Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 Upplýsing-ar um afkomu SH komu fram á árlegum verkstjórafundi á Hótel Loftleiðum í gær. Aukning í framleiðslu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihús- anna en samdráttur í sölu 1988 eitt erfiðasta rekstrarár sjávarútvegs í þijá áratugi Á árinu 1988 dróst sala Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á sjávar- afurðum saman um 14% miðað við 1987, en heildarsalan fór úr um 92 þús. tonnum í um 79 þús., þ.e. dróst saman um tæplega 13 þús. tonn. Framleiðsla frystihúsa SH var aftur á móti svipuð á sl. ári, eins og hún var árið 1987 eða tæplega 90 þús. tonn af Sski. Mestur samdráttur varð í sölu loðnu og loðnuafurða til Japans á nýliðnu ári, en hefði hann ekki komið til, hefði raunminnkun orðið aðeins 3.900 tonn eða 5% á milli ára, en það hefði þýtt að 1988 hefði orðið sjötta stærsta ár SH í magnútflutningi. I frétt frá SH um afkomuna segir: SI. ár hefur, vægt til orða tekið, reynst SH og í raun öllum íslenskum sjávarútvegi afar erfitt og óhag- stætt á flestum sviðum rekstursins. í fyrsta lagi má minna á óraun- hæfa gengisskráningu og gengis- þróun. Verðlækkanir áttu sér stað á nær öllum mörkuðum SH í mynt viðkomandi landa, sem bættist ofan á samdrátt í sölu þrátt fyrir nær óbreytta framleiðslu milli ára. Á sl. ári varð aukning í fram- leiðslu á öllum botnfisktegundum, sem nam frá 3% upp í 30% eftir einstökum tegundum. Síldarfram- leiðslan hjá SH-húsum nær tvöfald- aðist milli 1987 og 1988. Hins veg- ar munar mestu um samdrátt í loðnuafurðum vegna verkfalla og erfiðrar vertíðar sl. vetur. ÚTFLUTNINGUR SH 1988 - SKIPT Á FISKTEGUNDIR (í tonnum) Fisktegund 1987 Þorskur 29.200 Ýsa 2.900 Ufsi 12.600 Karfí 13.000 Grálúða 10.700 Sfld 5.200 Skelfískur 3.000 Loðnuafurðir 11.100 Aðrar tegundir 4.100 Alls 91.900 52% heildarsala til Bandaríkjanna og Asíu Sala til Bandaríkjanna er hlut- fallslega lægri nú en nokkru sinni 1988 Breyting 1988 + (-) Hlutfall 28.100 (1,1) 35,5% 3.500 0,5 4,4% 10.900 (1,6) 13,8% 12.800 (0,3) 16,2% 10.000 (0,7) 12,6% 5.700 (0,5) 7,2% 2.700 (0,3) 3,4% 2.400 (8,8) 3,0% 3.100 (1,0) 3,9% 79.200 (12,7) 100,0% fyrr, þ.e. 30% í magni og rúmlega 40% í verðmætum. Bandaríkin og Asíulönd eru með yfir 52% heildar- sölu SH þrátt fyrir hlutfallslega mestan samdrátt ’88. Hér munar mest um hve lítið var framleitt af hefðbundnum Ameríkupakkningum í u.fsa, karfa og grálúðu. Sala og framleiðsla á þessum þremur teg- undum dróst saman um rétt rúm 6.000 tonn á sl. ári í Bandaríkjun- um, en heildarminnkun nam rúmum 7.000 tonnum. Sala Coldwater á Bandaríkjamarkaði varð samt meiri en þetta 1988 vegna eigin birgða fyrirtækisins í upphafi þess árs. Hins vegar varð samsvarandi aukn- ing á karfa og grálúðu til Asíulanda. Verðmæti einstakra markaða Af helstu mörkuðum Sölumið- stöðvarinnar eru Bandaríkin verð- mætust, þ.e. að heildarverðmæti sölunnar þangað nemur 41,5% af heildarútflutningi. í öðru sæti er Japan og önnur Asíulönd með 16,7% og Bretlandseyjar 14,4%. í fjórða sæti er Frakkland með 8,3% verðmæta heildarútflutnings í tonn- um, en þar á eftir kemur V-Þýska- land með 6,9% og loks Sovétríkin með 6,2%. Onnur markaðssvæði og lönd eru með mun minna magn og verðmæti. Verðmætishlutdeild sölufyrirtækja SH Sölumiðstöðin starfrækir fjögur sölufyrirtæki erlendis, þ.e. í Banda- ríkjunum, Bretlandi, V-Þýskalandi og Frakklandi. Söluskrifstofumar eru í raun í innbyrðis samkeppni, sem tryggir stöðugt aðhald sölu- kerfisins. Á sl. ári vom seldar sjáv- arafurðir til Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum fyrir um 4.000 milljónir króna í sölu eða 41,5% af heildarsölu. Þar á eftir kemur Icelandic Freezing Plants Ltd. í Bretlandi með um 1.400 millj. kr. fyrir sölu ársins, í þriðja sæti er söluskrifstofa SH f Ham- borg með 1.000 millj. kr. og sölu- skrifstofan í Boulogne í Frakklandi með tæplega 900 millj. kr. Söluverðmæti seldra sjávaraf- urða til Asíu námu á sl. ári 1.600 millj. kr. og til Sovétríkjanna rétt um 800 millj. kr., en sala til þess- ara markaða fer enn fram í Reykjavík. Fjögur þúsund tonna söluaukning í Asíu á karfa, grálúðu og sfld undirstrikar mikilvægi þessa nýja markaðssvæðis og rennir enn frekari stoðum undir aukna sölu- mennsku í þeim heimshluta. í tilefni sjónvarpsfréttar Athugasemd frá Sigurði Markússyni framkvæmdastj óra Sjávarafiirðadeildar SÍS Útfluttar botnfiskafurðir landfryst + sjófryst sambandið Sjavaraftirtadelld 5.6 Samanburöur á Fob-veröi (SlS/allir aftrir) Prósentur sýna mismun okkur i hag. 1984 1985 1986 m 1987 íii 8 m/87 . Allar teg. botnfiskafuróa í sjónvarpsfréttum að kvöldi fimmtudags 5. janúar, þar sem sagt var frá blaðamannafundi Steingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra, komu m.a. þessar full- yrðingar fram, sumpart hjá ráð- herranum, sumpart í túlkun frétta- manna: 1. Að Sjávarafurðadeildin væri með lægri söluverð en aðrir útflytj- endur. 2. Að lægri söluverð Sjávarafurða- deildar stöfuðu m.a. af því deildin seldi hlutfallslega meira til Banda- ríkjanna en SH. 3. Að afkoma Sambandsfrystihús- anna væri mun verri en afkoma Sölumiðstöðvarhúsa í því 29 húsa úrtaki, sem hópur löggiltra endur- skoðenda gerði upp m.v. fyrstu þrjá íjórðunga ársins. Um þessar fullyrðingar má segja að ein er röng, cínnur hæpin og sú þriðja blendin. Ég mun þá víkja að hverri fyrir sig. Söluverðin Botnfiskafurðir taka til um 85 af hundraði af verslun landsmanna með frystar sjávarafurðir. Meðal- verð Sjávarafurðadeildar fyrir frystar botnfískafurðir hefur um margra ára skeið verið nokkru hærra en meðalverð allra annarra útflytjenda. Frá 1984 hefur þessi munur, framleiðendum okkar í hag, verið sem hér segir: „Um raunhæfan rekstr- arsamanburð á milli sölusamtakanna tvcggja verður naum- ast að ræða fyrr en tek- in verða til skoðunar öll frystihús hjá hvor- um aðila fyrir sig.“ Árið 1984 5,6% Árið 1985 11,8% Árið 1986 6,0% Árið 1987 8,2% 8 mán. 1987 9,9% 8 mán. 1988 6,6% Þessir útreikningar eru byggðir á opinberum verslunarskýrslum um útflutning landsmanna til allra markaða. Sjálfur hef ég aldrei gert mér far um að halda þessum mis- mun á loft; hann stafar að hluta af mismunandi tegundasamsetn- ingu, að hluta af mismunandi skipt- ingu á milli verðrninni og verðmeiri pakkninga, en naumast nokkru sinni af því að sölusamtökin séu að selja sams konar pakkningar á sitt hvoru verðinu. Ég þakka fyrir í hljóði meðan opinberar skýrslur sýna að þessi mismunur er okkar framleiðendum í hag. Hins vegar get ég ekki setið hjá þegjandi, þeg- ar ranghverfu sannleikans er haldið að landsmönnum. Ameríkusalan Það er út af fyrir sig ekki óeðli- legt, að menn haldi því fram, að Sjávarafurðadeild selji hlutfallslega meira til Bandaríkjanna en SH. Þannig var þetta t.d. árin 1985, 1986 og 1987. Á því tímabili, sem hér er til umræðu, þ.e. fyrstu þrem fjórðungum ársins 1988, mun SH hafa selt nokkru meira hlutfallslega til Bandaríkjanna en Sjávarafurða- deild. í tölum sem SH gaf út opin- berlega eftir fyrstu sex mánuði árs- ins kom td. fram, að 27% af heildar- útflutningi miðað við magn hefði farið til Bandaríkjanna; tilsvarandi hlutfall hjá Sjávarafurðadeild, fyrir sama tímabil, var 25%. Magntölur sem ég hef fyrir framan mig fyrir fyrstu átta mánuði ársins gefa til kynna, að þessi munur hafi aukist lítillega og ég á ekki von á að neitt hafi gerst í september, sem breytt gæti þessari mynd. Ljóst er að hlut- fallslega minni sölu okkar til Bandaríkjanna má rekja til aðgerða Greenpeace, en svo sem kunnugt er af fréttum hafa aðgerðir þeirra þar í landi beinst sérstaklega að Iceland Seafood Corporation, sölu- fyrirtæki okkar vestra. Afkoma Sambandsfrystihúsanna Út af fyrir sig mun það rétt, að skoðun nokkurra löggiltra endur- skoðenda á afkomu 29 frystihúsa sýni verri stöðu hjá Sambands- frystihúsum en SH-húsum. Ef ég kann að tíunda þessar tölur rétt, þá voru í úrtakinu 11 Sambands- frystihús (af um 35) en 18 SH-hús (af um 60). Kunnugir halda því fram, að í úrtaki Sambandsins hafí verið nær öll hin erfíðustu rekstrar- dæmi þar á bæ og hafi þau raunar verið í meirihluta í úrtakinu; SH- fyrirtækin hafi hins vegar verið valin þannig, að tiltölulega mörg af þeirra húsum með erfiða rekstr- arstöðu hafi verið utan úrtaksins. Nú verð ég að taka fram, að það hvarflar ekki að mér að hér hafí verið gerð vísvitandi tilraun til þess að halla málum, öðrum hvorum aðilanum í hag eða óhag. Ég er þess fullviss, að val fyrirtækjanna réðst einfaldlega af því, hvaða upp- gjör voru tiltæk á þeim tíma, er athugunin fór fram. Ekki varð það Sambandsmönnum til framdráttar í samanburðinum, að eitt af þeirra bestu húsum var í útreikningum þessum talið með SH-húsum. Er það raunar eitt af þeim 18 „SH- húsum“, sem rætt er um hér að framan. Um raunhæfan rekstrar- samanburð á milli sölusamtakanna tveggja verður naumast að ræða fyrr en tekin verða til skoðunar öll frystihús hjá hvorum aðila fyrir sig; teljist það ekki framkvæmanlegt verður a.m.k. að gæta þess að hvort úrtak fyrir sig sé valið eftir hlið- stæðum reglum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.