Morgunblaðið - 30.10.1988, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988
Sérstök sýning’ á Leiðsögumanninum
á vegum náttúruverndarsamtakanna
Kaupmannahöfh.
Norska kvikmyndin Leiðsögumaðurinn, sem nú hefúr verið nefiid til Óskarsverðlauna, var sýnd
fyrsta sinni í Danmörku 26. október með hátíðarsýningu í kvikmyndahúsinu Palladium á Vest-
erbrogade. Frumsýningin var á vegum Verdensnaturfonden og var Henrik prins, sem er forseti sjóðs-
ins hér, heiðursgestur. Helgi Skúlason, sem nefndur er til Evrópukvikmyndaverðlaunanna í Berlín í
nóvember fyrir leik sinn í Leiðsögumanninum og íslensku kvikmyndinni I skugga hrafiisins, var við-
staðddur ásamt leikstjóra og framleiðanda myndarinnar.
Framkvæmdastjóri Verdensnat-
urfonden, Vibeke Skat Rördam,
flutti ávarp, áður en sýningin hófst
og lýsti ánægju sinni með, að frum-
sýningin skuli tengjast nafni sjóðs-
ins, en það var að undirlagi Nordisk
Film og vegna einlægs áhuga Niels
Gaup leikstjóra á störfum sjóðsins
víða um heim. Fékkst þar tækifæri
til að endurgjalda stuðningsmönn-
um og félögum sjóðsins og sýna
þeim kvikmynd, sem lýsir baráttu
frumstæðrar þjóðar við náttúruöflin
og næmleik og virðingu hennar fyr-
ir umhverfí sínu. Framkvæmda-
stjórinn kallaði Niels Gaup leik-
stjóra, Helga Skúlason og John M.
Jacobsen framleiðanda upp á svið
og var þeim ákaft fagnað, en Niels
Gaup þakkaði og sagði myndina
koma í ræðu stað.
Sem kunnugt er fjallar Leiðsögu-
maðurinn um sama og er söguþráð-
urinn byggður á fornri sögn, sem
saminn Niels Gaup lærði af afa
sínum. Gestimir horfðu djúpt
snortnir á myndina og ríkti algjör
þögn í salnum, svo að mátt hefði
heyra saumnál detta, en fögnuðu
síðan með lófataki. Á eftir var
móttaka í sal kvikmyndahússins og
ræddi fréttaritari þar við ýmsa að-
standendur myndarinnar og nátt-
úruvemdarsamtakanna. Leikstjór-
inn var mjög ánægður með, hvemig
staðið var að þessari viðhafnarsýn-
ingu og John M. Jacobsen lagði
áherslu á, að hugmyndafræði sama
Hörður Helgason sendiherra, Niels Gauj
Þeirsem hreyfa sig mikið viröast
nýta kalkið úrfæöunni beturog hafa
því meiri beinmassa á efhárum en
þeirsem hreyfa sig lítið.
100 gr. af léttmjólk innihalda
aðeins 46 hitæiningar. Og það eru
verðmætar hitaeiningar, þvíað þeim
fylgja mörg mikilvægustu
næringarefnin. Efþú viltgrennast, þá
erbetra að draga úrþýðingarminni
hitaeiningum.
Mjólk geturdregiðúr
tannskemmdum við eðlilegar
aðstæður. Hið háa hlutfall
kalks, fosfórsogmagníum
veitirtönnum vernd. Eftirneyslu
sætinda eða sykurríkrar
máltíðar er t.d. gott að skola
munninn með mjólk.
Beinin þroskast og styrkjast fram
að fertugsaldri og þess vegna er
mikilvægt að þau fái nægjanlegt kalk
allan þann tíma tilþess að standa vel
að vígi þegar úrkölkun hefst um
miðjanaldur.
Eftir fertugsaldurinn ernægjanlegt
kalk úr fæðunni nauðsynlegt til þess
að hamla gegn beingisnun. Tvöglös
afmjólk á dag er góð regla.
8