Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 23 Sembal- leikur á Háskóla- tónleikum AÐRIR Háskólatónleikar haust- misseris verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 2. nóvember kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Á tónleikunum mun Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari flytja tónlist frá 17. og 20. öld. Fimm verk verða leikin þessa sembalstund. Viðamest þeirra er verk Leifs Þórarinssonar, „Da“ fantasía. Helga Ingólfsdóttir hefur tekið mjög virkan þátt í tónlistarstarfi hér á landi bæði með einleik og flutningi kammertónlistar. Kunnust er hún fyrir starf sitt í Skálholti en þar hefur hún staðið fyrir tónlist- arhátíðinni „Sumartónleikar í Skál- holtskirkju“ í hálfan annan áratug. Helga hefur farið í tónleikaferðir til Norðurlanda, Austurríkis og Bandaríkjanna, m.a. hélt hún ein- Hal&iarfjörður: Erfið greiðslustaða vegna mikilla framkvæmda á árinu Veltuflárstaðan verður orðin hagstæð í lok ársins, segir Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal á Háskólatónleikum á miðvikudag kl. 12.30. leikstónleika sl. vetur í Bergen, Osló og Stokkhólmi. Einnig lék hún í febrúar sl. sembalhlutverkið í Metteusarpassíu J.S. Bachs í Grieg- hallen í Bergen undir stjóm Helm- uth Rilling. Helga hefur leikið inn á þijár hljómplötur. Hún kennir semballeik og túlkun barokktónlist- ar við Tónlistarskólann í Reykjavík. VEGNA mikilla framkvæmda á vegum Hafiiarflarðarbæjar á þessu ári er greiðslustaða bæjarfélagsins erfið um þessar mundir, og hef- ur að þeim sökum skapast tugmilljóna króna yfirdráttur hjá við- skiptabanka Hafnarfjaróarbæjar. Að sögn Guðmundar Árna Stefans- sonar, bæjarstjóra, er þarna um tímabundið ástand að ræða. Segir hann að Qárhagsstaða bæjarfélagsins sé það sterk, að nú að aflokn- um háannatíma framkvæmda lagist veltuQárstaða bæjarfélagsins hratt, og hún verði orðin hagstæð í lok ársins. ManuelaWiesler í Kristskirkju Tónlistarfélag Kristskirkju verður með sína fyrstu tónleika í vetur í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Manuela Wiesler mun leika í kirSju Krists konungs, Landakoti, þijú stór einleiksverk fyrir flautu, Les Folies d’Espagne eftir Martin Marais, Sónötu eftir sænska nútíma- skáldið Ingvar Lidholm og eigið verk, Storm. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið heyrist hér á landi. Manuela Wiesler kom hingað sér- staklega nú til að hljóðrita íslensk flaututónverk, sem á undanfömum árum hafa verið samin fyrir hana. Verður gefinn út dískur með þeirri tónlist á vegum BIS hljómplötuút- gáfunnar í Svíþjóð í samvinnu við Tónlistarfélag Kristskirkju. Tónlistarfélag Kristskirkju held- ur nokkra tónleika í vetur og eru þeir næstu fyrirhugaðir í nýársdag. Verður þá flutt eingöngu tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig verða tónleika með orgelverkum eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen. Félagið hyggur einnig á útgáfu fleiri geisladiska og er í bígerð disk- ur með íslenskum sembalverkum, sem Helga Ingólfsdóttir leikur og einnig diskur með íslenskri kamm- ertónlist. Þá kemur Manuela Wiesl- er hugsanlega á vegum félagsins næsta sumar og sér um flutning á íslenskri og erlendri nútímatónlist. (Fréttatilkynning) Manuela Wiesler leikur á flautu í Kristskirkju i kvöld kl. 20.30. Aðspurður sagði Guðmundur Ámi Stefánsson að velta Hafnar- fjarðarbæjar á þessu ári yrði ná- lægt 1500 milljónum króna, og undir þessum útgjöldum væri staðið af reglulegum tekjum bæjarfélags- ins á árinu. Hafnarfjarðarbær réðist ekki í langtímalántökur til að standa undir rekstri og fram- kvæmdum, og einungis væri um 15 milljóna króna langtímalántökur að ræða á vegum bæjarfélagsins. „Af þessu leiðir að lausafjárstaða bæjarins verður á tímum ekki eins góð og skyldi, og á það sérstaklega við í kjölfar háannatímans, sem er sumarið, og í dag er hún það ekki. Þess vegna er nú nokkur yfírdrátt- ur hjá okkar viðskiptabanka, og skiptir hann tugum milljóna. Á næstu vikum þegar framkvæmd- atímabili er að mestu lokið, og um hefðbundinn rekstur er einvörð- ungu að ræða, gengur hann mjög hratt niður, og veltufjárstaðan verð- ur orðin hagstæð í lok ársins," sagði Guðmundur Árni. Brýnt hefur verið fyrir forstöðu- mönnum stofnana og deilda Hafn- arfjarðarbæjar að sýna ráðdeild í rekstri og undir engum kringum- stæðum verða heimiluð útgjöld á þeim liðum ijárhagsáætlunar sem þegar eru uppurnir. „Það hafa verið gífurlegar fram- kvæmdir á þessu ári í bænum, og lokið hefur verið við ýmis verk, sem lengi hafa verið í framkvæmd. Þetta á bæði við um mannvirkjagerð og gatnagerðarframkvæmdir. Kostn- aður við hluta af þessum verkefnum hefur farið fram úr áætlun, meðal annars vegna ákvarðana um að byggja stærra og betur en ráð var fyrir gert í upphaflegri fjárhagsá- ætlun.“ Innheimta á bæjargjöldum hefur gengið þokkalega hjá Hafnarfjarð- arbæ að sögn Guðmundar Áma, nema hvað innheimta aðstöðugjalda hefur ekki gengið sem skyldi, þar sem svo virtist sem róðurinn hefði þyngstr hjá sumum fyrirtækjum í bænum. Mun fleiri lóðum hefur verið út- hlutað í Hafnarfirði á þessu ári en ráð var fyrir gert, og verða því tekj- ur af byggingaleyfisgjöldum og gatnagerðargjöldum að sama skapi meiri en áætlað var. „Fólksstraum- ur hingað hefur verið mikill og mikil ásókn er enn í að fá lóðir, og á það bæði við lóðir undir íbúðir og atvinnuhúsnæði, en hér eru nú um 400 íbúðir af öllum gerðum í smíðum. Það er því mikill upp- gangur í Hafnarfírði og bajartysýni og framfarasókn ríkjandi," sagði Guðmundur Árni Stefánsson. TOLVUSKOLIGJJ Námskeið WordPerfect ritvinnsla 7.-10. nóv. kl. 8.30-12.30 Skráning og upplýsingar í síma 641222 GÍSLI J. JOHNSEN n Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222 SIEMENS ístUt poóstóW^- SMITH & NORLAND IMóatúni 4 S. 28300 M VIÐ T0KUM EKKIÞATTIVERÐST0ÐVUN!!! VIÐ LÆKKUM VERÐIÐ Dæmi: Barnaúlpur og -gallar.......... kr Dömu- og herraúlpur.............kr Barnapeysur.....................kr Dömu- og herrapeysur............kr Bjórglös, 4 stk.................kr Bjórglös, 6 stk.................kr Leðurkuldastígvél...............kr Reimaðir leðurkuldaskór.........kr ...kr. 990 ...kr. 1.290 ...kr. 690 ...kr. 990 195 240 ...kr. 1.990 ...kr. 1.500 0TRULEGT VERÐ A TILBOÐSKÖSSUM DÆMI: Skór á kr. 100 Buxur á kr. 50 ÓDÝRIMARKAÐURINN f KJALLARA DOMUS, Laugavegi 91. Opið daglega kl. 13-18 Laugardaga kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.