Morgunblaðið - 25.01.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.01.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 Viðræður Borgaraflokks og ríkisstjórnar: Vinnuhópar um einstök atriði Tvær vikur til stefnu, segir Júlíus Sólnes FULLTRÚAR Borgaraflokksins og stjómarflokkanna funduðu í gær um hugsanlega aðild Borgaraflokksins að ríkisstjóminni. Þar var ákveðið að setja á laggirnar vinnuhópa til að ræða um einstök atriði í kröfum Borgaraflokksins. Júlíus Sólnes, formaður Borgaraflokks- ins, segist enn telja um helmings líkur á að flokkurinn gangi inn I stjórnina, en tíminn, sem menn hafí til að ákveða sig, takmarkist við þessa og næstu viku. „Það var farið ýtarlega yfír út- reikninga Þjóðhagsstofnunar og hagdeildar flármálaráðuneytisins á tillögum okkar og þær ræddar fram og aftur," sagði Júlíus. „Við vörp- uðum fram ýmsum tillögum sem hugmyndum án þess að standa mjög stíft á þeim. Sumar eru þess eðlis að þar er horft til framtíðar, en á öðrum málum viljum við að verði tekið strax," sagði hann og nefndi sérstaklega afnám sölu- skatts á matvæli. í dag munu þeir hittast, Júlíus og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra til þess að skipu- leggja starf vinnuhópanna. „Við leggjum allt kapp á að fá botninn í þetta, við höfum þessa og næstu viku til þess að leiða viðræðumar til lykta að mínu mati.“ „Árangurinn af þessum fundi var nokkuð góður," sagði Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra. Hann sagðist telja að stjómarflokkamir og Borgara- flokkur hefðu tvímælalaust nálg- ast. Steingrímur sagði að umræður um efnahagsmál í ríkisstjóminni tækju enn sem komið væri ekki mið af viðræðunum við Borgara- flokk. „Ef þetta fer eitthvað að nálgast, verður það auðvitað rætt við Borgarflokk sérstaklega," sagði Steinrímur. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimiid: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 25. JANÚAR YFIRLIT í GÆR: Hægfara lægð 6 Grænlandshafi, en efnileg lægð suðvestur í hafi ó ieið norðaustur, verður hún sennilega milli ls- lands og Færeyja á Föstudag. SPÁ: Sunnan 4-6 vindstig og slydduél ó Suður- og Vesturlandi. Þurrt ó Noröur- og Norðausturlandi. Hiti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg ótt og hiti nálægt frostmarki. Úrkomulítið á Austfjörðum og Suðausturlandi, en víða ól annars staðar HORFUR A FÖSTUDAG: Norðaustanátt og hiti um eöa rótt undir frostmarki. Snjókoma eða slydda um norðan- og austanvert landið, en sennifega þurrt á Suðvesturiandi. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir V Él = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Akureyrl Reykjavlk hltl +2 2 vaóur snjóól skúr Bargen 8 súld Helsfnkl +1 skýjaó Keupmannsh. 7 þokumóða Narsserssuaq +12 snjókoma Nuuk +1« helðskfrt Osló 0 þoka 8tokkhólmur Þórshöfn 6 akýjað rignlng Algarve 14 lóttskýjað Amsterdam 0 þoka Barcelona 12 mlstur Berlln 4 mlstur Chlcago 2 þokumóða Faneyjar 8 helðskfrt Frankfurt 0 þokumóða Qiasgow 10 skýjað Hamborg 6 þokumóða Las Palmaa 21 helðskfrt London 7 skýjað Loa Angeles 8 helðskfrt Lúxemborg +1 skýjað Madrid 8 léttskljaS Malaga 14 skýjað Mallorca 16 téttskýjað Montreal 4« skýjað New Vork 0 Mttskýjað Ortando 11 skýjað París 0 alskýjað Róm 13 helðskírt San Oiego 12 *ký|«* Vfn 4 mlstur Washlngton 0 mlstur Winnlpeg +24 heiðskfrt Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tafír í innanlandsfíugi Miklar tafír hafa verið í innanlandsflugi Flugleiða frá þvi á sunnu- dag og í gærmorgun biðu um 1.600 farþegar eftir flugi. Um hádegið höfðu flestir komist leiðar sinnar en aflýsa varð flugi til ísaQarðar, þar sem flugvellinum var lokað vegna veðurs. Lánskjaravísitalan verður samningsatriði - segir Björn Grétar Sveinsson „Ég lft þannig á, að fyrst rfkisstjórain er nú farin að hringla f láns- kjaravísitölunni, hljóti hún að vera samningsatriði f næstu samningum. Nú er búið að opna allar þessar reglur og nú hlýtur verkalýðshreyfing- in f framtfðinni að reyna að hafa í samningum áhrif á hvernig þau mál þróast," sagði Björa Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélags- ins Jökuls á Höfn f Horaafirði spurður álits á breytingum á grund- velli lánskjaravísitölunnar. „Fyrir mér er lánskjaravísitalan ekki heilög. Helst hefði ég viljað sjá hana fara til íjandans og það væru ákvarðaðir naftivextir af Alþingi og ríkisstjóm. Þetta heitir miðstýring á íslensku," sagði Bjöm Grétar enn- fremur. Hann sagðist telja það sjálf- sagt að verkalýðshreyfíngin tæki þetta efnisatriði til athugunar í samningum, sem og önnur. Eins og allir vissu reyndi verkalýðshreyfíngin að hafa áhrif á aðgerðir ríkisvaldsins í ýmsum efnum og þetta væri bara hluti af því. „Nei, ég tel að þama sé komin flötur sem auðveldi samninga. Þama emm við komnir með verslunar- vöm,“ sagði hann aðspurður. „Þessi breyting nú, eins og hún er gerð, kemur sér ágætlega fyrir skuldara, sem em nú því miður flestir félagar í verkalýðshreyfingunni. Við hljótum að reyna að hafa áhrif á það, ef við náum fram einhverri kaupmáttar- aukningu, að það rústi ekki fólk hvað snertir skuldabyrði. Mér þykir menn gera dálítið mikið úr því að þetta komi til með að torvelda kjarasamn- inga, vegna þess að þeir sem hafa verið við gerð þeirra, hafa verið með þennan söng í eyrunum, eins og láns- kjaravísitalan var. Það sé verið að semja þannig að skuldir hækki og svo framvegis. Þetta er ekki nýr söngur, plötunni var bara snúið við.“ Tilræði við launþega - segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR „Þessi ákvörðun ríkisstjóraarinnar er auðvitað mjög alvarleg fyrir launamenn í landinu og þá alveg sérstaklega fyrir þá sem era á um- sömdum launatöxtum á bilinu 33-50 þúsund krónur. Allar hækkanir á töxtum eins og þessum munu hafa bein áhrif á skuldir til hækkunar," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reylq'avíkur. „Það er augljóst að með þessu er verið að fæla launþega frá því að leita eftir leiðréttingu á launatöxtum sfnum. Þetta kemur til viðbótar því að ríkisvaldið hefur gengið lengra en nokkum óraði fyrir í að skerða kaupmátt launa og einnig með meiri skattaálögum en áður hafa þekkst. Það er fráleitt að stilla dæminu þann- ig upp að fái fólk leiðréttingu á laun- um sínum, hækki allar skuldir í landinu. Ég vek sérstaka athygli á því að þetta gerir ríkissfjómin rétt um það bil sem launasamningar verða lausir og heimilt verður að semja um nýja launataxta þegar lög- in falla úr gildi. Þetta er eitt tilræð- ið enn við kjör launþega í landinu," sagði Magnús. Hann sagði að það væri augljóst að með þessu væri einnig verið að reyna að blekkja varðandi verðbólg- una í landinu, því hún reiknaðist minni samkvæmt nýju vísitölunni, en þeirri aðferð sem farið hefði verið eftir fram að þessu. Hann sagðist gera ráð fyrir að þetta ætti eftir að vekja hörð við- brögð verkalýðshreyfíngarinnar, því þessi ákvörðun væri mjög alvarleg aðför að henni. „Verkalýðshreyfíngin hlýtur að verða að skoða það vel hvemig hún geti hmndið þessari ákvörðun," sagði Magnús. Margar hliðar á málinu - segir Petur Signrðsson, forseti ASV „Mér sýnist í þessu máli eins og öllum öðrum að það eru tvær, þijár eða Qórar hliðar, eftir því hvaðan menn líta til þess. Ég veit ekki hveijum á að trúa og hveijum ekki,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands VestQaröa, aðspurður um breytingar á grundvelli lánslgaravfsitölunnar. Hann sagði að ykist öll launa- fúlgan í landinu án þess að þjóðar- tekjumar ylcjust, þýddi það bara verðbóigu. Vandi verkalýðshreyfing- arinnar væri sá að ef menn vildu halda þessu jafnvægisástandi í þjóð- félaginu sem nú ríkti að því er virt- ist, þýddi það að ekki væri hægt að hækka heildarlaunasummuna mikið, heldur þyrfti að jafna út tekjum, því stórir hópar væm með of lágar tekj- ur miðað við það sem gæti talist eðlilegt. Pétur sagði að sér fyndist verka- lýðshreyfingin hafa í raun og vem markað þá stefnu á síðasta ári að tilraun yrði gerð til þess að ná tökum á verðbólgunni. Það hefði tekist að verulegu leyti, að hans mati, en hitt væri annað mál að uppgjör milli hinna ýmsu þjóðfélagsaðilja hefði ekki farið fram. „Þetta uppgjör sem á eftir að eiga sér stað er stóra málið. Það hefði átt að gerast í fram- haldi af samningunum á síðasta ári, en átti sér aldrei stað,“ sagði Pétur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.