Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
19
A að selja dýra- eða nátt-
úru„vernd“ hæstbjóðanda?
eftir Magnús H.
Skarphéðinsson
í Morgunblaðinu þriðjudaginn
29. nóvember sl. var úrdráttur úr
allmerkilegri grein um hvali og
hvalafriðun eftir breskan sjávarlíf-
fræðing að nafni dr. John Alan
Gulland, sem birtist í október sl. í
breska blaðinu New Scientist.
Dr. Gulland þessi er einn af virt-
ustu sjávarlíffræðingum jarðarinn-
ar í dag og starfar nú við Imperial
College í London, sem er stofnun
sem hefur með mat á auðlindum
hafsins að gera. Hann starfaði áður
í allmörg ár sem forstöðumaður
FAO, Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Gagnrýni dr. Gulland á
„vísinda“-veiðarnar
Ýmislegt merkilegt er í þessari
grein sem æskilegt væri að benda
á röksemdum okkar hvalavina til
stuðnings, svo sem þá staðreynd
að samkvæmt mati þessa merka
vísindamanns þá hafa vísindaveiðar
íslendinga ekkert með rannsóknir
á stofnstærð hvalanna hér við land
að gera. Og ýmis fleiri athyglisverð
atriði í greininni sem ekki verða
tíunduð hér.
Sjávarlíffræðingurinn breski op-
inberar eftirminnilega margvíslega
hræsni sem Hafrannsóknarstofnun
íslands hefur gert sig seka um,
með Jóhann Sigurjónsson sjávarlíf-
fræðing í broddi fýlkingar. Einkum
það sem þetta Hafrannsóknarstofn-
unarstóð hefur kallað „vísindaveið-
ar“ á hvölum.
Dr. Gulland kemur og víðar við
í þessari grein sem ég ætla ekki
að endurtaka hér. Samt vil ég gagn-
rýna eitt atriði í málflutningi hans.
Það er hugmyndin um kvótasölu á
hvalveiðum hér á jörðinni. Þessar
hugmyndir hafa heyrst áður, þó ég
hafí ekki heyrt þeim hreyft hér á
landi fyrr.
A að selja hvali „hval-
sali“ hæstbjóðanda?
Dr. Gulland segir að sá mögu-
leiki sé fyrir hendi að koma á fót
alþjóðlegri stofnun sem fái eigna-
réttinn yfir hvalastofnum heimsins,
og selji síðan hæstbjóðanda veiði-
kvóta hverrar fisktegundar og
veiðisvæðis á hveiju ári. Þá væri
hvalavinum allra landa í lófa lagið
að sýna í verki umhyggju sína fyrir
hvölunum og einfaldlega yfirbjóða
hvalaslátrara jarðarinnar og
Magnús H. Skarphéðinsson
„Nei, svona markaðs-
torg náttúruverndar,
dýraréttinda eða bara
mannréttinda er full-
komin tímaskekkja í
mannheimi á tuttug-
ustu öldinni.“
„kaupa“ alla vinina sína í kvótum,
hvernig svo sem það er hugsað.
Menn geta rétt ímyndað sér
hvemig það mál allt þróaðist fljót-
lega ef af yrði. Sem og gengi alls
ekki til lengdar.
Til að kaupa hinum tignarlegu
og gáfuðu og alsaklausu vinum
okkar í hafinu grið yrði að koma
til linnulaust sístreymi fjár á upp-
boð náttúruverndargæða jarðarinn-
ar frá hvalavinum allra landa. Þar,
á markaðstorgi náttúmgæðanna,
toguðust síðan á í krafti samkeppn-
isíjármagns okkar mannanna, ann-
ars vegar friðun dýrategunda í út-
rýmingarhættu eða virðingarsjón-
armið við hin dýrin hér á plánet-
unni sem örfáir menn hafa reynt
að tileinka sér, og hins vegar
gróðrarvon veiðimannanna sem
hugsuðu um það eitt að annað hvort
að selja dýrin á fæti (á sporði? eða
bægslum???) tii ævifangelsanna í
dýragörðum eins og furðufyrirtæk-
ið Fauna hf. í Hafnarfirði gerir með
því að selja þrælasali að jafnaði 4
háhyrninga á ári til útlendra dýra-
garða, eða með því að ná hámarks-
gróðanum með því að skera, sjóða
og bræða skjólstæðinga okkar í
Hvalavinafélaginu, eins og t.d.
hvalaslátrunarfyrirtækið Hvalur hf.
gerir. íslendingar hafa staðið í
broddi fylkingar í heimi hér og á
eftirtektarverðan hátt í hvalveiðum
til slátrunar, reyndar gegn flestum
eðlilegum alþjóðasamþykktum en
það er aftur annað og verra mál.
Menn sjá að uppboðstorgið yrði
ójafn leikur strax í byrjun. Ekki
væri nokkur kostur fyrir okkur
dýravinina að keppa við þessar út-
rýmingarbúðir sem framleiddu allt
þetta „hráefni", á meðan við „fram-
leiddum" bara frelsi fjarstaddra
vina okkar.
Ofan á þetta bættist síðan að ef
okkur hvalavinum væri gert skylt
að kaupa frelsi skjólstæðinga okkar
sífellt á hveiju ári, þá myndi þessi
alþjóðastofnun dr. Gullands vænt-
anlega gefa út sífellt stærri „hvala-
kvóta" ár frá ári, því þá loksins
færu hvalastofnarnir að ná sér eft-
ir aldalanga ofveiði og rányrkju.
Og kæmi svo að lokum að ekki
nokkur samtök heiðarlegs fólks
réðu við að kaupa „allt þetta frelsi"
og slátrunin hæfist á ný úr hám-
arksarðsemishvalastofnunum.
Eigum við þá ekki alveg
eins að taka upp hið
„arðbæra“ þrælahald aftur?
Á þá ekki með svipuðum rök-
semdum að meta hvort taka eigi
upp þrælahald aftur, svipað því sem
stundað var fram í lok síðustu ald-
ar? Þ.e. með markaðstorgsreglunni
um hæstbjóðendur? Þ.e.a.s. hvor
málflutningsaðilinn; frelsis blökku-
mannanna eða helsis þeirra, gæti
reitt fram stærri upphæð ár hvert.
Útilokað væri fyrir okkur talsmenn
réttinda blökkumanna að keppa
fjárhagslega við gömlu þrælahald-
arana á markaðstorgi mannréttind-
anna og á markaðstorgi vinnuafls-
ins. Við værum að kaupa þeim
frelsi, en þrælahaldararnir að kaupa
sér réttindalausar vélar í verksmiðj-
ur sínar sem gæfu síðan mikinn arð
af sér á stuttum tíma, eins og hval-
veiðar samtímans gera, sem og
fjöldi annarra svipaðra dæma úr
mannkynssögunni sanna.
Ég veit vel að margir segja hér
sem svo að þetta séu ekki á nokk-
urn hátt sambærileg dæmi. Og á
vissan hátt eru þau það ekki. En
þau eru samt ekki íjarlægari en svo
að baráttan um þrælahaldið stendur
basði mjög nálægt okkur í tíma,
rétt eina öld eða tvær frá okkur,
og hitt að um flest sömu grundvall-
arrökin er tekist á í báðum málun-
um og þau því náskyld úr fjarlægð
séð. I amstri og hita hversdagsins
er hins vegar þessi skyldleiki ekki
svo ljós, eins og svo oft vill verða
þegar beinharðir hagsmunir standa
andspænis manni. En það er aftur
annað mál.
Nei, samviskur eiga ekki
að vera til sölu
Nei, svona markaðstorg náttúru-
vemdar, dýraréttinda eða bara
mannréttinda er fullkomin tíma-
skekkja i mannheimi á tuttugustu
öldinni. Þó reyndar allir þessir þrír
markaðir eigi sér enn stað í raun-
veruleika samtímans í ýmsum
„menningar“afkimum okkar, þá
hefur orðið almennt samkomulag
um að leggja þessa iðju niður.
Þrælasala barna og unglinga er
samt ennþá nú á dögum allábata-
samur atvinnuvegur prangara víða
í fjarlægari ríkjum Asíu. Og ekki
skortir eftirspurnina á Vesturlönd-
um eftir „framleiðslunni" frekar en
öðru sem við hér í velsældarklúbbi
hnattarins teljum okkur geta notast
við úr hinum fátækari ríkjum jarð-
arinnar.
Það er þó framför hér í þessum
heimi samfelldra tára og þjáninga
að mannskepnan a.m.k. skammast
sín fyrir þessar dýra- og mannsals-
iðju sína sem aftur hefur það í för
með sér að sífellt erfiðara ætti að
vera að stunda hana.
Hnúfubakur stekkur upp úr sjónum og skellur á haffletinum til
þess að hreinsa sig af ýmiskonar smádýrum að því er vísindamenn
telja. Þetta er yfirleitt mjög tignarleg sjón að sögn þeirra sem séð
hafa
Höfúndur er meðlimur í Hvala-
vinafélagi íslands.
TVOFALDUR
1. VINNINGUR
á föstudag
handa þér, ef þú hittir
á réttu tölurnar.
Láttu þínar tölur ekki
vanta í þetta sinn! i
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
I
” Bkiðið sem þú vaknar við!