Morgunblaðið - 30.10.1988, Page 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA
„FH féllur ekki aftur"
Sverrir Öm Þórðarson var fyrir-
liði FH-liðsins í mörgum leikj-
| um í sumar. Hann er sterkur vam-
armaður og hefur æft fótbolta í tvö
r ár. „Árangurinn í sumar hefur ver-
[ ið mjög góður og það er góður 30
í
|
— segirfyrirliðinn SverrirÖrn Þórðarson
manna kjami sem mætir alltaf á
æfingar,“ sagði fyrirliðinn hreykinn
á svip.
Magnús Pálsson þjálfari hefur
góða stjóm á þessum fjölda og
æfíngamar eru mjög góðar hjá
honum, tjáði Sverrir blaðamannin-
um. „Það er alltaf mætt vel á allar
æfíngar og samkeppnin um að kom-
ast í liðið er mjög hörð,“ sagði
Sverrir.
Árangur meistaraflokksins hefur
verið strákunum mikil lyftistöng í
sumar og hefur ýtt undir áhuga á
knattspymu í Hafnarfírði. Sverrir
er þess fullviss að FH muni standa
sig í 1. deildinni að ári og segir að
liðið sé komið til að vera.
Svarrlr Örn Þórðarson var fyrir-
liði FH-liðsins í mörgum leikjum (
Gaman að vera í marki
— segja markverðimir Baldur Þór Eyjólfsson og Freyr Gígja Gunnarsson
Ekkert lið nær góðum árangri
án þess að hafa góða mark-
menn. Þegar markmaður bregst
er ekki von á góðu og það er því
mikil pressa á þá að standa sig.
Hjá FH-liðinu æfa tveir frísklegir
piltar að skutla sér á milli stang-
anna. Þetta em þeir Baldur Þór
Eyjólfsson og Freyr Gígja Gunn-
arsson.
Þeir gáfu sér tíma til að ræða
stuttlega við blaðamanninn um
íþróttina og ástæðuna fyrir því
að þeir fóru að æfa í marki. „Ég
bjó ( Danmörku með foreldrum
mínum og þar fór ég að æfa í
marki með dönsku liði. Þegar við
fluttum heim aftur iá beinast við
að halda því áfram,“ sagði Freyr
Gígja.
Baldur sagðist hafa farið að
æfa í marki fyrir tilviljun: „Það
vantaði mann í markið á einni
æfíngunni og spilaði ég í þeirri
stöðu. Ég stóð mig þokkalega og
síðan þá hef ég verið í marki,"
sagði hann sposkur á svip.
Þeir sögðust báðir hafa æft í
þijú ár og ekki hefði komið til
greina annað en að æfa með FH.
MarkverAlr FH-lnga ! 6. flokki þeir Baldur og Freyr.
„Það eru mjög fáir Haukar í
mínum bekk,“ sagði Baldur, en
Freyr minnti á að Haukamir væru
með gott lið ( körfunni. „Það er
bara af því að FH er ekki með
körfuboltadeild," sagði Baldurþá.
En að lokum voru þeir sammála
að Hafnarfjörðurinn væri mesti
íþróttabær landsins.
Það var komið að því að piltam-
ir færu í mark og því gat blaða-
snápurinn pumpað drengina leng-
ur og þakkaði fyrir viðtalið.
Aðalatriðið er
aðæfavel
— segja þeir Arnar ÞórViðarsson og
Guðmundur Sævarsson
Tveir af máttarstólpunum í 6.
flokks liði FH eru þeir fóst-
bræður Amar Viðarsson og Guð-
mundur Sævarsson. Þeir vom
hressir með árangurinn í sumar og
vildu þakka Magnúsi þjálfara og
góðum mannskap þennan árangur.
„Við hefðum nú átt að vinna
Tommamótið líka,“ sagði Guð-
mundur hugsandi, en Amar sagði
að árangur sumarsins væri svo sem
ekkert til að skammast sín fyrir.
Amar og Guðmundur vom að
sjálfsögðu hressir með árangur
meistaraflokksins í sumar og sögð-
ust vera sannfærðir um að þeir
myndu standa sig ! 1. deildinni á
næsta ári. „Þeir verða ekki neðar
en 6. sæti," sagði Arnar ákveðið
og Guðmundur samsinnti því.
Það kom dálítið skrýtin svipur á
piltana er þeir vom spurðir hver
væri besti leikmaðurinn í meistara-
flokknum. Þeir litu hvor á annan,
flissuðu og sögðu síðan að það
væri ömgglega Maggi þjálfari.
Síðan viðurkenndu þeir að þeir
segðu þetta mest til að fá prik hjá
honum en sögðu að hann hefði svo
gaman af því að honum væri hrós-
að. Einnig sögðust þeir vilja hrósa
Kristjáni Gíslasyni.
Uppáhaldsleikmenn erlendis em
Glenn Hoddle hjá Amari og Gary
Lineker hjá Guðmundi. Besti
íslenski leikmaðurinn er Amór
Guðjohnsen að beggja dómi.
Um framtíðina vildu piltamir spá
sem minnstu. Þeir em báðir stað-
ráðnir í því að halda áfram að æfa
og vonandi að komast í meistara-
flokkinn.
FH næsta stór-
veldi í knattspymu?
Komið við í Kaplakrikanum
ÍHafnarfírðinum er nú mikið fjör
á fótboltasviðinu. Meistaraflokk-
ur FH sigraði glæsilega í 2. deild-
inni og leikur í 1. deild að ári. Pilt-
amir í 4. flokki
gerðu sér Ktið fyrir
og urðu íslands-
meistarar og árang-
ur annarra yngri
flokka var mjög glæsilegur. Einkum
var það 6. flokkur félagsins sem
stóð sig með prýði í sumar. Strák-
amir þar sigraðu í Pollamóti Eim-
skips í a- og b-liði, Hi-C mótinu á.
Akranesi og vom einnig ofarlega á
Tommamótinu í Vestmannaeyjum.
Við litum við í Hafnarfirði og rædd-
um við nokkra pilta úr þessum
öfluga flokki.
Að sögn Þóris Jónssonar, for-
manns knattspymudeildar FH, er
mikill hugur í FH-ingum að standa
sig á næstu áram. Uppbygging
íþróttasvæðisins hefur gegnið mjög
vel og árangur yngri flokkanna lo-
far góðu.
Sagði Þórir að fallið í 2. deild í
fyrra hefði hrist upp í mönnum og
mikil samstaða hefði verið um að
fara strax upp aftur. Það hefði tek-
ist, en menn gerðu sér vel grein
fyrir því að 1. deildin væri mun
erfiðari og róðurinn yrði mun erfíð-
ari en nú.
Um 6. flokkinn sagði Þórir að
þetta væri skemmtilegur og sam-
hentur hópur. Magnús Pálsson
þjáifari hefði náð vel til strákanna
og nú þyrfti að halda vel utan um
þessa stráka til þess að þeir myndu
skila sér alla leið í meistaraflokkinn.
Andrés
Pétursson
skrífar
Arnar VIAarsson og Guðmundur Sævarsson.
B-IIA FH í 6. flokki gefur A-liðinu Ktið eftir.
A-IIA FH í 6. fíokk hefur staðið sig mjög vel.