Morgunblaðið - 25.01.1989, Qupperneq 44
COSNAOLVJX'
sólbaösperur
tryggja árángurinn.
Páll Stefánsson, heildv.
•2? 91-7 25 30
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
Annar hver veidd-
ur þorskur í salt
Utflutningsverðmæti saltfísks
9 milljarðar á síðasta ári
ÚTFLUTNINGUR Sölusambands íslenzkra fisklramleiðenda á
saltfiski árið 1988 nam um 61.000 tonni á móti rúmum 62.000
tonnum árið áður. Saltfískur var seldur til 15 landa, en sem fyrr
var mest selt til Portúgals. Önnur mikilvægustu viðskiptalönd ís-
lendinga í saltfisksölunni eru Spánn, Ítalía, Grikkland og Vestur-
Þýzkaland. Verðmæti útflutningsins er rúmir 9 milljarðar króna.
Blautverkaður saltfiskur er eftir
sem áður uppistaðan í saltfiskverk-
un landsmanna auk saltaðra flaka.
Þurrfiskverkun hefur aukizt á nýj-
an leik tvö síðustu árin, þótt sú
verkun sé í litlum mæli, þegar á
heildina er litið. Um 90% útflutn-
ingsins er saltaður þorskur og læt-
ur nærri að annar hver þorskur,
Vogar:
Snjórinn
hélt lífi í
laxaseið-
unum
Vogum.
UM 5 milljón Iaxaseiði, frá
klaki í haust, í klakhúsi
Vogalax í Vogum voru í
bráðrí lífshættu á sunnudag-
inn. Rafinagn fór þá af í tvær
klukkustundir og vatnsdæl-
ing fór úr skorðum.
Þegar grípa átti til varadælu
reyndist hún biluð. Þá voru góð
ráð dýr, en starfsmenn Vogalax
voru svo heppnir að það hafði
snjóað undanfama daga og
snjóskafl var við klakhúsið.
Þeir settu snjó í vatnið hjá seið-
unum til að kæla það. Með
þessu móti tókst að halda lífí
í seiðunum þar til rafmagnið
kom aftur, en litlu munaði að
illa færi þar sem talið er að
seiði geti aðeins Iifað í 2—3
klukkustundir við þessar að-
stæður.
EG
sem fór í vinnslu hér á landi í
fyrra, hafí verið saltaður.
Samdrátturinn í útflutningi milli
áranna 1987 og 1988 er fyrst og
fremst sökum minni sölu saltaðra
flaka. Það stafar af því, að á
síðasta ári fékkst enginn tollfiják
kvóti fyrir þorskflök á mörkuðum
innan Evrópubandalagsins, Tollur
á þessum flökum er um 20%.
Síðustu misseri hefur SÍF staðið
að tilraunavinnslu, þar sem salt-
fiski er pakkað í neytendaumbúðir.
Aukning varð á þessari vinnslu á
síðasta ári og voru rúm 300 tonn
af niðurskomum saltfiski í
lofttæmdum umbúðum flutt utan.
Morgunblaðið/Amór Ragnareson
Harður árekstur við Voga
TVEGGJA ára barn slasaðist alvarlega í hörðum
árekstrí í gær á Reykjanesbraut, um 3 km fyrir
austan afleggjarann að Vogum.
Bifreið af gerðinni Toyota Tercel og Lada-jeppabif-
reið, sem kom úr gagnstæðri átt, lentu saman og
em báðar ónýtar eftir. Tvennt var flutt á slysa-
deild, auk bamsins. Ökumaður annarrar bifreiðar-
innar slasaðist illa á fæti, en hinn hlaut andlits-
áverka. Bamið gekkst undir aðgerð í gærkvöldi og
var ekki talið í lífshættu. Mikil hálka var á veginum
er slysið varð.
Gjaldskrárhækkun Pósts og
síma í raun fyrir ríkissjóð
- segir Guðmundur Björnsson aðstoðarpóst- og símamálastjóri
SAMKVÆMT fjárlögum ársins 1989 er gert ráð fyrir að gjaldskrá
Pósts og sima hækki um 5% 1. apríl og að greiðslustaða Pósts og
síma verði í jafhvægi um næstu áramót. Að sögn Guðmundar Björns-
sonar aðstoðarpóst- og símamálastjóra, þyrfti ekki að hækka gjald-
skrána ef ríkið gæfí eftir þær 250 miljjónir, sem gert er ráð fyrir
að stofhunin greiði í ríkissjóð á árínu.
Útlit
er fyrir að greiðsluhalli
Pósts og síma árið 1988 verði allt
að 175 milljónir og sagði Guðmund-
ur að samkvæmt því hefði greiðslu-
staðan batnað vemlega á síðasta
ári því í upphafi ársins var hún
neikvæð um 315 milljónir. „Sam-
kvæmt fjárlögum ársins 1989 er
gert ráð fyrir að greiðslustaðan
verði í jafnvægi við næstu áramót,"
sagði Guðmundur. „Þá er byggt á
forsendum fjárlaga, sem em mjög
knappar að mínu mati. Til dæmis
er gert ráð fyrir að laun hækki ein-
ungis um 8% miðað við meðaltal
launa áranna ’88 til ’89 og aðeins
miðað við að framfærsluvísitalan
hækki um 13V2 af meðaltali sama
tímabils. Þá er reiknað með að
gengi krónunnar verði það sama
og það var 2. janúar síðastliðinn."
Guðmundur sagði að gert væri
ráð fyrir að rekstrarafgangur í árs-
lok yrði 234 milljónir en Pósti og
síma er ætlað að greiða 250 milljón-
ir í ríkissjóð á þessu ári. Samkvæmt
ijárlögum er gert ráð fyrir 5%
hækkun á gjaldskrá 1. apríl næst-
komandi eða 190 milljónum i tekj-
ur. „Þessi gjaldskrárhækkun er því
í raun fyrir ríkissjóð en ekki okkur.
Ef hún kæmi ekki til þyrftum við
ekki á hækkun að halda miðað við
forsendur flárlaganna," sagði Guð-
mundur. „Gjaldskrárhækkunin,
sem varð á síðasta ári, dugir okkur
út þetta ár ef allar forsendur hald-
ast í því lágmarki, sem gert er ráð
fyrir."
Samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu íslands mun fram-
færsluvísitalan hækka um 0,09%
miðað við breyttar reglur um út-
reikninga og lánskjaravisitalan um
0,03%, þegar gjaldskráin hækkar
1. apríl næstkomandi.
Breytt lánskjaravísitala:
Skuldir við Húsnæðisstofiiun
230 milljónum lægri en ella
Ríkisskuldabréf hækka 95 milljónum minna
SKULDIR við Húsnæðisstofiiun ríkisins hækka 229 milljónum
króna minna með hinni nýju lánskjaravísitölu en ella hefði orðið
að óbreyttum grunni vfsitölunnar, samkvæmt útreikningum Morg-
unblaðsins. Á sama hátt kemur í ljós að heildarhöfúðstóll óinn-
leystra ríkisskuldabréfa hækkar 95 miljjónum króna minna en
orðið hefði að óbreyttum vísitölugrunni.
Höfuðstóll heildarútlána Hús-
næðisstofnunar nam um síðustu
áramót um 41 milljarði króna.
Lánskjaravísitala með óbreyttum
grunni hækkar um 2,23%, sem
þýðir að höfuðstóllinn hefði hækk-
að um 914 milljónir króna sam-
kvæmt henni. Með hinum nýja
grunni vísitölunnar hækkar hún
hins vegar um 1,67% og þess
vegna hækkar höfuðstóllinn um
685 milljónir. Mismunurinn er 229
milljónir króna.
Heildarupphæð óinnleystra
ríkisskuldabréfa um síðustu ára-
mót var um 17 milljarðar króna
og er þá miðað við tölur Fjárlaga-
og hagsýslustofnunar eins og þær
birtust í fjárlagafrumvarpinu.
2,23% hækkun lánskjaravísi-
tölunnar hefði hækkað þennan
höfuðstól um 379 milljónir króna,
en með 1,67% hækkun vísitölunn-
ar hækkar höfuðstóllinn um 284
milljónir. Mismunurinn er 95 millj-
ónir króna. Skuldir ríkissjóðs við
eigendur skuldabréfanna hefðu
því orðið 95 milljónum króna
hærri með óbreyttri lánskjaravísi-
tölu.
Lagt hald á bíl vegna
ölvunaraksturs eiganda
SAKADÓMUR Reylqavíkur hefur staðfest lögmæti halds sem lögregl-
an I Reykjavík lagði á bifreið manns, sem ákærður hefiir veríð fyr-
ir 10 ölvunarakstursbrot og 12 réttindaleysisakstursbrot á árunum
1986-1988. Maðurínn hefúr verið sakfelldur í undirrétti vegna 13
málanna en meðferð 8 mála er ólokið á því stigi. Hann hefúr kært
úrskurð þennan til Hæstaréttar.
Hald var lagt á bifreiðina að
ákvörðun ríkissaksóknara, sem bor-
ist hafði þá bréf frá manninum þar
sem hann lýsti því yfir að hann
hefði ekið bflnum á hveijum degi,
frá miðjum febrúar til byijunar
nóvember. í niðurstöðu sakadóms
segir að verulegar líkur séu á að
maðurinn virði að vettugi ákvarðan-
ir dómstóla. Var haldlagningin stað-
fest með tilvísun til ákvæða réttar-
farslaga og hegningarlaga enda
geri ákæruvald kröfu um upptöku
bifreiðarinnar í væntanlegu refsi-
máli.
Maðurinn óskaði einnig eftir að
sakadómur skæri úr um hvort hon-
um væri heimilt að aka bifreið eftir
að hafa verið sakfelldur í undirrétti
vegna málanna 13. Þeirri kröfu var
vísað frá þar sem nægilega skýrt
sé tekið fram í umferðarlögum að
áfrýjun dóms fresti ekki fram-
kvæmd ökuleyfissviptingar og að
dómara sé eklri skylt að geta þess
í dómsorði.
Sjö árekstr-
ar síðdegis
SJÖ árekstrar voru tilkynntir
lögreglu í Reykjavík frá hádegi
og til klukkan nítján í gær.
Ekki var vitað til að nokkur hefði
meiðst en sumir bflanna skemmdust
mikið og þurfti að flytja þá á brott
með krana.