Morgunblaðið - 30.10.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.10.1988, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 A DROmNS nFGí Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson Þorbjörg Daníelsdóttir Styður nýja stöðu prestskvenna Ingvor Johansson er biskupsfrú í sænsku fríkirkjunni og hefur hreint ekki hefðbundnar skoðanir á hlutverki prestsfjölskyldunnar og valdi biskupa. Hún stóð upp eftir einn fyrirlesturinn til að lýsa skoðunum sínum, sem hún gerði með hlýju og kímni, þótt það væri greinilegt að skoðun hennar var bjargföst og vandlega íhuguð. PrestsQölskyldur hafa breytzt. Og það er gott. Nú fínnst mér það mitt hlutverk að gefa prests- frúm styrk og sjálfsálit. Ég vildi líka geta kennt þeim að breyta afstöðu mannanna sinna. Og ég vildi breyta afstöðu biskupanna til preststarfeins og ijölskyldunn- ar. En það er ekki hægt. Það er betra að setja vonir sínar á næstu kynslóðir. Ég heyri biskupa í fríkirkjunni segja að þeir hafí sár- ar áhyggjur af því að konur prest- anna séu famar að vinna úti. Þá geti prestamir ekki unnið prest- starfíð eins og áður, segja þeir. Og eins og þeir eigi að vinna það. Þegar ég hætti að hugsa eins og þeir átti ég tvö lítil böm. Maður- inn minn lokaði dyrunum inn til sín svo að bömin trufluðu hann ekki. Svo skrifaði hann ræðu um textann: Leyfíð bömunum að koma til min. Ég fann það þegar ég hlustaði á ræðuna í kirkjunni að þessi ræða var nú ekki um okkur. Velvilji fyrir því að kjósa konu sem biskup Séra Jorunn Wendel er prestur í norsku meþódistakirkjunni í Lilleström, og ein þeirra, sem stóðu að upphafsguðsþjónustunni í Centra Kirken. Ég heyrði að hugsanlegt væri að næsti biskup meþódista á Norðurlöndum yrði kona og að nýjar hugmyndir væru um biskupskjörið og fékk séra Jórunni til að spjalla við okkur um það. Hveijar eru hinar nýju hug- myndir um biskupskjör? Næsta biskupskjör verður í aprfl 1989. Kjörið fer fram í me- þódistakirkjum allra Norðurlanda Mikið starf í hópi norskra kvenpresta Rosemarie Köhn kennir guð- fræði við háskólann i Ósló og er formaður samtakanna, sem nor- skir kvenprestar og kvenguð- fræðingar hafa með sér, Norsk Kvinnelig Teologforening. Eftir greinargóða og skemmtilega kynningu á könnun, sem samtökin gerðu á afstöðu kven- og karl- presta til starfs síns, tók ég hana tali og spurði fyrst: Hvert er markmið starfsins i Norsk Kvinnelig Teologforen- ing? Það er áhugahópur kvenguð- fræðinga og kvenpresta, sem styður málefíii kvenna. Við erum núna að gera ýmsar kannanir um konur, um kvenpresta, sem eiga lítil böm, um ógifta kvenpresta, um fóstureyðingar. Og hvað verður svo um þess- ar kannanir? Við sendum þær til kirkju- stjómarinnar. Biskuparnir taka misjafnlega á móti þeim. Nokkrir taka þeim vel og vilja fara eftir þeim. Aðrir taka þeim illa og fínnst vð vera kvenvargar. í ráðu- neytinu erum við teknar alvarlega og þar höfum við fengið Qárstyrk til rannsókna á preststarfinu. Hveijir gera þessar rann- sóknir? Vinnuhópar frá okkur. Þeir fá svo sérfræðinga í lið með sér, bæði úr hópi guðfræðinga og ann- arra, t.d. félagsfræðinga. Við höf- um séð að við verðum sjálfar að koma þessu í verk ef það á að gerast. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að þessar upplýsingar liggi fyrir. Ef þær em ekki til er það sjálfum okkur að kenna. Þetta er mikil vinna en við höfum trú á því að erfíðið skili sér. Hver eru önnur verkefhi fé- lagsins? Við tökum að okkur mál kven- presta, sem snúa sér til okkar vegna vandamála í starfinu. Margar þeirra snúa sér til okkar og við reynum að fínna iausnir. Við höfum ekki fast starfslið en leggjum fram mikið sjálfboðaliða- starf. Stjómin, sem er valin af 170 konum í félaginu, starfa í sjálfboðaliðavinnu að þessum störfum sem öðmm. Af öðmm verkefnum félagsins má nefna námsstefnur, sem við höldum um margvísleg efíii. Þau geta varðað preststarfið, guðfræði eða kvenréttindi á breiðum gmnd- velli. Þessar námsstefnur em tækifæri til að koma fram skoðun- um og hugmyndum og heyra frá hinum. Við emm núna að halda röð af námsstefnum um stjómun kvenna. Við höfíim fengið tvo kvensálfræðinga til að annast þetta. Það er auðvitað ekki unnið í sjálfboðavinnu. Én við höfiim okkar eigin árgjöld og peninga frá ráðuneytinu til að nota. Biblíulestur vikunnar Biblíulestrar vikunnar em um frelsið í Jesú Kristi, frelsið, sem við eigum í trúnni. Það er boðað í allri Biblíunni. Guð gefí þér góðan biblíulestur, gleði í hjarta og góða viku. Sunnudagun II. Mós. 20.1—7 Mánudagun Sálm. 25.20—22 Þriðjudagun Jesaja 40.28—31 Miðvikudagun Lúk. 2.10—11 Fimmtudagun Post. 2.22—25 Föstudagur: Gal. 5.1 Laugardagur Op. 22.12—17 Ég leiddi þig út úr þrælahúsinu Varðveit mig, frelsa mig Frelsi nýrra krafta Yður er frelsari fæddur Frjáls frá dauðanum Frelsuð til frelsis Gangið inn'um hliðin til frelsisins nema á íslandi, þar sem meþódis- takirkjan starfar ekki. Meþódista- kirkjan í Eistlandi tilheyrir líka Norðurlöndum en kirkjufólk þar fær ekki leyfí til að ferða úr landi svo að biskupinn fer þangað sem gestur. Nú em 18 ár frá síðasta biskupskjöri og sá biskup var kos- inn til lífstíðar. Næst kjósum við biskup til 4 ára og það verður í fyrsta sinn, sem það er gert. Það verður mögulegt að kjósa sama biskup þrisvar í röð svo að hver biskup getur setið í 12 ár. Við teljum að eftir það geti biskup farið aftur til almennra prest- starfa. En það hefur ekki reynt á það ennþá. Eru likur að að næsti biskup ykkar verði kona? Konur hafa aldrei átt í erfíðleik- um með preststörf innan meþód- istakirkjunnar. í vfgsluheiti presta stendur hvorki „hann“ né „hún“. Margar konur innan meþódista- kirkjunnar á Norðurlöndum em vel hæfar til biskupsstarfsins og velvilji er fyrir því, bæði meðal karla og kvenna, að kjósa konu sem biskup. En meðal karla em líka margir, sem em vel hæfir til starfsins. Biskupaefnin em ekki útnefnd fyrirfram en við emm nú að ræða málin. Morgunbæn Ó, Guð, það ert þú, sem hefur gefíð mér enn einn dag. An þinn- ar hjálpar veit ég að þessi dagur fer allur úrskeiðis. Gættu tunguu minnar. Varðveit mig frá því að segja það, sem veldur erfíðleikum, og frá því að blanda mér í deilur, sem aðeins gera illt verra og leiða ekki til neins. ★ Gættu hugsana minna. Lokaðu hugskoti mínu fyrir allri öfund og afbrýðisemi, lokaðu því fyrir biturð og fyrirlitningu, lokaðu því fyrir ljótum og óhrein- um hugsunum. ★ Hjálpaðu mér til að lifa i dag í hreinleika, auðmýkt og kærleika. ★ Gefðu að í allan dag komist engin röng hugsun að í huga mínum og ekkert rangt orð úr munni mínum, fyrir Jesúm Krist Drottin minn. Amen. ★ Þessi morgunbæn er ur Bæna- bók William Barclay More Prayers for the Plain Man. íslenzkar konur á Forum. — Öfundin var þar ekki, misréttið var þar ekki, vantraustið var þar ekki. Við treystum hver annarri og lærðum að treysta sjálfum okkur. Kirkjan á Nordisk Forum 88 Kirlqukonur stóðu fyrir vand- aðri dagskrá á kvennaþinginu Nordisk Forum 88, sem haldið var í Osló í sumar frá 30. júlí til 7. ágúst. Þær séra Gunvor Lande og Synnöve Hinneland Stendal skipulögðu þátttöku kirkjunnar og flölmargar konur frá öðrum Norðurlöndum lögðu fram starf sitt, þekkingu og áhuga. Mjög merkir fyrirlestrar voru haldnir daglega, helgistundir voru á hveijum morgni og í upphafi og við lok þingsins voru haldnar fjöl- sóttar og blæbrigðaríkar guðs- þjónustu, þar sem samheldni og fognuður fyllti kirkjurnar. Þátttakan f Nordisk Forum var kærkomið tækifæri til að efla starf kvennaáratugar Alkirkjur- áðsins, sem hófet um sfðustu páska. Það er áreiðanlegt að áhrifin frá þessu mikla þingi hafa nú breiðst til dala og stranda og teygt sig víða vegu. Þau hafa aukið þekkingu og íhugun og gef- ið fjölmörgum konum nýja innsýn og sterkari trú á sjálfa sig og samstöðu kvenna. Kirkja Krists stendur mitt á meðal þeirra sem beijast fyrir betri heimi. Hún er aflgjafí og eflist af allri réttlætis- baráttu. Boðskapur hennar um- lykur öll svið mannlífsins og grundvöllur hans er alltaf hið mikla fagnaðarerindi um Krist. Það skiptir öllu. Það breytir öllu hvort við trúum á hann eða ekki, það skilur á milli lífs og dauða og gefur engan kost á málamiðl- un.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.