Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 1988 Einn of seinn! Einar Vilhjálmsson kom of seint í kjör íþróttamanns ársins. Hann var á Egilsstöðum og þaðan var ekki flugfært vegna veðurs — þrátt fyrir að það væru Flugleiðir sem styrktu kjörið! Einar kom heim um jólin og dvaldi ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum. Hann ætlaði að koma til Reykjavíkur á þriðju- daginn en þá var ekki flogið. Hann ætlaði svo að taka morg- unvélina í gær til að ná af- hendinguna sem hófst á hádegi. Vélin lagði þó ekki af stað fyrr en kl. 13.10 og því var Einar of seinn. Þess má geta að Ásgeir Sig- urvinsson, sem var einn af tíu efstu, komst ekki, því ekki var flogið frá Vestmannaeyjum vegna veðurs. Þá má geta þess til gamans að einkaþotu sótti Arnór Guðjohnsen til Belgíu, þegar hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1987. Morgunblaöið/Árni Sæberg Einar Vilhjálmsson sést hér ásamt einu konunni sem var á lista yfir tíu bestu íþróttamennina í ár. Það er Fjóla Ólafsdóttir, fimleikadrottning úr Ármanni, sem varð fyrst Islendinga til verða Norðurlandameistari í fimleikum. „Engin kreppa í íþróttum“ - sagði EinarVilhjálmsson, íþróttamaður ársins 1988 „ÉG þakka þessa miklu viður- kenningu. Henni fylgir mikil eftirvænting og ábyrgð og ég vonast til að getað talist fulltrúi íslenskra íþrótta. Þrátt fyrir mikið krepputal undanfarna mánuði held ég að það sé eng- — in kreppa í íþróttum og íslensk- ir íþróttamenn setji stefnuna áfram uppá við,“ sagði Einar Vilhjálmsson, í ræðu sinni er hann var útnefndur íþrótta- maður ársins 1988. að sem mér er minnisstæðast á þessu ári erþessi mikla „hug- hrifssveifla" sem ég varð fyrir," sagði Einar í samtali við Morgvn- blaðið, í gær. Vel- gengni eins og hún getur best orðið og svo mótlæti eins og það getur orðið sár,- ast. Það var mjög undarleg tilfínn- ing og eflaust mun ég geta dregið *>einhvem lærdóm af henni. Það voru að sjálfsögðu gífurleg vonbrigði að komast ekki í úrslit í Seoul. Þetta var hápunkturinn og þegar ég gekk inná völlinn fannst mér ég vera í mínu lífsformi. Og þrátt fyrir vonbrigðin er þetta reynsla sem án efa er hægt að nota á jákvæðan hátt. Það er meira að segja hægt að hlæja að þessu, jafn- NBA-úrslit Úrelit urðu þessi í bandariska körfu- knattleiksdeildinni NBA á þriðju- Hay Atlanta Hawks - N.Y. Knicks...l28:126 Houston Rockets - Miami Heat ..101:93 Cleveland - Chicago Bulls...107:96 Dallas - San Antonio Spurs..110:101 Milwaukee - Indiana Pacers..120:107 Denver - Boston Celtics.....130:109 Golden State - Philadelphia.119:112 LA. Clippers - Seattle....104:100 Sacramento - Portland.....112:111 vel innilega, svona eftirá," sagði Einar og brosti. Að sigra þá bestu — En hvað var að mati Einars það besta á árinu? „Það voru Heimsleikarnir í Finn- landi. Þar sigraði ég heims- og Evrópumeistara, heimsmethafa og flesta sterkustu spjótkastara heims. Það var mér mikilvægur sigur. Þá er Meistaramótið mjög minnisstætt og íslandsmetið þar. Með því fór ég úr 12. sæti í það 4. á heimslistan- um og hef aldrei staðið betur. Engin dóphátíð — Hvað með árið almennt í íþróttum? „Mér fannst mjög sárt þegar heilir Ólympíuleikar fengu yfir- skriftina: „Dóphátið heimsins". Mér fannst það mjög harður dómur og ekki hægt að afgreiða íþróttahátíð þúsunda manna sem einhverja dóp- hátíð. Fatlaðir íþróttamenn náðu einnig mjög góðum árangri og ég veit að mörgum hefur fundist að Haukur Gunnarsson ætti að standa í mínum sporum. Fatlaðir íþróttamenn unnu hug og hjarta þjóðarinnar. Hinsveg- ar fylgir þessum titli ákveðin skil- greining. Það er mjög erfitt að bera saman íþróttir fatlaðra og ófatlaðra og að mörgu leyti held ég að það ætti frekar að bera okkur ófötluðu saman við þau fötluðu. Þeirra áskorun er svo miklu meiri og þá er ekki nóg að horfa bara á titla. Það hefur orðið mikil umræða um þessi mál og í mínum huga er það réttlætanlegt og sanngjarnt að velja fatlaðan íþróttamann, Iþróttamann ársins." „Átti ekki von á þessu“ — Áttirðu von á að verða kjörinn íþróttamaður ársins? „Nei, ég átti eiginlega ekki von á þessu. Það er kannski erfitt að meta þetta og hvaða forsendur liggja að baki kjöri íþróttamanns ársins. Það er annars vegar hlut- lægt mat einstaklingsíþróttanna, mælt í metrum og sekúndum. Hins- vegar er það óhlutlægt mat hóp- íþróttanna. Það er kannski ekki gott að gera sér grein fyrir því hver stendur á bak við velgengni liða.“ Vantarstefnu — Hvað stendur íslenskum íþróttamönnum helst fyrir þrifum? „Það vantar stefnumörkun hjá íþróttaforystunni. Menn eru ekki tilbúnir að fóma öllu fyrir einhver óljós loforð um styrki. Menn eiga ljölskyldur og þurfa að sjá fyrir þeim. Menn geta ekki kastað öllu frá sér og fórnað aleigunni þegar þeir vita ekki að hverju þeir eru að keppa. Gott dæmi um þetta er Eðvarð Þór Eðvarðsson sem er í fremstu röð í sundi. Hann þarf að leggja mikið á sig til að halda sér á toppn- um. Ef hann fær ekki aðstoð getur hann ekki einbeitt sér að íþrótt sinni. Það er ekki nóg að hafa bara viljan til að standa sig. Menn verða að fá hjálp frá íþróttahreyfíngunni og þar vantar skýrari stefnumörk- un.“ Ætla að bæta mig — Hvað er framundan á næsta ári? „Það er bara að bæta sig. Það er og hefur alltaf verið markmiðið. Ég fer til Bandaríkjanna eftir ára- mót, til Texas, og mun æfa af krafti. Ég set stefnuna á stiga- keppnina og ætla að blanda mér í slaginn þar. Það em 15 mót víðsvegar um heiminn og ég ætlað að stríða þessum körlum. Nú svo er heimsbikarkeppnin í Barcelona. Þar er valinn einn í hverri grein frá hverri heimsálfu og ég mun stefna að því að verða fulltrúi Vestur- Evrópu. Þá er Evrópubikarkeppnin með landsliðinu, Flugleiðamót, Meistaramót og Bikarkeppni hér heima. Það er því ljóst að það er engin ládeyða framundan,*1 sagði Einar Vilhjálmsson, íþróttamaður ársins 1988. Þeirféngu flest atkvæði Úrslit urðu þessi í kjöri íþróttamanns ársins 1988: 1. Einar Vilhjálmsson, fijálsar íþ...l30 2. Bjami Friðriksson, júdó.......126 3. Ilaukur Gunnarsson, fþr. fatl. ...110 4. I^óla Ólafsdóttir, fimleikar...85 5. Úlfar Jónason, golf.............80 6. Kristján Arason, handk.........74 7. Alfreð Gíslason, handk.........73 8. Amór Guðjohnsen, knattsp.......64 9. Ásgeir Sigurvinsson, knattsp...33 10. Atli Eðvaldsson, knattsp........32 Einar Þorvarðarson, handkn......32 11. Þorgils ó. Mathiesen, handkn...29 12. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund ..25 13. Geir Sveinsson, handkn.........21 14. Pétur Ormslev, knattsp..........17 15. Ólafur H. Ólafsson, glíma......12 Lálja M. Snorradóttir, íþ. fatl.12 17. Magnús Ólafsson, sund..........11 Sigurður Grétarsson, knattsp....11 19. Pálmar Sigurðsson, körfukn.....11 LogiB. Eiösson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.