Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.12.1988, Qupperneq 1
VÍKUNA 10.-16. DESEMBER PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 BLAÐ B KR og Valur Á miðvikudag lýsir Heimir Karlsson á Stöð 2 síðari hálfleik KR og Vals í 1. deild karla í handbolta. Má búast við hörkuleik þar sem þessi topplið í íslandsmótinu eru bæði taplaus. Hafliði Sigurður Á. Siguröur A. Úlfar Jón Óskar Opið hús á Utvarpi Rót Á Útvarpi Rót hafa staðið yfir nokkrar endurskipulagningar á rekstri og dagskrá stöðvarinnar sem felst m.a. í breytingu á útsendingartima. Nýr dagskrárliður sem nefnist Opið hús hófst 1. desember og er ætlunin að hafa vikulega opið hús á fimmtudagskvöldum þar sem boðið verður upp á kaffiveitingar og mismun- andi dagskrá i beinni útsendingu. Siðastliðinn fimmtudag litu nokkur Ijóðskáld inn og lásu afurðir sínar og næsta fimmtudag koma nokkrir rithöfundar og lesa úr nýjum bókum sínum. Má þar t.d. nefna Sigurð A. Magnússon, Úlfar Þormóðsson, Sigurð Á. Friðþjófsson, Jón Óskar og Hafliða Vilhelmsson. Á föstudag kl. 18 veröur kynnt alls óþekkt hljómsveit sem heitir Mýsnar í þætti sem nefnist Upp og ofan. Sigurður fvarsson, alias Siggi í Gramminu, er með vikulegt Prógramm sitt á sunnudag kl. 13 þar sem hann spilar rokk- tónlist og kl. 15 sama dag er á dagskrá þáttur þar sem skyggnst verður inn í menningu Keflavíkur og Suðumesja. Þetta er aðeins lítið brot úr dagskrá Rótar fram yfir helgi. Meðan skynsemin blundar Sjónvarpið sýnir á fimmtudag fyrstu myndina úr breskum myndaflokki sem samanstendur af fjórum sjálfstæðum hrollvekjusögum. Myndin heitir Sumarvofan og fjallar um unga stúlku sem býr ásamt foreldrum sínum á Ítalíu. Hún verður fyrir sálrænu áfalli sem foreldrar hennar verða ekki vör við og til að ná athygli þeirra spinnur hún upp sögur um vofur sem birtast henni. Hún nær sér eftir þetta áfall en síðar á lífsleiðinni eiga sögurnar eftir að ásækja hana. Aðalhlutverk leika Susan Bradley og Dearbhla Molloy. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-16 Útvarpsdagskrá bls. 2*16 Hvað er að gerast? bls. 3/6/7 Myndbönd bls. 13/16 Vinsælustu myndböndin bls. 13 Bíóin í borginni bls. 7 Guðað á skjáinn bls. 7 Jólin — hátíð barnanna bls. 8 ......i U-u

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.