Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNÉLAÐIÐ, FIMMTtJDAGUR 29. DESEMBER 1988
Var jaftivel enn var-
kárari en venjulega
GUNNAR J. Friðriksson, for-
maður Vinnuveitendasambands
Islands og forstjóri sápugerð-
arinnar Frigg, er blindur á
hægra auga eftir slys sem hann
varð fyrir síðastiiðið gamlárs-
kvöld. Hann var þá einn ásamt
konu sinni i sumarbústað i
Svignaskarði í Borgarfírði.
Eins og margir aðrir hugðust
þau kveðja gamla árið og fagna
nýju með því að skjóta upp fiug-
eldum — tívolíbombum. „Eg
hafði í nokkur ár keypt svona
bombur og taldi mig kunna vel
með þær að fara. Það hafði
aldrei verið nálægt því að ger-
ast neitt óhapp,“ segir Gunnar
þegar hann rifjar þetta gaml-
árskvöld upp.
„Undir miðnætti ætlaði ég að
skjóta upp fyrstu bombunni og fór
þá eins að og venjulega, var jafn-
vel ennþá varkárari — hugði mjög
vel að undirstöðum og slíku. Þeg-
ar ég bar eld að kveiknum fuðr-
aði hann ekki upp eins og maður
átti að venjast heldur sprakk þetta
Á gamlárskvöld í fyrra hlutu
þrír fullorðnir menn augnskaða
við að slqóta upp svokölluðum
tívolíbombum. Tvö slysanna
urðu í Borgarfírði en eitt á
höfuðborgarsvæðinu. Tveir
þessara manna, þeir Gunnar J.
Friðriksson, formaður VSÍ, og
Kristján Benediktsson, garð-
yrkjubóndi og fyrrverandi
formaður Sölufélags garð-
Gunnar J. Friðriksson
beint í andlitið á mér. Ég fékk
mikið sár og það reyndi mikið á
konuna mína að vera ein með mig
svona á mig kominn en til allrar
hamingju vorum við með bílasíma.
Lögregla og læknir í Borgarnesi
brugðust fljótt við; voru komin til
yrkjumanna, urðu við beiðni
um að segja frá þessari reynslu
sinni ef það mætti verða öðrum
til vamaðar við meðferð skot-
elda af þessu tagi nú um ára-
mótin. Þess skal getið að inn-
flutningur og sala á þessum
varningi hefur verið bönnuð í
kjölfár slysanna, nema i sér-
stökum tilfellum.
okkar eftir ótrúlega skamman
tíma og fljótlega var ég svo kom-
inn undir hendur færustu sérfræð-
inga á Landakoti. Þar var ég
saumaður það vel að ör sjást ekki
nema við gaumgæfilega athugun.
Hægra auganu hélt ég en missti
alla sjón á því.“ Síðar var Gunnar
sendur til Lundúna þar sem hann
gekkst undir aðra aðgerð hjá
kunnum augnsérfræðingi.
„Skemmdin var þess eðlis að það
kom fyrir ekki en til allrar ham-
ingju hef ég óskerta sjón á vinstra
auganu," segir hann.
Gunnar vill ekki gera mikið úr
þeim óþægindum og þeirri röskun
á daglegu lífi hans sem afleiðing-
ar slyssins hafí valdið honum.
„Þessu fylgdi náttúrlega mikið
álag á manns nánustu," segir
hann en segist nú geta gert allt
það sem hann var vanur að gera.
„Þetta háir mér ekkert í starfí.
Fyrstu 6 mánuðina gat ég ekki
keyrt bíl, þrívíddarskynið breytist
þegar annað augað gagnast ekki
og maður þarf að læra upp á
nýtt að dæma um fjarlægðir —
en það venst."
Gunnar rekur slysið til þess að
hann hafi verið með gallaða vöru
í höndunum. „Það getur alltaf
gerst og ég vil ekki kenna einum
eða neinum um það. En það sem
þetta kennir manni er náttúrulega
það að aldrei er hægt að fara
nógu varlega með þessa hluti,
þessi sprengiefni. Ég tel mig vera
varkáran mann og ég var ekki sá
eini sem Ienti í þessu, við lágum
þrír saman á Landakoti, sem höfð-
um svipaða sögu að segja. Líklega
slapp ég best af okkur og síðan
þetta gerðist hef ég heyrt um fjöl-
marga sem naumlega sluppu með
skrekkinn," sagði Gunnar J. Frið-
riksson.
Sködduðust á auga
af „tívolíbombum“
Snerist hugur og ákváð-
um að skjóta einni í viðbót
í REYKHOLTI í Borgarfirði er höfð brenna síðdegis á gamlárs-
dag og við hana hefst áramótafagnaður í dalnum þegar fólk
safnast þar saman og skýtur upp flugeldum fyrir börnin. 1 fyrra
mætti Kristján Benediktsson, garðyrkjubóndi í Víðigerði, að
brennunni um sexleytið með konu sinni, syni, tengdadóttur, barna-
börnum og mági. „Eg hafði skotið flugeldum upp i þrjátíu ár án
þess svo mikið sem að brenna mig á putta en var ekki vanur
tívolíbombum. Við höfðum lesið leiðarvísinn vandlega og allt
gekk ágætlega þegar við skutum upp fyrstu tveimur bombun-
um,“ sagði Kristján, þegar hann riQaði upp hvemig árið 1987
kvaddi hann og fjölskyldu hans.'Hann var einn þriggja Qölskyldu-
manna, sem sködduðust á auga við meðferð skotelda þetta kvöld.
„Við ætluðum að láta tvær
bombur nægja í bili; vorum búin
að pakka tundrinu saman og ætl-
uðum að fara heim, en skjóta af-
ganginum upp um miðnættið.
Okkur snerist hugur og ákváðum
að skjóta einni í viðbót. Mágur
minn hélt í kveikinn en ég bar
eldinn að. Um leið og byijaði að
loga á kveiknum sprakk bonaban
og þeyttist beint í hægra augað
á mér. Kveikjuþráðurinn var gall-
aður. Þetta var slæmt högg. Ég
missti ekki meðvitund en gerði
mér strax grein fyrir því að það
var illa komið," sagði Kristján.
Hann átti nú fyrir höndum um
það bil fimm tíma ferðalag með
sjúkrabílum, fyrst frá Reykholti
til Borgamess, þar sem skipt var
um sjúkrabfl og ekið til Akraness.
Þar var augnlæknir spítalans kall-
aður til. „Hann sá strax að það
var ekkert um annað að ræða en
skurðaðgerð og enn var ég fluttur
í sjúkrabfl og nú ekið til
Reykjavíkur, að Landakoti."
A Landakoti var gerð aðgerð á
Kristjáni, hægra augað fjarlægt
og augnlokið saumað saman.
„Það fyrsta sem ég vissi af mér,
eftir að læknirinn á Akranesi gaf
mér sprautu, var þegar Guðmund-
ur Viggósson augnlæknir kom til
mín á nýársdagsmorgun, ræddi
við mig og sagði mér hvemig
ástandið væri. Ég lá á spítalanum
í hálfan mánuð. Það sem olli mér
mestum óþægindum var að höfuð-
beinið hafði spmngið og ég var
með mikla höfíiðverki, sem hurfu
ekki fyrr en að liðnum sex vikum.
Ég fékk fljótlega gervivauga til
bráðabirgða og seinna annað
sérsmíðað. Síðan hef ég vanist
þessum breytingum á mínum hög-
um, sem í rauninni hafa ekki ver-
ið svo miklar.
Okkar lífsmunstur hér hefur
lítið breyst. Ég er farinn að fljúga
aftur. Læknisvottorð vegna einka-
flugmannsprófs var numið úr gildi
eftir slysið en ég fékk það end-
umýjað eftir hálft ár. Ég var feg-
inn því; það hefði verið vont að
láta svipta sig dellunni til fram-
búðar. Ég vann á grænmetis-
markaði Sölufélags garðyrkju-
manna í sumar og konan sá um
ræktunina hér heima en það hafði
verið ákveðið áður en þetta kom
til. Slysið kom hins vegar upp á
Morgunblaðið/Bemharð Jóhannesson
Kristján Benediktsson
miklum annatíma í ræktuninni en
konan mín hafðí annað því með
mikilli og góðri hjálp frá kollegum
og nágrönnum," segir Kristján.
„Ég hef að sjálfsögðu hugleitt
flugeldamál mikið frá því að þetta
gerðist og ég held að venjulegir
stórir flugeldar séu skástir af
þessu, þar vita menn hvað þeir
em með í höndunum og bera virð-
ingu fyrir því. Það skortir kannski
þegar verið er að kaupa þessa
Qölskyldupakka með alls kyns
dóti, sem menn vita kannski varia
hvemig á að snúa upp eða niður.
Þá er ég ekki bara að tala um
tívolíbombur. Ég held að það
megi kallast kraftaverk að ekki
hafi orðið fleiri slys í sambandi
við þetta," sagði Kristján Bene-
diktsson og bætti við að hann
myndi í mesta lagi kveikja á
stjömuljósi um þessi áramót.
Guðmundur Kamban skáld.
Viðar Víkingsson leikstjóri
Kamban var djarf-
huga og óragnr við að
feta ótroðnar slóðir
- segir Viðar Víkingsson leikstjóri
og höfiindur heimildamyndar um
skáldið, sem Sjónvarpið sýnir í kvöld
„DÆMI um hvað þetta er ótrú-
legur lífsferill er, að hann hefst
á þennan einkennilega hátt að
Kamban skrifar sem miðill og
skrifar aðra fyrir þessum hug-
verkum sínum, telur að látnir
rithöfundar hafi skrifað í gegn-
um sig. Síðan endar lífsferillinn
á þann dramatíska hátt að
Kamban er myrtur. Allt þar á
milli sýnir hve hann var djarf-
huga maður og óragur við að
feta ótroðnar slóðir,“ segir Viðar
Vikingsson um starfsferil Guð-
mundar Kambans skálds. Viðar
leikstýrir heimildamynd um
Kamban sem sýnd verður í Sjón-
varpinu í kvöld. Myndin er gerð
í tilefiii af hundrað ára afinæli
Kambans, en hann var fæddur
árið 1888.
Morgunblaðið ræddi við Viðar
um gerð myndarinnar. Hann segir
margt nýtt koma fram í myndinni
um ævi og störf skáldsins og sumt
sem áður var óvíst er þar staðfest.
Dóttir Kambans, Sibil, kemur fram
í myndinni og segir frá föður sínum,
en hún hefur ekki komið fram áður
i því skyni.
í mynd Viðars er fléttáð saman
atriðum úr leikverkum eftir Kamb-
an ásamt atriðum úr kvikmyndum
sem hann gerði á þriðja áratug ald-
arinnar. „Kamban var fyrsti kvik-
myndaleikstjóri íslendinga og við
sýnum úr þremur kvikmyndum sem
hann gerði, þar af tveimur leiknum.
Það eru Hadda Padda og Húsið í
svefni. Hadda Padda er gerð 1923
og er tekin að hluta á íslandi. Hús-
ið í svefni er gerð 1925 og má segja
að hún sé dönsk kvikmynd fyrir
utan að hún er skrifuð af íslenskum
höfundi og henni leikstýrt af hon-
um, jjað er Kamban," sagði Viðar.
„I þættinum notum við þessar
kvikmyndir og reyndar líka upptök-
umar úr kvikmyndunum til þess
að lýsa æviferli Kambans. Það era
atriði í myndunum sem hægt er að
sjá sem vissa skírskotun til ævi
hans og til dæmis lék eiginkona
hans, Agnethe, í Húsi í svefni. Hún
var dönsk leikkona og lék þar auka-
hlutverk. Atriðin með henni era til
dæmis notuð til að lýsa hjónabandi
Kambans."
í anda þöglu myndanna
„Mynd okkar er öll í svart-hvítu
og við reynum að líkja eftir blæ
þöglu myndanna," heldur Viðar
áfram. „Til dæmis er því lýst, þeg-
ar Kamban var myrtur vorið 1945,
eins og það væri í þögulli mynd,
með textum á milli atriða. Ymis
önnur stílbrögð sem era einkenn-
andi fyrir þöglu myndimar era not-
uð í þessum þætti.
Þá era kvikmyndir Kambans not-
aðar sem sviðsmynd. Við notum
svokallaða chromatækni til að gera
það kleift, að láta leikara í okkar
mynd falla inn í þá mynd.“
Tveir leikarar túlka Kamban.
Hallgrímur H. Helgason túlkar
hann fram að þrítugu og Pálmi
Gestsson túlkar hann eftir það.
„Hallgrímur er reyndar höfundur
að texta myndarinnar," segir Við-
ar, „og við skrifum handritið í sam-
einingu, ég síðan leikstýri mynd-
inni. Það er rétt að taka fram að
dóttir Kambans, Sibil, kemur fram
í myndinni. Hún hefur verið búsett
vestur í Bandaríkjunum síðan í
stríðslok, síðan voðaatburðurinn
gerðist."
Nýjar upplýsingar
„Sibil kemur með upplýsingar í
myndinni sem hafa ekki birst áður
um Kamban. Þær era bæði per-
sónulegs eðlis og líka um stjórn-
málaskoðanir hans. Menn hafa nú
dálítið velt vöngum yfir þeim, hvort
hann hafi verið hliðhollur Þjóðveij-
um og hvort hann hafi verið á ein-
hvern hátt hallur undir nasismann.
Hún segir sögur af honum sem
benda til að samstaða hans með
nasistum hafi ekki verið mikil. Hins
vegar var hann auðvitað vinsæll
rithöfundur í Þýskalandi og þar af
leiðandi hefur hann greinilega tölu-
verða samúð með Þjóðveijum,"
sagði Viðar Vfkingsson.
Aðgerðir ráðg*erðar
gegn fé á þjóðvegum
Landbúnaðarráðherra hefíir
ákveðið að skipa nefiid til að
kanna til hvaða ráðstafana hægt
sé að grípa til að minnka umferð
vörslulauss búfjár á og við þjóð-
vegi landsins, einkum við þétt-
býlisstaði.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra hefur beðið Stétt-
arsamband bænda, Vegagerð ríkis-
ins, Búnaðarfélag íslands og Um-
ferðarráð að tilnefna fulltrúa í
nefndina en ráðuneytið mun til-
nefíia fimmta manninn. í bréfi
ráðuneytisins segir um ástæður
nefndarskipunarinnar: Víða heldur
búfé sig í nágrenni við eða á þjóð-
vegum landsins. Slys, eignatjón og
margvísleg óþægindi af þessum
sökum fara vaxandi með aukinni
umferð og ökuhraða.