Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 45
apr.f.j oc‘-qTi^/vgHTMMll OT(* ■USMUÖRÓM MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu rerða kettir bannaðir líka? Of mikið um boð Og bönn G.Þ. hringdi: „Ég er sammála því sem haldið er fram í greininni „Verða kettir bannaðir líka?“ sem birtist í Vel- vakanda fyrir skömmu. Boð og bönn leysa ekki allan vanda og vissulega var gengið of langt þeg- ar sú ákvörðun var tekin að banna hundahald hér í borginni. Skoð- anakönnunin, sem gerð var, gat alls ekki talist marktæk og ef gera á alvöru úr því að banna Ksrri Vclvakandi. Að undanfömu hefur mikiö verið ifað um hundahald og sýnist sitt kveijum. Sumir láta jafnvel að því ' i að banna œtti allt dýrahald tbýli og finnst mér allk ^jónar- I bera vott um ofstæki. Sjálfur |f ég jafnan vcrið mikið fyrir dýr, t langað til að ciga iiund en ekki t i það vegna óvildarinnar sem sýna hundaeigendum og fnvel dýrunum líka. Og það tel lég miður að hundurinn, sem verið Ihefur tryggur félagi okkar hér á llandi allt frá landnámi, skuli nú lútlægur hór f Rcykjavfk. “ mrakömmu las ég cina af þess- u greinum. Þar var ekki látiö nægja að hnýta I hunda- eigendur heldur fengu kattaeigend- ur líka sinn skammt Við ættum nú ekki annað cftir en gera köttinn útlægan líka, þessa einu skepnu sem gctur bjargað sér nokkum veg- inn uppá eigin spýtur í þéttbýli. Kötturinn heftir jafnan verið besti leikfélagi bamanna og ekki hefði ég vijjað missa af vináttu kattarins i minni bcmsku. Ef það & að fara að barina kettina Kka þá segi ég stopp, þá ílyt ég úr borginni fyrir fullt og allt Hvað á svo að Qand- skapast úti þegar hvoria hundar né kettir fyrirfinnast í borginni? Kattarcigandi tíJMLJ hundahald verður að kjósa form- lega um málið. Ég vil þakka fyrir þessa góðu grein.“ Þáttur Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur Jóhann Guðmundsson hringdi: „Borgaraflokkurinn kom fram sem flokkur lítilmagnans, í þágu litla mannsins til þess að veija og bæta kjör hans. Aðalheiður auðvitað meðtalin. En nú rekur hún rýtinginn í bak þeirra sem minna mega sín með auknum sköttum og álögum sem hún sam- þykkir á Alþingi og viðheldur þannig ríkisstjóm sem getur ekki axlað þá ábyrgð sem henni er ætluð. Aðalheiður vill ekki kosn- ingar, veit að hún kæmist ekki aftur á þing, vill ekki sjá af þing- sætinu sínu - hvað sem það kost- ar litla manninn, lítilmagnan." ▲w Jólatrésfagnaður Meistarafélag húsasmiða og Kynningarklúbburinn Björk minna á jólatrésskemmtun félaganna föstudaginn 30. desember kl. 14.30 í Sigtúni 3. Skemmtinefndirnar. Um ljósaskyldu og umferðarmál Svar við fyrirspurn Til Velvakanda. í dálkum Velvakanda í Morgun- blaðinu 4. desember sl. birtist bréf frá ökumanni með fyrirsögninni: Hvers vegna ökuljós í dagsbirtu? Höfundur bréfsins beinir þar ákveðnum spurningum til Umferð- arráðs. Sinn er siður í hverju landi. Þann- ig er bannað að aka með ökuljós kveikt í Vestur-Þýskalandi að minnsta kosti. ísland er ekki eina landið í heiminum þar sem skylt er að aka með ljósum allan sólar- hringinn. Sú er raunin bæði í Svíþjóð og Finnlandi. Ákvörðun um ljósaskylduna á ekki rætur sínar að rekja til Umferðarráðs heldur var það háttvirt Alþingi sem hana tók, en Umferðarráð hefur barist fyrir henni árum saman. Skömmu eftir að umferðarlögin gengu í gildi fyrr á þessu ári barst okkur sem störfum hjá Umferðar- ráði skýrsla frá sænskri rannsókna- stofnun um áhrif ljósanotkunar á fjölda slasaðra í umferð. Þar er meðal annars rakið hvar tilraunir hafi fyrst verið gerðar á akstri með ljós kveikt allan sólarhringinn. Það var í Texas í Bandaríkjunum og gerðu langferðabílstjórar tilraun í þeim efnum. Árangurinn varð sá að slysatilvikum þar sem þessir bílar komu við sögu fækkaði svo að um munaði. í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi var ljósanotkun lögleidd allan sólar: hringinn fyrir fáeinum árum. í Finnlandi gildir sú regla reyndar aðeins utan þéttbýlis. Þá var ekki gerð nein önnur umtalsverð breyt- ^ÉftrerevegnaöSp ljós í dagsbirtu? AI. man 1888 . IIS : .Umft-ðurM á að wm rtjóm- i vSldum of fiðrum Ul riðuneytls um l untfrrAnrmát Juð á (ð iyif)aU m«ð k hnjpiJU rrjmnlu og þekklnjpj " ■* feóðt á þvl iríðt - I fiðum. Þrátt fjmr þ*ð *r liland * - 1 Undið I hwninum þu wm Iflf- ið er *ð noU fikuþda, þ *. t™ rtnnum 50 - 60 W, I dut»«rtu ■ ■ odrum Ifindum *r það bwuuð or I IjcDtnðMktir cfOuftrbrusðið. I Etf «1 WOrrJá umf*rðnrrtð if hmju I rra aá. Þmð MU «kki að rarða *r- I OU um «»ðr ef ráðið befUr f«nð «ð ð. Okuþða I bjðrtu og bObrlU gtit ‘ ‘ ' kt firjnp EÍUutt m»öJ um mað verður ekki fmkkað m*ð fikuHðr I difibútu Kottiuður vtftuH fiþwf* ðkuþðm* *r miltðnkr knSn.l á lri og hrkkw I NutfiUi við hrkkT un benmlnvttðm. tg akorm á u fprðmrráð mð kjmnm tár þekkii KiarÆss É, vpn. - "XUr1 ing á umferðarlögum, þannig að tiltölulega auðvelt var að meta áhrif þessa þáttar sérstaklega. Niður- staðan varð sú, að slösuðum fækk- aði um 11% á fyrsta ári. Breytingamar sem gerðar voru á umferðarlögunum 1. mars sl. vom mjög viðamiklar, þannig að erfitt er að meta árangur hvers þáttar fyrir sig. Hins vegar hefur komið fram, að alvarlegum meiðslum af vöidum umferðarslysa hafi fækkað n\jög mikið frá gildistöku laganna. Þar hefur notkun bílbelta án efa haft mest að segja. En vist er það áhyggjuefni að óhöppum fækkar ekki. Gísli Jónsson prófessor skrifaði grein í Ökuþór, málgagn Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrr á þessu ári. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að kostnaðaraukinn fyr- ir hvern bíl að meðaltali sé 661 króna sé um bensínbíl að ræða en 1.041 fyrir díselbíl. í greininni seg- ir einnig að menn verði að vega og meta hversu skynsamleg þessi íjár- festing sé, en hafi það í för með sér fækkun alvarlegra umferðar- slysa er hún fljót að borga sig. Ég er sammála „Ökumanni“ um að ökuhraði hafi aukist á undan- fömum misserum. Fyrir bragðið er notkun ljósa og bílbelta mikilvæg- ari en ella. Við sjáum bíl með ljósum jú miklu fyrr en þann sem ekur án ljósa, sem þýðir að hægt er að bregðast við yfirvofandi hættu. Greinarhöfundur vill að Umferð- arráð tileinki sér reynslu og þekk- ingu annarra þjóða í málum sem tengjast umferðinni. Það er svo sannarlega gert. Og það er leitað fanga víðar en á Norðurlöndum, en því er hins vegar ekki að neita að þar hefur náðst hvað bestur árang- ur í baráttunni gegn umferðarslys- unum og þar er fyrir hendi mikilvæg þekking. Sigurður Helgason upplýsingafulltrúi Umferðarráðs Stöóupróf í Menntaskólanum vióHamrahlíö Stööupróf veröa haldin dagana 4.-6. janúar. Prófað er í eftirtöldum greinum: Ensku, frönsku, dönsku, þýsku, spænsku, tölvufræöi og stæröfræði. Prófdagar: Enska og franska.Miðvikudag 5. jan. kl. 18.00 Danska og þýska...Fimmtudag 5. jan. kl. 18.00 Spænskajtölvufræöi og stærðfræöi.........Föstudag 6. jan. kl. 18.00 Stöðuprófin eru einungis ætluð þeim sem hyggj- ast stunda nám í skólanum á vorönn 1989 og hafa aflað sér kunnáttu umfram grunnskólapróf. Þátttöku í prófunum ber að tilkynna til skólans 3. janúar á skrifstofutíma. Rektor. | Áskríftarsíminn er 83033 Drykkjuskapur á jólum Til Velvakanda. Það hefur mikið verið talað um kreppu að undanförnu og versnandi kjör almennings. Þetta virðist þó ekki hafa dregið úr vínsöiunni hjá Áfengis- og tóbakasverslun ríkisins svo neinu nemi. Illt er til þess að vita að jólin skuli vera notuð sem tilefni til drykkju en sá ósiður að drekka á jólum verður sífellt meira áberandi. Þetta helst í hendur við mikla Qölgun áfengisútsala hér í borginni og einnig á landsbyggð- inni. í þessu máli dugir ekki að fljóta sofandi að feigðarósi. Það ber að stórhækka verð áfengis og fækka áfengisútsölum á ný svo fólk þurfi að standa í biðröðum til að komast yfir þennan óþverra. Neysla áfengis hefur aldrei leitt til góðs fyrir nokkurn mann en marga hefur hún kostað lífið og margur hefur orðið ógæfumaður fyrir tilverknað Bakkusar. Áfengis- neyslan eitrar líf fjölskyldunnar og rænir allri gleði. Réttast væri að loka öllum áfengisútsölum t.d. 15. desember og opna þær ekki aftur fyrr en í janúar. Guðmundur Sænsk hugsun Til Velvakanda. Af gömlum vana brá ég mér til messu í Fríkirkjunni í Reykjavík 18. desember sl. Þar hlustaði ég á prest, séra Cecil Haraldsson, sem talaði um Jóhannes skírara með íslenskum orðum en sænskri hugs- un. Hann sagði að Kristur væri „sá útlofaði" og að Jóhannes skírari „framfærði boðskapinn". Margur hefur verið rekinn úr prédikunarstóli í Fríkirkjunni fyrir minna. Sr. Kolbeinn Þorleifsson VINNINGSNÚMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins . Dregið 24. desember 1988- AUDI80: 34324 > MITSUBISHI LANCER 1500 GLX: 9456 24972 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 100.000 KR.: 3350 11613 47651 105447 170551 7357 11841 49787 110492 172046 8632 45037 72399 112079 173542 8696 45712 88681 159035 175799 VÖRUR AÐ EIGIN VALI FYRIR 50.000 KR.: 582 17163 33968 59044 86699 97586 118057 614 18951 35562 61510 86971 102209 118961 661 19421 36043 62611 87112 103516 120138 5801 20652 37131 65969 87851 107148 124131 5898 25010 37758 65975 92584 107430 124594 6918 26179 38267 71392 93520 107765 126207 9283 26553 46225 73869 93629 110897 126286 11086 32746 56800 75950 95675 111841 126380 11490 33073 58932 85240 96194 114950 129103 88354 133461 135872 138594 146225 147770 151039 152758 157716 158679 159406 164014 164777 170357 177356 177384 183966 184620 Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 621414. Krabbameinsfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. Krabbameinsfélagið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.