Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Sporðdreki og Steingeit Sporðdreki (23. okt.-21. nóv.) og Steingeit (22. des.-20. jan.) eru að sumu leyti lík og eiga því að geta átt ágætlega saman. Einkennandi fyrir samband þeirra er viss íhaldssemi og varkárni, en einnig alvörugefni, vinna og áhersla á einkalíf, eða það að vera töluvert útaf fyrir sig. Sporðdrekinn Sporðdrekinn þarf að geta ein- beitt sér að afmörkuðum málum til að viðhalda lífsorku sinni. Hann þarf tímbundna einveru til að endurnýja sig og hreinsa burt umhverfisáhrif. Hann þarf allt eða ekkert í samböndum og vill sterk tengsl við aðra. Hann er því krefjandi félagi. Steingeitin Steingeitin er jarðbundin og þarf að fást við áþreifanleg og upp- byggileg mál til að viðhalda lífsorku sinni. Hún þarf öryggi og fast land undir fótum. Vinna • skiptir miklu, svo og það að við- fangsefni hennar séu gagnleg. Steingeitin er varkár og frekar hlédræg, er regluföst og ákveðin þegar grunnhugmyndir eru ann- ars vegar. Þungsaman Það sem helst getur háð sam- bandi þessara merkja er alvöru- gefni þeirra og staðfesta. Þau geta því orðið þung saman, skort léttleika og hætt til að mála skrattann á vegginn eða a.m.k. átt erfitt með að rífa hvort ann- að upp. íhaldssöm Þar sem þau eru bæði þolandi og varkár og íhaldssöm getur skort hvatann til að breyta til og takast á við ný mál. Því er fyrir hendi sú hætta að þau staðni saman eða verði ekki nógu drífandi. Sveigjanleiki Bæði Sporðdrekinn og Steingeit- in eru stíf og stjómsöm. Það gætu því komið upp árekstrar ef skoðanir þeirra eru of ólíkar. Ef samband þeirra á að ganga vel þurfa þau að temja sér * sveigjanleika og gæta þess að slá bæði af og mætast á miðri leið. Hið sjáanlega og ösýnilega Að lokum má nefna eitt atriði. Togstreita getur myndast vegna þess að geitin er jarðbundin og trúir fyrst og fremst á hið áþreif- anlega en Sporðdrekinn er til- finninga- og innsæismaður sem skynjar margt sem er óáþreifan- legt. Þeim gæti því hætt til að misskilja sumt í fari hvors ann- ars eða meta menn og málefni útfrá ólíkum forsendum. Duglegsaman Til að vel gangi þarf Steingeitin að virða næmleika Sporðdrekans á sálrænum sviðum sem aftur þarf að virða jarðfestu Steingeit- arinnar. Hið jákvæða er að bæði þessi merki eru að upplagi kraft- mikil og föst fyrir og geta því náð langt saman ef þau vilja. Samband þeirra á því að geta orðið árangursríkt og varanlegt. Gagnkvœm virðing Framangreind lýsing er yfir- r borðsleg, ekki síst vegna þess að einungis er miðað við sólar- merkið eitt sér. f raunveruleik- anum hafa allir Sporðdrekar og Steingeitur önnur merki sem skipta máli í korti sínu. Um merkin ein sér má þó segja að það ríkir ekki mikil spenna á milli þeirra. Saman eru þau frek- ar þung og alvörugefín en búast - _»má hins vegar við að þau beri tilhlýðilega virðingu fyrir hvort öðru. GARPUR r : — imiim LiJHi \\ ■ lllllll í A , 'T.L 4--IAI ÓIwr \ I GRETTIR FINNST | PetTA T=ARI _ \ VEL SA/V1AN? / MAMN SVIAAAR \ S LFNSI 'A EFTIR. J ö c ®* o T3 fU. j "Htt W 3 o s U_ í I /4 / I L \ilÍLr?\ € Z> [T~i? . (f/ i s o> © T^SliÍÍÍÍÍiSilir BRENDA STARR 3^ HEroe /sse Af® , VERjÐ SAST HVAB þU VtrkUl ERT SiET SOFAND/ .*» JSfi6r, A£)þó ■ > HND- , v/ssulega!alc- I Af? KONUH SEM ég hef tcytvNsr.s~*í^& /T/A/AH HÖFDU — — jt /ZÉTTC) A£> r/‘ f STAAJDA, t.'A EN ÞÖ pAÞTT Etaa UHÞAN AJE/NU AÐ I VATNSMYRINNI (WfiHWir/FiAF FERDINAND SMAFOLK IT5 5UPP05EP T0 HAVE FlVE CENT5 IN IT! @ | r í \/ ry \ | itjsscrsj/ Q / œ TMe OocTaR 1 15® Sálfræðiaðstoð 1 _ kr. Hérna, láttu mig- halda i Læknirinn er við. Ég er hönd þér . . . aftur í þunglyndi. Þarna er vandamálið. Það á að vera króna í Hvað er að hönd minni? henni! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Dönsku konumar Judy Norris og Dorthe Schaltz voru í bana- stuði í úrslitaleiknum við Breta á ÓL. Þær keyrðu í harða slemmu í eftirfarandi ppili, sem Norris vann þrátt fyrir góða vöm þeirra bresku: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ KG105 VD65 ♦ ÁK108 ♦ Á9 Austur ^ 9874 II J 98763 ♦ G ♦ G75 Suður ♦ ÁD3 VÁK2 ♦ 542 ♦ D1083 Vestur Norður Austur Suður Davies Schaltz Smith Norris — — Pass 1 grand Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi. Grandopnun Norris sýndi 15—17 punkta og tveir tíglar á móti vom eins konar Stayman með sterk spil. Slemman er hörð, enda sjást ekki nema tíu slagir í upphafi. Og slagimir yrðu varla fleiri ef millispilin í láglitunum væru veikari. Norris drap fyrsta slaginn í blindum og spilaði strax laufní- unni. Hugmyndin var að kanna viðbrögð austurs. Þau voru eng- in, svo nían var látin rúlla (enda kom varla annað til greina, þar eð laufið þarf helst að gefa 3 slagi). Davies í vestur sá að laufið lá sagnhafa í hag og fann þá góðu vöm að gefa slaginn! Geri hún það ekki, dettur gosinn þriðji og spilið vinnst auðveld- lega. Þessi vöm dugði þó ekki til. Norris tók næst tígulás, og þegar gosinn kom í var óhætt að taka kónginn líka og sækja svo 12. slaginn með því að spila að tígultíunni. Vestur ♦ 62 VG10 ♦ D9763 ♦ K642 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Erevan í Sovétríkjunum kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Helga Ólafssonar, sem hafði hvítt og átti leik, og Rainer Knaak, A-Þýskalandi. 33. Dxe! og svartur gafst upp. Ef hann tekur drottninguna verð- ur hann mát I öðrum leik og ef hann forðar hróknum á a8 leikur hvítur 34. Hxf5 og hefur þá tvö peð yfir og sterka sókn. Mótið var minningarmót um Tigran Petro- sjan, fyrrverandi heimsmeistara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.