Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 1
RÁS 2
fimm ára
Það verður mikið um dýrðir
á Rás 2 í dag, enda tilefni
til því í dag eru liðin fimm
ár síðan þau Páll Þorsteins-
son, Ásgeir Tómasson, Jón
Ólafsson og Arnþrúður
Karlsdóttir stýrðu fyrsta
morgunþætti rásarinnar.
Margir fyrrverandi dagskrár-
gerðarmenn taka þátt í dag-
skránni sem stendur með litl-
um hléum frá kl. 10.05 til kl.
16.00. Má þar nefna Þorgeir
Ástvaldsson, stjórnanda
Rásar 2 á frumbýlingsárun-
um í Efstaleitinu, Jónatan
Garðarsson, Kolbrúnu Hall-
dórsdóttur, Jón Ólafsson,
Ástu Ragnheiði Jóhannes-
dóttur, Berta Möllerog Ragn-
heiði Davíðsdóttur. Tónlistin
dunar daglangt og meðal
þeirra sem leika eru hljóm-
sveitirnar Bítlavinafélagið,
Síðan skein sól, Svarthvítur
draumur, Kamarorghestarn-
ir, Geiri Sæm og félagar,
Herdís og gullfiskarnir,
Bjartmar Guðlaugsson og
Valgeir Guöjónsson. Brugðið
verður upp brotum úr dag-
skrá Rásar 2 frá liðnum árum
og leikin íslensk lög í bland
við þau sem komist hafa í
efsta sæti vinsældalista Rás-
ar 2 frá upphafi. Margt fleira
verður til skemmtunar í tilefni
dagsins en umsjón með af-
mælisdagskránni hafa Krist-
ján Sigurjónsson, Margrét
Blöndal, Eva Ásrún Alberts-
dóttir, Óskar Páll Sveinsson,
Lísa Pálsdóttir, Skúli Helga-
son og Ólafur tórðarson.
VIKUNA 26. NOVEMBER - 2. DESEMBER
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
FOSTUDAGUR 25. NOVEMBER 1988
B
BLAÐ
wmÉmi
HAIMIMAY
Nýtt framhaldsleikrit fyrir börn og unglinga hefst á Rás 1 á
sunnudag Það er leikritið um Tuma Sawyer í leikgerð norska
rithöfundarins Edith Ranum sem hún byggir á hinum vinsælu
sögum eftir Mark Twain um þá stallbræður Tuma Sawyer
og Stikilsberja-Finn. Sjá nánar á bls. 4.
Sjónvarpsdagskrá bls. 2-12
Bíóin í borginni bls. 12
Hvað er að gerast? bls. 3/B
Myndbönd bls. 10/12
Vinsælustu myndböndin bls. 10
Útvarpsdagskrá bls. 2-12
Sjónvarpið hefur á þriðjudag sýningu á breskum
sakamálamyndaflokki sem byggður er á sög-
um eftir John Buchan. í þessum þáttum
er sagt frá ævintýramanninum
Hannay, sem leikinn er af Robert
Powell, og gerist sagan bæði í
hinum stórbrotnu hálöndum
Skotlands sem og á glæsileg-
um sveitasetrum. Þar lendir
Hannay í ýmsum ævintýrum
og einnig kemur við sögu
óvinur hans sem er mjög ,
slóttugur en það er von
Schwabing greifi. Þrátt fyrir
mikið annríki við að upp-
lýsa hin dularfyllstu mál
hefur Hannay að sjálf-
sögðu tíma fyrir konur.
Guðað á skjáinn bls. 12