Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988
B 3
HVAÐ
ER
GERASTÍ
Söfn
Árbæjarsafn
Árbaejarsafn er opið eftir samkomulagi.
Haegt erað panta tíma ísíma 84412.
Ámagarður
i Árnagarði er handritasýning þar sem
má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj-
arbók og eitt af elstu handritum Njálu.
Ásmundarsafn
í Ásmundarsafni er sýningin Abstraktlist
Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta
26 höggmyndir og 10 vatnslitamyndir
og teikningar. Sýningin spannar 30 ára
tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem
listamaöurinn vann að óhlutlægri mynd-
gerð. í Ásmundarsafni erennfremurtil
sýnis myndband sem fjallar um konuna
í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til
sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd
og afsteypur af verkum listamannsins.
Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 16.
Hópar geta fengið að skoða safnið eftir
umtali.
Listasafn Einars
Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar er opið alla
laugardaga og sunnudaga frá kl.
13.30—16.00. Höggmyndagaröurinn er
opinn daglega frákl. 11.00—17.00.
Listasafn ASÍ
Kristín Jónsdóttirfrá Munkaþverá sýnir í
Listasafni ASl’, Grensásvegi 16. Þetta er
önnureinkasýning Kristínaren hún hefur
tekið þátt i mörgum samsýningum hér á
landi og erlendis. Á sýningunni eru mynd-
verk gerð úr ull. Sýningin er opin alla
virka daga kl. 16^-20 og um helgar kl.
14—20 og hefur* hún verið framlengd til
27. nóvember.
Á
ListasafnIslands
Listasafn íslands minnist 100 ára fæðing-
arafmælis Kristínar Jónsdóttur listmálara
með þemasýningu á blómamyndum og
uppstillingum i sal 2. Á sýningunni eru
25 verk og gefa þau góða mynd af þess-
um hluta lífsstarfs hennar, þróun listar
hennar og breytingar sem á henni verða.
j sal 1 og 5 stendur nú yfir sýning á
islenskum verkum i eigu safnsins. Þar
hanga nú uppi verk eftir Ásgrím Jónsson,
Gunnlaug 0. Scheving, Jóhannes S.
Kjarval og Jón Stefánsson. Á efri hæð
hússins eru nú sýnd ný aðföng, skúlptúr-
ar og málverk eftir íslenska listamenn.
Á sunnudag ferfram í fylgd sérfræðings
leiðsögn um sýningar í húsinu og hefst
hún kl. 15.00.
Leiösögnin Mynd mánaðarins ferfram í
fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl.
13.30. Mynd nóvembermánaðarereftir
Kristinu Jónsdóttur: Uppstiljing, oliumál-
verk, málað um 1950.
Myndbandasýningar verða í fyrirlestrar-
sal þá daga sem hérsegir. Laugardag:
Syrpa. 11 íslenskir myndlistarmenn.
Sjónvarpið 1986. Sunnudag: Galdurinn
og leikurinn. Fjórirungirmyndlistamenn.
Sjónvarpið 1988. Þriðjudagur: Þorvaldur
Skúlason listmálari. Sjónvarpið 1987.
Miðvikudagur: Sigrún Harðardóttir.
Sjálfsmynd, 1985. Fimmtudagur: Jafn-
vægi, bygging, litur. Tryggvi Ólafsson list-
málari. Baldur Film 1986.
Listasafn Islands er opið alla daga, nema
mánudaga, kl. 11—17. Aðganguraðsýn-
ingum er ókeypis, svo og auglýstar leið-
sagnir. Veitingastofa safnsins er opin á
sama tíma.
KVIKMYNDIR
HUGREKKI
STÖÐ 2 - Hug-
O -| 45 rekki (Courage —
"1 — 1986). Frumsýning.
Myndin byggir á sannsöguleg-
um atburði og segir frá móður
sem reynir að frelsa son sinn
úr viðjum eiturlyfjavanans. Með
aðstoð njósnara berst móðirin
hatrammri baráttu til að bjarga
annarri fjölskyldu frá harm-
leiknum og stofnar lífi sínu í
hættu til að fletta ofan af einum
stærsta eiturlyfjahring sem um
getur. Aðalhlutverk: Sophia
Loren, Billy Dee Williams og
Hector Elizondo. Leikstjóri: Jeremy Paul Kagan.
UU IVIARLEEN
mmmm sjónvarpið - luí Mari-
OO 25 een (1981). Þýsk bíómynd eftir
Rainer Werner Fassbinder.
Þýska söngkonan Willie og Gyðingurinn
Robert hafa átt í ástarsambandi. Faðir
Roberts er lögfræðingur og skilur ekki
hvernig sonur hans getur verið ástfanginn
af þýskri stúlku svo að hann kemur í veg
fyrir að þau geti verið saman. Er stríðið
brýst út verður lagið Lili Marleen sem
Willie syngur mjög vinsælt og hún verður
vinsælasta söngkonan í Þýskalandi. Hún
gleymir þó ekki Robert og leggur allt í
sölurnar til að hitta hann aftur. Aðal-
Sophia Loren leikur hér móður
drengs sem á við eiturlyfja-
vandamál að stríða.
Þýska
Willie.
söngkonan
hlutverk: Hanna Schygulla, Giancarlo Giannini og Mel Ferrer.
FAIMGELSISROTTAIM
■■■■ STÖÐ 2 — Fangelsisrottan (The River Rat — 1984).
04 00 Frumsýning. Eftir að hafa afplánað þrettán ár í fangelsi
er Billy sleppt lausum. Hann sat inni fyrir morð og var
dæmdur til lífstíðar en var sleppt fyrir milligöngu fangelsislæknis-
ins. Hann er staðráðinn í að hefja nýtt líf og fer til móður sinnar
og dóttur og ætlar að reyna að endurheimta féð sem hann kom
undan áður en hann var handtekinn. En fangelsislæknirinn vill fá
laun fyrir hjálpsemina — og jafnvel eitthvað meira. Aðalhlutverk:
Tommy Lee Jones, Brian Dennehy og Martha Plimpton. Leikstjóri:
Tom Rickman. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★.
GÖTULÍF
■■■ STÖÐ 2 — Götulíf (Boulevard Nights — 1979). Endursýn-
130 ing. Ungur piltur af mexíkönskum ættum mætir miklum
” mótbyr þegar hann reynir að snúa baki við götulífinu og
hefja nýtt líf. Aðalhlutverk: Danny De La Paz, Marta Du Bois og
James Victor. Leikstjóri: Michael Pressman. Scheuers gefur ★ ★ Vz.
Safn Ásgríms
Jónssonar
Safn Ásgríms Jónssonar við Bergstaða-
stræti er opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 13.30—
16.00. Nústenduryfirsýning á þjóð-
sagna- og ævintýramyndum eftirÁsgrím
og stendur hún til febrúarloka.
Ustasafn Háskóla
íslands
I Listasafni Háskóla Islands i Odda eru
til sýnis 90 verk i eigu safnsins. Lista-
safnið er opið daglega kl. 13.30—17 og
er aðgangur ókeypis.
Minjasafnið Akureyri
Minjasafnið á Akureyri er til húsa við
Aðalstræti 58. Safnið er opið á sunnu-
dögumfrákl. 14—16.ÁMinjasafninu
má sjá ýmis konar verkfæri og áhöld sem
tengjast daglegu lífi fólks áðurfyrrtil sjáv-
ar og sveita. Einnig er margt muna sem
sýna vel menningu og listiðnað íslenska
sveitasamfélagsins s.s. tréútskurður, silf-
urmunir, vefnaðurog útsaumur. Einnig
er á safninu úrsmiða-, skósmíða- og
trésmíðaverkstæði frá fyrri tíð. Þá má
nefna gamla kirkjumuni s.s. bænhús-
klukk'u frá því um 1200. Á minjasafninu
er einnig hægt að skoða gamlar Ijós-
myndir og á lóð safnsins stendur gömul
timburkirkja frá árinu 1876.
Listasafn Sigurjóns
Ólafssonar
í tilefni af opnun safnsins og 80 ára af-
mæli listamannsins er haldin yfirlitssýn-
ing á 50 verkum Sigurjóns, þar á meðal
eru myndirsem hafa aldrei áðurverið
sýndar á íslandi. Safnið og kaffistofan
eru opin laugardaga og sunnudaga kl.
14—17. Tekið erá móti hópum eftirsam-
komulagi.
Myntsafnið
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er
í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar
peningaútgáfu. Vöruseðlar og brauð-
peningarfrá síöustu öld eru sýndir þar
svoog orðurog heiðurspeningar. Líka
er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og
rómversk. Safnið er opiö á sunnudögum
milli kl. 14 og 16.
Póst-og
símaminjasafnið
i gömlu símstöðinni í Hafnarfirði er núna
póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl-
breytilega muni úr gömlum póst- og
símstöðvum og gömul símtæki úr einka-
eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er
opið á sunnudögum og þriðjudögum
milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða
safnið á öðrum tímum en þá þarf að
hafa samband við safnvörð í síma 54321.
Þjóðminjasafnið
Þjóðminjasafnið er opið alla daga nema
mánudaga kl. 11.00—16.00. Aðgangur
er ókeypis.
Myndlist
Amarhóll
i koníaksstúku veitingahússins Arnarhóll
eru sýnd um þessar mundir olíumálverk
Guðrúnar Elisabetar Halldórsdóttur lista-
konu. Sýninginn eropinfrá kl. 18 til 22,
alla daga nema sunnudaga og mánu-
daga, og stendur út nóvember.
FÍM-salurínn
Björg Atla heldur málverkasýningu i FÍM-
salnum, Garðastræti 6. Ásýningunni eru
oliu- og akrýlmyndir. Björg Atla nam við
Myndlistaskólann í Reykjavík og Mynd-
lista- og handíðaskóla islands og útskrif-
aðist úr málaradeild MH11982. Hún
hefur haldið þrjár einkasýningar og tekið
þátt í samsýningum heima og erlendis.
Sýningin i FÍM-salnum stendurtil 4. des-
ember og er opin kl. 14—19 alla sýningar-
dagana.
Gallerí Borg
i Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, stendur
yfir sýning á verkum Kristjáns Davíðsson-
ar. Á sýningunni eru nýjar oliumyndir sem
allar eru til sölu. Sýningin er opin virka
daga frá kl. 10— 18 og um helgar frá kl.
14—18 og stendur yfir til 29. nóvember.
í GrafíkGallerí Borg, Austurstræti 10, er
úrval grafíkverka eftirhina ýmsu höf-
unda. Þar er opið á verslunartíma.
Kjallarinn, Pósthússtræti 9, er ávallt op-
inn um helgarfrákl. 14—18. Þarerúr-
val mynda yngri höfunda og mikið af
verkum eldri meistara eins og t.d. eftir
Jón Stefánsson, Ásgrim Jónsson, Jó-
hannes S. Kjarval, Kristínu Jónsdóttur,
Mugg, Gunnlaug Blöndal, Gunnlaug
Scheving o.fl.
Gallerí Gangskör
í Gallerí Gangskör, Amtmannsstig 1,
stendur yfir sýning á verkum Margrétar
Jónsdóttur. Myndirnar, sem eru vatnslita-
og olíumálverk unnin á pappír, eru unnin
á árunum 1983—1985 og hafa fæst
sést opinberlega áður. Þetta er þriðja
einkasýning Margrétar á íslandi en hún
hefur haldið tvær einkasýningar í London
og tekið þátt i fjölda samsýninga hér og
erlendis, m.a. á öllum Norðurlöndunum.
STÓR OG SMÁR
ÞjóðlelkhúslA frumsýndl sl. mlAvlkudag lelkrltiA Stór og
smár (Qross und kleln) eftir þýska lelkskáldiA Botho
Strauss en lelkurlnn er lýsing á ferA ungrar konu um
veiferAarþjóAfálag nútímans. A myndlnnl eru leikararnir
Kristbjörg KJeld og SlgurAur Skúlason.
Sýningin stenduryfirtil 4. desemberog
eropinvirkadaga kl. 12—18ogum
helgarkl. 14—18. Lokaðá mánudögum.
Gallerí Grjót
i Gallerí Grjóti stendur yfir samsýning
þeirra níu listamanna sem standa að
galleríinu. Listaverkin eru margvísleg og
má þarnefna málverk, grafík, skúlptúr,
teikningar, skartgripi, leirmuni, stein-
myndirog postulinsmyndir. Öllverkineru
til sölu. Gallerí Grjót er opið virka daga
kl. 12—18 og laugardaga kl. 10—14.
Gallerí Guðmundar
frá Miðdal
(GalleriGuðmundarfrá Miðdal, Skóla-
vörðustig 43, eru til sýnis og sölu mál-
verkeftirGuðmund Einarsson, Svövu
Sigríði, Guðmund Karl, Hauk Clausen
o.fl. Gallerí Guðmundar er opið alla daga
nema sunnudaga kl. 14—18.
Gallerí Kirkjumunir
Gallerí Kirkjumunum, Kirkjustræti 10, er
opið kl. 9 til 18 alla virka daga. Þar sýn-
ir Sigrún Jónsdóttir listaverk sín.
GalleríList
í Gallerí List, Skipholti 50b, er komið
nýtt og mikið úrval af listaverkum fyrir
jólamarkaðinn. Nýjar grafik-myndir eftir
Helgu Ármann, Ingunni Eydal, Rut Re-
bekku og Margréti Birgisdóttur. Einnig
nýjar vatnslitamyndir eftir Hjördísi
Frímann, Elínu Magnúsdóttur, Gest Guð-
mundsson, Elinu Rós Eyjólfsdóttur, Guð-
rúnu A. Magnúsdótturog Braga Hannes-
son. Nýkomið er Rakú-keramik eftir
Margréti Jónsdóttur frá Akureyri. Opið
er frá kl. 10.30— 18 virka daga og kl.
10.30—14.00 um helgar.
Gallerí Svart á hvrtu
i Gallerí Svart á hvítu við Laufásveg
stendur yfir sýning á verkum Jóns
Óskars. Á sýningunni eru málverk unnin
á þessu ári. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 14—18. Síöasti
sýningardagurer27. nóvember.
i Listaverkasölu gallerísins á efri hæð
eru til sölu verk ýmissa myndlistarmanna
og má m.a. nefna: Karl Kvaran, Georg
Guðna, Huldu Hákon, Helga Þorgils Frið-
jónsson, Halldór Björn Runólfsson, Jón
Óskar, Jón Axel, Guðmund Thoroddsen,
Brynhildi Þorgeirsdóttur, Pétur Magnús-
son, Kees Visser, Ólaf Lárusson, Svan-
borgu Matthíasdóttur, Sigurð Guð-
mundsson, Sigurð Örlygsson, Pieter
Holstein og Tuma Magnússon. Lista-
verkasalan er opin á sama tíma og sýn-
ingasalurgallerísins.
Gullni haninn
Á veitingahúsinu Gullna hananum eru
myndir Sólveigar Eggerz til sýnis.
Katel
í sal Verslunarinnar Katel er sölusýningu
á plakötum og eftirprentunum eftir
Chagall. Salurinn ertil húsa að Lauga-
vegi 29 (Brynju-portið). Sýningin eropin
virkadagakl. 10—18.
Kjarvalsstaðir
i Vestursal Kjarvalsstaða opnar á laugar-
dag sýning á verkum sem Reykjavíkur-
borg hefur keypt undanfarin 5 ár. Sýning-
in er opin daglega kl. 14—22 og stendur
fram i desember. i Austursal Kjarvals-
staða stendur yfir sýning á verkum Jóns
Baldvinssonar. Ásýningunni eru 59
málverk, máluð á síðustu þremur árum,
aðallega i Kaliforníu. Sýningin er opin kl.
14—22 og lýkur 4. desember.
Krókur
i Galleri Krók sýnir Daniel Þorkell Magn-
ússon myndverk. Krókurer að Laugavegi
37 og er opinn á verslunartíma.
Leirmunasala
Kolbrúnar
Kolbrún S. Kjarval, leirlistakona, hefur
fengið hluta af hannyrðaversluninni Hofi
við Ingólfsstræti 1 og mun verða þar
með úrval af leirmunum sínum til sýnis
og sölu. Kolbrún lærði í Danmörk, Eng-
landi og Skotlandi og hefur haldið einka-
sýningar í Danmörku og á íslandi en auk
þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Leir-
munasala Kolbrúnar í Ingólfsstræti 1
verður opin á almennum verslunartima.
Nýhöfn
Bragi Ásgeirsson heldur sýningu i Ný-
höfn á teikningum frá árunum 1950—60,
aðallega módelteikningum og tíu níu
steinþrykkjum sem hann gerði í Kaup-
mannahöfn í sumar. Myndefni þeirra er
sótt í Ijóð Jóns Helgasonar og Matthías-
ar Johannessens. Bragi er þekktur bæði
sem listamaöur, kennari við Myndlista-
og handíöaskóia islands og gagnrýnandi
Morgunblaðsins. Sýningin, sem ersölu-
sýning, er opin virka daga frá kl. 10—18
og um helgarfrákl. 14—18. Henni lýkur
30. nóvember.
Nýtistasafnið
í Nýlistasafninu, Vatnsstig 3b, heldur
Kristinn Guðbrandur Harðarson sýningu
á skúlptúr, útsaumi og lágmyndum. Verk-
in eru unnin í margvísleg efni og sett
saman úrfjölda ólíkra hluta. Sýningin er
opin virka daga kl. 16—20 og um helgar
kl. 14—20 og stendurtil 4. desember.
Sparisjóður Reykjavíkur
Á sunnudag opnar Sparisjóður Reykjavík-
ur myndvefnaðarsýningu í útibúinu Alfa-
bakka 14, Breiðholti. Sýndurverðurdam-
askmyndvefnaður eftir Sigríði Jóhanns-
dótturog Léif Breiðfjörð. Sýningin, sem
ersölusýning, stenduryfirtil 27. janúar
1989 og er opið frá mánudegi til fimmtu-
dags kl. 9.15—16 og á föstudögum kl.
9.15-18.
Stöðlakot
i sýningarsalnum og og listiðnaðargall-
eríinu Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, opnar
á laugardag sýning KristínarSchmid-
hauserJónsdóttursem hún nefnirFlíkur
og form. Sýningin er opin alla daga, nema
mánudaga, frá kl. 14—18 og stendur til
11. desember.
Tunglið
iTunglinu, Lækjargötu 2, stendur nú
yfir sýning á verkum eftir Sigþrúði Páls-
dóttur (Sissú). Verkin eru flest unnin á
þessu ári. Sýninginer sölusýning og
stendur út desember.
Vinnustofa, Vogaseli 9
Ingunn Eydal heldursýningu á grafíkverk-
um sínum í vinnustofu sinni í Vogaseli
9. Á sýningunni eru rúmlega 30 myndir
i lit og svarthvitar, flestar unnar á þessu
ári. Sýningin er opin daglega kl. 16—20
fram til mánaðamóta.
Vinnustofa og
sýningarsalur
i vinnustofu og sýningarsal Rikeyjar Ingi-
mundardóttir að Hverfisgötu 59 eru til
sölu verk hennar; málverk, postulinslág-
myndir, styttur og minni hlutir úr leir og
postulini. Ríkey málar og mótarverk eft-
ir óskum hvers og eins. Opið er á verslun-
artíma.
Bókasafn Kópavogs
i Bókasafni Kópavogs sýnir Þóra Jóns-
dóttir 4 vatnslitamyndir og 7 oliumyndir.
Þóra er Ijóðskáld og hefur gefiö út fjórar
Ijóðabækur en sú fimmta er væntanleg
á nnæstunni. Þóra hefur jafnframt feng-
ist við myndlist í seinni tíð. Sýningin er
opin á sama tíma og bókasafnið, mánu-
daga til föstudaga kl. 9—21 og laugar-
daga kl. 11 — 14.
Gallerí Allrahanda
Akureyri
Galleri Allrahanda er til húsa að Brekku-
götu 5 á Akureyri. Opnunartími er
fimmtudaga kl. 16—19,föstudaga kl.
13—18og laugardagakl. 10—12. Aðrir
tímar eftir samkomulagi. Galleríið er á
efri hæð og eru þar til sýnis og sölu leir-
munir, grafík, textíl-verk, silfurmunir,
myndvefnaður og fleira.