Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 250. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Reuter Fjöldabrúðkaup Mesta fjöldabrúðkaup, sem sögur fara af, fór fram í borginni Yongin, suður af Seoul, í Suður-Kóreu á sunnudag. Alls voru 6.516 pör gefin saman. Vígslunni stýrði Moon Sun-myung, leiðtogi svonefndrar Sam- einingarkirkju moonista. Tflgangurinn að ögra Samstöðu -segir Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu Lokun Lenín-skipasmíðastöðvarimiar : Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna í Póllandi, sagði að lokun Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk væri ögrun við Samstöðu og að gegn henni yrði barist. Mieczyslaw Rakowski, forsætisráðherra, sagði að lokun stöðvarinnar væri óhjákvæmilegur liður í efiiahagsumbótum stjórnarinnar. Lokun Lenín-skipastöðvarinnar hefur í för með sér að Walesa og um 11.000 samstarfsmenn hans verða atvinnulausir. Rakowski sagði að önnur skipasmíðastöð í Gdansk gæti tekið við um 1.000 þeirra og að hinir ættu allir að geta fundið vinnu því eftirspurn væri eftir vinnuafli á Gdansk- svæðinu. Rakowski sagði að unnið væri að endurskipulagningu skipasmíða í landinu og væri lokun stöðvarinn- ar liður í því. Stöðin hefði aðeins smíðað 9 skip í fyrra miðað við 24 árið 1979. Hefði hún verið rek- in með 1,67 milljóna zloty tapi í fyrra, eða sem svaraði 260 milljón- um íslenzkra króna, þrátt fyrir 5,5 milljóna zloty, eða jafnvirði 875 milljóna króna, ríkisstyrk. Rak- owski sagði að tilkynnt yrði um lokun fleiri óarðbærra stórfyrir- tækja á næstunni. Walesa sagði að lokun Lenín- stöðvarinnar væri pólitísk ákvörð- un sem beindist gegn Samstöðu. Hún ætti eftir að leiða til „átaka og spennu" um land allt. „Við verðum að gera raunhæfar ráð- stafanir ef efnahagsumbætur eiga áð skila árangri," sagði Rakow- Afganistan: Sovétmenn senda full- komin vopn Moskvu. Reuter. SOVÉTMENN viöurkenndu í gær að þeir hefðu sent stjórnar- hernum í Afganistan ný og full- komin vopn til þess að vega upp á móti auknum vopnasendingum til skæruliða frá Pakistan, að sögn Gennadíjs Gerasimovs, talsmanns utanríkisráðuneytis- ins í Moskvu. Gerasimov vildi ekki segja um hvaða vopn hefði verið að ræða. Bandaríska blaðið New York Ti- mes skýrði frá því sl. laugardag, að Sovétmenn hefðu sent 30 orr- ustuþotur af gerðinni MiG-27 til Afganistans. Eru það fullkomn- ustu bardagaflugvélar þeirra. Talsmenn skæruliða fullyrða að Sovétmenn hafi sent meiri vopn til Afganistans en þeir hafi flutt það- an að undanförnu. Þeir segja að TU-16 og öðrum sprengjuflugvéla- tegundum hafi fjölgað á flugvöllum landsins. Einnig hafi íjölda lang- drægra stórskotavopna verið kom- ið upp í norður- og vesturhiuta laridsinsi Kosið í ísrael 1 skugga morðs á móður og þremur börnum á Vesturbakkanum: Rabin vill að morðingj- amir verði teknir af lífi Tel Aviv. Reuter. ski. Vitnaði hann til reynslu Marg- aretar Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, á fyrstu stjórnarárum hennar. Rakowski sagðist hafa dáðst að úrræðum og styrk Thatc- her er hún kom umbótum í brezk- um iðnaði í kring. Hún kemur í heimsókn til Póllands á morgun og mun m.a. ræða við Wojciech Jaruzelski, leiðtoga Póllands, og Rakowski. Einnig mun hún eiga fund með Walesa í Gdansk og leggja með honum blómsveig að minnisvarða um Samstöðu við Lenín-skipasmíðastöðina. Reuter Tugþúsundir stuðningsmanna Likud-flokksins veifa myndum af Yitzhak Shamir, forsætisráðherra, á útifúndi í Tel Aviv. A fundinum hét Shamir að mynda stjórn eftir kosningar, sem fram fara í dag, án aðildar Verkamannaflokksins. að Likud-flokkurinn myndaði næstu stjórn, 13,7% sögðu einu gjlda hvor þeirra héldi um stjómartaumana og 23,3% tóku ekki afstöðu. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að fylgi Verkamannaflokks- ins og Likud-flokksins verði svipað. Alls eru 27 flokkar í kjöri. Kosning- unum lýkur klukkan 20 að íslenzk- um tíma í kvöld. Sjá „Tilræðið talið vatn á myllu . .“ á bls. 24 og „Vandamál ísraels verða . . .“ á bls. 38. Dollar hjálpað London. Reuter. SEÐLABANKAR Bandaríkjanna og Japans gripu til ráðstafana í gær til þess að stöðva lækkun dollars, sem hefúr ekki verið lægri gagnvart helztu gjaldmiðl- um í Ijóra mánuði. Um tíma var gengi dollars skráð á 124,80 japönsk jen í Evrópu, eða lægra en nokkru sinni eftir 10. júní, en hækkaði aftur fyrir lok viðskipta. Sérfræðingar sögðu í gær að bank- inn mundi grípa aftur inn í ef ástæða væri og gera allt til þess að gengi dollars tæki sem minnstum breyting- um fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 8. nóvember næst- komandi. Engin breyting varð á gull- eða olíuverði á mörkuðum í gær. MORÐIÐ á ísraelskri móður og I kosningunum í ísrael í dag, að I þremur börnum hennar á Vestur- sögn stjórnmálaskýrenda. Eng- bakkanum í fyrrakvöld mun inn flokkur hefúr nokkru sinni styrkja stöðu hægriflokka í þing- | fengið meirihluta á ísraelska | þinginu og bendir allt til að eng- in breyting verði þar á nú. Fulltrúar Verkamannaflokksins og stjórnmálaskýrendur voru ein- huga um að atburðurinn í Jeríkó gæti kostað flokkinn sigur í kosn- ingunum. Flokkurinn, sem lýtur forystu Shimons Peresar, utanríkis- ráðherra hefur verið hlynntur því að Israelar afsali sér hluta her- numdu svæðanna til nágranna sinna í skiptum fyrir frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Moshe Arens, kosningastjóri Likud-flokksins, sagði morðið á hinni 26 ára gömlu móður og börn- um hennar þremur styrkja flokks- menn í þeirri trú að stöðva þyrfti mótmæli Palestínumanna í eitt skipti fyrir öll. Talsmenn minni hægriflokka, sem vilja reka alla araba frá ísrael, reyndu að notfæra sér árásina flokkum sínum til fram- dráttar. Yitzhak Rabin, varnar- málaráðherra, krafðist þess í gær- kvöldi að Palestínumennirnir sem bæru ábyrgð á morðinu á Vestur- bakkanum í fyrrakvöld, yrðu dæmdir til dauða og líflátnir. Yfir- lýsingu hans var ætlað að höfða til kjósenda, sem höfðu ekki gert upp hug sinn, og talið var að kynnu að snúast á sveif með hægri flokkun- um vegna atviksins á Vesturbakk- anum. Um helgina voru 20% kjós- enda taldir enn vera óákveðnir. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var meðal araba í ísrael og birt í gær, telja 51,4% aðspurðra heppilegast að Verkamannaflokk- urinn hafi forystu í næstu stjórn landsins. Aðeins 7,4% sögðust vilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.