Morgunblaðið - 01.11.1988, Síða 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
250. tbl. 76. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Reuter
Fjöldabrúðkaup
Mesta fjöldabrúðkaup, sem sögur fara af, fór fram í borginni Yongin,
suður af Seoul, í Suður-Kóreu á sunnudag. Alls voru 6.516 pör gefin
saman. Vígslunni stýrði Moon Sun-myung, leiðtogi svonefndrar Sam-
einingarkirkju moonista.
Tflgangurinn að
ögra Samstöðu
-segir Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu
Lokun Lenín-skipasmíðastöðvarimiar :
Varsjá. Reuter.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna í
Póllandi, sagði að lokun Lenín-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk
væri ögrun við Samstöðu og að gegn henni yrði barist. Mieczyslaw
Rakowski, forsætisráðherra, sagði að lokun stöðvarinnar væri
óhjákvæmilegur liður í efiiahagsumbótum stjórnarinnar.
Lokun Lenín-skipastöðvarinnar
hefur í för með sér að Walesa og
um 11.000 samstarfsmenn hans
verða atvinnulausir. Rakowski
sagði að önnur skipasmíðastöð í
Gdansk gæti tekið við um 1.000
þeirra og að hinir ættu allir að
geta fundið vinnu því eftirspurn
væri eftir vinnuafli á Gdansk-
svæðinu.
Rakowski sagði að unnið væri
að endurskipulagningu skipasmíða
í landinu og væri lokun stöðvarinn-
ar liður í því. Stöðin hefði aðeins
smíðað 9 skip í fyrra miðað við
24 árið 1979. Hefði hún verið rek-
in með 1,67 milljóna zloty tapi í
fyrra, eða sem svaraði 260 milljón-
um íslenzkra króna, þrátt fyrir 5,5
milljóna zloty, eða jafnvirði 875
milljóna króna, ríkisstyrk. Rak-
owski sagði að tilkynnt yrði um
lokun fleiri óarðbærra stórfyrir-
tækja á næstunni.
Walesa sagði að lokun Lenín-
stöðvarinnar væri pólitísk ákvörð-
un sem beindist gegn Samstöðu.
Hún ætti eftir að leiða til „átaka
og spennu" um land allt. „Við
verðum að gera raunhæfar ráð-
stafanir ef efnahagsumbætur eiga
áð skila árangri," sagði Rakow-
Afganistan:
Sovétmenn
senda full-
komin vopn
Moskvu. Reuter.
SOVÉTMENN viöurkenndu í
gær að þeir hefðu sent stjórnar-
hernum í Afganistan ný og full-
komin vopn til þess að vega upp
á móti auknum vopnasendingum
til skæruliða frá Pakistan, að
sögn Gennadíjs Gerasimovs,
talsmanns utanríkisráðuneytis-
ins í Moskvu.
Gerasimov vildi ekki segja um
hvaða vopn hefði verið að ræða.
Bandaríska blaðið New York Ti-
mes skýrði frá því sl. laugardag,
að Sovétmenn hefðu sent 30 orr-
ustuþotur af gerðinni MiG-27 til
Afganistans. Eru það fullkomn-
ustu bardagaflugvélar þeirra.
Talsmenn skæruliða fullyrða að
Sovétmenn hafi sent meiri vopn til
Afganistans en þeir hafi flutt það-
an að undanförnu. Þeir segja að
TU-16 og öðrum sprengjuflugvéla-
tegundum hafi fjölgað á flugvöllum
landsins. Einnig hafi íjölda lang-
drægra stórskotavopna verið kom-
ið upp í norður- og vesturhiuta
laridsinsi
Kosið í ísrael 1 skugga morðs á móður og þremur börnum á Vesturbakkanum:
Rabin vill að morðingj-
amir verði teknir af lífi
Tel Aviv. Reuter.
ski. Vitnaði hann til reynslu Marg-
aretar Thatcher, forsætisráðherra
Bretlands, á fyrstu stjórnarárum
hennar. Rakowski sagðist hafa
dáðst að úrræðum og styrk Thatc-
her er hún kom umbótum í brezk-
um iðnaði í kring. Hún kemur í
heimsókn til Póllands á morgun
og mun m.a. ræða við Wojciech
Jaruzelski, leiðtoga Póllands, og
Rakowski. Einnig mun hún eiga
fund með Walesa í Gdansk og
leggja með honum blómsveig að
minnisvarða um Samstöðu við
Lenín-skipasmíðastöðina.
Reuter
Tugþúsundir stuðningsmanna Likud-flokksins veifa myndum af Yitzhak Shamir, forsætisráðherra, á
útifúndi í Tel Aviv. A fundinum hét Shamir að mynda stjórn eftir kosningar, sem fram fara í dag, án
aðildar Verkamannaflokksins.
að Likud-flokkurinn myndaði næstu
stjórn, 13,7% sögðu einu gjlda hvor
þeirra héldi um stjómartaumana
og 23,3% tóku ekki afstöðu.
Nýjustu skoðanakannanir benda
til þess að fylgi Verkamannaflokks-
ins og Likud-flokksins verði svipað.
Alls eru 27 flokkar í kjöri. Kosning-
unum lýkur klukkan 20 að íslenzk-
um tíma í kvöld.
Sjá „Tilræðið talið vatn á myllu
. .“ á bls. 24 og „Vandamál
ísraels verða . . .“ á bls. 38.
Dollar
hjálpað
London. Reuter.
SEÐLABANKAR Bandaríkjanna
og Japans gripu til ráðstafana í
gær til þess að stöðva lækkun
dollars, sem hefúr ekki verið
lægri gagnvart helztu gjaldmiðl-
um í Ijóra mánuði.
Um tíma var gengi dollars skráð
á 124,80 japönsk jen í Evrópu, eða
lægra en nokkru sinni eftir 10. júní,
en hækkaði aftur fyrir lok viðskipta.
Sérfræðingar sögðu í gær að bank-
inn mundi grípa aftur inn í ef ástæða
væri og gera allt til þess að gengi
dollars tæki sem minnstum breyting-
um fram yfir forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum 8. nóvember næst-
komandi.
Engin breyting varð á gull- eða
olíuverði á mörkuðum í gær.
MORÐIÐ á ísraelskri móður og I kosningunum í ísrael í dag, að I
þremur börnum hennar á Vestur- sögn stjórnmálaskýrenda. Eng-
bakkanum í fyrrakvöld mun inn flokkur hefúr nokkru sinni
styrkja stöðu hægriflokka í þing- | fengið meirihluta á ísraelska |
þinginu og bendir allt til að eng-
in breyting verði þar á nú.
Fulltrúar Verkamannaflokksins
og stjórnmálaskýrendur voru ein-
huga um að atburðurinn í Jeríkó
gæti kostað flokkinn sigur í kosn-
ingunum. Flokkurinn, sem lýtur
forystu Shimons Peresar, utanríkis-
ráðherra hefur verið hlynntur því
að Israelar afsali sér hluta her-
numdu svæðanna til nágranna
sinna í skiptum fyrir frið fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Moshe Arens, kosningastjóri
Likud-flokksins, sagði morðið á
hinni 26 ára gömlu móður og börn-
um hennar þremur styrkja flokks-
menn í þeirri trú að stöðva þyrfti
mótmæli Palestínumanna í eitt
skipti fyrir öll. Talsmenn minni
hægriflokka, sem vilja reka alla
araba frá ísrael, reyndu að notfæra
sér árásina flokkum sínum til fram-
dráttar. Yitzhak Rabin, varnar-
málaráðherra, krafðist þess í gær-
kvöldi að Palestínumennirnir sem
bæru ábyrgð á morðinu á Vestur-
bakkanum í fyrrakvöld, yrðu
dæmdir til dauða og líflátnir. Yfir-
lýsingu hans var ætlað að höfða til
kjósenda, sem höfðu ekki gert upp
hug sinn, og talið var að kynnu að
snúast á sveif með hægri flokkun-
um vegna atviksins á Vesturbakk-
anum. Um helgina voru 20% kjós-
enda taldir enn vera óákveðnir.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var meðal araba í ísrael og
birt í gær, telja 51,4% aðspurðra
heppilegast að Verkamannaflokk-
urinn hafi forystu í næstu stjórn
landsins. Aðeins 7,4% sögðust vilja