Morgunblaðið - 25.01.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR MŒMKUDAjGUR 25. JANÚAR 1989
KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ
Nober rekinn frá IBK
Jón Kr. Gíslason, fyrirliði liðsins, tekurvið stjórninni. Gunnar Valgeirsson hættir að dæma fyrir ÍBK
Persónulegar dellur
„Okkur kom mjög illa saman,
J6n Kr. Gíslason: „Vil ekki tjá
mig um málið."
Magnús GuAflnnsson: „Okkur
kom mjög illa saman."
Gunnar Valgelrsson: „Táknræn
mótmæli."
STJÓRN Körfuknattleiksráðs
Keflavlkur hefur ákveðið aö
segja upp þjálfara liðsins, Lee
Nober. Ástœðan fyrir upp-
sögninni mun vera deila Nob-
ers og Magnúsar Guðfinns-
sonar vegna lelkbanns í kjöl-
far slœmrar æfingasóknar.
Leíkmenn ÍBK héldu fund um
mállð og samþykktu að láta
Nober fara. Jón Kr. Gfslason,
fyrlrliði ÍBK, hefurtekið við
liðinu en ekki hefur verið
ákveðið hver verður aðstoð-
armaður hans.
Magnús Guðfinnsson sleppti
tveimur æfíngum með ÍBK,
án þess að láta Nober vita. Nober
ákvað því að setja Magnús í bann
í ieik liðsins gegn ÍR í Islandsmót-
inu og í síðari leiknum gegn
Njarðvík í bikarkeppninni. Þá hót-
aði Magnús að hætta að leika
með liðinu og í framhaldi af því
héldu leikmenn liðsins fund. Þar
samþykkti meirihluti liðsins að
segja Nober upp og gera Jón Kr.
að þjálfara.
„Gekk ekkl upp“
„Við héldum fund þar sem
meirihluti leikmanna samþykkti
að segja Nober upp. Þetta gekk
einfaldlega ekki upp og við mun-
um standa og falla með þessari
ákvörðun okkar," sagði Gunnar
Jóhannsson, formaður Körfu-
knattleiksráðs Keflavíkur í sam-
taii við Morgunblaðið. „Strákamir
töldu þetta það besta sem hægt
væri að gera í stöðunni, en ég vil
annars sem minnst segja um þetta
mál,“ sagði Gunnar.
Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK
sem tekur við liðinu, vildi ekki tjá
sig um málið.
Lee Nober: „Spuming um grundvallarreglur." Morgunbiaðið/Einar Faiur
mér og Nober, og mér fannst
bannið frekar vera persónulegt
en vegna liðsins," sagði Magnús
Guðfinnsson. „Ég vissi af þessum
reglum en það voru margir sem
slepptu æfíngum. Svo þegar ég
mætti ekki á skotæfíngu fyrir
leikinn gegn Njarðvík var ég
dæmdur í tveggja leikja bann. Það
hafði margt gerst á undan og ég
kenni því frekar um en þessum
æfingum sem ég sleppti," sagði
Magnús.
„Ekkl strangar reglur"
Eins og áður segir var það
tveggja leikja bann Magnúsar
Guðfinnssonar sem varð til þess
að Nober var rekinn. „Þetta var
spuming um gmndvallarreglur.
Leikmenn eiga að mæta á æfíng-
ar og ég læt menn ekki komast
upp með að skrópa," sagði Lee
Nober i gær.
„Reglur mínar era ekki strang-
ar. Leikmenn geta sleppt æfíng-
um ef þeir láta mig vita. Ef þeir
sleppa einni æfíngu án þess að
láta mig vita fá þeir eins leiks
bann og tveggja leikja bann ef
þeir sleppa tveimur æfíngum. Ef
þeir sleppa einni æfíngu með
landsliðinu þá er þeim vikið úr
liðinu og ef þeir koma mínútu of
seint þá fá þeir ekki að vera með.
Því er vart hægt að segja að mínar
reglur séu strangar," sagði Lee
Nober.
Nober sagði að bannið hafí
verið nauðsynlegt til að halda
uppi aga og til að sýna að liðið
væri mikilvægara en einstakir
leikmenn. Það skipti ekki máli
hver Ieikmaðurinn væri eða hve
góður. „Ég varð einfaldlega að
gera þetta til að sýna hve mikil-
væg liðsheiidin er,“ sagði Nober.
Nober á launum tll vors
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins verður ÍBK að borga
Nober laun fram til vors. í samn-
ingi hans við félagið var það tek-
ið fram að hann fengi laun allan
samningstímann eða til loka ís-
landsmótsins.
Gunnarhættlrað
dæma fyrirÍBK
Gunnar Valgeirsson, einn af
dómuram ÍBK, hefur ákveðið að
dæma ekki fyrir félagið í íslands-
mótinu í körfuknattleik. Hann
hefur rætt við körfuknattleiksráð
ÍBK og KKÍ og tilkynnt þeim
ákvörðun sfna. Gunnar mun þó
dæma áfram en ekki fyrir ÍBK
heldur sem ófélagsbundinn dóm-
ari.
„Ég er ekki sáttur við þessa
niðurstöðu með brottvikningu Lee
Nober. Þegar upp koma vandamál
á að leysa þau strax en ekki láta
reka á reiðanum þar til í óefni er
komið," sagði Gunnar. „Ég fékk
Lee Nober til að koma til ÍBK og
segja má að þessi ákvörðun mín
sé táknræn mótmæli vegna brott-
vikningar þjálfarans."
verður haldinn í félagsheimili Fáks, Víðidal, 26.
janúar nk. kl. 20.30. Fyrirlesarar verða Björn Stein-
björnsson og Brynjólfur Sandholt, dýralæknar.
Fjallað verður um:
1. Smitsjúkdómahættu íslenskra hrossa vegna erlendra sam-
skipta. Smitleiðir og varnir. Erindið verður skýrt með mynd-
um og fyrirspurnum svarað.
2. Fullkominn hestaspítali kynntur í máli og myndum. Þörf
fyrir hestaspítala í Víðidal rædd.
3. Gefnar upplýsingar um grundvallaratriði við fóðrun hrossa.
Fyrirspurnum svarað.
AÐALFUNDUR
kvennadeildar Fáks verður haldinn í félagsheimilinu 1. febrúar
nk. og hefst kl. 21.
Hestamannafélagið Fákur
BLAK
Akureyringar enn taplausir
Norðfirðingar komu á óvart en KA sigraði í þremur hrinum
KA-menn unnu um helgina enn
eina ferðina í blaki karla. Að
þessu sinni lögðu þeir Norðfírðinga
að velli í þremur hrinum þar sem
litlu munaði að leika
Skúli Unnar þyrfti fleiri hrinur.
Sveinsson KA hefur ekki tapað
skrifar leik enn sem komið
er en kærumál er
að vísu í gangi vegna leiks þeirra
og ÍS fyrr í vetur.
Norðfírðingar komu talsvert á
óvart I leiknum þrátt fyrir að þeim
tækist ekki að vinna hrinu. Fyrstu
hrinuna vann KA 15:9 og síðan var
jöfn hrina sem lyktaði með 16:14
sigri KA. Síðustu hrinuna unnu
þeir síðan 15:10.
HK tók á móti Frömuram á laug-
ardaginn og var mjög létt yfír þeim
leik. Heimamenn unnu fyrstu hrin-
una 15:1 og þá næstu 15:6. Þriðju
hrinuna vann Fram 12:15 en síðan
var allur vindur úr þeim því HK
vann síðustu hrinuna 15:1.
Á miðvikudaginn vann ÍS lið
HSK að Laugarvatni í þremur hrin-
um. Heimamenn tóku harkalega á
móti gestunum í fyrstu tveimur
hrinunum en töpuðu þó, 13:15 og
12:15. í þriðju hrinunni náðu Stúd-
entar sér á strik og unnu 15:5.
í blaki kvenna vora þrír leikir.
Breiðablik tapaði einni hrinu gegn
nágrönnum sínum úr Kópavogi,
HK, en vann hinar hrinumar tiltölu-
lega auðveldlega. Fyrstu hrinuna
vann UBK 15:6, síðan 15:10 en í
þriðju hrinu snérast tölumar við,
10:15 og loks vann UBK 15:4.
Þróttardömur voru ekki mikil
hindran fyrir Víkinga. Þrjár stuttar
hrinur enduðuð 15:0, 15:6 og 15:7.
Á Akureyri vann Þróttur frá Nes-
kaupsstað lið KA í fjögurra hrinu
leik. í fyrstu tveimur hrinunum
komust heimamenn í 10 og 9 stig
en síðan unnu þeir 15:11 en töpuðu
síðustu hrinunni 15:9.
RÝMINGARSAIA
15-50% AFSLÁTTUR sJ VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LVNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416