Morgunblaðið - 25.01.1989, Side 36

Morgunblaðið - 25.01.1989, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 fclk í fréttum FÆREYJAR Dizzy Gillespie JAZZ Dizzy gerður að afrískum höfðingja Trompetleikarinn Dizzy Gillespie, sem kom hingað til lands árið 1979 og lék í Háskólabfói, var gerður að afrískum höfðingja á dögunum. Hann var í borginni Iperu í Nígeríu ásamt sendiherra Bandaríkjanna í Nígeríu, Princeton Lyman, þegar athöfnin fór fram. Gillespie ber nú titil- inn Skemmtikóngur og að athöfninni lokinni sagði hann: „Þetta er mér meira virði en ef ég hefði verið gerður kóngur yfir Bretlandi.“EP Gil- lespie sagði höfðingja Iperu, Ogunfoware Mogunsan, að hann héldi að langamma sín hefði verið dóttir höfðingja úr héraðinu. Gillespie, sem er 72 ára, er á tónleikaferðalagi um Afríkuríki og hefur leikið ásamt sextetti sínum í Egyptalandi og Senegal. Landsstjórn Færeyja Ný stjóm settist að völdum í Niclasen, Kristilega þjóðarflokkn- Hansen, Þjóðveldisflokknum, Finn- Færeyjum á dögunum. Hér um, Kari Heri Joensen, Sjálvstýris- bogi ísakson, Þjóðveldisflokknum, birtum við mynd af þeim, sem hana flokknum, Jógvan Sundstein, lög- og Anfínn Kallsberg, Fólkaflokkn- skipa. Þeir eru frá vinstri: Tordur maður, Fólkaflokknum, Signar um. Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1989 Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. Um styrkveitingar gilda m.a. eftirfarandi reglur: • Um styrk geta sótt einstaklingar, stofnanir eða fyrirtæki. • Styrkfé á árinu 1989 skal einkum verja til verkefna á nýjum og álitleg- um tæknisviðum. Sérstök áhersla skal lögð á: - efnistækni, - fískeldi, - upplýsinga- og tölvutækni, - líf-og lífefnatækni, - nýtingu orku til nýrrar eða bættrar framleiðslu, - matvælatækni, - framleiðni- og gæðaaukandi tækni. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal byggt á: - líklegri gagnsemi verkefnis, - gildi fyrir eílingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina, - möguleikum á hagnýtingu á niðurstöðum hér á landi, - hæfni rannsóknamanna/umsækjenda, - líkindum á árangri. • Forgangs skulu að öðrujöfnu njóta verkefni sem svo háttar um að: - samvinna stofnana eða fyrirtækja og stofnana er mikilvægur þáttur í fram- kvæmd verkefnisins, - fyrirtæki leggja umtalsverða Qármuni afmörkum, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri til hagnýtingar í at- vinnulífi. Þó er einnig heimilt að styrkja verkefni sem miða að langframa upp- byggingu á færni á tilteknum sviðum. GÓÐAR GJAFIR • • Oldrunardeild fær sjónvarpstæki AÞorláksmessu færðu forsvars- menn fyrirtækjanna Gellis hf. og Japis hf. vistfólki öldrunardeild- ar Landspítalans Hátúni 10, deild 3B, tvö sjónvarpstæki að gjöf, af gerðinni ITT og Panasonic. Þessi sjónvarpstæki koma að góðum not- um þar sem þau er fýrir voru á deildinni voru orðin mjög lélég. Á myndinni eru frá hægri talið: Sig- urður Fjeldsteð, framkvæmdastjóri Gellis hf., Pétur Steingrímsson, for- stjóri Japis hf., Jón Eyjólfur Jóns- son, deildarlæknir, Ólöf Hafliða- dóttir, hjúkrunarforstjóri og annað starfsfólk deildarinnar. STJÓRNMÁL Með Bush forseta eir eru ekki margir íslending- amir sem starfa á stjómmála- legum vettvangi í Bandaríkjunum. Á þessari mynd með hinum nýja forseta Bandaríkjanna, George Bush, er íslensk kona, Ranna Dien- er Sveinsdóttir Egilssonar, fyrrver- andi forstjóra í Reykjavík. Hún hefur verið búsett þar vestra um árabil, er gift fynrum höfuðsmanni í flugher Bandaríkjanna, Diener að nafni, og búa þau í New Mexico. Áður en Ranna hóf afskipti af stjómmálum var hún flugfreyja hjá PanAm flugfélaginu. Myndin er tekin á flokksþingi Rebúblikana- flokksins í sumar er George Bush var valinn forsetaframbjóðandi flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.