Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
17
Nýtt heilsuræktaræði:
Þúsundir æfa sig á
hreyfanlegum bekkjum
1200 manns stunda æfingarnar í Reykjavík einni
Morgunblaðið/Emilía
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi er einn 1200 Reyk-
vikinga, sem stundar œfingar á bekkjunum.
Flott- form heitir æfingar-
kerfi sem kynnt var hér á landi
s.l. haust og náð hefiir geysi-
legri útbreiðslu á aðeins nokkr-
um mánuðum. Nú stunda þús-
undir manna þetta kerfi i 10
æfingastöðvum viðs vegar á
landinu, þar af 1200 manns i
Reykjavík. Nú stendur fyrir
dyrum kynning meðal ellilif-
eyrisþega, en æfingakerfið
þykir heppilegt fyrir eldra fólk.
Það er fyrirtækið Hreyfing sf
sem flytur bekkina inn. A kynn-
ingu fyrirtækisins kom fram hjá
Sóleyju Jóhannsdóttur, einum for-
svarsmanna þess, að fyrstu bekk-
imir hefðu komið til landsins í
ágúst s.l. Þeir vom settir upp í
Dansstúdíói Sóleyjar Engjategi 1
í Reykjavík. Síðar opnaði Sóley
aðra stofu í Breiðholti. Síðan hafa
verið opnaðar stofíir víðar, svo
sem í Hafnarfírði, Keflavík, Vest-
mannaeyjum, Akureyri og Sauð-
árkróki og fleiri eru í bígerð.
Aðrir aðilar reka þessar stofur en
Hreyfing sf flutti bekkina inn.
Sem fyrr segir hefur þessi æfinga-
meðferð verið mjög eftirsótt og
nú stunda 1200 manns bekkina
hér í Reykjavík, svo dæmi sé tek-
ið. Eru þeir á aldrinum 20-76 ára
Að sögn Sóleyjar em bekkimir
amerískir. Um er að ræða sjö
mismunandi bekki, hreyfanlega.
Á hveijum bekk eru 5-6 æfingar
en sjöundi bekkurinn er hvíldar-
bekkur. Æfíngamar taka 8
mínútur á hveijum bekk. Það tek-
ur því um klukkustund að fara í
alla bekkina. Algengast er að fólk
fari í bekkina 2-3 sinnum í viku.
„Það er óhætt að segja að þessi
bekkir séu nýjasta heilusræktar-
æði Islendinga, ef svo má að orði
komast," sagði Sóley Jóhanns-
dóttir. „Ég held samt að þetta sé
ekki fyrirbrigði sem eigi eftir að
fjara út því árangurinn hefur ver-
ið svo góður og fólkið verið án-
ægt. Æfingamar koma blóðrá-
sinni í líkamanum af stað, hreinsa
óhreinindi sem setjast þar að og
svo teygir þetta og styrkir vöð-
vana. Margir hafa losnað við
vöðvabólgur, bjúg á fótum og
mígrenisjúklingar hafa telja sig
hafa fengið bata af æfingunum.
Reynslan hefur sýnt það að líkam-
inn styrkist mjög mikið og eftir
20-30 skipti byijar aukakílóum
að fækka. í stuttu máli má segja
að fólki líði mjög vel eftir æfíng-
amar.“
Sóley segir að með tilkomu
bekkjanna hafi tekist að ná til
þess stóra hóps sem stundi enga
heilsurækt. „Það er ótrúlega stór
hópur fólks sem hreyfir sig alls
ekkert. Ég tel að æfíngabekkimir
henti þessu fólki sérstaklega vel.
Það getur snúið sér að öðra, t.d.
sundi, skokki og almennum æf-
ingum þegar það hefur náð sér á
strik, eða haldið áfram æfingum
á bekkjunum, eins og algengt er.“
Sóley sagði að lokum að nám-
skeið væra stöðugt í gangi hjá
henni. Fólk gæti komið og fengið
ókeypis kynningartíma. Hver og
einn er mældur við komuna og
síðan á 10 tíma fresti.
„Þetta er ágætis þjálfun, hress-
andi og hæfilega erfið. Ég tel að
þessi tæki henti fólki á öllum aldri
og í öllum þyngdarflokkum,"
sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Iögmaður og borgarfulltrúi, en
hann stundar æfingar á bekkjun-
um. Vilhjálmur stundar einnig
veggjabolta, sem hann segir öllu
erfiðari íþrótt en afar skemmti-
lega, enda aukist vinsældir hennar
stöðugt hér á landi.
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Grindur fyrir glugga
Eigendur verslana hér á landi hafa í alltof litlum mæli hugað
að þeim möguleikum, sem þeim stendur til boða varðandi vamir
gegn hugsanlegum skemmdum á húsnæði þeirra, svo og inn-
brotum. I dag er á boðstólum alls kyns búnaður til þess að hægt
sé að fyrirbyggja eða minnka til muna líkur á t.d. rúðubrotum
og innbrotum. Jám- og álgrindur era til í ýmsum tilbrigðum og
bjóða upp á óteljandi möguleika. Bakglugga í verslunum, vöralag-
eram og geymsluhúsnæði þarf að rammgera, en auk þess er
hægt, og í rauninni sjálfsagt ef tekið er mið af tíðni innbrota
og rúðubrota í verslunarhúsnæði, að setja fallega hannaðar og
sterkbyggðar grindur fyrir útsýnisglugga slíks húsnæðis. Verslun-
areigiendur hafa helst kvartað yfír því að með tilkomu grindanna
takmarkist gildi útstillinga. Þessu er til að svara að svo þarf ekki
að vera. Til eru grindur sem takmarka á engan hátt möguleika
fólks á að skoða í gluggana og rýra á engan hátt útlit húsnæðis-
ins, heldur þvert á móti, sé rétt að málum staðið.
Grindur era sýnileg vöm til vamaðar hugsanlegum brotamönn-
um, veija rúður, hindra ekki vegfarendur í að virða fyrir sér
vaming fyrir innan þær, skemma ekki útlit húsnæðis, era til í
mörgum litbrigðum og era auðveldar í uppsetningu.
' Til era ýmis afbrigði grinda; grindur sem rennt er upp eða til
hliðar á daginn á meðan verslunin er opin, rafdrifnar og fastar,
allt eftir óskum hvers og eins og þeim tilgangi, sem þær eiga
að þjóna.
Ekki er óraunhæft að áætla að verslunareigendur og trygginga-
félög taki höndum saman og marki sér stefnu um vægi iðgjalda
og þess, sem lagt er af mörkum til að minnka líkur á skemmdum
eða innbrotunm. Þannig gætu verslunareigendur flárfest í búnaði
sjálfum sér til vamar og um leið lækkað hlutfallslega tryggingar-
iðgjöldin.
Evrópumeistaramót
unglinga í skák:
Alexíj Dreev
sigraði
Þröstur Þórhalls-
son varð í 20. sæti
„MÉR GEKK fremur illa á mót-
inu. Ég vann fyrstu þrjár skák-
irnar og síðan vann ég ekki
skák,“ sagði Þröstur Þórhalls-
son í samtali við Morgunblaðið.
Hann tók þátt í Evrópumeist-
aramóti unglinga, 20 ára og
yngri, í skák, sem haldið var
fyrir skömmu í borginni Arn-
heim í Hollandi.
Sigurvegari á mótinu varð Sov-
étmaðurinn Alexíj Dreev með 10,5
vinninga. Þröstur hafnaði í 20.
sæti með 6 vinninga.
Alls vora tefldar 13 umferðir.
32 þáttakendur vora á mótinu,
einn frá hveiju landi, nema að
tveir Sovétmenn kepptu, þeir Dre-
ev og Bóris Gelfendt. Þeir urðu
reyndar jafnir að vinningum, en
Dreev sigraði á stigum. 7 alþjóð-
legir meistarar vora í hópi kepp-
enda.
Þröstur sagði að ef til vill hafi
það valdið nokkru um frammi-
stöðu sína að hann kenndi lasleika
í mótslok, „þótt það sé auðvitað
engin afsökun." Hann segist hafa
tapað 25 ELO stigum á þessu móti.
_^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
Þorrinn nálgast!
Eigum til ílát undir „súrmatinn", bæði
stampa og kassa; löggilt undir matvæli.
Símar 35408 og 83033
GAMLIBÆRINN SELTJNES
Hverfisgata 4-62 Tjarnarstiguro.fi.
AUSTURBÆR
Stigahlíð 49-97
fttargmiMiiMfe