Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Athugasemdir um „erfðamengun“ í laxi eftirBjörn Jóhannesson 1. Tilefni þessara athugasemda eru fréttapistlar í Morgunblaðinu 7, og 8. desember 1988 frá Sigurði Guðjónssyni, Veiðimálastofnun og Friðriki Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, um hugsanleg áhrif eldislax á „villta“ laxastofna með svokallaðri „erfðamengun". Þeir Sigurður og Friðrik ræddu einnig þessi mál í sjónvarpi þ. 8. desember (á Stöð 2). 2. Orðið „erfðamengun" hefur mér vitanlega ekki verið skilgreint öðruvísi en svo, að það eigi að tákna að „aðkomufiskar“ í tiltekna laxá „spilli" eða jafnvel „eyðileggi“ hinn „villta" stofn árinnar. Spilling á ratvísi er stundum nefnd í þessu sambandi, en að öðru leyti hefur mér vitanlega ekki verið látið í ljós í hveiju umrædd „mengun“ er fólg- in. Raunar sýna áratuga rannsókn- ir í Svíþjóð, og einnig íslenskar kannanir, að „spilling“ aðkomufíska á ratvísi laxa í tiltekna á er ekki fyrir hendi. Því má segja, að hug- takið „erfðamengun“ sé gagnslaust að því er tekur til laxastofna, með því það segir ekkert um hvers kon- ar „mengun" er höfð í huga. Ég hef því lagt til, að í stað þessa óræða hugtaks verði hin skiljanlegu orð „kynbætur“ eða „úrkynjun" notuð, allt eftir þeim áhrifum sem íblöndun „aðkomufíska“ kann að hafa á stofn tiltekinnar laxár. 3. Sem kunnugt er hafa „villtir“ laxaeinstaklingar í tiltekinni á breytilega erfðaeiginleika: „Smá- laxar“ (1-árs-fískar-í-sjó) eru t.d. Ailmargir Islendingar hafa lagt leið sína út á Karíbahaf á undan- fömum árum og heimsótt margar af hinum fögru eyjum, sem þar eru. Um daginn skruppum við hjónin til St. Thomas á Jómfrúr- eyjum (US Virgin Islands) og dvöldum þar í fjóra daga. Aða- lerindið var að heimsælqa tvo við- skiptavini, sem selja allmikið af frystum físki þama á eyjunum. Var þetta hin bezta ferð, þótt stoppið væri einum of stutt. Eyjar þessar em margra hluta vegna forvitnilegar fyrir okkur íslendinga, meðal annars vegna þess, að frændur okkar, Danir, áttu þær og réðu þar ríkjum í 200 ár. Bandaríkin keyptu þær 1917 fyrir 25 milljónir dollara í gulli. Samningar um kaupin höfðu þá staðið allt frá dögum Abrahams Lihcoln, með hvfldum á milli, í 50 ár! Ameríkaninn reyndi að pressa Danskinn, sem virðist hafa sýnt mikil klókindi og þol á þessu langa samningstímabili. Ástæðan fyrir því, að Bandaríkin vildu komast yfir eyjamar var sögð sú, að lega þeirra var talin mjög mikilvæg fyrir siglingar milli Evrópu og nýja- heimsins, sérstaklega með tilliti til Panama-skipaskurðarins, sem seinna kom til. íslenzkur gárangi gizkaði á það, að samn- ingamir hefðu uppranalega farið út um þúfur vegna þess, að Dan- ir hefðu sett sem skilyrði fyrir sölunni, að Kaninn tæki líka ís- land og Grænland. Eyjamar era við austurendann á Puerto Rico, um 1.750 km í suðsuð-austur frá Miami. St. Cro- ix er stærst, síðan St. Thomas og svo St. John og í viðbót era nokkr- ar smá eyjar. Til samans eru þær ekki nema um 300 ferkflómetrar. misstórir og sama máli gegnir um „stórlaxa“ (2-ára-fiska-í-sjó). ís- íenskir laxastofnar era í flestum tilvikum smávaxnir miðað við stofna í öðram laxalöndum við norð- anvert Atlantshaf. Sennilega er Elliðaárstofninn sá smávaxnasti (lélegasti) sem fyrirfinnst á norð- lægum slóðum. 4. Nálega 50 ára náttúrlegt laxaúrval við Washington háskól- ann í Seattle í Bandaríkjunum (fyr- ir hafbeit) og nýlegri laxakyn- bætur í eldiskvíum í Noregi hafa sýnt, svo skýrt sem verða má, að með skipulegu úrvali einstaklinga í tilteknum laxám eða laxastofnum má stórauka bæði vaxtarhraða og endurheimtur fyrir hafbeit og vaxt- arhraða í kvíaeldi. Fræðilega séð, mætti t.d. efalítið ná þeim árangri í Elliðaánum, að eftir um tvo ára- tugi yrðu flestir laxanna 10-18 pund og endurheimtur góðar. Þetta yrði að sjálfsögðu „villtur" lax sem fyrr, aðeins stórlega kynbættur. 5. Sá lax sem sleppur úr eldis- kvíum, og sem í leit að ferskvatni rambar í ýmsar ár, er ekki til kyn- bóta, vegna þess að mikill, ef ekki mestur, hluti þessara físka er af hinum smávaxna Elliðaár- eða Kollafjarðarstofni. Geta slíkar við- bætur þannig spillt ám með stór- vaxnari laxastofnum. Lax þrífst mjög illa í köldum strandsjó ís- lands, einnig suðvestanlands, og sleppur úr kvíum á ýmsum tímum árs. Oft era þetta því aumkunarlega litlir og ósjálegir fískar, stundum uggaurnir. Þeir svekkja áhugasama stangveiðimenn, sem fyrirlíta þessa aflvana smátitti. 6. En þótt hann sé ómerkilegur Þessir gimsteinar Karíbahafs era prýddir skógi vöxnum hæðum og snjóhvítum fjöram og svo er hafíð himinblátt og tært. Loftslagið er talið eitt það eftir- sóttasta á jörðu, hitastig milli 20 og 35 stig á Celsíus, hafgola á hveijum degi, úrkoma lítil og raki ekki of mikill. Eyjamar vora mik- ilvægar í ræktun sykurreyrs, en Kólumbus kom með þá jurt frá Kanaríeyjum í annarri ferð sinni til nýja heimsins. Nú hefír þessi ræktun fallið niður að mestu leyti. Það háir mikið, hve lítið rignir og engar vatnsuppsprettur eru til staðar. Vatnsleysið gerir íbúunum lífið leitt og verða þeir að safna regnvatni til þvotta og vinna vatn úr sjó eða flytja að til drykkjar. Danir komust yfir St. Thomas 1666, nokkra seinna St. John og svo keyptu þeir St. Cróix. Þegar þeir komu til sögunnar vora engir íbúar fyrir hendí og er talið, að Englendingar og Frakkar hafí útrýmt indíánunum, sem þar áttu heima. Fyrst ætluðu frændur okk- ar að flytja inn afbrotafólk frá Danmörku sem vinnulýð, en það fólk reyndist of baldið. Þá var byijað að útvega þræla frá Afríku og varð St. Thomas um síðir stærsti þrælamarkaður í heimin- um. Nýlenduherramir á Jómfrú- reyjum reyndust hinir hörðustu þrælapískarar og kaupmenn. Sy- kurreyrplantekrarnar blómstraðu og sykurframleiðslan leiddi af sér framleiðslu á öndvegis rommi og vora þetta helztu útflutningsaf- urðimar. Eyjamar urðu einnig snemma mikilvæg verzlunarmið- stöð og vora gerðar að fríhöfn. Um tíma gerðu sjóræningjar sig heimakomna og kunnu þeir vel við sig uppi á hæðunum, þaðan að stærð og gæðum, er að kalla allur kvíaeldislax í dag upprunnin sem hrogn og svil úr fiskum, sem gengu af hafí, annað hvort í ár eða hafbeitarstöðvar. Hann hefur því sömu erfðaeiginleika og „villt- ur“ lax í móðuránni og gæti því t.d. ekki haft neikvæð áhrif á rat- vísi (en raunar era slík áhrif ekki í myndinni, eins og fyrr var að vik- ið). Hins vegar gæti slíkur smá- laxa-eldisstofn haft neikvæð áhrif á stofna í ám með vænni lax, eins og t.d. Þverá. 7. Hið nöturlega laxasamsafn sem sleppur úr eldiskvíum á ýmsum tímum árs getur hins vegar valdið stórtjóni með því að útbreiða nýma- veiki, ef þessi pest er á háu stigi í einhverri þeirra eldiskvía sem „leka“. Slík hætta — svo og afleitar eldisaðstæður í kvíum við Islands- strendur, annars staðar en í Vest- mannaeyjahöfn — mælir raunar með því, að tekið verði fyrir strand- kvíaeldi hér við land (nema í Vest- mannaeyjum). Varðandi útbreiðslu nýmaveiki er hafbeit ekki eins hættuleg og „leki“ úr sjókvíum, með því að nær allir hafbeitarlaxar snúa heim á sleppistaðina. Sýktur hafbeitarlax sem „villist“ í laxár getur þó valdið umtalsverðu tjóni. Um það ber t.d. vitni Kollafjarðardæmið um slepp- ingu nýmaveikisýktra gönguseiða 1985. 8. Ef norsk-ættaður lax — sem á að baki allmarga ættliði í sjókvía- eldi — slyppi úr eldiskví og gengi t.d. í Elliðaámar, má búast við því, að afsprengin hafí glatað einhveiju af sinni náttúrlegu ratvísi af hafi. Ennfremur, að afsprengin raglist í sem vel sást til skipaferða, Henry Morgan, Svartskeggur sjóræningi og fleiri slíkir heiðursmenn bjuggu þar um sig í lengri eða skemmri tíma. En blámennimir vora skiljan- lega ekki ánægðir í ánauðinni og gerðu þeir tvívegis alvarlegar uppreisnir gegn Danskinum. Fóra þeir um ruplandi og drepandi og þurftu Danir að fá bæði Englend- inga og Frakka til að hjálpa sér að bæla þær niður. Loks gáfust þeir upp á þrælahaldinu og lögðu það opinberlega niður 1848, næst- um 20 áram áður en þrælunum var gefið frelsi í Bandaríkjunum. Plantekramar komust fljótlega í niðumíðslu og sykurreyrræktin lagðist meira og minna niður. Ekki hafa Danir verið vondir við alla blámennina, því þó nokkuð var um það, að þeir tækju sér svartar hjákonur. Fæddu margar þeirra litla Jensena, Sörensena og Pedersena. Á ferð okkar hittum við 83 ára gamlan svartan mann í höfuðborg St. Thomas, Charlotte Amalie. Hann sagðist hafa átt danskan afa, og hafði hann haft samband við ættingja sína í Dan- mörku. Sagðist hann ætla að drífa sig þangað að heimsækja skyld- fólkið. Gamli maðurinn gat brugð- ið fyrir sig nokkram dönskum setningum. íbúar eyjanna era nú taldir um 120.000 og hafa flestir atvinnu við ferðamannaiðnað og verzlun. Um milljón ferðamenn koma á ári hveiju á lystiskipum og 500.000 í viðbót koma með flugvélum. Eyjamar vora gerðar að fríhöfn og má þar enn gera reyfarakaup á ýmsum sviðum. Ameríkanar frá meginlandinu mega koma með tvöfalt meiri tollfijálsan vaming frá amerísku Jómfrúreyjum, held- Dr. Björn Jóhannesson „En „erfðamengunar“- postularnir grípa ein- faldlega til þess gamal- kunna ráðs að látast ekki hafa heyrt eða séð rök mín og skýringar, heldur kyrja áfram sönginn um „eyðilegg- ingu“ villtra laxastofna vegna „erfðamengun- ríminu, vegna þess að þau era rann- in af svæðum, þar sem hitaskilyrði í ám og hafi era talsvert önnur en við ísland. En náttúrlegt úrval bætir fljótt úr slíkum líffræðilegum uppákomum, einfaldlega með því, að afsprengi skila sér illa og hverfa þannig fljótt úr myndinni. Fiskamir sem rata best og mest „heim“ verða jafnan ríkjandi, og þess vegna gætu hinir norsku stofnar ekki „eyðilagt" Elliðaámar né nokkrar aðrar ár. Færi svo ólíklega, að norskir stofn- ar næðu einhvers staðar umtals- ur en annars staðar frá. Hefir þetta hjálpað mikið upp á efnahag eyjaskeggja. Fjöldi góðra hótela og veitingahúsa er þama og að finna. Jómfrúreyjamenn era sagðir rólegir og værakærir og ekki gefnir fyrir óðagot. Þeir kunna vel að meta hið ljúfa líf í fögra umhverfi eyja sinna. Allir þeir, sem við hittum og höfðum skipti af, voru vingjamlegir og hjálps- amir. Hinir innfæddu borða mikið af ávöxtum, lqúklingum og físki, m.a. framreiða þeir ýmsa rétti úr saltfiski, sem vinsæll er þar um slóðir. Við fóram á eitt veitinga- hús, sem eingöngu hafði á boð- stólum þjóðlega rétti. Þama snæddum við steiktar sæsnigla- sneiðar með maísrétti, sem kallað- ur er „fungi“. Eyjaskeggjar aka ennþá á vinstri vegarhelmingi, eins og tíðkaðist í danska heimsveldinu. Þegar við spurðum, hvers vegna þeir hefðu ekki horfið frá hinni vinstri villu eins og önnur lönd, var okkur gefín skrítin skýring. Við seljum hana ekki dýrar en við keyptum hana. Margir hinna hörandsdökku íbúa eiga múlasna og ríða þeim mikið eða láta þá draga kerrur. Fyrir mörgum árum var reynt að breyta yfír í hægri handar akst- ur, en mörg dauðaslys urðu í umferðinni og var því hætt við allt saman eftir nokkrar vikur. Vora eymingja múlasnamir meðal fómarlambanna í öllum slysunum. Svo virðist, að þegar hinir inn- fæddu hafa verið að skemmta sér hafí þeir oft treyst á hina tryggu múlasna til að koma sér heim að gleðskap loknum. Þegar múlasn- amir réðu sjálfir ferðinni leituðu þeir strax yfir á vinstri vegar- helming og þannig urðu slysin! Höfundur er ræðismaður ís- lands í Suður-FIórída og fram- kvæmdastjórí hjá Gsksölufyrír- tækiáMiami. verðri fótfestu, myndi að því bót, með því að hér ræðir um mjög stóra laxa þegar þeir ganga af hafí. 9. Um þau atriði, sem drepið hefur verið á hér að framan, skrif- aði ég tvær greinar í Morgunblaðið fyrir um ári síðan: „Um aðlögunar- hæfni og úrval laxa“, 19. nóv. 1987 og „Um laxaboðskap Landvemd- ar“, 18. des. 1987. Þar met ég sem órökstudda og fráleita kröfu 20 líffræðinga, sem samþykkt var á aðalfundi Landverndar 5. nóv. 1987, þess efnis, að þeim norsku laxastofnum sem nú fyrirfinnast í landinu verði eytt án tafar. í grein minni segir m.a.: „Sýnu nær væri að dreifa þessum (norsku) stofnum til annarra kvíaeldisstöðva, eins og ástæður leyfa, enda yrði fyllsta gát höfð varðandi sjúkdóma, en það á raunar við um meðferð allra laxa- seiða, hvort sem þau era flutt milli vatnasvæða eða ekki.“ Mér vitan- lega hefur ekki eitt einasta atriði í nefndum Morgunblaðsgreinum verið dregið í efa, enda era ályktan- ir mínar studdar staðreyndum sem naumast verða vefengdar. En „erfðamengunar“-postulamir grípa einfaldlega til þess gamalkunna ráðs að látast ekki hafa heyrt eða séð rök mín og skýringar, heldur kyija áfram sönginn um „eyðilegg- ingu“ villtra laxastofna vegna „erfðamengunar“. Ekki reyni ég að spá, hversu mikið ógagn þessir hræðsluprédikarar geta unnið íslenskum laxaiðnaði, en sam- kvæmt nýlegum fréttum hafa stjórnvöld, sem sýnilega hlýða á ráð hræðsluprédikaranna, átt þátt í því, að miklum íjölda seiða af norskum úrvalsstoftii varð að eyða hjá eldisstöðinni íslandslaxi. Á sama tíma er þúsundum milljóna króna varið til sjókvíaeldis á ónot- hæfum laxatittum af Elliðaár- eða Kollafj arðarkyni. Höfimdur er efiiaverkfiræðingur ogjarðvegsfræðingur. Hann starfaði um árabilfijá Þróunar- stofhun SÞ íNew York. Alþýðuflokkurinn; Guðmund- ur hættir sem fram- kvæmdastjóri GUÐMUNDUR Einarsson hefur ákveðið að hætta sem fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins og fara aftur að kenna í Háskóla Islands. Guðmundur segir að ekki sé ákveðið henær hann láti -af störfum en það verður ein- hvern tímann á næstu mánuðum. Guðmundur var kennari í lífeðlis- fræði við Háskóla íslands áður en hann fór í pólitík. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Alþðuflokksins frá því í maí 1987. Aðspurður um eftirmann sinn segir Guðmundur að ekkert hafi verið ákveðið enn í þeim efnum. Á flokksþingi flokksins í nóvember s.1. var ný framkvæmdastjórn kosin og það er hennar að ráða eftirmann hans. Stjómin hefur haldið einn fund þar sem verkefnaskrá var til umræðu en síðan hefur verið mikið að gera á vettvangi stjórnmálanna og ekki gefíst tími fyrir annan fund. Guðmundur reiknaði með að fram- kvæmdastjómin héldi fund fljótlega upp úr áramótum þar sem þessi mál yrðu til umræðu. Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Jómfrúrevjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.