Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 5 Dagurmn í laxveiði hækkarum 20 tU 25% Stangveiðifélag Reylqavíkur hefur gefið út verðskrá fyrir næsta sumar í þeim ám sem félagið hefúr til umráða. Dag- urinn í þessum ám hækkar yfirleitt um 20-25% frá því sem var síðasta sumar, en dæmi eru um meiri hækkanir. Dýrasti dagurinn er í Norðurá eða 31.300 krónur. Þetta verð var 26.400 krónur í fyrra. Hinvegar er hægt að veiða ódýrt í Norðurá eða fyrir 7000 krónur á dag á efri svæðunum. Þá verður bryddað upp á þeirri nýjung í Norðurá að næsta sumar verður í fyrsta sinn hægt að fá hjá SVFR veiðileyfi í Flóðatanga, neðsta hluta Norður- ár, og mun dagurinn þar kosta mest 3.500 krónur. Ár sem hækka meir en nemur fyrrgreindum 20-25% eru Blanda en dýrasti dagurinn í henni fer úr 13.000 krónum í sumar upp í 18.000 krónur næsta sumar. Svartá hækkar úr 13.000 krónum dýrasti dagurinn upp í 19.000 krónur næsta sumar og Langá á Mýrum fer úr 12.200 krónum í 19.000 krónur. Minnsta hækkunin á verði er í Gljúfurá þar sem dýrasti dagurinn fer úr 10.800 krónum í 11.800 og Soginu þar sem hækkun er úr 9.400 krónum í 10.800 krónur. Dæmi um verð í öðrum ám á vegum SVFR (miðað er við dýr- asta daginn) eru að dagurinn í Leirvogsá hækkar úr 17.800 krón- um í 22.000 krónur. Miðá í Dölum hækkar úr 6.400 krónum í 8.500 krónur og Brynjudalsá hækkar úr 6.400 krónum í 8.900 krónur. Ein á hækkar ekkert í verði milli ára og það er Stóra Laxá í Hreppum. iHróöleikur og JL skemmtun fyrirháa semlága! Honda 89 Civic Shuttle 4WD 116 hestöfl Verð frá 919 þúsund, miðaðviðstaðgreiðsluágengi 1. nóv. 1988 NÝ AFBORGUNARKJÖR ÁN VAXTA OG VERÐBÓTA. ÍHOMDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 -*“x' •íiSBS”. UYrr,. . • «r**s íKWA Dregið á morgun, föstudag! -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.