Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 * * . -<■* ^ v. .r 'W,- ■:S*':Á Morgunblaðið/PPJ Leiguþyrla Grænlandsflugs við brottför frá Reykjavík til Kulusuk. Þyrla í ferjuflugi ÓVENJULEGT er að þyrlur fari flugleiðina yfir Norður-Atlants- haf, en oftast nær eru þyrlur sem þurfa að komast milli heimsálfa settar um borð í skip og þannig fluttar sjóðleiðis.' Óvenjulegra er að sjá þyrlur á flugi yfir Atlantshaf um hávetur, en milli jóla og nýárs var á ferðinni um Reykjavíkurflugvöll stór þyrla af gerðinni Sikorsky S-61 sem var á leiðinni frá Noregi til Grænlands. Þyrlan er í eigu fyrirtækisins Helikopter Service í Noregi og hef- ur verið leigð flugfélaginu Grön- landsfly til a.m.k. tveggja ára. Á Grænlandi eru -helstu samgöngur milli byggðarlaga flugleiðis og fer megnið af þeim flutningum fram með þyrlum. Aðeins eru notaðar hefðbundnar flugvélar á lengri flug- leiðum. Grönlandsfly rekur þegar flórar þyrlur af gerðinni Sikorsky S-61, sem taka um 24 farþega, auk þess sem flugfélagið er með all- margar smærri þyrlur. Þar sem þyrlur eru ekki smíðaðar til langflugs varð þyrlan að hafa viðkomu til eldsneytistöku á nokkr- um stöðum á leið sinni frá Staf- angri í Noregi til Nuuk á Græn- landi. Fyrsti viðkomustaðurinn var olíuborpallur í Norðursjó, en þaðan lá ferðin um Sumburgh á Hjalt- landseyjum, síðan til Voga í Færeyj- um og þaðan til Homafjarðar og Reykjavíkur. Frá Reykjavík hélt þyrlan áfram för sinni daginn fyrir gamlársdag til Kulusuk á austurströnd Græn- lands en varð að snúa við vegna veðurs á leiðinni. Þyrlan beið síðan í Reykjavík í þrjá daga eftir hag- stæðu veðri og gat haldið áfram 2. janúar. - PPJ Gerðuberg: Lj óðatónleikar GUNNAR Guðbjörnsson mun syngja ljóðaflokka eftir Beet- hoven og Schumann einnig, íslensk, sænsk og frönsk lög við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar á þriðju tónleikum í ljóða- tónleikaröð í Gerðubergi, mánu- daginn 9. janúar kl. 20.30. Gunnar Gunnbjömson, tenór, er fæddur í Reykjavík árið 1965. Hann hóf söngnám 18 ára og lauk burt- fararprófi vorið 1987 frá Nýja tón- listarskólanum þar sem Sigurður Demetz var kennari hans. Nú er Gunnar við framhaldsnám hjá Hanne Lore Kuhse í Berlín. Fjórðu og síðustu tónleikar í þessari Ijóðatónleikaröð Gerðubergs verða mánudaginn 6. mars, þá mun Kristinn Sigmundsson, bariton, syngja. fiOajtíM máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Ekki linnir lundarmálum um sinn. Þetta er skemmtilegur málflutningur. Alltaf bætast við merkilegar upplýsingar og at- hyglisverð sjónarmið. Þá færi ég bréfriturum bestu þakkir fyr- ir hlýleg orð um þáttinn. Upp- örvun er mikils virði. En nú tek- ur til máls Ólafur Stefánsson á Syðri-Reykjum í Biskupstung- um: „Kærar þakkir fyrir þættina þína. Alltaf færir þú lesendum eitthvað til að hugsa um. Eg er ekki sammála þeim, sem rugla vilja saman merkingu orðanna lundur og ijóður. í mínum huga er lundur trjáþyrp- ing, annaðhvort tré sömu gerðar inni í skógi, t.d. furulundur í birkiskógi (eða t.d. Guttorms- lundur í Hallormsstaðarskógi) eða þá ttjálundur á bersvæði. Til dæmis: „Skammt frá bænum var fallegur tijálundur sem hjón- in höfðu ræktað á langri ævi.“ Nú vil eg vitna í þijá gróður- fræðimenn, sem leggja ná- kvæmlega sama skilning í orðið lundur og eg. 1. Steindór Steindórsson segir í bók sinni, Gróður á íslandi: „Reyniviður nær að vísu allmikl- um vexti, svo að a.m.k. til skamms tíma hafa hávöxnustu tré landsins verið reyniviðir, en hann skapar aldrei skóg, heldur standa einstök tré eða litlir lund- ir innan um birkiskógana.“ 2. Hákon Bjarnason fyrrver- andi skógræktarstjóri: „Tré eru félagsverur og vaxa því í lund- um eða skógum." (Ræktaðu garðinn þinn, 1981.) 3. Og þá segir Ingólfur Davíðs- son um reynivið: „Vex hér villtur á stangli, myndar ekki samfellda lundi.“ (Leturbreytingar í til- vitnunum eru bréfritara.) Þannig ber allt að sama brunni hjá þessum þremur heið- ursmönnum, að lundur merkir tijástóð en ekki tijálaust svæði í skógi. í skrifum til stuðnings ijóður- merkingunni hefur verið vitnað í foman kveðskap, t.d. Dans- lilju. Eg verð að segja, að mér þykir gamall skáldskapur skemmtilegri en hvað hann sé alltaf áreiðanlegur að heimilda- og merkingargildi. Enda væri það varla góður skáldskapur, þar sem allt væri sem sýndist. Þó vil eg líka vitna í fornan skáldskap og nú til að styrkja minn málstað: í ástarkvæði Staðarhóls-Páls til Helgu Aradóttur segir svo: Fram hjá fógrum lundi ferðast gerði eg þá, furðu fagur var sá... Dagmálastund án striðu þeim stoltum lundi nær stóð eg þá beint með blíðu... Þarna fer ekki á milli mála, að lundur merkir þyrpingu tijáa. Enginn ferðast fram hjá tjóðri (menn koma í ijóður). Það er líka eðlilegt að tala um stoltan lund, en varla stolt ijóður. Þá ætla eg ekki að hafa þetta lengra, en í þeirri von að eg hafi sannfært þig sjálfan, þá kveð eg með vinsemd." Næstur tekur til máls Víking- ur Guðmundsson á Akureyri og fer ekki troðnar slóðir fremur en fyrri daginn: „Alltaf finnst mér jafn fróð- legt og skemmtilegt að lesa þættina þína. Það er eins og að sitja í góðum félagsskap og ræða brennandi áhugamál, hlýða á skoðanir annarra og miðla eigin. Nú síðast hef eg fylgst með skrifum um lundinn af miklum spenningi. Mér finnst allt þetta fólk hafa farið dálítið í kringum meginatriði málsins. Málið, sem við tölum, er byggt upp af bændasamfélagi. Bónd- inn bjó á landi sem hann kallaði jörð. (Við köllum mun stærri hlut jörð.) Hlutum jarðarinnar gaf hann nafn eftir nytjum, stað- 469. þáttur háttum, útliti og eigin tilfínning- um. Völlur var þurrlent slétt- lendi og einnig tún. Þá var stundum völlur á bændum. Engi var slægjuland, votlent. Stundum var þar ekkert engi. Þá merkti það gras. Hagi var beitiland. Stundum var þar eng- inn hagi. Og svona má lengi telja. Skógur var stórt svæði, vaxið viði og öðrum gróðri. Nytjaland. Lundur var lítill blettur, uppá- hald, nánast helgur reitur. Griðastaður. Vaxinn uppá- haldsplöntum, tijám, runnumj blómum og fögrum grösum. I lundinum gátu verið ijóður, stígar, lautir, brekkur, lækir (sbr. Númarímur), fossar og tjamir. Því ijölskrúðugra, því fegurra. Oft var lundurinn slqolgóður og verndaður af nátt- úrulegu umhverfi. Lundurinn er því fyrst og fremst staður, fallegur staður. Reynilundur er því staður sem fögur reynitré vaxa á eða eru vaxin á. Þetta styður ótvírætt allt það sem vitnað er til í 467. þætti þínum, bæði fomt og nýtt. Lundur. Nú leikur allt í lyndi. Meira seinna.“ Leturbreytingar gerði um- sjónarmaður. Um ijóðurmál segir svo Þór- oddur Jónasson á Akureyri; „Rjóður heitir hús á Djúpa- vogi... það er enn tilgreint í símaskrá sem nafn á húsi, en ekki veit ég til að bújörð hafi borið það nafn.“ Þjóðrekur þaðan kvað: Sé fjarri oss manndráp og morðdreyri, sagði Marsibil gamla á Borðeyri, kostvönd í tali og lgamyrðavali og allflestum kerlingum orðfleiri. Metramál örvæntingarinnar Gunnar Guðbjörnsson. SVR: Breyting’- ar á leiðum 2 og 15c BREYTINGAR verða á akstri vagna á leiðum 2, Grandi— Vogar, og 15c, Grafarvogur— Breiðholt, frá og með mánudeg- inum 9. janúar. Á leið 2 aka vagnar lengur á kvöldin en áður að Oldugranda og verður síðasta brottför þaðan 5 mínútum eftir miðnætti. Tímajöfnun á kvöldin og um helgar flyst frá Lækjartorgi að Hlemmi og auðveldar það vagna- skipti fyrir farþega á leið til austur- hverfa borgarinnar. Leið 15c mun eftirleiðis aka að Hraunási í Árbæjarhverfi í stað þess að aka að Bæjarbraut eins og verið hefur. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Geirlaugur Magnússon: ÍTREK- AÐ. Kápa og myndir: Sigurlaug- ur Eliasson. Norðan/Niður 1988. Eins og ljóst má vera af lestri ítrekað, ljóðabókar Geirlaugs Magnússonar, er hann enginn ný- græðingur í ljóðagerðinni. Geir- laugur á margar bækur að baki. Sú fyrsta, Annaðhvort eða, kom út 1974. Sum skáld fara með lofsöngva um lífíð og stuðla að sáttum milli gleði og sorgar, lífs og dauða. Geir- laugur er ekki í hópi þessara skálda. Ljóð hans eru frekar raddir hinna undirokuðu og afskiptu og eiga það til að hvetja til uppreisnar. Hann er í senn gagnrýninn á mannlífið og orðin, tæki skáldsins. í stuttu ljóði sem nefnist sátt er komist þannig að orði að sá sem talar í ljóðinu sé „annarlega sáttur við þennan heim skíts og stjarna". Sáttin hlaut að vera annarleg, ann- að væri ólíkt Geirlaugi. Ljóðið túngan er að vissu marki stefnuskrá skáldsins. Hún er m.a. kölluð „metramál örvæntingarinn- ar“, en líka „vog vonarinnar". Verst er þó reynist hún „visnun afskorins sannleika". Saungvinir er enn á sióðum ör- væntingarinnar: hvílík glópska ætla fuglasaunginn 6p gleðinnar vorsins ástarinnar sennilega aðeins örvæntingaróp er þá ekki fjarri sanni Tjáning Geirlaugs Magnússon- ar er með þeim hætti að hann minnir á æskumann. I honum er óþol og árásarhugur, en hann kann vitanlega meira fyrir sér en flest ung skáld. í lokaljóði bókarinnar, sjálfsagt mál nefnist það, er þessi sjálfsmynd: ég hiyðjuverkamaðurinn úngiíngavandinn æði draumdrukkinn um stræti þin að varpa steinspreingjum i óbrjótandi gler gleymsku þinnar Eins konar viðlag þessa Ijóðs er: „aðeins að varpir að mér orði/ síðan máttu sparka í mig/ að vild“. Krossfesting kemur fyrir í sjálf- sögðu máii og á fleiri stöðum í bók- inni. Þvi má spyija hvort Geirlaug- ur sé í ljóðinu að ávarpa Krist eða Guð eða bara tilveruna í þvi vægð- arlausa líki sem hún birtist honum. Hver sem niðurstaðan verður er ljóðið sjálfkrufning, sjálfskönnun eins og fleiri ijóð Geirlaugs. Hann yrkir í sama ljóði: „sjálfur hef ég mig/ rifið o g tætt/ margsinnis kruf- ið á hol/ að fínna sálartötrið/ eitt sandkom/ siðan týnt“. í óravegum er m.a. vikið að sjálfsblekkingu, Geirlaugur Magnússon meðaumkun og gleymsku á op- inskáan og hreinskilinn hátt. Geirlaugur hefur oft áður ort í skeytastíl, sent orð sín út í heiminn í stuttum og hnitmiðuðum setning- um og ekki alltaf hirt um að byggja þær upp að hefðbundnum sið. Þetta gerir hann lika i ítrekað. En hann getur lika verið mælskur í nýju ljóð- unum, stundum um of að mínu mati. Þetta gildir til dæmis um ljóð eins og sekt sem er þó athyglisvert ljóð, meðal þeirra sem geta kallast uppgjör. Það er dálítið einkennilegt vorljóð sem hvetur fólk til að þyrpast út á götumar til að mótmæla vorinu áður en því tekst að eyða myrkrinu úr hugskotinu. Slíkt Ijóð á líklega ekki að skilja alveg samkvæmt orð- anna hljóðan. Hugsa má sér að það sé eins og fleira í skáldskap sprott- ið úr örvæntingu til að sigrast á örvæntingu. Sama má segja um grimuleik sem dregur upp mynd ástands sem ekki verður unað við, þarf ljóð til að breyta: klæmar alisstaðar og kuidinn hundkuldinn sem myndar þétta þoki hvert augnatillit alsettur örum skjálfandi gefst þér grima grima hlý örugg grima kvöldsins og reykmettaðra Ijósa grima blindingjans sem að morgni hefúr gróið föst gró og inn Með ljóðabók sinni itrekar Geirlaugur Magnússon ýmislegt sem komið hefur fram I öðrum bók- um eftir hann. En hann sýnir um leið að hann er búinn til nýrra átaka við líf og list. Sum Ijóðanna í ítrek- að eru með þeim bestu sem hann hefur ort.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.