Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
21
Argentína:
Uppgjöf upp-
reisnarmanna
Buenos Aires. Reuter.
FJÓRTÁN uppreisnarmenn, sem
voru í hópi 50 félaga sinna sem
tóku bækistöðvar 3. herdeildar
argentínska hersins í La Tablada
herskildi á mánudagsmorgun,
gáfust upp fyrir stjórnarhernum
í gær, að sögn hinnar opinberu
Te/am-fréttastofu. Heimildir
innan ríkisstjórnarinnar herma
að 25 manns, þar á meðal 4 her-
menn, hafi týnt lífi i átökunum.
Uppreisnarmenn skutu að Raul
Alfonsin forseta landsins þegar
hann kom til La Tablada í gær-
morgun. Forsetinn var utan skotlín-
unnar og sakaði ekki. Skömmu
síðar handsömuðu hermenn þrjár
leyniskyttur uppreisnarmanna.
Herinn beitti skriðdrekum,
sprengjuvörpum og brynvörðum
bílum gegn uppreisnarmönnum sem
svöruðu með skothríð úr sjálfvirk-
um rifflum og handsprengjum á
mánudag.
Þegar uppreisnarmennimir létu
til skarar skríða dreifðu þeir flug-
ritum þar sem þeir kváðust tilheyra
hinum hægrisinnuðu samtökum
„Her nýju Argentínu". Ónafn-
greindur stjómmálamaður Róttæka
flokksins, sem er við völd í landinu,
sagði að uppreisnarmennimir til-
heyrðu Byltingarher alþýðunnar
(ERP), sem er vinstrisinnaður
skæruliðahópur sem lét mikið að
sér kveða á áttunda áratugnum.
Uppreisnarhópurinn braust inn í
herstöðina í La Tablada skömmu
eftir sólarupprás á mánudag. Þeir
óku niður aðalhliðið á stolnum vö-
rubíl og köstuðu handsprengjum að
Reuter
Lögreglumaður dregur burt lík
hermanns sem lést þegar til
harðra bardaga kom á milli upp-
reisnarmanna og hermanna þeg-
ar þeir fyrrnefiidu tóku herstöð
í La Tablada herskildi á mánu-
dag. Uppreisnarmennirnir segj-
ast tilheyra samtökum hægri
manna „Her nýju Argentínu“.
vistarverum hermanna sem voru í
fasta svefni.
Lögreglan umkringdi fljótlega
herstöðina og skömmu síðar barst
henni liðstyrkur frá hemum.
I < flugritum uppreisnarmanna
lýstu þeir því yfír að þeir berðust
gegn tilhneigingu til marxisma inn-
an ríkisstjómarinnar og létu jafn-
framt í ljós stuðningi sinn við leið-
toga þriggja uppreisna sem gerðar
hafa verið innan argentínska hers-
ins frá því í apríl 1987.
Bókamarkaðurinn, Þingholtsstræti 2
(við horn Bankastrætis) er opinn virka daga frá
kl. 9-18 og 10-16 laugardaga.
S&ssssssss11
(viðBankastræti)
HÓh XnUUi Wl R VÖIOJ-HELGAFELLS
OTRIMÆG
»IMHllthl\
Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á
bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að
Síðumúla 29 í Reykjavík.
Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum
verkum í bókasafn heimilisins, - bókum af öllum gerðum
við allra hæfi.
Bókamarkaður Vöku-Helgafelis stendur til 4. febrúar
næstkomandi, margar bókanna eru til í takmörkuðu
upplagi og því best að drífa sig sem fyrst!
1//Í að 90% afsláttur! Verð niður í 50 krónur!
Dæmi um nokkur sértilboð
á bókamarkaðnum: Venjulegt verð Tliboðs- verð Afsiáttur
Ljóðmæli SteingrímsThorsteinssonar . Hagleiksverk Hjálmars í Bólu . 1990,- 295,- 85%
eftir dr. Kristján Eldjárn Á matarslóðum - ferðahandbók . 1686,- 195,- 88%
eftir Sigmar B. Hauksson Drykkirvið allra hæfl . 795,- 195,- 75%
—vönduð litprentuð handbók Kver með útlendum kvæðum . 1880,- 795,- 58%
Jón Helgason þýddi Ástardraumarrætast . 987,- 95,- 90%
skáldsaga Georgette Heyer .. 1388,- 345,- 75%
HELGAFELL
Síðumúla 29 • Sími 688 300.
CS AUGiySINGAW0NUSTAN / SÍA