysa sam- bandsmálið. Stjómmálamennimir gátu þá ekki leyft sér að vera blaðr- andi út og suður ef það átti að tak- ast. Er þá líklegt að ritstjómm ísa- foldar og síðan Morgunblaðsins hafi þótt vissara að Jón Magnússon liti yfír stjómmálagreinamar áður en þær birtust á prenti. Gæti það verið skýringin á því að hljótt hefur verið um þetta og það ekki komið fram í ævisögum blaðamannanna. „Nóttina sem fyrsta Morgun- blaðið var í prentun vom allir þama í einum hrærigraut, prentarar og blaðamenn. Þessir menn em mér ákaflega minnisstæðir. Ritstjórinn Vilhjálmur Finsen alveg indælis maður og þá Ólafur Bjömsson, annar eigandi blaðsins og stjóm- andi fyrirtækisins. Hann var léttur í skapi og söngmaður góður. Jón Laxdal heildsali og tónskáld kom stundum til hans og þeir tóku þá lagið saman. Aðrir á staðnum áttu það líka til að syngja. Þá var fyrsti blaðamaðurinn á Morgunblaðinu, Ámi Óla; líka kátur og íjömgur strákur. Ami gekk í allt sem viðkom útgáfu Morgunblaðsins frá degi til dags. Herbert M. Sigmundsson var yfírprentari og verkstjóri og ég þurfti auðvitað mikið að sendast fyrir hann. En Ólafur Rosinkranz, leikfímikennari í Menntaskólanum, var bókari á skrifstofunni. Af prent- umnum man ég eftir Jónunum þremur, Þórðarsyni, Helgasyni og Siguijónssyni, Gunnari Einarssyni, seinna í Leiftri og Guðbrandi Magn- ússyni, sem mér var sagt að hefði stungið upp á nafninu Morgun- blaðið. Hann var þá að byija í stjómmálunum. Þá vom þama þeir Jóhannes Sigurðsson og Ágúst Sig- urðsson, sem stofnaði eigin prent- smiðju í Austurstræti, að ógleymd- Gunnar minnist þess er hann var sendisvemn 1 ísafoldarprentsmiðju. Prentsmiöja, skrifstofur og íbúð ritstjórans voru í aðalhúsinu, en bókabúðin var í útbyggingunni lengst til hægri og yfir henni, þar sem litlu gluggamir eru, var bókbandið. herra hafði orðið að hverfa úr ráð- herrastóli. Ég man vel eftir því þegar hann var hrópaður niður. Við strákamir fréttum af því sem til stóð, en ég þekkti til Bjöms frá Breiðholti eins og ég sagði áðan. Við hlupum allir suður að ráðherra- bústað við Tjamargötu, þar sem safnast hafði mannfjöldi og æsingur mikill." Við víkjum enn að fæðingu af- mælisbamsins, Morgunblaðsins, sem nú er orðið 75 ára, aðfaranótt 2. nóvember 1913. Gunnar segir að dagana á undan hafí verið mikið í kringum undirbúninginn og spenn- ingur í mannskapnum. í öllum bæn- um var mikið um þetta talað og ekki vantaði hrakspámar. Margir töldu Morgunblaðið ekkert annað en bólu, sem ekki mundi endast marga daga. Aðrir voru bjartsýnni fyrir þess hönd. Klukkan 8 um morguninn var hægt að fara að bijóta blaðið. Það var handbrotið. Þetta fyrsta blað var 8 síður og þurfti að tvíbijóta það. Annars var það oftast 4 síður. Margir komu til hjálpar, en Gunnar man sérstaklega eftir Sigríði nokkurri sem hann minnir að hafi verið Þórðardóttir og vann þar niðri. Sölustrákamir biðu og rifu blöðin út jafnóðum og lesendur biðu eftir þeim úti á götu. Eitthvað var komið af áskrifendum. Hann minnist þess í leiðinni að upp frá því var oft þröng í Austur- stræti, þegar einhver stórtíðindi voru og fréttin sett út í glugga á ísafoldarhúsinu. Til dæmis þegar heimsstyijöldin skall á 1914. Gunnar Stefánsson hætti sendils- störfum í ísafold 1916, þegar hann var 15 ára gamall. Fór að læra húsgagnaiðn hjá Jóni Halldórssyni í Kóinu. Þá byijuðu nemamir vinnu klukkan 6 að morgni og unnu til klukkan 7 að kvöldi. Hann var svo hjá Gamla kompaníinu til 1928, er hann sneri sér að yfirbyggingum á bifreiðar hjá Kristni vagnasmið á Grettisgötunni. Flutti sig svo 1934 til Egils Vilhjálmssonar og hætti þar 1977. Mátti þó vinna áfram hálfan daginn. Nú, 89 ára gamall, stendur hann enn sína plikt. Kona hans liggur rúmföst og hann sér um hana og heimilið í stórri, fal- legri íbúð þeirra við Reykjahlíð. Hefur hitað handa okkur kaffi með- an við spjöllum saman um allar þær breytingar sem orðið hafa á útgáfu og prentun Morgunblaðsins frá því blýstöfunum var handraðað í orð og setningar og handsnúa þurfti pressunni þegar gasið brást og þar til nú að rafeindatæknin er tekin við og blaðamenn skrifa beint í blað- ið á tölvur, filmur komnar í stað blýsins og sóðalegu prentsvertunn- ar og 50 þúsund eintök af þykku Morgunblaði raðast saman og þeyt- ast úr sjálfvirkum vélunum á fáum klukkutímum. En hann fær líka þær fréttir að lítið ber orðið á þeirri lífsgleði sem brýst út í söng þegar mikið er um að vera og álag á mannskapnum, eins og hann man svo vel eftir í ísafold á fyrstu árum blaðsins. Þegar Gunnar Stefánsson kemur og sér með eigin augum þennan hreina sal í prentsmiðjunni þar sem fólk situr við tölvur og upplýst umbrotsborð, en filmur renna úr vélum og eru límdar upp, lítur það tækniundur sem orðið hefur á 75 ára ferli Morgunblaðsins, verður honum að orði: „Er þetta nú enn kölluð prentiðn?" Bókbandsvinnusalur. Þótt myndin sé tekin áratug síðar, er Gísli Guðmundsson þar enn (í hvítum slopp) og Hólmfríður, konan fremst á myndinni, var þar á dögum Gunnars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.