Morgunblaðið - 29.12.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
Minning:
Jóhanna S. Jóns-
dóttir, Akureyri
Fædd 12. júní 1922
Dáin 20. desember 1988
Þann 20. desember andaðist hún
amma okkar. Þar misstum við mik-
ið, það var alltaf svo gott að dvelj-
ast í návist hennar. Alltaf var hún
tilbúin að taka þátt í gleði og sorg-
um okkar. Það var svo auðvelt að
segja ömmu leyndarmál sín þá vissi
maður að þau færu aldrei lengra,
hún var trúr vinur. Það er ekki
ofsögum sagt að tilvera hennar
hafi snúist um böm. Þótt við séum
nú orðin 49 bama- og bamabama-
bömin hennar vissi hún alltaf svo
vel hvað hvert og eitt okkar hafði
fyrir stafni og sýndi tilveru okkar
svo mikinn áhuga. Ömmu var gef-
inn stór eiginleiki, sem var fordóma-
leysi í garð annarra manna. Hún
vildi ævinlega mikið til vinna að
halda frið og góðu sambandi við
alla menn. Hún átti alltaf svo gott
með að koma auga á það góða í
sérhveijum manni. Nú þegar við
kveðjum ömmu viljum við þakka
henni alla hlýjuna og ylinn sem hún
gaf okkur.
Sakleysið er gimsteinn
sem sérhver maður á,
vöggugjöfm besta
sem bömin litlu fl
Geymum ekki í glatkistunni gersemina þi
(Erla 1891)
Hún lifir í hugum okkar alla tíð.
Barna- og bamabamaböm
Hún Sigga tengdamóðir mín er
öll. Hátt á þriðja ár hafði þessi mikla
kona barist hetjulegri baráttu við
þann sjúkdóm, sem að lokum yfir-
bugaði máttfarinn líkama hennar.
Mikil sorg hvílir nú yfir stórri fjöl-
skyldu. En við sem eftir sitjum og
urðum þeirri gæfu aðnjótandi að
kymnast persónu Siggu vitum, að
þó svo að líkaminn sé allur, þá mun
andi hennar lifa með okkur og
breytni hennar og óbifandi sálarþrek
í lifanda lífi á eftir að hafa ómæld
áhrif á okkur öll um ómunatíð.
Þegar litið er yfir lífshlaup Siggu
er hreint ótrúlegt hvað skaparinn
getur lagt á eina manneskju. Hún
fæddist hvorki með silfurskeið í
munni né varð iíf hennar nokkurn
tímann dans á rósum. í brimsjó
lífsins gengu mörg brot yfir hana
og fjölskyldu hennar, en hún stóð
ávallt upp úr sem hinn mjúki hái
klettur, sem vísaði villtum veginn
og vemdaði fyrir kröppum öldum
þessa lífs.
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir, en
það hét Sigga fullu nafni, fæddist
þann 12. júní 1922 á Þorvaldsstöð-
um í Skeggjastaðahreppi í Norður-
Múlasýslu. Foreldrar hennar voru
þau Jón Ámi Benediktsson og Elín-
borg Eirfksdóttir og var hún yngst
þriggja systra. Sigurlaug var elst
systranna og er búsett á Akureyri
en Matthildur Halldóra lést árið
1942. Á unga aldri fór Sigga í fóst-
ur til þeirra hjóna Jóhanns Amason-
ar og Halldóru Ámadóttur í Seli í
söniu sveit. Jóhann lést skömmu
síðar og var Sigga þá alin upp hjá
Benedikt syni þeirra Jóhanns og
Halldóru og Margréti konu hans.
Þrátt fyrir það að Sigga væri ekki
alin upp í foreldrahúsum var ávallt
mikill og einlægur samgangur á
milli hennar og foreldranna, þeirra
Jóns og Elínborgar. Þá lífsspeki sem
einkenndi persónu Siggu alla tíð
hefur hún eflaust numið frá bæði
foreldrum sínum svo og fósturforeld-
rum, enda báðir aðilar mikið mann-
dómsfólk. Sigga gekk í skóla á
Skeggjastöðum, en skólagangan
varð ekki löng enda slíkt ekki al-
gengt til sveita í þá daga.
Þegar Sigga var nítján ára að
aldri lést Matthildur systir hennar ú
berklum frá þremur ungum stúlku-
bömum. Ekkiil Matthildar, Jóhann
Frímannsson, stóð þá einn uppi með
stúlkumar þijár, en þau Matthildur
höfðu skömmu áður hafið búskap í
Gunnólfsvík í Norður-Múlasýslu.
Stuttu eftir andlát Matthildar gerð-
ist Sigga ráðskona hjá Jóhanni mági
sínum og tók við uppeldi stúlknanna
þriggja, þeirra Stellu, Eddu og Matt-
hildar.
Hugir þeirra Siggu og Jóa hneigð-
ust fljótt hvor að öðrum og gengu
þau síðar í hjónaband. Fyrsta bam
þeirra, Kristbjörg, fæddist árið
1945. Bömin komu síðan hvert af
öðru, Herdís, Elínborg Jóna,
Frímann, ÓLafía Soffía, Magnþór,
Halldór, Óttar Þór, Bergfríður og
yngst var stúlkubam fædd árið
1965, en hún lést skömmu eftir
fæðingu. Fyrir utan yngstu stúlkuna
em bömin öll á lífi og em afkomend-
ur þeirra Siggu og Jóa alls 61 á lífi
í dag.
Þrátt fyrir þröngan húsakost í
Gunnólfsvík vom tengdaforeldrar
Siggu einnig á heimilinu. í apríl árið
1952 varð fjölskyldan fyrir miklu
áfalli er íbúðarhúsið í Gunnólfsvík
brann til kaldra kola. Svo mikið var
eldhafið að með naumindum tókst
að bjarga yngstu bömunum. Miklir
erfiðleikar vom nú framundan hjá
Qölskyldunni en með dugnaði og
hjálp góðra manna tókst að reisa
nýtt íbúðarhús fyrir haustið. Einn
var sá maður, sem reyndist þeim
Siggu og Jóa betur en flestir aðrir
á þessum erfiðleikatímum og raunar
ávallt síðar, Magnús elsti bróðir Jóa.
Eftir bmnann tóku hann og eigin-
kona hans, Þuríður Eggertsdóttir,
að sér uppeldi Sofflu, sem þá var
aðeins tveggja ára gömul. Mjög mik-
ið samband var ávallt á milli heimil-
anna og mat Sigga það mikils hversu
vel þau hjónin reyndust dóttur henn-
ar.
Á þessum ámm léku berklar
margar fjölskyldur illa og hlífði þessi
vágestur hvorki Siggu né Jóa. Sigga
þurfti þrívegis að dvelja langtímum
saman á Vífilsstöðum Qarri bömum
og eiginmanni. Síðar varð Jói einnig
að dvelja lengi á Vífilsstöðum og
reyndist það mjög erfitt fyrir bam-
marga fjölskylduna að fyrirvinnan
væri óvinnufær. Árið 1962 brá fjöl-
skyldan búi og flutti til Akureyrar
og bjó Sigga þar til dauðadags.
Siggu kynntist ég fyrst fyrir rúm-
um áratug er ég gekk að eiga dótt-
ur hennar, Ólafíu Soffiu. Sjálfur kem
ég úr frekar lftllli §ölskyldu og hafði
ekki kynnst stórfjölskyldum áður.
Allar stóríjölskyldur eiga sér höfuð
og eigi vil ég halla á Jóa þó ég full-
yrði að Sigga var andlegur leiðtogi,
sem bömin og síðar bamabömin og
bamabamabömin leituðu mikið til.
Hún var persóna sem hafði yfir sér
einstaka ró og strax við fyrstu kynni
fann ég hvemig góðmennskan og
kærleikurinn geisluðu frá henni.
Strax við fyrstu kynni fann ég að
hér fór einstaklega heilsteyptur
persónuleiki, sem hafði þá sjaldgæfu
eiginleika að sjá eitthvað jákvætt
við allar persónur. Það var sama
hvem bar á góma, Sigga gat alltaf
+ ANTON SIGURÐSSON + Útför
leigubifreiðarstjóri. SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
sem andaðist 16. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni Kvfum f Þverórhlfð,
í Reykjavík föstudaginn 30. desember kl. 13.30. fer fram frá Norðtungukirkju föstudagin 30. desember kl. 14.00.
Pálfna Guðmundsdóttir, Anna Eygló Antonsdóttlr, Hallsteinn Sverrisson, Bílferö verður frá Umferðarmiöstööinni í Reykjavík kl. 10 f.h. Eggert Ólafsson,
Ema Björk Antonsdóttlr, Ragnar Ólafsson,
og barnabörn. Þorgeir Ólafsson, tengdadœtur, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför sambýiismanns míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa,
JÖRUNDARÞÓRÐARSONAR
frá Ingjaldshóll,
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 29. desember kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á öldrunardeild Landspítalans.
GuAný Magnúsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Astkear eiginmaöur minn, faöir, tengdafaðir og afi,
SVEINN ÓLAFSSON,
Faxabraut 66,
Keflavfk,
veröur jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. desember
kl. 14.00.
Svanhvft T ryggvadóttlr,
Guörún Svelnsdóttlr, Guðmundur Gunnarsson,
Llnda María Guðmundsdóttir,
Guðný Blrna Guðmundsdóttir,
Bryndfs Jóhanna Jóhannesdóttir.
+
Ástkær ömmusystir mín,
ÓLlNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR
frá Ölvaldsstöðum,
Bjarnarstfg 7,
Reykjavlk,
er lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 22. desember verður
jarðsungin fró Fossvogskapellu föstudaginn 30. desember
kl. 10.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Slf Ragnhildardóttir.
+
ÓLAFl A JÓNSDÓTTIR
frá Hlfð,
Klapparstfg 17,
er lést í Landakotsspítala 20. þessa mánaöar veröur jarösungin
föstudaginn 30. desember frá Snóksdalskirkju kl. 14.00.
Bílferð verður frá Umferðarmiöstöðinni í Reykjavik kl. 9.00 árdegis.
Árnl Ólafsson,
Erna R. Sigurgrfmsdóttir.
Slgurgrfmur I. Árnason.
séð jákvæðu hliðina á viðkomandi
persónu. Aldrei heyrði ég hana segja
sfyggðaryrði um nokkum mann.
„Sælla er að gefa en þiggja" er
nokkuð sem einkennir fáar persónur
í okkar nútíma þjóðfélagi. Sigga var
aftur á móti sú manngerð, sem gaf
öllum allt sem hún gat gefið en átti
jafnan erfitt með að biðja aðra um
hjálp. Heimili hennar stóð ávallt
opið öllum þeim ótal ferðalöngum,
sem hún þekkti og áttu leið um
Akureyri. Hún var sannur höfðingi
heim að sækja.
Sigga var svo einstakur persónu-
leiki að það er sama hversu langt
mál er ritað, manngæsku hennar
verða aldrei gerð nógu góð skil. Hún
hafði jmdi af kvæðum og einn var
sá höfiindur, sem hún hafði sérstak-
ar mætur á. Það var Erla, eða Guð-
finna Þorsteinsdóttir eins og hún hét
fullu nafni. Það er eins og Erla hafí
talað beint frá hjarta Siggu í kvæð-
inu Lífsreglun
Þerrðu kinnar þess, er grætur.
Þvoðu kaun hins særða manns.
Sendu inn í sérhvert hjarta
sólargeisla kærleikans.
Vertu sanngjam. Vertu mildur.
Vægðu þeim, er mót þér braut.
Biddu guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda’ og þraut
Sigga varð aldrei auðug á mæli-
stiku hins dæmigerða borgara í
nútíma neysluþjóðfélagi. En hún átti
samt sjóð, sem hún mat meira en
nokkum flársjóð þessarar jarðar.
Þetta voru böm hennar, stjúpdætur
sem hún leit ávallt á sem sínar eigin
dætur, tengdabömin, bamabömin
og bamabamabömin. Þó svo að
hópurinn væri stór þá fylgdist hún
ávallt með þeim öllum. Hún leysti
ætíð úr þeim vandamálum sem upp
komu, en gætti þess jafnframt að
vera ekki að hnýsast í þau mál sem
hún taldi viðkomandi nógu þroskað-
an til að leysa úr á eigin spýtur.
Síðustu mánuði ævinnar dvaldi
Sigga á heimili okkar og tók ég þá
betur eftir því hversu bamabömin
vom miklir dýrgripir í augum henn-
ar. Einu skiptin sem ég varð var við
það að hún væri hreykin eða jafnvel
montin var þegar hún talaði um
bamabömin og bamabamabömin.
Sárþjáð lagði hún það á sig að aka
með okkur til Grindavíkur þar sem
við létum skíra son okkar og bama-
bam Siggu númer 48. Það var henni
svo mikilvægt að vera viðstödd
skímina að líkamlegar kvalir breyttu
engu þar um. Síðasta bamabama-
bamið náði hún ekki að sjá og veit
ég að henni þótti sárt að geta ekki
gert einhveija handavinnu, sem hún
var einstaklega lagin við, og sent
yngsta afkomandanum. Bömin vom
einstaklega hænd að ömmu sinni og
á tímum erfiðleika veittu þau henni
styrk með nærvem sinni. Á síðustu
haustdögum sat hún oft með yngsta
son okkar í fanginu og fór með
kvæði. Saklaust bamið veitti ömmu
sinni styrk á erfiðum tíma, þegar
hún fann að endalokin nálguðust.
Það var með eindæmum hvað Sigga
tók örlögum sínum með mikilli ró,
en við fundum að hún hugsaði mik-
ið til Jóa, sem hefur verið sjúklingur
undanfarin tíu ár og um yngstu
dótturina, sem gengur eigi heil til
skógar. Hún vissi samt að hún hafði
innrætt bömum sínum þvílíkan
mannkærlcika að hún gat kvatt okk-
ur áhyggjulaus.
Þessi fátæklegu kveðjuorð vil ég
enda með kvæðinu Traust eftir Erlu,
sem Sigga hafði miklar mætur á.
Engan þarf ég óttast voða,
eigi’ hin dekkstu þrumuský.
Gcgnum lífsins brím og boða
ber mig drottinn faðmi i.
Þegar hinzta brotnar bára,
brýt ég skip við feigðarströnd,
firamhaldslíf í fegra heimi
fel ég, guð! í þína hönd.
(Úr Hélublómi)
Jói minn, Lauga, Stella, Edda,
Matta, Bogga, Lolla, Ella, Frímann,
Soffia, Maggi, Halli, Óttar og
Begga, megi góður guð veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minningin um góða
konu.
Hannes Hafsteinsson