Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 1
64 SÍÐUR B
21.tbl. 77. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Jarðskjálftinn í Tadzhíkístan:
Talið að um 300
manns hafi farist
Talið er ólíklegt að fleiri fínnist á lífi
Moskvu. Reuter.
BJÖRGUNARMENN í Sovét-lýðveldinu Tadzhíkístan telja óhugs-
andi að fleiri finnist á lífi i þorpum þeim sem urðu undir gifur-
legri aurskriðu sem hljóp af stað á aðfaranótt mánudags er jarð-
skjálfti reið yfir lýðveldið. Sovéska fréttastofan TASS skýrði frá
þessu í gær en ekki er fyllilega ljóst hversu margir týndu lífi í
náttúruhamförunum en yfirvöld segja að 300 manns hafi farist.
Reuter
Björgunarmenn leita að likum i eðjunni sem hljóp af stað í kjölfar jarðskjálftans sem reið yfir Tadzhí-
kístan aðfaranótt mánudags. Sovésk yfirvöld segja að innan við 300 manns hafi týnt lífi i náttúruham-
förunum.
Stríðandi fylkingar shíta í Líbanon:
Atök þrátt fyrir sam-
komulag uni vopnahlé
Sáttafiindum haldið áfram í Sýrlandi
Marj al-Zohour, Beirút, Sídon, Damaskus. Reuter.
íbúar lýðveldisins minntust
hinna látnu í gær og mátti víða
sjá fána dregna í hálfa stöng,
matsölustaðir voru lokaðir og ýms-
um opinberum viðburðum var fre-
stað. 7IASS-fréttastofan skýrði frá
því að óhugsandi væri að nokkur
héldi lífí undir aurskriðunni og
Norsk Data:
Tap upp á
2 milljarða
ísl. króna
Ósló. Frá Rune Timberlid, fróttaritara
Morgamblaðsins.
NORSK Data, eitt af flaggskip-
unum í norsku iðnaðar- og at-
vinnulífi, á nú við alvarlega
erfiðleika að etja. Var það rek-
ið með miklum halla á liðnu
ári og hefúr verið ákveðið að
segja upp 800 af um 4.000
starfsmönnum.
Á síðustu árum hefur vöxtur
og viðgangur fyrirtækisins á
tölvumarkaðnum í Noregi og víða
erlendis verið með mestu ólíkind-
um og á árinu 1987 varð hagnað-
urinn 243 milljónir nkr., um 1,8
milljarðar ísl. króna. Snemma á
síðasta ári var þó augljóst, að erf-
iðleikar væru framundan og var
þá áætlað, að tapið á öllu árinu
yrði 50 millj. nkr., 370 millj. ísl.
króna., en samt hagnaður á síðara
misseri. Nú hefur hins vegar verið
frá því skýrt, að tapið í fyrra hafí
numið 271 millj. nkr., rétt rúmum
tveimur milljörðum ísl. króna.
Tölvusalan í Noregi var alveg
eftir vonum en hún brást aftur á
móti annars staðar á Norðurlönd-
um. Af þessum sökum er nú orð-
rómur á kreiki um að einhver stóru
keppinautanna ætli að kaupa
Norsk Data en Rolf Skár, forstjóri
fyrirtækisins og stofnandi, segist
fullviss um, að unnt sé að bjarga
fyrirtækinu með því að rifa seglin
réttilega. Það á meðal annars að
felast í því að segja upp 800
manns, þar af 700 í Danmörku
og Svíþjóð. Hefur Skár boðist til
að segja af sér sem forstjóri, en
stjómin vill að hann sitji áfram.
Norsk Data vann sig upp á átt-
unda og níunda áratugnum og
náði smám saman mikilli markaðs-
hlutdeild og viðskiptum við prent-
iðnaðinn og dagblöðin, við hið op-
inbera og sumar greinar iðnaðar-
ins að öðru leyti. A síðasta ári var
veltan um 22 milljarðar ísl. króna.
dagblaðið Sotsíalístítsjeskaja índ-
ústría sagði að íbúar í þorpinu
Sharora hefðu farið þess á leit við
nefnd manna sem stjóma björg-
unaraðgerðunum að þess yrði ekki
freistað að fínna lík þeirra sem
fórust.
Sovésk dagblöð skýrðu frá því
að allt að 1.000 manns hefðu fa-
rist í jarðskjálftanum en embættis-
menn í lýðveldinu sögðu í gær að
vitað væri að 274 hefðu týnt lífi.
207 þeirra hefðu búið í Sharora
en 67 manns, þar af 23 böm, hefðu
farist í þorpinu Okúlíbolo.
Gennadíj Gerasímov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði á blaðamannafundi í Moskvu
í gær að þessi tala væri ekki rétt
en kvað ljóst að innan við 300
manns hefðu týnt lífi í náttúru-
hamförunum.
Skjáiftinn átti upptök sín um
50 kílómetra frá Dúshanbe, höfuð-
borg Tadzhíkístan, og mældist
hann sjö stig samkvæmt sérstök-
um sovéskum mælikvarða, þremur
stigum veikari en landskjálftinn
ógurlegi sem reið yfír Armeníu í
desember.
TIL HARÐRA átaka kom á milli
Hizbollah-skæruliða og Amalsh-
íta, stríðandi fylkinga shíta-mús-
lima í Suður-Líbanon í gær, að-
eins þremur klukkustundum eft-
ir að vopnahlé var undirritað í
Sýrlandi fynr milligöngu Sýr-
lendinga og írana. Að sögn sjón-
arvotta skiptust fylkingarnar á
stórskotahrið í þorpinu Jubah og
stóðu bardagarnir yfir í eina
klukkustund en Qöruðu siðan út.
Mikil spenna ríkir á svæðinu.
Haft var eftir talsmanni Hiz-
bollah að skæruliðar samtakanna
myndu virða vopnahléð en hann
lýsti jafnframt efasemdum um
að það myndi vara lengi. Taldi
hann að deiluaðilar yrðu fyrst
að komast að samkomulagi um
pólitíska framtíð Libanons.
í opinberri yfirlýsingu sýrlenskra
stjómvalda í gær var því lýst yfír
að stríðandi fylkingar shíta-
múslima í Líbanon hefðu gert með
sér samkomulag um að binda enda
á skærumar í Líbanon.
Samkomulag náðist eftir 15
klukkustunda fundarsetu utanríkis-
ráðherra Sýrlands, Farouqs al-
Shara, og íransks starfsbróður
hans, Ali Akbars Velayati, með leið-
togum Hizbollah og Amalshíta í
Damaskus í Sýrlandi.
í yfírlýsingunni sagði að samn-
ingafundum yrði haldið áfram í dag
í því skyni að ná fram víðtækri
pólitískri lausn á ágreiningi Hiz-
bollah-samtakanna og Amalshíta
sem beijast um yfirráð yfír sam-
félagi 1,5 milljón shíta í Líbanon.
Þremur stundum eftir að sam-
komulagið náðist brutust út bar-
dagar í Jubah í Suður-Líbanon sem
komu íbúum þorpsins í opna
skjöldu. Margir þeirra höfðu snúið
aftur til heimila sinna þegar fréttist
að vopnahlé hefði komist á.
Hinar stríðandi fylkingar sökuðu
hvor aðra um að eiga upptök að
átökunum. Hemaðarsérfræðingar
segja að um 5.000 manna herlið
Hizbollah-samtakanna, sem berst
undir merkjum írönsku byltingar-
innar, sé mun betur þjálfað en her
Amalshíta, sem hefur yfir 10.000
mönnum á að skipa.
Þrfr leiðtogar Hizbollah-samtakanna tóku þátt í vopnahlésviðræðum
sem utanríkisráðherrar Sýrlands og írans boðuðu til og haldnir voru
i húsakynnum utanrikisráðuneytisins i Damaskus i gær. Seinna
ræddu utanrikisráðherrarnir við Amalshíta en leiðtogar hinna
striðandi fylkinga shitamúslima ræddust ekki við.
Líbýsk efiiaverksmiðja og vestur-þýsk fyrirtæki:
Lögregla leitar í þremur fyrirtækjum
Bonn. Reutei\
VESTUR-ÞÝSKA lögreglan gerði i gær skyndileit i þremur vest-
ur-þýskum fyrirtækjum sem talið er að hafi tekið þátt í byggingu
efiiaverksmiðju Líbýumanna í Rabta, sem Bandarikjamenn stað-
hæfa að sé efhavopnaverksmiðja. Einnig fór lögreglan inn á
heimili 12 starfsmanna fyrirtækjanna og fannst umtalsvert magn
skjala sem benda tO þess að ásakanir Bandaríkjamanna séu á
rökum reistar.
Wemar Botz, saksóknari í Off-
enburg, upplýsti að leitað hefði
verið í fyiirtækinu Imhausen-
Chemie en hann vildi ekki nafn-
greina hin fyrirtækin tvö.
Bandarískir stjómarerindrekar
hafa sagt að Imhausen-Chemie
gegni lykilhlutverki við byggingu
efnaverksmiðjunnar í Líbýu.
Starfsmaður Imhausen-Chemie
greindi rannóknaraðilum frá því í
síðustu viku að menn á vegum fyr-
irtækisins hefðu farið til Líbýu í
þeim erindagjörðum að taka þátt
í byggingu efnaverksmiðjunnar f
Rabta. Hann sagði jafnframt að
Imhausen hefði borist teikningar
af efnaverksmiðjunni frá bygg-
ingafyrirtækinu Salzgitter Ind-
ustriebau, sem er í eign vestur-
þýska rikisins.
Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa
viðurkennt að hafa útvegað Imen-
hausen teikningar af hluta efna-
verksmiðjunnar í Líbýu en segjast
hafa gert það í þeirri trú að hún
ætti að rísa í Hong Kong.
Snemma í þessum mánuði, þegar
málið komst í hámæli, neitaði
stjómarformaður Imhausen,
Jurgen Hippenstiel-Imhausen, því
að fyrirtækið væri viðriðið bygg-
ingu efnaverksmiðjunnar í Líbýu.