Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 7

Morgunblaðið - 06.12.1988, Side 7
M Mé MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐIUDAGUR 6. DESEMBER 1988 B 7 Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson •n Víkingum. Hann hefur varið vel í vetur og hefur einn fengið hæstu einkunn Mjög efnilegur - segir Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, um Leif Dagfinnsson JÓHANN Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, segist ekki hafa búist við miklu af Leifi er hann tók við KR. „Það verður að segjast eins og er að ég bjóst ekki við miklu frá honum. Ég hafði séð hann árið áður en fannst hann ekki góður. Hann hafði snerpu en virtist hrædd- ur við boltann. Síðan þá hefur margt breyst og Leifur hefur staðið sig vel í vetur,“ sagði Jóhann Ingi. Leifur er mjög efnilegur og ekki meira. En ef vel tekst til ætti hann að geta orðið mjög góður í framtíðinni. Hann hefur bætt sig verulega á síðustu mán- uðum. Mesti kostur hans og jafn- framt versti galli var skapið. Hann hefur mikið keppnisskap sem hann beindi ekki á réttar brautir. Nú hefur honum hinsvegar tekist það og það er mitt hlutverk að halda honum við efnið. Svo lengi sem það tekst ætti hann að standa sig vel. Þegar Gísli Felix meiddist í haust var útlitið ekki bjart. Mark- vörður er jú hálft liðið og meiðsli geta oft sett strik í reikninginn. En menn gleyma því að það er til jákvæð hlið á meiðslum. Þá fá yngri leikmenn tækifæri og það hefur gerst með Leif. 1 stað þess að leggja árar í bát höfum við ákveðið að standa okkur með Leif og það hefur tekist. Hann hefur staðið sig vonum framar þrátt fyrir að vera svo ungur, en markverðir verða yfirleitt betri með aldrinum. Ég hef ásamt Guðmundi Karls- syni reynt að veita honum rétta þjálfun og ég tel að hún hafí skil- að sér. Markvarsla á íslandi á ekki að vera vandamál en menn verða að sinna þjálfun markvarða. Ég verð að segja eins og ér að ég átti ekki von á svo mörgum góðum leikjum hjá Leifi. Hann hefur átt slæma leiki en ég átti von á að þeir yrðu fleiri. Hann hefur vilja, hæfíleika og snerpu en nú þarf hann að einbeita sér að því að halda sér á jörðinni. Nú er hann aðeins efnilegur en gæti orðið mjög góður," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson. HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMOTIÐ 1. DEILD Fyrsta stig ÍBV í sex leikjum Rislítill botnslagur Steinþór Guðbjartsson skrifar EFTIR fimm tapleiki í röð fengu Eyjamenn loks stig á laugar- daginn, en nýliðarnir eru enn í fallsæti. Framarar eru ekki langt undan og getur fátt kom- ið í veg fyrir áð annað þessara liða falli f 2. deild. Botnbaráttuleikur liðanna var ekki rismikill. Reyndar brá á stundum fyrir góðum leik, einkum hjá Eyjamönnum, en mistökin, deyfðin og doðinn voru alls ráðandi. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra og kom báðum lið- um í koll, en jafnteflið var sann- gjarnt. Bæði lið tefla fram ungum og reynslulitlum mönnum, sem skýrir að hluta stöðu þeirra í deildinni, en grunnatriði eins og sendingar og grip verða að vera í lagi ef ekki á illa að fara. Sóknareikur Fram var einhæfur og hugmyndasnauður, vömin var oft illa á verði, en að taka tvo úr umferð eftir hlé heppnaðist ágæt- lega. Birgir Sigurðsson stóð einn upp úr og Guðmundur varði oft vel. Júlíus hefur kraftinn, en hann nýttist ekki sem skyldi. Eyjamenn hafa tekið framförum í vetur og án Sigurðar Gunnarsson- ar í fyrri hálfleik náðu þeir ijögurra marka forystu, sem þeir létu af hendi fyrir hlé. En þeir gáfust ekki upp undir lokin og tókst að tryggja sér annað stigið. Sigurður Friðriks- son var þeirra bestur, en liðið á langt í land. Ursllt/B10 Staðan/B10 Morgunblaðið/Einar Falur Birgir Sigurðsson var besti maður Fram en Sigurður gunnarsson hafði sig lítið í frammi hjá Eyjamönnum. Fram - IBV 20 : 20 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, laugardaginn 3. desember 1988. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:2, 2:2, 2:4, 4:6, 6:7, 6:9, 7:9, 7:11, 11:11, 11:13, 13:13, 13:14, 14:14, 15;14, 15:15, 17:15, 18:16, 19:18, 20:18, 20:20. Fram: Birgir Sigurðsson 6, Tryggvi Tryggvason 5, Júlíus Gunnarsson 3, Hermann Bjömsson 3/1, Agnar Sigurðsson 2, Ragnar Hilmarsson 1, Gunnar Andrésson, Egill Jóhannesson, Jason Ólafsson, Sigurður Rúnarsson, Ragnar Hilmarsson. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 8, Þór Bjömsson. Utan vailar: Sex mínútur. ÍBV: Sigbjöm óskarsson 6/2, Tómas I. Tómasson 4, Sigurður V. Friðriksson 3, Þor- steinn Viktorsson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Sigurður Friðriksson 2/1, Óskar Brynjars- son 1, Elliði Aðalsteinsson, Jóhann Pétursson, Guðfínnur Kristmannsson. Varin skot: Ingólfur Amarsson 7, Sigmar Þ. Óskarsson 1. Utan vallar: Fjórar mfnútur. Áhorfendur: Tæplega 100. Dómarar: Ámi Sverrisson og Egill Már Markússon vom oft fjærsýnir en samkvæmir sjálfúm sér. HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD Óvæntur sigur Þórs ÞÓRSARAR, sem verið hafa við botninn f 2. deild í hand- knattleik, komu heldur betur á óvart um helgina er þeir sigruðu Hauka, 22:21 á Akur- eyri. Leikurinn var æsispenn- andi og Haukar höfðu tveggja marka forskot þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Þórsarar náðu hinsvegar góðum endaspretti og tryggðu sér sigur. Leikurinn var jafn framan af en skömmu fyrir leikslok virt- ust Haukar vera nokkuð öruggir með sigur. Þeir höfðu tveggja mææH marka forskot Frá þegar tæpar tvær MagnusiMá mínútur voru til áAkureyri leiksloka. Þá minnkaði Ingólfur Hermann Karlsson Samúelsson muninn og Kristinn Hreinsson jafnaði þegar tæp mínúta var til leiksloka. Það var svo Sævar Árnason sem tryggði Þórsurum sigur þegar hálf mínúta var eftir. Páll Gíslason átti góðan leik fyrir Þór og Hermann Karlsson varði vel. í liði Hauka bar mest á Áma Hermannssyni og Elíasi Jónssyni sem gerði fímm mörk á skömmum tíma í síðari hálfleik. Páll Gíslason var markahæstur í liði Þórs með 6 mörk, Sævar Ámason gerði 5 og Kristinn Hreinsson 4. Elías Jónasson og Ámi Hermannsson gerðu fimm mörk hvor fyrir Hauka. HK vann Ármann í toppslag HK skaust átopp 2. deildar með sigri á Ármanni á sunnu- dagskvöld. Eftir sigur Þórs á 'faukum eru Haukar og HK með jafnmörg stig í efsta sæti, en markatala Hauka er aðeins betri. Leikur HK og Ármanns var hörkuspennandi í fyrri hálfleik, og staðan í leikhléi var jöfn, 9:9. Leikurinn var jafn framan af í síðari hálfleik, en Kópa- H. Katrín vogsliðið sigldi fram Friðriksen úr og sigraði örugg- skrifar lega? 28*23. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og mikil bar- átta í báðum liðum, enda leikurinn þýðingamikill í topjpslagnum. HK byrjaði betur, en Ármann jafnaði fljótlega, og eftir það var jafnt á ölium tölum. HK var aftur friskara liðið í byrj- un síðari hálfleiks, og í þetta sinn náðu Ármenningar ekki að jafna leikinn. Þess í stað bættu gestirnir sífellt við forskot sitt, og þegar upp var staðið var öruggur sigur HK staðreynd, 28:23. Hannes Leifsson var atkvæða- mestur hjá Ármann með 8 mörk, en var nokkuð mistækur í leik sínum. Haukur Sigurðsson skoraði 6. Hjá HK átti Elvar Óskarsson stórleik og skoraði 14/6 mörk. Hilmar Sigurgíslason skoraði 5 mörk. Njarðvík sigraði ÍH Þá sigraði Njarðvík ÍH, 29:25, í Njarðvík á sunnudaginn. Heima- menn voru yfir allan leikinn og mestur var munurinn sjö mörk. Ólafur Thordarsen skoraði 10 mörk fyrir UMFN og Eggert ísdal sex, en Guðmundur Karlsson og ívar Arnarsson voru atkvæðamestir hjá IH með fímm mörk hvor. Urslit/B10 Staðan/B10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.