Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 7

Morgunblaðið - 09.12.1988, Page 7
aiORGKNHEæœ.íFÖSrimSAIIHB^.aiHSBDHHHBaötó ■%-ífr Deilurnar um flug 007 í lok ágústmánaðar árið 1983 skaut rússnesk bardagaflugvél niður kóreska.farþegavél sem far- ið hafði um 500 kílómetra af leið yfir sovéska herstöð. Allir um borð í kóresku vélinni, 269 tals- ins, létust, þ.m.t. 63 Bandaríkja- menn. Sagan um flug 007 frá Kóreu er þesskonar að velvakandi bandarískir sjónvarpsframleið- endur í leit að næsta heimildadra- manu ættu að bítast um hana. En það hefur tekið heil fimm ár að gera „Shootdown", sem greinir frá árásinni og eftirmála hennar í Bandaríkjunum. Sjónvarps- myndin var frumsýnd vestra fyrir stuttu með Angela Lansbury í aðalhlutverki en hún leikur móður eins fómarlambsins um borð. Það var einkum tvennt sem tafði mjög framgang mjmdarinn- ar: Erfiðleikamir við að komast að hinu sanna um slysið og deilur innan NBC-stöðvarinnar, sem framleiddi sjónvarpsmyndina, um hvemig sagan skyldi sögð. Fram- leiðendurnir og ritskoðendur NBC-stöðvarinnar, eða sú deild sem sér um að takmarka ofbeldi og kynlíf á skjánum og gæta að því að nákvæmni sé gætt í með- ferð umdeilds efnis, stóðu í löng- um og ströngum samningavið- ræðum þar sem rákust saman þau Guðað á skjáinn sjónarmið framleiðendanna að gera mynd sem tæki pólitíska afstöðu og þau sjónarmið ritskoð- aranna að jafnvægi og sanngimi skyldu í heiðri höfð. „Það veit enginn fyrir víst hvað gerðist," segir Alan Gerson varaforstjóri NBC. „Til er fjöldinn allur af skýr- ingum sem stangast á. Við vildum vera vissir um að myndin kæmi inná hinar ólíku skoðanir og kenn- ingar." „Shootdown" er byggð á sam- nefndri bók eftir R. W. Johnson en ein af ástæðunum fyrir því að NBC vill fara varlega í sakirnar er sú, eins og Gerson segir, að enginn virðist_ vita nákvæmlega hvað gerðist. Á þeim fimm ámm sem liðin em frá því Rússar skutu farþegaþotuna niður hafa tilgátur stangast mjög á; skutu Rússar hana niður með köldu blóði eða var flugstjóri flugs 007 á mála hjá CIA og í njósnaleiðangri yfir sovésku landsvæði? í bók sinni sagði Johnson að vélin hefði verið í njósnaleiðangri og hann sagði einnig að stjórn- völd í Bandaríkjunum hefðu leynt þeim upplýsingum eftir skotárás- ina. Sjónvarpsframleiðandi, Leon- ard Hill að nafni, fékk áhuga á samsæriskenningu Johnsons. Hann hitti bandarískar fjölskyldur hinna látnu, frétti af stöðugri við- leitni þeirra til að komast að sann- leikanum um atburðinn og kynnt- ist Nan Moore hvers sonur var um borð í vélinni. Hún var starfs- maður í Pentagon og ein af þeim sem krafðist þess að skipuð yrði sérstök rannsóknamefnd í málinu á vegum þingsins. í Moore fann Hill það sem sjónvarpsmyndir oft þurfa, persónulegar raunir í pólitísku argaþrasi. Hann tryggði sér samvinnu hennar (Lansbury leikur Moore), keypti réttinn að bók Johnsons og fékk tvo hand- ritshöfunda úr „Cagney og Lac- ey“-þáttunum til að gera handrit uppúr bókinni. I myndinni er sagan sögð frá sjónarhóli Moore, lýst harmi henn- ar yfir sonarmissinum og leit hennar að sannleikanum ásamt fjölskyldum þeirra Bandaríkja- manna sem voru um borð í flug- vélinni. Hún kemst smám saman Angela Lansbury (til vinstri) leikur móður eins þeirra sem fórust með kóresku farþegaþotunni í sjónvarpsmyndinni „Shootdown". á þá skoðun að stjómvöld feli upplýsingar um flugið og að flug- vélinni gæti hafa verið beint með- vitað inn yfir sovéska lofthelgi til að kanna hve skjótt varnarkerfí Rússa virkaði. Hill segist hafa viljað gagnrýna harðlega hlut bandaríkjastjómar í málinu. „Það var svo mörgum spumingum ósvarað," segir hanti, „en samt fór aldrei fram nákvæm rannsókn. Málið lyktaði af yfir- hylmingu. Við emm ekki að segja að 007 hafi verið njósnavél, eins og sumir hafa sakað okkur um. Við segjum það eitt að hættan á að huldustjóm myndist í þessu landi er fyrir hendi." „Þetta er ein ráðgáta sem Jessica Fletcher gæti ekki leyst," segir Angela Lansbury og á við spæjarann sem hún leikur í Morð- sögu. „Nan heldur að Bandaríkin hafí borið ábyrgð á hvemig fór, og það má vera að hún hafi rétt fyrir sér, en það er erfitt fyrir mig að ímynda mér að Bandaríkin noti farþegaflugvél til að „kítla“ rússneska varnarkerfíð.11 Byggt á The New York Times. — ai. Bíóin í borginni BÍÓBORGIN Buster ★ ★ 1/2 Hreinskiptin en atkvæðalítil mynd um lestarræningjann Buster og fjölskyldu hans sem kaus frekar fangelsi og franskar en sói og sand. Kannski ekki svo galið. -sv. Á tæpasta vafti ★ ★ ★1/2 Hollywood atvinnumennska í yfirgír auk listilegra takta í leik- stjórn, kvikmyndatöku og sviðs- myndagerð, og Willis í hörkuformi sem óvinnandi karlmenni, gera Á tæpasta vaði spennumynd ársins. Mynd sem verður miðað við í framtíðinni. -sv. Óbærilegur lóttleiki tilver- unnar ★ ★ ★ ★ Bandaríski leikstjórinn Philip Kauf- man hefur fest ástarsögu Tómasar og Teresu úr samnefndri bók Milans Kundera á filmu á sérstak- lega fallegan, erótískan og Ijúfsár- an hátt með ólgandi vorið í Prag. í bakgrunni. Leikurinn er með ein- dæmum góður og þegar best læt- ur er Léttleikinn óvenju sterkt, óvenju áhrifamikið kvikmyndaverk. -ai. STJÖRNUBÍÓ Vetur dauftans ★ ★ 1/2 Spennumynd og gæsahúðarupp- spretta þegar best lætur, þó farn- ar sóu troðnar slóðir; fatlafói á hjólastól, geðbilaður manndrápari, stúlka í nauð á afskekktu, drauga- legu sveitasetri, sambandslaus við umheiminn, o.s.frv. [ vænu meðal- lagi, en leikstjórinn Penn má svo sannarlega muna sinn fífil fegri. -sv. Stefnumót vift engil 1/2 Ófyndnasta gamanmynd sem sést hefur um langa hríð. Efnið og efni- stökin með ólíkindum aulaleg. -sv. BÍÓHÖLLIN Út í óvissuna ★ 1/2 Fimm Ramósnáðar halda í sigur- sæla herferð til N-Kóreu þegar Pentagon skortir kjarkinn. Með eindæmum vitlaus og þ.a.l. bros- leg á sinn hátt. En í hvaða tilgangi þessi teiknimyndarlegi samsetn- ingur er gerður og fyrir hverja ligg- urekki íaugum uppi. -sv. Skipt um rás ★ ★ 1/2 Farsakenndur gamanleikur og satíra á nútíma fjölmiðlafár og pólitíkusa eftir annáluðu leikriti Ben Hects, sem fært er til nútím- ans. Myndin ristir að vísu ósköp grunnt, er ekki eftirminnileg á neinn hátt, en það er auðvelt að skemmtaséráhenni. -ai. Stórviftskipti* ★1/2 Vandvirknislega gerður farsi í flesta staði, en vantar þó hinn nauðsynlega herslumun til að ná flugi. Leikhópurinn snýst heldur mikið í kringum sjálfan sig, en „The Devine Ms. M.“, skruggukvendið Bette Midler, er eins og storm- sveipur á tjaldinu og gerir myndina vel þess virði að henni sé veitt athygli. -sv. í greipum óttans *1/2 Myndin um Krafta-Jackson er formúluafþreying í meðallagi. Þið hafið séð þær margar svona áður og eigið sannarlega eftir að sjá þærfleiri. -ai. Sá stóri ★ ★ ★ Tom Hanks er frábær í þessari vandlega gerðu og geðþekku líkamsskiptimynd um 13 ára strák sem verður þrítugur á einni nóttu. Sumir eru alltaf að flýta sér að eldast, en slappaðu af, þinn tími kemur nógu fljótt. -ai. Ökuskírteinið ★ ★ Les stelur stífbónuðum Kadda pabba síns og líður af stað inní hið greiðfæra land kvíða og angist- ar er geymir alla þá sem ein- hverntíma hafa óttast það að skemma bíl pabba síns. Sæmileg- asta afþreying. -ai. REGNBOGINN Ógnvaldurinn ★ ★ 1/2 Sálfræðingur, barneignir, heimilis- líf. Chuck Norris er að verða eins og .sænsk vandamálamynd. En hann þarf líka að fást við hrikaleg- an morðingja í þessari nýjustu spennumynd sinni sem kemur manni talsvert á óvart af því Norr- is sýnir mannlegar hliðar og hand- bragðiðeróvenjuvandað. -ai. Gestaboð Babettu ★ ★ ★ ★ Ljóðrænt, gamansamt og alvarlegt meistaraverk Gabriels Axels um hvítagaldur listamannsins, bók- stafstrú, freistinguna, eftirsjá ónýttra ástarfunda, frið og sátt við Guð og menn. Snilldarleikstjórn, handrit, leikur og kvikmyndataka. Skilur engan eftir ósnortinn. -sv. U2 ★ ★1/2 Þrumurokk frá þrumuhljómsveit í landvinningum í vesturálfu. Svart- hvít nær hún vel anda pólitískra hljómsveitarmeðlimanna og hljóð- upptaka góð. -sv. Bagdad Café ★ ★ ★ Það er Ijúfur og ferskur blær yfir Bagdad-kaffinu í eyðilandinu. Sér- kennileg mynd, sórviskuleg og skondin, léttlynd og launfyndin, uppstillingar gamansamar, per- sónurnar furðulegar og mannlegu samskiptin í góðu lagi. Sterk og bragðmikil eins og kaffið hennar Munchgestetter. -ai. Á Örlaga- stundu ★ 1/2 Myndinni tekst hvorki að vekja áhuga manns á persónum sínum né atburðum því efnið og efnistök- in eru furðuléga úrelt eða í besta falli gamaldags. Hefði kannski gengiðfyrir30árum. -ai. Barflugur ★ ★ ★ Barflugur er óvenjuleg mynd þar sem skáldið og fyllibyttan Buk- owski segir frá eigin reynslu af lífinu í strætinu. Frásögnin leiftrar af gálgahúmor, hér finnst mönnum lífið hreint ekki leitt og leikur þeirra Rourke og Dunaway er með ólík- indum. Krydd ítilveruna. -sv. HÁSKÓLABÍÓ Apaspil ★ ★ ★ George A. Romero hefur tekist að gera dálaglegan og á stundum æsispennandi þriller um lítinn apa sem framkvæmir allar óskir eig- anda síns, sem bundinn er við hjólastól, en tekur uppá því að myrða fólk í þokkabót. Háspenna, lífshætta. Apinn erfrábær. -ai. LAUGARÁSBÍÓ Hundalíf ★ ★ ★ 1/2 Lasse Hallström hefur einstakt lag á að þræða á milli hins gamansam og og sorglega í lífi yndælisstrák- gutta, sem Anton Glanzelius leik- ur, til fullkomnunar, og tekst að snerta þá römmu taug sem binst æskunni á Ijúfsáran og einkar geð- þekkan máta. Frábærlega gaman- söm mynd. -ai. Sfðasta freisting krists ★ ★ ★ ★ Mynd Martins Scorsese er mögn- uð, djarflega gerð, dulúðug, óvenjuleg og að lokum einstaklega áhrifamikil. Jesús Scorsese er bæði maður og guð og myndin snýst um þá innri baráttu sem hann heyir til að sætta þessi tvö ólíku eðli og finna markmiðið með lífi sínu. Lokakaflinn er lítiö meist- araverk sem Willem Dafoe í hlut- verki Jesú kórónar með átakamikl- umsnilldarleik. -ai. í skugga hrafnsins ★ ★ ★ 1/2 Hrafn vinnur úr þeim menningar- arfi sem mikilvægastur er okkur íslendingum og verður sífellt mikil- vægari. Hann sækir efnivið í óþrjótandi brunn sagnanna okkar, það má allt eins segja að hann só kvikmyndalegur arftaki íslendinga- sagnahöfundanna. Kveikir nýtt líl í goðsögnunum með stórum til- finningum, stórum persónum mikilfenglegri mynd. -ai. HVAÐ ERAÐ GERAST? fleiríritum. Kl. 14.30opnasýningarí báðum húsunum. Byggðasafnið sýnir jólasveinana þrettán í gamla hlóðaeld- húsinu. Skjalasafnið sýnir gömul jóla- kort. Listasafnið heldur sýningu á verkum nemenda frá námskeiðum haustsins og verða grafikmyndirtil sölu þar. í Bóka- safninu verður einnig sýning á grafíkverk- um Svövu Sigriöar og eldri útgáfum af verkum Guðmundar DaníelSsonar, sem mun árita bók sína á laugardaginn og verður hún til sölu i safninu. Sýningarnar verða opnartil kl. 17. Kaffi verðurselt í Bókasafninu sem einnig sýnir nýjar jólabækur og verður það opið til útlána. Lff ogland Líf og land hafa nú um tveggja ára skeið beitt sér fyrir almennum umræðum og opinberum aðgerðum vegna þeirrar hrikalegu gróðureyöingar sem enn á sér stað á íslandi. Vegna þess hve ofbeit búfjár skiptir miklu um eyöingarmátt nátt- úruaflanna hefur Líf og land lagt áherslu á friöun landsins fyrir lausagöngu búfjár. Stjórnvöld virðast nú um það bil vera að vakna til vitundar um hlutverk sitt í þessu máli. Líf og land vill nú gefa kjósendum kost á að taka þátt í baráttunni fyrir þvi að alþingismenn vakni og hefjist handa. (þessum tilgangi hafa samtökin nú látið prenta póstkort sem fólk getur keypt í bókaverslunum og sent formönnum þingflokkanna. Á kortin eru prentuð við- eigandi hvatningaroríitil þeirra. Laugar- daginn 10. desember kl. 13 til 18 verður Líf og land með uppákomu í Kringlunni í Reykjavík til þess að vekja athygli al- mennings á þessu átaki. Líf og land hvet- ur fólk til að koma og vera með eða fara i bókabúðir og taka þátt i baráttunni. Samhjálparsamkoma Á sunnudag kl. 20 er Samhjálp með Samhjálparsamkomu i Hvitasunnukirkj- unni, Fíladelfíu, Hátúni 2. Dagskráin verð- ur fjölbreytt að venju. Mikið verður um söng, almennursöngurog Samhjálpar- kórinn syngur auk þess sem Guðbjörg Óladóttir syngur einsöng. Á samkomunni verður skirnarathöfn og samhjálparvinir vitna um reynslu sína af trú. Ræðumaöur samkomunnar er Óli Ágústsson. Sam- hjálp býður alla velkomna á meðan hús- rúm leyfir. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Fristunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 10. desember. Lagt verðuraf staðfrá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Úr því myrkriö aftur snýr — ofar færist sól. Við mætum skammdeginu í góðum fé- lagsskap í bæjarrölti Hana nú. Ferðafélag íslands Á sunnudag kl. 13 verður farin göngu- ferð út í Geldinganes. Geldinganes er láglent nes sem gengur út í Kollafjörö. Eiði tengir það við Gufunes, sem er nes- ið austur af Viðeyjarsundi, suövestan Eiðsvíkur. Á18. öld vargeymdur ÍGeld- inganesi fénaður sem notaður var til að fóðra fálka konungs á leiðinni til Kaup- mannahafnar. Öldum saman var það ein af skyldum (slendinga við konung sinn að sjá honum fyrir veiðifálkum. Notaði konungur fálka mjög til gjafa enda þóttu íslenskir fálkar hinar mestu gersemar. Á síðustu árum hefur Geldinganes verið notað til hagbeitarfyrir hesta. Gengið verður kringum þetta sögufræga nes og ber þar ýmislegt fyrir augu á þægilegu rölti. Miðvikudaginn 14. des. veröur næsta myndakvöld i Sóknarsalnum, Skipholti 50a. Sýndar verða myndir úr feröum félagsins. Útivist Á sunnudag er létt ganga á dagskrá Útivistar. Brottförerkl. 13 frá BSf, bensin- sölu, og veröur ekið áleiðis að Gróttu og gengið út að vitanum á stórstraums- fjöru. Síðan verður haldið meðfram strönd Seltjarnarness, um Suðurnes og hugað aðfjörumó og fleiru. Heimkoma er kl. 17. Áramótaferð Útivistar í Þórs- mörk er 4 dagar með brottför 30. desem- ber. Nánari upplýsingarfást á Skrifstof- unni í Grófinni 1. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út i Viðey. Fyrsta ferð er fariö kl. 13.00 og er farið á heila tímanum frá Reykjavík og á hálfa timanum frá Viöey. Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga fer siðasta ferð frá Viðey kl. 18.30 en aðra daga kl. 23.30. Aukaferðireru farn- ar meö hópar sem panta sérstaklega. Kirkjan í Viðey er opin og veitingar fást i Viöeyjarnausti. Bátsferðin kostar 300 krónurfyrirfullorðna, 100 krónurfyrir börn að 14 ára aldri en frítt er fyrir börn 5 ára og yngri. Ýmislegt Jólasala MHÍ Hin árlega jólasala Myndlista- og handi- ðaskóla Islands hófst um síöustu helgi í turninum á Lækjartorgi. Til sölu eru ýmsir hlutir unnir af nemendum sjálfum svo sem piparkökuhús, smákökur, laufa- brauð, jólakort, kerti, eyrnalokkar, tölur, slæður, málverk og margt fleira. Jólasal- an er í umsjá 3. árs nema og rennur allurágóöi i námsferðen i MHl erára- löng hefð fyrir utanlandsferð 4. árs nema áður en hafin er vinna lokaverkefna. Borgarbúar og aðrir þeir sem leið eiga um miðbæinn íjólaösinni eru hvattirtil að líta við. Opnunartímar eru sem hér segir: Mánud,—fimmtud. kl. 16—18, föstud. kl. 16—19, laugard. kl. 10—18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.