Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Guðað á skjáinn Dennis Potter: Höfund- ur söngelska spæjarans Ef eitthvað er að marka um- sagnir erlendra blaða hefur ríkis- sjónvarpið gert dágóð kaup í myndaflokknum „The Singing Detective" eða Söngelski spæjar- inn sem hefur göngu sína í kvöld. Kannski eiga einhverjir hér eftir að hneykslast eins og sumir Bret- ar en okkur gefst a.m.k. tækifæri til að meta hvort hér sé á ferð- inni ein besta kvikmynd ársins eins og The New York Times sagði „Spæjarann" vera — þótt hann væri sjónvarpsþáttur. Draumórar og dulúð Hér í þessum dálkum hefur áður verið fjallað um söngelska spæjarann, sem liggur á sjúkra- húsi þungt haldinn af hræðilegum sjúkdómi og lætur hugann reika, og nú skal höfundur hans kynntur lítillega. Dennis Potter heitir hann og ef eitthvað er að marka nýlegt hefti bandaríska vikuritsins Newsweek kemst enginn með Guðað á skjáinn hælana þar sem hann hefur tærn- ar þegar kemur að skrifum fyrir sjónvarp. Hann er rithöfundur, sjónvarpshöfundur og tilvonandi sjónvarpsleikstjóri og þegar BBC tilkynnir frumsýningu á nýju verki eftir hann jafnast það á við merki- legan viðburð í leikhúslífi Lund- úna. Verk hans einkennast af blöndu draumóra^ dulúðar og raunveruleika. „Eg hef meiri áhuga á því sem býr innra með manninum,“ segir hann. „Hug- myndin um að allt sé eins og það sýnist flnnst mér verulega leiðin- leg.“ Kannski skiljanleg athuga- semd frá manni sem legið hefur mestallt sitt líf á sjúkrahúsum þar sem hann getur varla hreyft sig án þess að finna til mikils sárs- auka. Potter var 26 ára gamall blaða- maður þegar hinn sjaldgæfl, arf- gengi og kvalafulli sjúkdómur kom fyrst fram í honum árið 1961 tekur sig upp. Það er útgáfa af gigt sem fær liðamótin til að bólgna og útbrot myndast á húð- inni sem verður eins og flakandi sár. „Þér verður ljóst að það sem þú vildir gera úr lífí þínu verður ómögulegt," segir hann. „Og þú verður að byggja líf þitt upp á nýtt." Sonur kola- námumannsins Hann er sonur kolanámu- manns, fæddur í Gloucestershire, og fór í Oxford þar sem hann rit- Potter; fólk hefiir orðið að taka það alvarlega sem ég hef skrif- að fyrir sjónvarp. stýrði bókmenntatímariti en fljót- lega var hann kominn með fjöl- skyldu til að sjá fyrir og þennan fáránlega sjúkdóm sem gerði hon- um ókleift að vinna. Honum hafði alltaf þótt gaman að því að skrifa, verknaðinum sjálfum. Hann hand- skrífaði allt með vandlega kross- uðum t-um og nákvæmum punkt- um yfir i-in og núna varð hann að læra að beita penna uppá nýtt með bæklaðri hendinni. Hann fór fljótlega að skrifa fyrir sjónvarp. „Það var spenn- andi að ímynda sér allskyns fólk með allskonar bakgrunn í allskon- ar kringumstæðum sjá sama hlut- inn á sama tíma.“ Og hann bætir seinna við: „Fólk hefur orðið að taka það alvarlega sem ég hef gert fyrir sjónvarp." Ekki svo að skilja að allt sem hann hefur gert fyrir skjáinn eða hvíta tjaldið hafi hlotið einróma lof. BBC bannaði „Brimstone and Treacle“ en í henni var vangefinni stúlku nauðgað af djöflinum. „Son af Man“, þar sem Jesús var bara venjulegur trésmiður, vakti deilur um guðlast. Og ekki hafa öll verk Potters notið vinsælda. Fyrir ára- tug eða svo fór hann til Holly- wood þar sem hann skrifaði „Pennies From Heaven" fyrir Steve Martin; hún kolféll. Einnig „Gorky Park" þótt rökstyðja megi að báðar hafi verið vanmetnar. Hann skrifaði fleiri handrit í Hollywood sem enginn vildi og sneri heim aftur og að sjónvarpi, skáldsagnagerð og núna síðast leikstjórn. I janúar byija tökur á vegum BBC á nýjustu skáldsögu Potters,„Blackeyes“, og það er Potter sjálfur sem í fyrsta skipti verður við stjórnvölinn. -ai. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Á tæpasta vaði ★ ★ ★ 1/2 Hollywood atvinnumennska í yfirgír auk listilegra takta í leik- stjórn, kvikmyndatöku og sviðs- myndagerð, og Willis í hörkuformi sem óvinnandi karlmenni, gera Á tæpasta vaði spennumynd ársins. Mynd sem verður miðað við í framtíöinni. -sv. Óbærilegur léttleiki tilver- unnar ★ ★ ★ ★ Bandaríski leikstjórinn Philip Kauf- man hefur fest ástarsögu Tómasar og Teresu úr samnefndri bók Milans Kundera á filmu á sérstak- lega fallegan, erótískan og Ijúfsár- an hátt með ólgandi vorið í Prag í bakgrunni. Leikurinn er með ein- dæmum góður og þegar best læt- ur er Léttleikinn óvenju sterkt, óvenju áhrifamikið kvikmyndaverk. -ai. Kvenkuldaskór Verð: 3.490,- Stærðir: 36-41 Litir: Svart - grátt - drappað. Efni: Skinn. 5% staðgreiðsluafsláttur. Póstsendum samdægurs. TOPpJÍ —'SKORINN " Á&A VELTUSUNDI 1 21212 KRINGHN KblneNH S.689212 D.O.A. ★ ★ ★ Prófessor Cornell er byrlað ban- vænt eitur og hefur 24 stundir til að finna morðingja sinn í þessari ágætu endurgerð Headroom-leik- stjóranna Mortons og Jankels með Dennis Quaid í hlutverki hins dauðadæmda. Hraðar klippingar, skakkir myndrammar, litir og svarthvítt — næstum hver taka og sjónarhorn er merkt film noir. Glettileg, skemmtileg og spenn- andi. -ai. STJÖRNUBÍÓ Stefnumót við engil V2 Ófyndnasta gamanmynd sem sést hefur um langa hríð. Efnið og efni- stökin með ólíkindum aulaleg. -sv. Blóðbönd* Metnaðarlaus og groddaleg hroll- vekja sem leysist uppí kjánalegt Frankemsteinafbrigði þegar höf- undar hafa gleymt að þeir voru að spinna auðgunarglæpasögu með Emmanuelle-ívafi. -sv. Stundarbrjálæði ★ ★ Friðsælt smábæjarlíf breytist í martröð þegar dulítið af efnaúr- gangi kemst í matvæli bæjarbúa. Fyllir mann ákveðnum óhugnaði en er alltof sein að taka við sér. -ai. BÍÓHÖLLIN Stórviðskifti ★ ★ 1/2 Vandvirknislega gerður farsi í flesta staði, en vantar þó hinn nauðsynlega herslumun til að ná flugi. Leikhópurinn snýst heldur mikiö í kringum sjálfan sig, en "The Devine Ms. M.“, skruggukvendið Bette Midler, er eins og storm- sveipur á tjaldinu og gerir myndina vel þess virði að henni sé veitt athygli. -sv. í greipum óttans ★1/2 Myndin um Krafta-Jackson er formúluafþreying í meðallagi. Þið hafið séð þær margar svona áður og eigið sannarlega eftir að sjá þærfleiri. -ai. Sá stóri ★ ★ ★ Tom Hanks er frábær í þessari vandlega gerðu og geðþekku líkamsskiptimynd um 13 ára strák sem verður þrítugur á einni nóttu. Sumir eru alltaf að flýta sér að eldast, en slappaðu af, þinn tími kemur nógu fljótt. -ai. Ökuskírteinið ★ ★ Les stelur stífbónuðum Kadda pabba síns og líður af stað inní hið greiðfæra land kvíða og angist- ar er geymir alla þá sem ein- hverntíma hafa óttast það að skemma bíl pabba síns. Sæmileg- asta afþreying. -ai. Beetlejuice ★ ★ ★ Þessi draugagamanmynd býður uppá gersamlega ómótstæðilegan hræring af vinalegum draugum og vondum, heilu partýi af sérstökum tæknibrellum og Michael Keaton óborganlegum í hlutverki Bjöllu- djússins. -ai. REGNBOGINN Á Örlagastundu ★ 1/2 Myndinni tekst hvorki að vekja áhuga manns á persónum sínum né atburðum því efnið og efnistök- in eru furöulega úrelt eða í besta falli gamaldags. Hefði kannski gengiðfyrir30árum. -ai. Barflugur ★ ★ ★ Barflugur er óvenjuleg mynd þar sem skáldið og fyllibyttan Buk- owski segir frá eigin reynslu af lífinu í strætinu. Frásögnin leiftnar af gálgahúmor, hérfinnst mönnum lífið hreint ekki leitt og leikur þeirra Rourke og Dunaway er með ólík- indum. Krydd í tilveruna. -sv. Húsið við Carroll stræti*1/2 Yfirborðslegur samsærisþriller frá hinum misjafna, breska leikstjóra Peter Yates, endar í velheppnuð- uð. Hitchcockískum lokapunkti, en allt fram að því óspennandi og átakalítið. Athyglisverðir leikarar bjarga ekki því sem bjargað verð- ur. -ai. Prinsinn kemur til Ameríku ★ ★ ★ Eddy Murphy sýnir á sér nýjar og indælar hliðar í þessari ágætu en sauðmeinlausu gamanmynd um för Akeem prins til Ameríku í drottningarleit. -ai. HÁSKÓLABÍÓ U2 ★ ★1/2 Þrumurokk frá þrumuhljómsveit í landvinningum í vesturálfu. Svart- hvít nær hún vel anda pólitískra hljómsveitarmeðlimanna og hljóð- upptaka góð. -sv. LAUGARÁSBÍÓ Síðasta freisting krists ★ ★ ★ ★ Mynd Martins Scorsese er mögn- uð, djarflega gerð, dulúðug, óvenjuleg og að lokum einstaklega áhrifamikil. Jesús Scorsese er bæði maður og guð og myndin snýst um þá innri baráttu sem hann heyir til að sætta þessi tvö ólíku eðli og finna markmiðið með lífi sínu. Lokakaflinn er lítið meist- araverk sem Willem Dafoe í hlut- verki Jesú kórónar með átakamikl- um snilldarleik. -ai. I skugga hrafnsins ★ ★ ★ 1/2 Hrafn vinnur úr þeim menningar- arfi sem mikilvægastur er okkur islendingum og verður sífelit mikil- vægari. Hann sækir efnivið í óþrjótandi brunn sagnanna okkar, þaö má allt eins segja að hann sé kvikmyndalegur arftaki íslendinga- sagnahöfundanna. Kveikir nýtt líf í goðsögnunum með stórum til- finningum, stórum persónum í mikilfenglegri mynd. -ai. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Harðjaxlar hirða ekki um dans spennumynd Tough Guys Don’t Dance ★ ~kxl2 Leikstjóri og handritshöfundur Norman Mailer, eftir eigin skáld- sögu samnefndri. Tónlist Angelo Badalamenti. Aðalleikendur Ry- an O’Neal, Isabella Rosselini, Debra Sandlund, Wings Hauser, Lawrence Tierney, Frances Fis- her. Bandarísk. The Cannon Gro- up 1987. Myndbox 1988. Hi-Fi. 105 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Forvitnileg og brokkgeng mynd, líkt og höfundur hennar, sá mis- tæki Pulitzer rithöfundur og rugl- myndagerðarmaður Norman Mail- er. Söguhetjan í TGDD er einmitt aflóga rithöfundur, slagsmálamað- ur, brennivínsslugsari og kvenna- gull, leikinn af Ryan O’Neal. Eftir iangvarandi viskíþamb og gras- reykingar rankar hann loks við sér, nær dauða en lífí, með afskorið höfuð sér til sáluhjálpar í heljar- þynnkunni. Mannauminginn veit ekki sitt rjúkandi ráð, konan hlaup- in frá honum og lögreglustjórinn í bænum (Hauser) virðist vita meira um málið en hann sjálfur. En höfuð- ið er aðeins toppurinn á ísjakanum, næstu dagana flækist hann inní hvert sóðamálið á eftir öðru. Götótt skoðun drykkjumanns á rysjóttri fortíð og fálmkenndar til- raunir að standa á eigin fótum í gruggugri nútíð, þar sem verið er að leggja fyrir hann háskalega gildru, er inntak þessarar kald- hæðnislegu myndar. Þrátt fyrir lek- an söguþráð er hún samt ætíð áhugaverð, þökk sé þokkalegum leik O’Neals, þó enn frekar Tiern- eys í hlutverki föður hans, en fyrst og fremst frábærri kvikmyndatöku sem undirstrikar gálgahúmor verksins. Mörg myndskeið eru eink- ar minnisstæð, t.d. ógnandi sjó- gangurinn við húsvegginn hjá O’Neal. Kannski ekki svo óvænt útkoma þegar kempurnar Golan, Globus og Mailer taka saman hönd- um í gerð listaverks. Menn og vélar spennumynd Red Alert ★'/2 Leikstjóri Billy Hale. Handrit Sandor Stern, byggt á skáldsög- unni Paradigm Red, eftir Harold King. Aðalleikendur William Devane, Michael Brandon, M. Emmet Walsh, Adrienne Barbe- au, Ralph Waite. Bandarisk sjón- varpsmynd. Paramount 1977. Háskólabíó 1988. Hi-Fi. 92 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Þegar bilun kemur uppí kjarn- orkuveri tekur móðurtölva þess til eigin ráða og læsir 14 menn inni á hættusvæðinu. Rannsóknarmaður versins, Devane, vill kanna málið og bjarga mönnunum, en stjórnin stendur með tölvunni. Mannshugur- inn má sín þó betur því Devane heldur að lokum inná hættusvæðið og kemur þá í ljós að um skemmdar- verk er að ræða. CIC (UA, MGM, Universal og Paramount) virðist vera mikið í mun að demba á markaðinn miðlungs sjónvarpsmyndum, og þaðan af verri. Þetta kemur spánskst fyrir sjónir, slíka ofgnótt sem þessi risa- fyrirtæki eiga af eldri, ágætis titl- um, sem verða jafnvel aldrei útgefn- ir á myndbandi. Red Alert er enn einn miðlungurinn. Það gerist í rauninni sáralítið í þessari 11 ára göm'u sjónvarpsmynd, mest hlaup en lítil kaup. Ein af þeim sem mað- ur horfir á með öðru auganu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.