Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 14
u
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDÁGUR 26. JANÚAR 1989
Steftit að stoöifiindí samtaka
heimavinnandi fólks í apríl
heimilisstarfa en ef við berum ekki
sjálfar virðingu fyrir þessum störfum
og erum stoltar af þeim þá getum
við ekki búist við virðingu annarra,"
sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra.
Ekki allir sammála
um breytingar
Hafa gleymt
máleftiunum
eftir Krisljönu
Ágústsdóttur
Ég undirrituð get ekki á mér
setið lengur og fæ ekki orða bund-
ist yfír pólitísku framferði þing-
manna og þá sérstaklega þing-
manna Borgaraflokksins. Á ég þar
við afstöðu Aðalheiðar Bjamfreðs-
dóttur. Þetta er konan sem margar
konur töldu vera málsvara hinna
vinnandi stétta í landinu en virðist
hafa siglt undir fölsku flaggi. Aðal-
heiður virðist ekki hafa verið þess
trausts verð sem hún hlaut. Hún
er eins og aðrir fyrst og fremst að
ota sjálfri sér fram eins og manni
finnst aðrir flokksmanna hennar
hafa í bígerð. Hveiju fékk hún enda
áorkað sem formaður Sóknar fyrir
sína meðlimi? Sóknarkonur hafa
alltaf haft lág laun fyrir erfíða vinnu
og ég held að hinn almenni borgari
hljóti nú að sjá að hún ber ekki
hagsmuni hans fyrir brjósti.
Þessir þingmenn sem hafa
gleymt þeim málefnum sem þeir
fyrst og fremst ætluðu að beita sér
fyrir, hafa svikið kjósendur sína og
nú ættu þessir sömu menn að sjá
sóma sinn í því sjálfs sín vegna að
hætta nú þegar vegna þeirrar
hneisu sem þeir hafa valdíð sjálfum
sér og verkafólki í landinu. Þá fínnst
mér þeir hafa móðgað svo formann
flokksins, Albert Guðmundsson sem
stofnaði þennan flokk og vildi vinna
að heill allra landsmanna og þó
einkum þeirra sem minna mega sín.
Kristjana Ágústsdóttir
„Nú ættu þessir sömu
menn að sjá sóma sinn
í því sjálfs sín vegna að
hætta nú þegar.“
Ég er hálfhrædd um að þegar Al-
bert hefur sleppt hendinni af foryst-
unni þá sé Borgaraflokkurinn búinn
að vera.
Höfiindurá heima (Búðardal.
Á ráðstefnu Bandalags kvenna
í Reykjavík sem haldin var á Hót-
el Loftleiðum síðastliðinn laugar-
dag var fjallað um hagsmunamál
heimavinnandi fólks. Ráðstefhan
bar yfirskriftina „Hvar stöndum
við? - Hvað viljum við?“ Í ráð-
stefiiulok var valin nefiid til að
undirbúa stofnfund samtaka
heimavinnandi fólks.
F'undarstjóri var Gunnar Ragnars
forsljóri en meðal frummælenda
voru Helga Guðmundsdóttir, for-
maður Hagsmunanefndar heimá-
vinnandi húsmæðra, Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra og
Helga Jónsdóttir, formaður Trygg-
ingaráðs.
Helga Guðmundsdóttir sagði að
helsta vandamálið varðandi heima-
vinnu væri að þar væri ekki greitt
kaup í beinhörðum peningum fyrir
unnin störf en flestar bætur al-
mannatrygginga væru miðaðar við
tekjumissi. Hún sagði að á undan-
fömum árum hefðu komið fram
þingsályktunartillögur og frumvörp
til laga um réttarstöðu heimavinn-
andi fólks, til dæmis um mat á heim-
ilisstörfum til starfsreynslu og um
lífeyrisréttindi heimavinnandi fólks.
Einnig hefði komjð tillaga um að
Þjóðhagsstofnun gerði úttekt á verð-
mætagildi heimilisstarfa með tilliti
til þjóðartekna. Erlendis væri talið
að verðgildi slíkra starfa gæti legið
á milli fíórðungs og helmings þjóðar-
framleiðslu. ;,Þetta er gífurlega hátt
hlutfall og ekki marktækt fyrir okk-
ar þjóðfélag nema að vissu marki.
Þetta gefur þó vísbendingu um hvað
þessi störf vega þungt þegar farið
er að setja peningalegt mat á þau,“
sagði Helga.
Morgunblaðið/Bjami
háttað að fyrri eiginkonan væri rétt-
laus en sú seinni fengi allan lífeyri
mannsins. Jóhanna benti þó á að
hjá lífeyrissjóði opinberra starfs-
manna væri lífeyrinum skipt á milli
kvennanna í hlutfalli við það hve
lengi þær hefðu verið giftar mannin-
um.
Jóhanna varpaði fram þeirri
spumingu hvort hægt væri að veita
heimavinnandi fólki lífeyrisrétt eins
og öðrum launþegum, til dæmis með
ámóta þátttöku ríkisins og tíðkaðist
hjá launþegum. Hún taldi það álita-
mál hvort ríkið ætti að taka þátt í
lífeyrisgreiðslum heimavinnandi
fólks, réttara væri að setja reglur
um að lífeyrir fyrirvinnu skiptist á
milli hjóna við skilnað.
Jóhanna taldi að hagsmunabar-
átta kvenna hefði af þvf skaða að
heimavinnandi og útivinnandi hús-
mæður skiptust í andstæðar fylking-
ar. Hún sagði að meiri samvinna
þeirra í milli hefði í för með sér
ávinning fyrir allar konur. „Er það
tilviljun að sambærileg störf við
heimilsstörf eru lægst launuð?"
spurði Jóhanna og taldi það beinan
lið í kjarabaráttu útivinnandi kvenna
að heimastörf fengju meiri viður-
kenningu. „Það þarf að opna augu
ráðamanna fyrir þjóðhagslegu gildi
Helga Jónsdóttir formaður Trygg-
ingaráðs ræddi í erindi sínu um
helstu bótaflokka almannatrygg-
inga, sérstaklega þau ákvæði sem
gilda um húsmóðurstörf, ekkjur og
fólk sem býr eitt. í máli hennar kom
fram að í slysatryggingum njóta
húsmæður fullra réttinda setji þær
fram ósk um það í skattframtali. í
sjúkratryggingum njóta þær allra
réttinda, en þó aðeins hálfra dag-
peninga. í lífeyristryggingum hefur
heimavinnandi fólk ekki rétt til fæð-
isdagpeninga. Þó hefur verið til þess
heimild i lögum frá árinu 1985 að
greiða maka elli- og örorkulífeyris-
þega makabætur allt að 80% af
grunnlífeyri og tekjutryggingu.
„Auðvitað er margt sem betur má
fara í almannatryggingalöggjöfinni
eins og á mörgum öðrum sviðum,"
sagð i Helga. „Hinu er ekki að leyna,
að það sem einum kann að fínnast
rétt, fínnst öðrum rangt og víst er
að ekki er samstaða um ýmsar hug-
myndir sem komið hafa fram til
breytinga. Aðrar hugmyndir sem
mönnum þykja góðar hafa þótt of
dýrar til þess að hægt væri að fram-
kvæma þær. í því endurskoðunar-
starfi sem nú fer fram á almanna-
tryggingalögunum er meðal annars
verið að kanna hvort hugsanlega
megi spara á einhveijum stöðum til
þess að bæta úr á öðrum."
í lok ráðstefnunnar var valin sjö
manna nefnd til að undirbúa stofn-
fund landssamtaka heimavinnandi
fólks og leggja drög að lögum og
fundarsköpum samtakanna. Nefnd-
ina skipa þau Ragnheiður Ólafs-
dóttir, Dóra Guðmundsdóttir, Amdís
Tómasdóttir, Rúnar Sigurður Birgis-
son, Anna Daníelsdóttir, Bergrós
Jóhannsdóttir og Margrét Sigurðar-
dóttir. Auk þeirra munu Ingimundur
Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ
og Guðmundur Ágústsson alþingis-
maður vinna með nefndinni. Stefnt
er að því að stofnfundurinn verði
haldinn í aprílmánuði.
ELDISKVÍAR
Einn frummælendanna, Davíð Þór Björgvinsson, flytur erindi sitt.
Hún taldi upp helstu markmið sem
stefna bæri að í baráttu heimavinn-
andi fólks fyrir bættum kjörum. Þar
á meðal 100% persónuafslátt til
handa heimavinnandi fólki, lífeyris-
réttindi heimavinnandi með þátttöku
hins opinbera og sömu sjúkradag-
peninga fyrir heimavinnandi og aðr-
ar vinnandi stéttir. „Það er mikil
þörf á því fyrir þjóðfélagið að búa
vel að þeim þjóðfélagsþegnum sem
vilja og geta verið heima við uppeldi
bama sinna eða umönnun sjúkra og
gamalla. Það liggur við að ekkert
megi til spara í þeim efnum," sagði
Helga Guðmundsdóttir.
Neikvætt viðhorf til
heimilisstarfa
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði í ræðu sinni að
heimilisstörf væru ekki virt sem
skyldi í þjóðfélaginu. Jóhanna vitn-
aði í tíu ára gamla ræðu sem flutt
var við svipað tækifæri og sagði að
í gegnum árin hefðu heimavinnandi
húsmæður lítið annað borið úr býtum
en ánægjuna að fá_ að sjá böm sín
vaxa úr grasi. Áralöng reynsla
heimavinnandi kvenna af heimilis-
störfum væri ekki metin úti á vinnu-
markaðnum og heimavinnandi hús-
mæður fengju engan lífeyri líkt og
aðrir við lok starfsævinnar. „Þó að
þessi ræða hafí verið flutt fyrir tíu
ámm á innihald hennar við í dag,“
sagði Jóhanna. „Ég held að rótina
að réttindaleysi heimavinnandi fólks
sé ef til vill að fínna í neikvæðu við-
horfí margra til heimilisstarfa."
Jóhanna sagði að þrátt fyrir að
þjóðfélagið hefði beinan fjárhagsleg-
an spamað af heimilsstörfum hefði
heimavinnandi fólk engin félagsleg
réttindi. Verst væri ástandið í lífeyr-
ismálum því heimavinnandi ættu
einungis rétt á lífeyri úr almanna-
tryggingum. Jóhanna tók dæmi af
heimavinnandi konu sem skildi við
mann sinn eftir 30 ára hjónaband.
Maðurinn kvæntist aftur en létist
eftir stutt hjónaband. í flestum
lífeyrissjóðum væri reglum þannig
FARMOCEAN eldiskvíar eru framleiddar fyrir
hámarks ÁLAG, ÖRYGGI og HAGKVÆMNI í rekstri.
Sölumaöur frá FARMOCEANAB veröur til viðtals
hjá okkur í fyrstu viku febrúar.
VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR
NÁNARI UPPLÝSINGUM.
SINDRA A4STALHF
Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222