Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
19
Afganistan:
Arangurslausar viðræður
skæruliða og Sovétmanna
Keuter
Viðræður Sovétmanna og afganskra skæruliða fóru fram í húsakynn-
um pakistanska utanríkisráðuneytisins í gær. Vinstra megin á mynd-
inni sést Mojaddidi, leiðtogi samninganefndar skæruliða, lesa af
blaði. Gegnt honum situr Júlí Vorontsov, aðstoðarutanríkisráðherra
Sovétríkjanna.
Islamabad. Reuter.
LITIÐ miðaði í viðræðum sovéskra stjórnvalda og afganskra skæru-
liða í Pakistan í gær um myndun afganskrar ríkisstjórnar sem ráð-
gert er að taki við stjórnartaumum þegar brottflutningi sovésks
herliðs frá Afganistan lýkur. Sovétmenn hafa sett það skilyrði að
núverandi stjórnarflokkur, Lýðræðisflokkur Afganistans (PDPA),
eigi aðild að næstu ríkisstjórn.
„Samkomulag hefur ekki náðst.
Það næst ekki fyrr en þeir sem
valdir eru að blóðbaðinu í Afganist-
an, sovéski herinn og leppstjómin
í Kabúl, hafa yfirgefið landið,“
sagði Sibghatullah Mojaddidi, leið-
togi samninganefndar skæruliða,
að afloknum fundi hans og Júlís
Vorontsovs, aðstoðarutanríkisráð-
herra Sovétríkjanna.
Samninganefnd skæmliða lagði
ríka áherslu á það í gær að flokkur
Fidel Kastró á byltingarafmælinu:
„Marx-lenínisminn eða dauðinn“
Havanna. Reuter.
FIDEL Kastró Kúbuleiðtogi hefúr skýrt þjóðinni, sem hann hefúr
stjórnað í 30 ár, svo frá, að sósíalisminn þar í landi sé kominn til
að vera, ef ekki að eilífú þá að minnsta kosti í 100 ár. „Marx-Ienín-
isminn eða dauðinn," sagði hann í ræðu í tilefni af byltingarafmælinu.
Alla þessa viku hafa verið hátíð-
arhöld á Kúbu í tilefni af þrítugsaf-
mæli byltingarinnar og í tveimur
ræðum, sem Kastró hefur haldið,
sagði hann, að það væri um að
ræða „marx-lenínismann eða dauð-
ann fyrir Kúbu“, úthúðaði „heims-
valdasinnuðum" Bandaríkjamönn-
um en lofaði friðarvilja Sovét-
manna. Augljóst er þó, að hann er
ekki alveg sáttur við þá síðamefndu
og fann hann meðal annars að af-
stöðu þeirra til ýmissa mála í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna.
„Þetta var Kastró upp á sitt
besta. Hann sagði það, sem allir
vissu, að hann segði, og nú þarf
enginn að efast um hver það er,
sem stendur vörð um hina hreinu
trú,“ sagði vestrænn sendimaður,
sem hlýddi á Kastró og annar bætti
því við, að ræðan hefði verið ein-
hvers konar „maóismi, sem vissu-
lega er kominn úr tísku víðast hvar
í Austur-Evrópu“.
Najibullahs forseta Afganistans,
lýðræðisflokkurinn, ætti ekki erindi
í ríkisstjóm landsins. „Við sögðum
að þeir mættu gera ráð fyrir mú-
slimskum stjórnmálaöflum í næstu
ríkisstjórn, en ekki kommúnistum
eða öðrum sem ekki aðhyllast
íslamska stjómarhætti. Afganska
þjóðin sættir sig ekki við það,“ sagði
Mojaddidi.
Vorontsov neitaði að tjá sig um
framvindu fundarins en þetta var í
annað sinn á einum mánuði sem
þessir aðilar setjast niður til við-
ræðna. Fyrri fundurinn fór fram i
Saudi-Arabíu.
Mojaddidi, sem er formaður sam-
taka sjö íslamskra stjórnmálaflokka
sem hafa aðsetur í Pakistan, sagði
að samningaviðræðum yrði haldið
áfram í náinni framtíð.
ERLENT
Perú:
Rithöfundurinn Vargas Llosa
býr sig undir forsetaframboð
Reuter
EINN af kunnustu rithöfúndum Rómönsku-Ameríku, Mario Varg-
as Llosa, hefúr ákveðið að láta af skriftum og bjóða sig fram til
forseta i Perú. Þijár bóka hins 54 ára gamla rithöfundar hafa
selst í yfir milljón eintökum víðs vegar um heim og hann lítur á
kosningabaráttuna framundan fremur sem krossferð hugsjóna-
manns en pólitíska baráttu. AJlt útlit er fyrir að miðjuflokkarnir
í Perú sameinist um að útnefha Vargas sem frambjóðanda sinn
td forsetaembættisins. Perúmenn
uði 1990.
Vargas, sem sjálfur hefur sagt
að hann leggi með hálfum hug
út á stjómmálabrautina, er al-
mennt talinn vera sá maður sem
komið geti i veg fyrir sigur
marxísks frambjóðanda í forseta-
kosningunum. Þykir sumum mik-
ið liggja við því þjóðin á við alvar-
legustu efnahagskreppu að etja
sem riðið hefur yfir á þessari öld.
Verðbólga 2.000%
Skoðanakannanir benda til þess
að Vargas geti unnið kosningarn-
ar. A kosningafundi nýlega bar
það til tíðinda að formenn tveggja
and-marxískra flokka landsins
hétu Vargas stuðningi sínum í
kosningabaráttunni. Þar sagði
Vargas meðal annars: „Ég hætti
ekki skrifa og stunda fræði-
mennsku til þess eins að ganga í
starf einhvers annars manns. Ég
geri það í þeim tilgangi að bjarga
Perú.“
Þegar Alan Garcia tók við for-
ganga að kjörborði í maímán-
setaembættinu fyrir þremur árum
lofaði hann Perúmönnum aukinni
hagsæld og framförum en loforð
hans hafa breyst í efnahagslega
martröð. Verðbólga í landinu er
2.000% og skortur er á matvælum
víðs vegar um landið. Á sama tíma
hafa árásir skæruliðahreyfingar-
innar Sendero Luminoso
(Skínandi leið) orðið tíðari og
skæðari, en hreyfingin hefur hald-
ið uppi skæruhemaði í landinu í
átta ár.
„Við þörfnumst nýrra leið-
toga . . . til þess að rata úr þeim
ógöngum sem núverandi ríkis-
stjóm hefur til allrar óhamingju
leitt okkur út í,“ sagði Luis Bedo-
ya Reyes, leiðtogi Kristilega þjóð-
arflokksins, sem lýsti yfir stuðn-
ingi við Vargas á kosningafundin-
um. Femando Belaunde Terry,
sem var fyrsti forsetinn í Perú
úr röðum óbreyttra borgara þegar
12 ára valdatíð hersins lauk árið
1980, hét einnig stuðningi sinna
samtaka, Baráttusamtaka alþýðu.
Belaunde sagði að þessi tvö
stjómmálaöfl myndu hefja sam-
vinnu við Frjálsræðisflokkinn,
sem Vargas stofnaði í fyrra, og
vinna að útnefningu rithöfundar-
ins en að framboð hans yrði form-
lega tilkynnt í apríl næstkomandi.
Von Perú
And-marxískum öflum í Perú
hefur vaxið fiskur um hrygg, ef
marka má skoðanakannanir. Ekki
kannski síst vegna þess að jafnað-
armannastjóm Alans Garcias hef-
ur ekki fundið lausn á efnahags-
pg stjómmálakreppunni í landinu.
í nýlegri skoðanakönnun Apoyo-
stofnunarinnar hlaut Vargas
stuðning 29% aðspurðra, Alfonso
Barrantes, fyrrverandi prestur og
frambjóðandi marxista, stuðning
27% aðspurðra og frambjóðandi
stjómarflokksins, Amerísku lýð-
ræðisbyltingarinnar (APRA),
stuðning 7% aðspurðra.
„Ég er sú von sem Perú reiðir
sig á. Kvíðið engu, við getum
bjargað landinu úr þessum
ógöngum," sagði Vargas á fjöl-
mennum stuðningsmannafundi í
miðborg Lima.
Vargas, sem sjálfur kveðst vera
fijálslyndur stjórnmálamaður,
steig sín fyrstu skref á stjórn-
málasviðinu árið 1987 þegar hann
Mario Vargas Llosa.
mótmælti áformum Garcia forseta
um að þjóðnýta bankastofnanir í
landinu.
Á kosningaferðalögum sínum.
um landið hefur Vargas beint
spjótum sínum að efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar.
„Ríkisstjóm Garcia hefur sent
fátækustu stéttir þessa lands út
í ystu myrkur með afdrifaríkri
efnahagsstefnu sinni,“ hefur
Vargas sagt.
Vargas er hlynntur frjálsu
markaðskerfi og hefur sagt að
samskipti Perú við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn og alþjóðlegar banka-
stofnanir, sem ríkisstjóm Garcia
hafi skaðað með því að draga úr
afborgunum á erlendum skuldum
landsins sem nema 16,4 milljörð-
um dollara, verði treyst.
„Tími hetjunnar“
Vargas hefur veitst heiftúðlega
að kólombíska nóbelsverðlauna-
skáldinu Gabriel Garcia Marques
vegna yfirlýsts stuðnings hans við
marxískar ríkisstjómir á Kúbu og
í Nicaragua.
„Ég er þeirrar skoðunar að
okkur beri að varðveita lýðræðis-
skipulag í löndum Rómönsku-
Ameríku," sagði hann nýlega í
viðtali við Æeuíer-fréttastofuna.
„Tími hetjunnar" er fyrsta og
líklega best þekkta verk Vargas.
Það er byggt á reynslu hans úr
herskóla sem faðir hans, sem var
mótfallinn allri skáldskapariðkun,
skráði hann í. „Þar kynntist ég
fyrst hinu raunsanna þjóðfélagi
Perúmanna, andstæðum þess,
spennu, fordómum, ofbeldi og
gremju."
Vargas sætti nokkurri gagn-
rýni þann stutta tíma sem hann
gegndi opinberum störfum. Árið
1985 var hann formaður í nefnd
sem vann að rannsókn á morðum
átta blaðamanna sem framin voru
í héraðinu Ayacucho. Hann var
harðlega gagnrýndur fyrir að hafa
lýst menn innan hersins sýkna
saka en flestir hölluðust að því
að þeir hefðu framið morðin.
Rithöfundurinn, sem eitt sinn
lýsti því yfir að stjómmál væru
„afar ósiðleg iðja“, segir að hlé
sitt frá rithöfundarstörfum vegna
stjórnmálavafsturs verði tíma-
bundið.
'4\ iÚtsalan hefst á mánudag
^crnhord laxc|al
LAUGAVEGI 63.