Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 félk í fréttum - Svona, farðu aftur að sofa, slökkviliðið er komið. COSPER Hér má sjá Jake Sieber liðsmann Elduris póló liðsins, þar sem hann verður fyrri til með boltann strax í fyrstu leiklotu. Eigpnkonur skipverja létu sig ekki vanta. Sumar þeirra munu hafa farið til Noregs og siglt heim til íslands, mönnum sínum til halds og trausts. Valur Arnþórsson stjórnarformaður fyrirtækisins afhenti þeim blómvendi í Hrísey. Hríseyingar tóku vel á móti nýju Snæfelli Morgunblaðið/Rúnar Þór Árni Bjaraason er skipstjóri á Snæfellinu. Hér er hann í brúnni með syni sína tvo, þá Sigurð 12 ára og Heimir Öra 9 ára. Til gamans má geta að faðir Áraa, Bjarai Jóhannesson, var skipstjóri á fyrsta Snæfellinu sem smíðað var skömmu eftir stríð og var það 146 tonna trébátur. Þá er bróðir Árna, Bjarai Bjarnason, skipstjóri á hinu aflasæla loðnuskipi, Súlunni EA, og einn þeirra þremenninga er keypti Súluna fyrir skömmu. Nýtt Snæfell EA 740 kom tU landsins um miðjan október og héldu Hríseyingar þá upp á skipakomuna með pomp og prakt. Skipið var smiðað i Flekkufirði i Noregi og er í eigu Útgerðarfélags KEA i Hrísey. Skipasmiðastöðin tók gamla Snæfellið upp i kaupin og var það endurselt tíl spánskra út- gerðarmanna, sem gera skipið út frá Montevideo i Uruguay. Heimahöfii þess er í Panama. Að vonum var glaðst í Hrísey er nýja skipið kom til heimahafnar í og höfðu heimakonur útbúið mikið kaffihlaðborð, sem gestir og eyja- menn kunnu vel að meta. Að sögn Arna Ámasonar skipstjóra vildu menn ólmir komast á fleyið. Á ann- að hundrað umsóknir bárust um pláss á skipinu, en aðeins 26 menn eru ráðnir. Þrettán voru á gamla Snæfellinu svo flölga þarf um helm- ing þar sem nýja skipið er alfarið frystiskip. Kostnaður við smíði skipsins nam 471 milljónum króna. Niðurgreiðslur norska ríkisins nema um 15% og þarf Útgerðarfélagið því að greiða um 400 milljónir kr. fyrir skipasmíðina. Fyrir gamla Snæfellið fengust 60 millj. kr. og nemur nýfjárfesting því um 340 millj. kr. Bandaríkin Eldurís sigraði á Pólóleikum í Kentucky Bluegrass Póló-mót í Kentucky var haldið fyrir skömmu og stóð fyrirtækið Eldurís vodka eitt að leikunum. Fjöldi áhugamanna um íþróttina, hesta-knattleik, sótti mótið til þess að fylgjast með þess- ari tveggja liða keppni. Eldurís póló liðið sigraði ástralska liðið með ell- efu stigum gegn fimm. Eftir keppn- ina var þeim 400 gestum, sem við- staddir voru, boðið upp á íslenska sjávarrétti og kældan íslenskan Eld- urís vodka. Fengu Eldurís póló liðið sem og vodkinn sjálfur verðskul- daða athygli og var forsvarsmönn- um keppninnar hrósað í hvívetna. GOLDIE HAWN Leikkonan Goldie Hawn og eiginmaður hennar, leikarinn Kurt Russel, hafa allsérstætt áhugamál. Þau keppa í hraðakstri á eigin lóð. Fimm limósínur eiga þau í bílskúmum, en ekki aka þau um á þeim heldur í ieikfangabílum. Þau keppa á bílabrautum um- hverfís húsið en hafa vfst fengið nóg af að keyra alltaf sama rúntinn. Hjón- in hafa nú byggt nýtt hús, 700 fermetra að stærð, og liggur bíla- brautin í gegnum mitt húsið! \ PÓLÓ Draumur ríka mannsins Ralph Lauren. Fyrir skömmu var haldin tísku- sýning á Hótel Borg þar sem vetrarí’atnaður frá ameríska hönn- uðinum Ralph Lauren var kynntur. Óskar Jónsson og Sigurður Blönd- al, eigendur að versluninni „Herra- menn“ við Laugaveg stóðu að sýn- ingunni en þeir hafa einkaumboð hér á vörum frá Ralph Lauren. Um 180 manns sóttu sýninguna en það setti óneitanlega svip á hana, að sýnt var í rafmagnsleysi hluta tímans. Kom það ekki að sök. Var bæði karlmanns- og kvenmanns- klæðnaður kynntur. Segja má, að stíll Ralphs Laurens sé gamall sígildur hefðarstfll. Hann grípur engar tískusveiflur en byggir að miklu leyti á klæðastíl frá árunum 1920-1930 og er sportfatnaður að- alsmerki hans. Vörur hans eru þekktar um allan heim undir nafn- inu Póló sem er dregið af hesta- knattleiknum, Póló-leiknum, — íþrótt ríka mannsins, eins og hann hefur stundum verið nefndur. Auk sportfatnaðar hannar hann ýmsar vörur eins og skó, töskur, belti og bindi og þótti það djarft á sínum tíma er hann hóf að fram- leiða breiðari bindi en áður þekkt- ust. Allur daglegur klæðnaður jafn- hliða smóking, kjólfötum og jafnvel ilmvatni fyrir bæði kynin eru þekkt- ar vörur undir merki hans og eru víða í heiminum til sérstakar Póló búðir. Fatnaður hans er framleiddur í eigin verksmiðjum bæði í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Ralph Lauren hóf eigin rekstur árið 1970. Síðan árið 1981 hefur salan Qórfaldast. Er sagt um Ralph Lauren í bandaríska tímaritinu Time að sjaldan eða aldrei hafl nokkur tískuhönnuður náð svo langt, Ralph Lauren keðjan skapi nú eina sterkustu tískuímyndina á markaðnum. En frægðin kom ekki átakalaust. Ralph Lauren er sonur rússneskra gyðinga. Hann hóf ungur að vinna fyrir sér. Aðeins 15 ára að aldri fékk hann fyrsta verkefnið á sínu sviði og hannaði treyjur fyrir fót- boltaliðið sem hann spilaði þá með. Hann vann hjá nokkrum hönnuðum þar til árið 1970 að hann setti á stofn eigið fyrirtæki. Mörg mistök voru gerð í byrjun og árið 1972 lá við gjaldþroti. En síðan hefur fyrir- tækið stöðugt sótt á brattann og starfa nu margir kunnir hönnuðar á hans vegum. I þeim hópi er íslensk stúlka, Steinunn Sigurðardóttir, og hannar hún pijónapeysur fyrir Ralph Lauren. Veldi hans er ævintýri líkast. Þó að maðurinn sé með efnaðri mönn- um heims ber hann það sjálfur ekki utan á sér. Hann klæðist sjálfur eingöngu bómullarskyrtum, snjáð- um gallabuxum og kúrekastígvél- um og ekur um á gömlum Porsche. Áhugi hans á antíkmunum er ró- maður og einkennir það allar búðir hans að þar er að flnna húsgögn og ýmsa smáhluti frá gamia tíman- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.