Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
Framboð til fulltrúaþings Sovétríkianna:
Ritstjóri Ogonjok til-
nefiidur eftir mikil átök
Moskvu. Reuter, Economist.
RITSTJÓRI sovéska vikublaðsins Ogonjok, Vítalíj Korotítsj, sem
átt hefur í útistöðum við harðlínumenn í kommúnistaflokknum,
var á þriðjudagskvöld tilnefiidur sem frambjóðandi á fúlltrúaþing
Sovétríkjanna eftir stormasaman ftind, sem stóð í fjórar klukku-
stundir. Þótti fundurinn sýna að Sovétmönnum gengi erfiðlega að
tileinka sér lýðræði eftir að hafa búið í áratugi við kosningar, þar
sem valið stendur einungis um einn frambjóðanda.
Reuter
Björgunarmenn við Sol de Oro-námuna í Suður-Perú, um 200 km
frá Lima. Innbyrðis átök milli námamannanna eru talin hafa valdið
sprengingunni.
Námaslys í Perú:
Ottast um 200 menn
ÓTTAST er, að allt að 200 gullgrafarar hafi farist þegar sprenging
varð í námu í Suður-Perú sl. föstudag. Námamennirnir stunduðu gull-
gröftinn sem einstaklingar og er slysið rakið til átaka, sem urðu á
Hátt í þúsund manns voru á
fundinum, sem haldinn var í bygg-
ingu verkalýðsélags í Moskvu.
Hlaut Korotítsj 787 atkvæði fund-
armanna, meðan verksmiðjustjóri
nokkur fékk 145 atkvæði og for-
stöðumaður sjúkrabílaþjónustu
fékk ijögur atkvæði. Korotítsj
hafði reynt að hljóta tilnefningu á
öðrum fimdi í þessum mánuði en
sú tilraun mistókst eftir að átök
höfðu brotist út milli róttækra
stuðningsmanna umbótastefnu
Gorbatsjovs og rússneskra þjóð-
emissinna.
Mikil ringulreið ríkti á fundinum
á þriðjudagskvöld. Fundarstaðnum
var lokað hálfri klukkustund fyrir
fundinn og var mikill troðningur
meðal hundruð manna, sem ekki
komust inn. Dymar vom ekki opn-
aður aftur fyrr en mannfjöldinn
hafði brotið niður girðingu og
mölvað rúður. Fundarstjórinn, sem
eins og aðrir fundarmenn virtist
eiga í miklum erfiðleikum með að
skilja nýju kosningalögin, var
margsinnis hrópaður niður á fund-
inum. Ennfremur þurfti að gera
hlé á fundinum vegna óláta nokk-
urra félaga i Pamjat, hreyfingu
rússneskra þjóðemissinna.
Korotítsj var þó ekki viðstaddur
fundinn því hann var í Banda-
rílgunum. Þrír atkvæðamiklir um-
bótasinnar - augnaskurðlæknirinn
Svjatoslav Fedorov, skáldið Jevg-
eníj Jevtúshenko og fréttamaður-
inn Vladímír Tsvetov - börðust
hins vegar fyrir tilnefningu ritsjór-
ans á fundinum. „Efnahagurinn
er mikilvægur en ef við höfum náð
einhveijum árangri hefur það verið
á sviði g7as/20sfcs(opnunar) og lýð-
ræðis,“ sagði Jevtúshenko á fund-
inum. „Hefðum við náð jafn langt
með g-/asnosí-stefnuna og lýðræðið
án Ogonjok?“ bætti skáldið við.
Kjömefnd þarf að leggja blessun
sína við framboð Korotítsj í kosn-
ingunum til fulltrúaþingsins, sem
fram fara 26. mars. Fresti til að
skila tilnefningum lauk á þriðjudag
og skráning frambjóðenda stendur
til 23. febrúar.
Útistöður ritstjórans við
yfirvöld
Korotítsj varð ritstjóri Ogonjok
árið 1986 og gerði blaðið að mál-
svara gfasnosí-stefnunnar. Blaðið
er nú gefíð út í 3,2 milljónum ein-
taka, miðað við 1,2 milljónir áður
en Korotítsj tók við ritstjóminni. Á
þessum tíma hefur blaðið valdið
mikilli reiði meðal harðlínumanna
í kommúnistaflokknum, sem marg-
ir hverjir hafa orðið fyrir barðinu
á skrifiim þess.
Meðal helstu andstæðinga Ko-
rotítsjs eru Jegor Lígatsjov, helsti
harðlínumaðurinn í stjómmálaráð-
inu, leiðtogar Pamjats, hreyfingar
rússneskra þjóðemissinna, sem
segja Korotítsj „útsendara síon-
ista“, og sjö atkvæðamiklir rithöf-
undar sem fordæmdu Ogonjok í
bréfí er birtist í Prövdu 18. janúar.
Yfírvöld hafa oftsinnis lagt stein
í götu ritstjórans. Síðasta sumar
var Korotítsj til að mynda tilkynnt
að fækka þyrfti eintökum viku-
blaðsins vegna skorts á pappír en
stuðningsmönnum ritstjórans tókst
að koma í veg fyrir að það yrði
gert eftir mikil mótmæli. Þá
reyndu jrfírvöld í desember að
fækka litsíðum blaðsins og var
ástæðan sögð tækjaskortur.
Korovítsj bað vestur-þýska og
spænska útgefendur um að prenta
hluta útgáfunnar en þegar ganga
átti frá samningum þess efnis til-
kynntu yfirvöld að þau gætu ekki
tryggt að flutningabifreiðar, sem
flytja myndu blaðið til landsins,
fengju leyfí til að fara inn fyrir
landamærin. Eftir mikið þref var
Korotítsj síðan tilkynnt að litsíð-
unum yrði aðeins fækkað tíma-
bundið, eða þar til á næsta ári. „Eg
hef litla trú á slíkum loforðum,"
segir ritstjórinn. „Ef eitthvað er
bannað í þessu landi er ólíklegt
að það verði leyft aftur."
í skýrslunni kemur fram að notuð
eru yfirgripsmikil og flókin lög til
að hamla gegn starfsemi andófs-
manna í Austur-Þýskalandi og fang-
elsa þá í sumum tilvikum. „Leyndin
yfír öllu gerir erfítt að meta fyllilega
stöðu mannréttindamála f Austur-
Þýskalandi...LeyniIeg réttarhöld,
leynileg fyrirmæli til lögfræðinga og
milli þeirra.
Jose Carrasco, orku- og námaráð-
herra, sagði á þriðjudag, að mennim-
ir hefðu barist um aðgang að gullæð
í námunni og hefði einn hópurinn
kveikt elda til að ná sér niðri á öðr-
um. Áður var talið, að sprengingin
hefði orðið fyrir óhapp. Sagði Carras-
co, að líklega hefðu allt að 200 menn
lokast inni í námunni, sem hefði hru-
óljóst orðuð lög gera yfírvöldum
kleift að dæma alla starfsemi, sem
þeim mislíkar, ólöglega...Auk þess
er almenningi bannað að fylgjast
með réttarhöldum og því örðugt að
komast að því hvenær dómarar njóta
sjálfstæðis og hvenær þeir eru beitt-
ir pólitískum þrýstingi."
Amnesty segir að ekki sé fjallað
nið saman að nokkru. Þó em enn
taldar vonir um, að einhveijir kunni
að finnast á lífí.
Eiginlegum grefti í námunni var
hætt fyrir 40 árum en síðan hafa
einstaklingar nýtt hana af og til. Að
undanfömu hafa um 1.200 menn
unnið í henni á þremur vöktum.
um handtökur og réttarhöld vegna
pólitfskra afbrota í austur-þýskum
1 Qölmiðlum og oft frétti almenningur
í landinu fyrst af slíkum málum með
því að fylgjast með vestur-þýsku
sjónvarpi sem sést í meginhluta
landsins. Austur-þýsk stjómvöld
neita því að pólitískir fangar séu í
landinu en segja hins vegar að nokkr-
ir hafi verið dæmdir fyrir „svívirðing-
ar um ríkið." Lagagreinar um slík
afbrot em byggð á gömlum, sovésk-
um lögum sem oft vom notuð gegn
sovéskum andófsmönnum á dögum
Brezhnevs.
Austur-Þýskaland:
Mannréttíndabrot dui-
in með lagaflækjum
London. Reuter.
AUSTUR-ÞÝSKUM stjómvöldum tekst að koma í veg fyrir að firéttir
berist af fjölmörgum mannréttindabrotum f landinu, segir í skýrslu
alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty Interaational, sem birt-
ist f gær. Stjóm landsins er f skýrslunni hvött til að afnema lög sem
hindra fólk í að flytjast úr landi og takmarka tjáningar- og fúndafrelsi.
Boeing-verksmiðjurnar sæta gagnrýni
fyrir lítil gæði og aukna smíðagalla
Daily Telegraph. Financial Timcs. Reuter.
BOEING-flugvélaverksmiðjumar hafa verið gagnrýndar að undanf-
örau fyrir að hafa slakað á gæðum til þess að geta afhent flugvélar
á réttum tíma. í sfðustu viku var samsetning 747-400 þotunnar,
nýrrar gerðar 747-breiðþotunnar, stöðvuð vegna óbærilægs álags f
verksmiðjunni og afhendingu hennar frestað, en smfðin er þegar
orðin nokkrum mánuðum á eftir áætlun. Hermt er að yfirmenn
Boeing séu ipjög áhyggjufúllir yfir þvf hveraig komið er og te(ji
fyrirtækið hafa beðið hnekki með töfinni á afhendingu 747-400
þotunnar, en í tvo áratugi hafa allar áætlanir um smfði, þróun og
afhendingu nýrra þotutegunda fyrirtækisins staðist. Má segja að
Boeing-fyrirtækið sé að verða fóraarlamb eigin velgengni. ffyrra
var metár f sögu fyrirtækisins er pantaðar voru þjá því flugvélar
að verðmæti rúmra þriggja milljarða dollara, eða um 150 milfjarða
fsl. króna. í pöntun eru hjá verksmiðjunum 1.105 þotur af ýmsum
gerðum og berist pöntun f nýja flugvél f dag fiæst hún ekki afhent
fyrr en árið 1995 vegna biðlistans.
Boeing hefur reynt að auka af-
köst til þess að geta afhent þotum-
ar á réttum tíma. Hefur fyrirtækið
orðið að stórfjölga starfsmönnum,
eða um 21.500 manns á síðustu
fímm árum, og vinna því um 97
þúsund manns hjá verksmiðjunum.
„Velgengnin er að koma okkur í
koll. Við sjáum ekki fram úr verk-
efnum og emm með of marga við-
vaninga, eða grænar baunir eins
og við köllum þá, í vinnu. Okkur
vantar kunnáttumenn," sagði Dean
Thomton, forstjóri Boeing í viðtali
við Los Angeles Times í haust.
Yfírmenn fyrirtækisins em ekki
jafn opjnskáir í dag og vilja sem
minnst úr erfíðleikunum gera, segj-
ast vera að komast yfír þá.
Hermt er að ein helzta orsök
erfíðleika Boeing sé að fyrirtækinu
hafí gengið illa að ráða hæfíleika-
fólk. Einnig að starfsþjálfun sé
ekki sambærileg við það sem áður
hafi verið. Hafí þetta leitt til mikill-
ar yfírvinnu. Algengt hefur verið
að undanfömu að flugvélasmiðir
hafí unnið 10 tíma eða lengur dag
hvem í þijá mánuði án frídaga.
Álagið hefur leitt til þess að gæðum
hefur hrakað. Hafa stór flugfélög
á borð við Japan Air Lines, Americ-
an Airlines og British Airways (BA)
m.a. fundið að því að framleiðslu-
gæðum væri vemlega ábótavant.
Brezka félagið kvartaði t.a.m.
undan því í fyrra að ýmiss konar
smíðisgöllum í flugvélum færi
fjölgandi. Undantekningalaust
fyndust spmngur sem ekki ættu
að vera, skrúfur eða smástykki
vantaði hér og þar, hnoð snem
öfugt o.s.frv. í flugvélum, sem fyr-
irtækið hefði smíðað fyrir BA. Éin
þota, sem félagið fékk afhent, hefði
beinlínis verið hættuleg vegna
galla. í bréfi flugfélagsins til Bo-
eing-verksmiðjanna sagði að gallar
í flugvélum og mistök við smíði
þeirra bentu til þess að „ástæðan
fyrir litlum afrekum Boeing í gæða-
málum væri ónóg þjálfun starfs-
manna og skortur þeirra á faglegri
þekkingu". Þeir virtust heldur ekki
átta sig á því að með því að fela
mistök við flugvélasmíði í stað þess
að lagfæra þau væri voðinn vís,
eins og sagði í bréfinu. í síðustu
viku sagði talsmaður BA að félagið
væri ánægt með hvemig Boeing
hefði bmgðist við kvörtunum fé-
lagsins.
Athygli hefur vakið að við skoð-
un á Boeing 757-þotum, reyndist
frágangur tenginga i eldvamar-
kerfí sjö flugvéla af þessari tegund
rangar. Þær era smiðaðar í Ren-
ton-verksmiðjunum, þar sem gæða-
eftirlit og framleiðslugæði hafa
þótt meiri en í Everett-verksmiðj-
unni, þar sem 747-breiðþotan er
framleidd. Fyrst skoðunarmenn
flugfélaga reka augun í galla af
þessu tagi er spurt hvemig á því
standi að þeir fara fram hjá skoð-
unarmönnum verksmiðjanna.
Betri stjórnun og eftirlit
hjá Airbus Industrie?
Fulltrúar British Airways héldu
því fram I vetur að munurinn á
framleiðslustjómun og gæðaeftir-
liti hjá Boeing og evrópsku flug-
vélaverksmiðjunum Airbus Ind-
ustrie væri ótrúlega mikill. Hafa
þeir sagt að evrópsku verksmiðj-
umar væm „á annarri plánetu en
Boeing" svo mikill væri munurinn
þeim í hag.
Verksmiðjur Boeing em í borg-
unum Everett og Renton, suður af
Seattle í Washington-ríki. í Renton
em 737- og 757-gerðimar smiðað-
ar, en þær hafa veirð í fregnum
að undanfömu vegna ýmissa flu-
gatvika. Þessar flugvélar hafa selzt
vel að undanfömu. Álagið er þó
meira í Everett-verksmiðjunni þar
sem unnið er að smíði nýju fjög-
urra hreyfla 747-400 þotunnar í
stærstu byggingu heims, en hún
er 250 þúsund fermetrar að stærð
og 8,2 milljónir rúmmetrar. Alls
hefur 21 flugfélag keypt 166 þotur
af þessari gerð. Aðeins tveir menn
verða í stjómklefa þeirra í stað
þriggja á eldri tegundum. Hver
þeirra kostar um 125 milljónir doll-
ara, eða um 6,2 milljarða króna.
Upphaflega stóð til að tvær fyrstu
þotumar yrðu afhentar North
West-flugfélaginu í síðasta mán-
uði, en því hefur verið slegið á frest
vegna seinkana á smíði og reynslu-
flugi.
Smíði breiðþotu er flókin, eh hún
er samsétt úr hálfri fímmtu milljón
hluta. í byijun síðustu viku var
samsetning stöðvuð um skeið með-
an ýmsir þættir smfðinnar yrðu
endurskoðaðir. Starfsmenn sögðu
mikið álag og óhóflega yfírvinnu
hafa leitt til minni afkasta. Hafí
hálfkláraðir verkþættir þannig
færst milli vakta sem gerði eftirlit
tímafrekara. Formaður stéttarfél-
ags flugvélasmiða hefur sagt að
tilraunir til þess að auka afköst í
Boeing-verksmiðjunum hafí leitt til
mikillar yfirvinnu og komið hafí
fyrir að menn hafí sofnað við sam-
setningu flugvélar.
Boeing harðneitar
Af hálfu Boeing er þvf harðlega
neitað að framleiðslugæðum hafí
hrakað. Þvert á móti segja tals-
menn fyrirtækisins að ráðningar-
og þjálfunarkröfur, sem gerðar
væm til nýrra starfsmanna, séu f
engu minni en verið hefur. Þeir
þyrftu að hafa a.m.k. tveggja ára
starfsreynslu í fyrirtækjum tengd-
um flugi og að hafa lokið 200
stunda framhaldsskólanámi. Einn-
ig þyrftu þeir að ljúka 200 stunda
námskeiði í þjálfunarstöð verk-
smiðjanna áður en þeir fengju að
hefja störf við sjálfa flugvélasmíð-
ina. Þar þyrftu þeir að ljúka
ákveðnum reynslutfma undir leið-
sögn og eftirliti áður en þeir teld-
ust fullfærir. Starfsmenn fyrirtæk-
isins halda því hins vegar fram að
þessi reynslutími á sjálfri fram-
leiðslulfnunni hafí verið vemlega
styttur undanfarið.
Boeing-verksmiðjumar hafa ver-
ið leiðandi f flugvélaframleiðslu í
um þijá áratugi. Dregið hefur úr
yfirburðum þess á undanfömum
ámm vegna vaxandi samkeppni frá
evrópsku flugvélaverksmiðýunum
Airbus Industrie og bandarfsku