Morgunblaðið - 25.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 Þú skalt ekki örvænta þó kominn sé vetur aiLiLtiatBsaa Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 BMberar oskast Símar 35408 og 83033 GAMLI BÆRINN Hverfisgata4-62 AUSTURBÆR Stigahlíð 49-97 Drekavogur Efstasund 2-59 Heiðargerði Framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála EB: Steftit er að betra jaftivægi í fiskviðskiptum við önnur ríki Brussel. Reuter. ÞEIR, sem rændu Paul Vanden Boeynants, fyrrum forsætisráð- herra Belgíu, sendu nafnskír- teini hans í gær til dagblaðs í Brussel ásamt bréfi frá honum sjálfum. Þar biður hann um, að verulegri Qárhæð sé skipt milli fátækra. í öðru bréfi kváðust mannræningjarnir mundu sleppa honum yrðu þeim greiddar 750.000 dollara, rúm- lega 37 milljónir isl. kr. Pólland: Högg karate- manns talið hafa banað prestinum Var yfirlýstur fylg- ismaður Samstöðu Varsjá. Reuter. PÓLSKI presturinn Stefan Nied- zelak, sem var yfirlýstur stuðn- ingsmaður stjórnarandstöðuafl- anna í Póllandi, fannst myrtur á heimili sinu siðastliðinn mánu- dag. Líkkrufiiing leiddi i Jjós að Niedzelak hafði hryggbrotnað og að sögn talsmanns pólsku kirkjunnar bendir flest til þess að presturinn hafi hlotið ban- vænt högg karatemanns. Zdzislaw Krol, talsmaður erki- biskupsdæmisins í Varsjá, sagði að Niedzelak hefði, dáið af völdum höggs sem skaðaði mænu hans. Hann sagði jafnframt að presturinn hefði sætt barsmíðum og að hann hefði nefbrotnað auk þess sem negl- ur af fingrum hægri handar hans hefðu verið rifnar af. Morðið á Niedzelak, sem var fylgismaður Samstöðu, hinna bönn- uðu verkalýðssamtaka í Póllandi, oili nokkrum ugg á meðal stjómar- andstæðinga en á döfinni em ein- mitt sáttaviðræður milli stjómvalda og Samstöðu. Krol sagði að silfurbúnaði hefði verið stolið af heimili Niedzelak þar sem lík hans fannst en ekki var hróflað við öðrum verðmætum né heldur pólskum, bandariskum og frönskum peningum. Kroi sagði í pólska ríkissjón- varpinu á mánudagskvöld að hann vonaðist til að lögreglan myndi hafa uppi á ódæðismanninum. „Ég vil trúa því, eins og svo margir aðrir, að rannsókn málsins fari heið- arlega fram og að sannleikurinn verði dreginn fram í sviðsljósið," sagði Krol. Bréfin og nafnskírteinið voru send á rit- stjómarskrifstof- ur blaðsins Le Soir og segjast samtök, sem kall- ast Sósíalíska byltingarsveitin, bera ábyrgð á mannráninu. Segjast þau munu sleppa honum verði lausnargjaldið greitt og 25 milljónum ísl. kr. að auki varið til hjálpar við fátækt fólk. Segist lögreglan nú vera viss um, að samtökin, sem eru áður ókunn, hafí Vanden Boeynants á valdi sínu enda ber fjölskylda hans, að rithönd hans sé á bréfínu. Paul Vanden Boeynants var forsætisráðherra á árunum 1966-68 og aftur 1978-79. Þá hrökklaðist hann frá við lítinn orðstír og var dæmdur fyrir stór- kostleg skattsvik og falsanir. Þeg- ar honum var rænt var mái í gangi gegn honum fyrir að hafa þegið mútur, er hann var vamarmála- ráðherra eftir 1970. kr. Meðal þeirra leiða sem bent hefur verið á til að jafna þennan mikla mun er að krefjast aðgangs að fískimiðum þeirra landa sem selja físk til EB-landa í staðinn fyr- ir markaðshlutdeildina. Spánveijar em mesta fískveiðiþjóðin innan EB. Minnkar það ekki líkur á, að Marin haldi fram hagsmunum útgerðar- manna. Marin sagði að bæta yrði mark- aðsstjóm innan EB til að tryggja sjómönnum mannsæmandi laun. Nýta yrði þann afla sem bandalag- ið kaupir á fískmörkuðum í stað þess að setja hann í úrgang. Á döfinni væru tillögur um EB-sjóð sem stæði undir kostnaði vegna sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Sérstökum eftirlits- manni á vegum framkvæmdastjóm- arinnar yrði falið að fylgjast með veiðum. EB legði áherslu á að virða friðunaraðgerðir á fjarlægum mið- um og vildi auka samvinnu við ríki utan bandalagsins í fískveiðum og vinnslu. Bnissel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara MorgnnblaðsinB. NÝR framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála innan Evrópubanda- lagsins, Manuel Marin frá Spáni, flutti stefiiuræðu sína í Evrópu- þinginu f síðustu viku. Lagði hann áherslu á, að tekið yrði að nýju upp náið samstarf við hagsmunaaðila f sjávarútvegi og reynt yrði að koma á betra jafhvægi í fiskviðskiptum við ríki utan bandalagsins. Leggja yrði áherslu á meiri gagnkvæmni, þegar rætt væri um aðgang að mörkuðum EB. Viðskiptahalli EB í sjávarafurð- um hefur vaxið hröðum skrefum síðustu ár. 1986 var hallinn 3 millj- arðar ECU eða 168 milljarðar ísl. Mannránið í Belgiu: Nafiiskírteini o g bréf frá Boeynants Reuter „Bijóstbirting“ á blaðamannafundi ítalski þingmaðurinn Ilona Staller (t.h.), öðru nafni Cicciolina, sem helst hefur getið sér orð fyrir að afhjúpa bijóst sín við ólfk- legustu tækifæri, efndi til blaðamannafundar í Róm f gær. Þar barmaði hún sér ásamt stöUu sinni Moönu Pozi klámmynda- stjörau yfir ritskoðun svonefiidra „fuUorðinskvikmynda" og þrýsti á um hömlulaust klám. Við og við beruðu konurnar stoltar barm sinn tíl þess að halda viðstöddum við efiiið. Bretland: Söngvar Satans í sjö- unda sætí á lísta yfir söluhæstu skáldsögur St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BÓK Salmans Rushdies, Satanic Verses, eða Söngvar Satans, er enn til sölu í bókaverslunum W. H. Smiths, nema í Bradford. Að- gerðir múhameðstrúarmanna, sem vifja banna bókina og hafa brennt hana opinberlega, hafa dregið athygli almennings að henni. DeUt er um aðgerðirnar bæði f blöðum og tímaritum. Það tiltæki múhameðstrúar- manna að brenna bók Rushdies í Bradford fyrir rúmri viku hefur haft þau áhrif ein að auka sölu bók- arinnar. Bóksalar segjast geta selt mun fleiri eintök, ef endurprentun bókarinnar væri lokið, en hún hefur nú þegar selst í 42.000 eintökum. Bókin var í sjöunda sæti á lista The Sunday Times yfír söluhæstu skáld- sögur síðastliðinn sunnudag. Salman Rushdie er fæddur í Bombay á Indlandi og hefur verið ákafur gagnrýnandi kynþáttahaturs í Bretlandi. Honum fínnst því heldur kaldhæðnislegt að vera hótað mál- sókn af samtökum um umburðar- lyndi í trúmálum — á grundvelli laga, sem ætlað er að koma í veg fyrir kynþáttahatur. Flestir þeirra tveggja milljóna múhameðstrúarmanna, sem búa á Bretlandseýjum, eru komnir frá Ind- landsskaga, sérstaklega Pakistan. Þar hefur múhameðstrú verið hóf- samlegri en í Miðausturlöndum, einkum vegna samneytis við önnur trúarbrögð eins og búddhatrú. Á síðustu árum hafa Saudi-Arabar og ýmsir aðrir fylgjendur múhameðs- trúar í Austurlöndum nær beint miklu fé til samtaka og stofnana múhameðstrúarmanna í Bretlandi. Þessi peningastraumur virðist hafa aukið hörku meðal talsmanna mú- hameðstrúarmanna í samræmi við siði og venjur gefendanna. Lögin um guðlast nái einnig' til múhameðstrúar Rushdie segir, að sárindi ýmissa múhameðstrúarmanna séu ekki á rökum reist. í fyrsta lagi hafi þeir ekki lesið bókina, eins og margir þeirra reyndar viðurkenna, auk þess sem múhameðstrúarmenn líti á spá- manninn sem mann, en ekki guðleg- an eins og kristnir menn líti á Krist. Það sé því engin ástæða fyrir þá að móðgast við frásagnir sínar af spámanninum, sem lýsi honum sem breyskum manni. Viðstaddir bókabrunann í Brad- ford voru tveir borgarstjómarmenn Verkamannaflokksins. Þeir ásamt tveimur þingmönnum flokksins hafa krafíst þess, að lögunum um guð- last verði breytt á þann veg, að þau nái líka til múhameðstrúar, en nú vemda þau einungis kristna trú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.