Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 35
seti Rótarýklúbbs Akraness 1958-
1959 og eftir að til Hafnarfjarðar
kom gerðist hann rótarýfélagi þar
og var forseti Rótarýklýbbs Hafnar-
fjarðar 1980-81.
Með Sverre er genginn góður
drengur. Hann var ekki einasta
afburða starfsmaður, nákvæmur,
samviskusamur og dyggur, heldur
var hann og góður félagi. Léttljmdi
hans og kímnigáfa skóp í kring um
hann andrúmsloft hlýju og gleði,
og nákvæmni hans og hleypidóma-
laus réttsýni aflaði honum tiltrúar
og virðingar. Hann lét ekki mikið
á sér bera, var á marga lund hóg-
vær og hlédrægur en fjölhæfur á
flestum framar og gagnmenntaður
á mörgum sviðum. Hann kom
manni oft á óvart í því hve víða
hann var heima og þekkingin og
dómgreindin traust. Skapferli hans
og viðmóti fylgdi hressandi blær
og hvetjandi og því var gott að eiga
hann að bróður og vini og sárt að
sjá honum á bak svo ungum og
reifum. Nanna tók einnig virkan
þátt í störfum Inner-Wheel á sinn
ljúfmannlega og elskulega máta.
Rótarýhreifingunni er því mikill og
sár missir að þeim hjónum og að
okkur vinum þeirra þungur harmur
kveðinn.
Um leið og við hugsum til þeirra
hjóna í djúpri þökk sendum við
aðstandendum og ástvinum þeirra
okkar dýpstu samúðarkveðjur og
biðjum þeim huggunar og blessunar
Guðs.
FJh. Rótarýklúbbs Hafharfjarðar
Sigurður Helgi Guðmundsson
Sunnudaginn 15. janúar bárust
okkur þau sársaukafullu tíðindi, að
vinir okkar, hjónin Sverre H. Val-
týsson og Nanna Sigurðardóttir,
hefðu látist af slysförum í Hvalfirð-
inum þá fyrr um daginn. Menn set-
ur hljóða við slíka þrumufrétt og
sársaukinn þiýstir bijóstið. Áður
ljúfar, en nú sárar minningar þyrl-
ast upp í hljóðan hugann, en skarð-
ið í vinagarðinn stendur autt.
Ég ætla ekki að rekja uppruna
Sverres eða þeirra hjóna, það munu
sjálfsagt aðrir gera, sem þekkja
betur til. Þó er mér Helgi Valtýsson
rithöfundur minnisstæður, þar sem
hann starfaði í amtsbókasafninu á
Akureyri á þeim tíma, sem ég var
í MA. Hann var hvers manns hug-
ljúfi, síkvikur, glaðvær og hjálp-
samur, fullur af áhuga við að leysa
þann vanda, sem maður bar undir
hann. Þessir eiginleikar endurspegl-
uðust svo sannarlega í Sverre þegar
ég kynntist honum síðar.
Sverre fæddist þann 18. apríl
1923 og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1942, þá rétt 19 ára gamall. Hann
hóf síðan lyfjanám í Lyfjafræðinga-
skóla íslands í Reykjavík og lauk
þaðan prófi haustið 1945. Þetta var
aðeins fyrri hluti fullkomins náms
í faginu, en síðari hlutann varð
hann að stunda erlendis, svo Sverre
sigldi til Kaupmannahafnar þá um
haustið. Hann stundaði þar nám í
2 ár, en því miður lauk hann þar
ekki prófi fyrir fjárskorts sakir. Það
varð honum til baga síðar. Hann
starfaði síðan sem lyfjafræðingur í
Ingólfsapóteki í Reykjavík í eitt ár,
en kom til vinnu í Ákraness apóteki
1948 og starfaði þar samfleytt til
ársins 1975.
Sverre var afar vinsæll í starfi,
hann var alltaf tilbúinn til hjálpar,
vildi hvers manns vanda leysa,
hvort sem var á nóttu eða degi.
Læknunum var hann alveg sérstak-
ur samstarfsmaður, og þá sjúkling-
unum um leið. Hann var jafnframt
laginn stjómandi og átti mikinn
þátt í góðum rekstri apóteksins og
þægilegum vinnubrögðum í þjón-
ustunni. Síðustu árin stjómaði hann
alfarið rekstrinum vegna heilsu-
brests apótekarans, þeirrar sæmd-
arkonu Fríðu Proppé. Þegar hún
dó var það allra manna ósk hér á
Akranesi, að hann mætti halda
áfram rekstri apóteksins, en þá kom
honum prófleysið í koll. Við fengum
góðan mann í staðinn, en góður
maður þykir aldrei nógu góður, ef
ágætur býðst.
Sverre starfaði síðan um tíma
við lyfjagerð hjá Pharmaco hf., en
frá 1977 við Hafnarfjarðar apótek
fil
^ORÍUNfiLkÐlÐ 3m1ðV&úÍ)A<ÍuR 25. j'aNUAR' 1989
35
Sverre var með eindæmum fjöl-
hæfur maður, vinsæll og félags-
lyndur. Hann hafði mikinn áhuga
á þjóðmálum og félagsmálum al-
mennt. Hann var í stjóm sjálfstæð-
isfélagsins um tíma, í fræðsluráði
Akraness, heilbrigðisnefnd og ýms-
um öðmm nefndum. í bæjarstjóm
sat hann fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1958-1962, en hafði ekki áhuga á
endurkjöri. Það gildir nefnilega
stundum, að það er annað að vera
áhugamaður í stjórnmálum, heldur
en að gerast hálfgerður eða algjör
atvinnumaður í faginu. Það er varla
á mínu færi að telja upp öll þau
félög, sem Sverre starfaði í af
áhuga og ötulleik. Hann var ekki
bara formaður í nokkur ár í Stúd-
entafélagi Akraness og Stúdentafé-
iagi Mið-Vesturlands, heldur var
hann megin driffjöðrin í þeim félög-
um öll árin, sem þau störfuðu.
Hann var áhugasamur tónlistar-
maður og góður söngmaður, í stjóm
Karlakórsins Svana og einn af
stofnendum Tónlistarfélags Akra-
ness. Hann var ötull félagi í Rotary-
klúbbi Akraness og að sjálfsögðu
forseti hans um tíma.
Hann var einn af stofnendum
Golfklúbbsins Leynis og í stjóm
hans í mörg ár. Áhugamenn um
ljósmyndun stofnuðu klúbb, sem
starfaði í allmörg ár, og þar átti
hann dtjúgan þátt að máli, og einn-
ig rak hann um tíma, ásamt fleir-
um, fjölritunarstofu í tómstundum.
Það er óvinnandi í stuttri grein að
telja upp öll hin fjölbreytilegu störf
þessa íjölhæfa listamanns.
Listin að lifa lifandi er marg-
slungin, en fegurst er hún í hugsun
og gerðum góðs manns. Minningin
um vináttu og elskulegheit mlns
horfna nágranna og félaga mun
aldrei fymast, og þakklætið til hjón-
anna beggja.
Mér er bæði ljúft og skylt, þótt
erfítt sé, að minnast vinkonu
minnar og grannkonu um margra
ára skeið.
Dúa, eins og hún var alltaf köll-
uð, var elst af sjö bömum hjónanna
Jonínu H. Eggertsdóttur og Sigurð-
ar Vigfússonar. Hún var foreldmm
sínum stoð og stytta frá fyrstu tíð
og mikil hjálparhella á heimilinu,
bömin mörg og í nógu að snúast.
Jonína var mikil húsmóðir og Dúa
lærði margt og mikið af henni í
skóla lífsins, sem er öllum skólum
æðri.
Dúa stundaði nám I Verslunar-
skólanum og var afgreiðslu- og
aðstoðarstúlka föður síns í verslun,
sem hann rak um margra ára skeið
við Skólabrautina. Henni líkuðu
verslunarstörfin vel, enda átti hún
einstaklega auðvelt með að um-
gangast fólk, hún var hlý, glettin
og mannglögg, og hafði einlægan
áhuga á líðan og kjöram samborg-
ara sinna.
Dúa giftist 5. maí 1951 Sverre
Valtýssyni, lyfjafræðingi í apótek-
inu, og eftir það var líf þeirra svo
samtvinnað, að alltaf var talað um
þau saman, ef á þau var minnst.
Þau keyptu húsið Stillholt 10 á
haustdögum 1961, en þá höfðum
við búið í Stillholti 8 í eitt ár.
Þegar þau stóðu í þessum flutn-
ingum var fæðing Auðar Eddu,
yngsta bamsins þeirra, alveg á
næsta leiti og Dúa bæði sárlasin
og þreytt, en alltaf var góða skapið
samt við sig og stutt í kímnina og
hláturinn.
Þá áttu þau fyrir synina tvo,
Helga Valtý og Sigurð Svein, fædda
1952 og 1955. Elstu og yngstu
bömin okkar voru alveg jafngömul
og dætumar fæddar með römlega
mánaðar millibili. Bömin ólust upp
saman svo að segja?J3tillholt 10 var
eins og þeirra annað neimili, þangað
til við fluttum til Garðabæjar um
tíma vorið 1969.
Það er einkennilegt að hugsa til
þess núna, en þó alveg dagsatt, að
ég man aldrei til þess, að okkur
Dúu hafí orðið sundurorða, eins og
samgangurinn var þó náinn, og
aldrei minntust krakkamir á, að
Dúa eða Sverre hefðu sagt styggð-
aryrði við þau, þó að sjálfsagt hafi
þau stundum unnið til þess. Bömin
okkar fjögur senda þakkar- og sam-
úðarkveðjur til systkinanna. Dúa
hafði einstakt lag á að gera heimil-
islegt og hlýlegt í kringum sig.
Heimilið var oriðaRtaður. kastali
þangað sem gott var að leita, ef
eitthvað amaði að eða ástæða til
að gleðjast. Þangað leitaði ég oft
°g það gerðu einnig fjölmargir vin-
ir og vandamenn.
Heimilið var eiginmanni og böm-
um hvíldarstaður í lífsins ólgusjó.
Ég kveð vini mína, Dúu og Sverre,
með djúpum söknuði og þökk fyrir
allt. Drottinn minn gefí dauðum ró,
en hinum líkn er lifa.
Sigríður Árnadóttir og
Bragi Níelsson
„Tryggðin er brú frá þessum
heimi til annars."
Sunnudagurinn 15. janúar 1989
var framan af eins og hver annar
dimmur vetrardagur í tíð umhleyp-
inga. Síðdegis varð þessi dagur tákn
sorgar og myrkurs er okkur vinum
og samstarfsmönnum Sverre H.
Valtýssonar og Nönnu Sigurðar-
dóttur barst helfregnin. Þau létust
af slysföram í hinni síðustu af ótal
ferðum upp á Skaga, og vora á leið
í afmælisveislu eins af kærum
bamabömum sínum.
Þau hjónin fóru saman í hinstu
för. Enginn átti von á því, og ef
einhveija skfmu má greina í hinni
þungbæru sorg ættingja og vina,
má segja að svo samhent og yndis-
legt fólk sem þau vora hafí þau
þrátt fyrir allt þegið að verða sam-
ferða.
Sverre fæddist í Reykjavík 18.
aprfl 1923, sonur þeirra Helga Val-
týssonar kennara og rithöfundar
og Severine Sörheim sem var norsk
að ættum frá Sunnmæri.
Nanna, sem af ættingjum og vin-
um var ávallt kölluð Dúa, fæddist
24. október 1922, dóttir Sigurðar
Vigfússonar kaupmanns á Ákranesi
og Jónínu Eggertsdóttur.
Þau Sverre og Dúa gengu í
hjónaband 5. maí 1951 og varð
þeim þriggja bama auðið. Helgi
Valtýr er kvæntur Vilborgu Teits-
dóttur og eiga þau 2 böm. Sigurður
Sveinn er kvæntur Steinunni Ólafs-
dóttur og eiga þau 2 syni, og Auð-
ur Edda er yngst þeirra systkina.
Sverre varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1942 og hóf
þá um haustið nám í lyfjafræði og
lauk prófi aðstoðarlyijafræðings
árið 1945. Hann hélt til frekara
náms í Kaupmannahöfn en hvarf
frá því árið 1974 og starfaði þá um
tfma í Ingólfs Apópteki. ,
Árið 1948 steig Sverre gæfuspor
er hann réðst til starfa í Akranes
Apóteki sem yfírlyfjafræðingur og
hægri hönd Fríðu heitinnar Proppé
apótekara. Hann starfaði þar óslitið
til ársins 1975 er Fríða lést. Fríða
lét gjaman ómælt í ljós þakklæti
og virðingu við störf Sverres.
Sverre starfaði síðan um skeið í
Pharmaco hf. 1976-77 og réðst svo
til starfa sem yfirlyfjafræðingur hjá
dr. Sverri Magnússyni í Hafnar-
fjarðar Apóteki í júní 1977 og starf-
aði þar til dauðadags. Við sam-
starfsmenn hans í Hafnarfjarðar
Apóteki trúum að það hafi verið
Sverre og Dúu mikil gæfa að flytj-
ast til Hafnarfjarðar. Skaginn var
þeim að vísu ávallt ofarlega í huga,
en þau sýndu það oft og létu beinlín-
is í ljós að þeim liði vel í Firðinum.
Svo blíðlynd og glöð sem þau vora,
gekk þeim reyndar afar vel að ná
fótfestu og sterkum vinartengslum
við Hafnfirðinga.
Sum okkar samstarfsmanna
Sverres þekktum hann nokkuð áður
en samstarfið varð náið og frá
fyrstu dögum náins samstarfs var
ljóst að í okkar raðir væri kominn
maður prýddur óvenju miklum
mannkostum. Trúmennska, sam-
viskusemi og lífsgleði vora hans
fremstu af góðum eiginleikum, og
Dúa reyndist sömu kostum piýdd.
Hún var stoð og stytta Sverre og
reyndist okkur samstarfsmönnum
ljúfur og góður félagi.
Ljóst er af samvinnu okkar við
Sverre að hann naut mjög starfs
síns og leið honum því vel á vinnu-
stað. Hrein unun var að starfa með
honum, því hann miðlaði ríkulega
af sínum góðu kostum og kunnáttu.
Þegar apótekaraskipti urðu um ára-
mótin 1984-85 hafði hann forgöngu
um að bjóða hinn nýja apótekara
velkominn og gerði honum ljóst að
hann væri kominn inn í samhentan
hón ncr f>r rnnnor ri-fl V>'i-Ti A
að við séum sem fjölskylda sem
stendur saman í blíðu og stríðu.
Sverre var mjög félagslyndur og
lá ekki á liði sínu er til hans var
leitað. Hann á góðan feril í bæjar-
málum á Akranesi, í Rotary-hreyf-
ingunni og Lyfjafræðingafélagi ís-
lands og víðar. Á hátíðarstundum
í apótekinu hélt hann marga góða
hugvekjuna, nú síðast á 70 ára af-
mæli Hafnarfjarðar Apóteks í apríl
sl.
Við starfssystkini Sverre þökkum
honum og Dúu góða samfylgd og
á þessari sorgarstundu dvelur hug-
ur okkar hjá bömum, tengdaböm-
um og bamabömum. Við biðjum
þeim blessunar og styrks í harmi.
Við geymum fagrar minningar um
þau Sverre og Dúu og þær munu
veita okkur gleði þegar ský sorgar
tekur að draga frá.
Starfsfólk r
HafnarQarðar Apóteks
Á útfarardegi þeirra Nönnu Sig-
urðardóttur og Sverre Valtýssonar
fínnur undirritaður mikla þörf fyrir
að koma á framfæri nokkram minn-
ingarbrotum og þakklæti. Það er
að vísu alltaf erfitt að munda penn-
ann, til þess að tjá hug sinn þegar
góðir vinir og fólk sem tengt er
manni nánum fjölskylduböndum,
fellur frá með svo sviplegum hætti,
sem hér varð raun á. En ekki þýðir
annað en að horfast í augu við
kaldan raunveraleikann, og ef hægt
er að milda hann og gera sorg að-
standenda bærilegri, þá væri til-
ganginum náð.
íslenska þjóðin hefur í gegnum
aldimar orðið að færa miklar fómir
í samskiptum sínum við óblíða nátt-
úm og veðráttu. Og þrátt fyrir stór-
felldar framfarir og bætta tækni til
lands og sjávar, virðist ekki hjá
fómum komist.
Nanna Sigurðardóttir, Dúa, eins
og hún var ávallt kölluð, fæddist á
Akranesi 24. október 1922. Foreldr-
ar hennar vora Jónína Eggerts-
dóttir og Sigurður Vigfússon vigt-
armaður og kaupmaður á Akranesi.
Sverre H. Valtýsson fæddist í
Reykjavík 18. apríl 1923. Foreldrar
hans voru Severína Sörheim frá
Sunnmæri í Noregi og Helgi Valtýs-
son kennari og rithöfundur.
Dúa og Sverre giftust 5. maí
1951. Böm þeirra eru: Helgi Val-
týr, kvæntur Vilborgu Teitsdóttur.
Þau eiga tvö böm, Elsí Rós og
Sverri Valtý. Sigurður, kvæntur
Steinunni Ólafsdóttur, þau eiga tvo
syni, olaf Niels og Stefán Johann.
Yngst systkinanna er Auður Edda,
ógift.
Það er sem ég sjái í huganum
þau Dúu og Sverri, þá er þau vora
að heija sambúð sína á Akranesi.
Hún fríð, með sitt glóbjarta hár og
glæsta framkomu. Hann myndar-
legur, fremur lágvaxinn og hvikur
í hreyfingum. Og yfír þeim báðum
svipur góðvilja og glaðværðar. Og
þannig vora þau líka til hinstu
stundar.
Á Akranesi búnaðist þeim vel.
Verkaskipting hefðbundin. Dúa hlý
og góð húsmóðir, sem öllum vildi
gott gjöra. Sverrir hinn trausti hús-
bóndi og lyfjafræðingur í Apóteki
Akraness.
Sverrir var stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri. Stundaði
síðan nám í Lyfjafræðiskóla íslands
og tvö ár í háskóla í Kaupmanna-
höfn. Eftir heimkomuna, vann hann
í Ingólfs Apóteki, en 1948 flytur
hann til Akraness, og er lyfjafræð-
ingur við Akraness Apótek, þar til
þau flytja til Hafnarfjarðar 1976.
Fyrsta árið eftir að þau fluttu suð-
ur, vann Sverrir í lyfjafyrirtækinu
Pharmaco, en síðan í Hafnarfjarð-
arapóteki.
Á Akranesi hlóðust á Sverri
ýmis félagsmálastörf. Var hann í
stjómum margra félaga og í bæjar-
stjóm frá 1958 til 1962.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda, sem unnast
fær aldregi
eilffð aðskilið.
Það var einmitt mótsstaður elsk-
endanna, „Galtará", úr Ferðalokum
Jónasar Hallgrímssonar, sem Sverr-
1 o fYvíi fil o fS ítrwrfoolri fnrtrwin>iA44irM
þeirra Vilborgar og meðeiganda
hennar bæri. Það hefur reynst þeim
vel.
Nú, þegar leiðir skilja, færum við
Elsie fram okkar hjartans þakkir
fyrir góð kynni, og fyrir allt það
góða, sem þau vora dóttur okkar
og bömum hennar og Heiga.
Þau hafa mest að sakna, ásamt
hinum bömum þeirra, tengdadóttur
og bamabömum. Systkinum þeirra
og öðram aðstandendum færam við
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Dúu og
Sverris.
Teitur Jensson
Einn af sálmum Davíðs konungs
hefst á þessum orðum: „Varðveit
mig, Guð, því hjá þér leita ég hæl-
is. Eg segi við Drottin: Þú ert Drott-
inn minn.“ Þegar mér barst harma-
fregnin um sviplegt og að því er
virtist ótímabært andlát systur okk-
ar og mágs,. kom upp í huga minn
að þau væra þá örugglega komin
heim til Guðs. Þetta byggi ég á
óvenju nánu sambandi okkar Dúu
og þá varð mér sérstaklega hugsað
til samtals sem ég átti við hana
föstudaginn áður en hið hræðilega
slys hreif þau í einu vetfangi burt
frá lífí og starfí mitt á meðal okkar
til annars og fullkomnara lífs. Dúa
hafði í þessu hinsta samtali okkar
talað óvenju mikið um að hún væri
sífellt að tala við „Hann þama uppi“
og þá átti hún að sjálfsögðu við
almáttugan Guð. Hún vissi um
tímabundna erfiðleika mína og
sagði mér í þessu samtali að hún
hefði einmitt verið að tala mínu
máli við Hann sem öllu ræður,
þannig var hún ekki einasta hvað
mig snerti, því hvar sem hún vissi
um erfiðleika og bágindi var hún
einatt fús til hjálpar. Enda þótt mér
sé ljóst að Dúa systir vildi síst af
öllu að hampað væri því sem hún
svo oft gjörði fyrir þá sem erfítt
áttu, skylda jafnt sem vandalausa,
þá get ég ekki látið ósagt að hjá
henni áttu sérstakan sess allir þeir
sem minna máttu sín í brauðstriti
þessa jarðlífs. Við systkini hennar
áttum einnig trúan og tiyggan vin
f Sverre mági okkar, til hans var
jafnan gott að leita og ávallt var
hann sami gæðadrengurinn sem
öllum vildi vel og traustari og sam-
viskusamari manni hefi ég ekki
kynnst um mína daga.
Skapgerð''þeirra hjóna var um
margt afar ólík, Dúa sífellt kát og
létt, en Sverre aftur á móti þyngri
fyrir en bjó þó yfir sérstæðu skop-
skyni og í mannfagnaði veit ég að
hann var jafnan hrókur alls fagnað-
ar. En þó svo að nokkrar andstæð-
ur væru í skapgerð þeirra hjóna var
hjónaband þeirra afar farsælt, enda
létu þau hvort fyrir sig velferð hins
sitja í fyrirrúmi. Þau bára einlæga
umhyggju fyrir bömum sínum og
bamabömum sem nú hafa misst
meira en svo að lýst verði með fá-
tæklegum orðum.
Við systkini Dúu vottum þeim
Helga, Sigga Sveini og Auði okkar
dýpstu samúð og biðjum algóðan
Guð að veita þeim styrk og þrek á
þessum miklu og erfíðu rejmslutím-
um, trúið því elskulegu frændsystk-
ini að Guð leggur líkn með þraut.
Við þökkum Dúu og Sverre fyrir
indælar samverustundir, stundir
sem við geymum sem helgan dóm,
stundir sem gáfu okkur hlutdeild í
öllu því sem var fegurst og best í
þeirra eigin fari.
Þ.S.
Kransar, krossar
w ogkistuskreytingar. V
™ Sendum um allt land.
GLÆSIBLÓMIÐ
GLÆSIBÆ,
Álfheimum 74. simi 84200