Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
Gríska sljórnin:
Neyðarfiindur vegna að-
gerða hryðjuverkasamtaka
Ríkissaksóknari myrtur af marx-
istasamtökum við heimili sitt
Aþenu. Reuter.
ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, kallaði á
þriðjudag sarnan neyðarfund ríkisstjórnarinnar og helstu yfirmanna
ötygpsgæslu í landinu eftir að Anastasis Vernardos, saksóknari við
hæstarétt, var myrtur fyrir utan heimili sitt. Við lík mannsins fannst
sjö síðna plagg fr'á marxískum hermdarverkasamtökum er nefiiast
Fyrsti maí. Var hótað fleiri hryðjuverkum en tveir aðrir saksóknar-
ar hafa orðið fyrir skotárásum síðustu tvær vikur.
í yfírlýsingu hermdarverkasam-
takanna sagði að Vemardos og
aðrir grískir dómarar væru leiguþý
kapítalista og hefðu þeir ofsótt
verkalýðinn, aðstoðað spillta stjóm-
málamenn og viljað framselja bylt-
ingarsinna til annarra ríkja. Vem-
ardos hefði m.a. sem saksóknari
reynt að fá þvf framgengt að mað-
ur, sem grunaður er um aðild að
ítalska hryðjuverkahópnum Rauðu
herdeildimar, yrði framseldur til
Ítalíu. Svo fór að lokum að gríska
stjómin lét manninn lausan úr fang-
elsi.
Fyrsti maí hótaði einnig með
óljósu orðalagi að hefna sín á þeim
sem vinna að máli er Bandaríkja-
stjóm hefur höfðað til að fá fram-
seldan Mohammed Rashíd, meintan '
palestínskan skæruliða. Hann er
grunaður um aðild að ráni á banda-
rískri farþegaþotu 1982 er kostaði
einn farþega lífíð.
Það vom samtök er nefnast Bylt-
ingarsamtökin 17. nóvember sem
særðu áðumefnda tvo saksóknara
en þau em talin hættulegustu
hiyðjuverkasamtök landsins. Telja
yfírvöld að þau hafí nú tekið upp
samvinnu við Fyrsta maí og sumir
telja jafnvel að um sé að ræða tvö
nöfn á sömu samtökunum.
Reuter
Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, sést hér á leið
í hjartaskoðun á sjúkrahúsi í Aþenu og er Dmítra Lianí, lagskona
hans, með í för. Ráðherrann, sem er 69 ára gamall, var skorinn upp
við hjartagalla í London í september en læknar sögðu að lokinni
skoðun i gær að honum heilsaðist vel eftir atvikum.
Fjármálahneykslið í Japan:
Reuter
16 farast er
íbúðarhús
hrynur
ÓTTAST var um líf 20
manna eftir að fimm hæða
íbúðarhús hrundi til grunna
í Kaíró i Egyptalandi á
sunnudagskvöld. Björgunar-
menn sögðu i gær að 16 lík
hefðu fúndist og að minnsta
kosti fjórir til viðbótar væru
enn grafnir í rústunum.
Staða Takeshita forsætis-
ráðherra verður æ erfiðari
Vandfiindinn sá fi*ammámaður, sem ekki hefiir þegið fé af Recruit-fyrirtækinu
Tókýó. Reuter.
NOBORU Takeshita, forsætisráðherra Japans, á nú mjög i vök að
veijast vegna mesta fjármálahneykslis í landinu frá stríðslokum.
Hafa þrír ráðherrar orðið að segja sér embætti vegna þess á einum
mánuði og hafa nú sumir á orði, að Takeshita verði að segja af sér
eða skipa nýja stjórn.
Málið snýst um það, að eigendur
stórfýrirtækis í Japan, móðurfyrir-
tækis ýmissa annarra fyrirtækja,
buðu ráðherrum og öðrum frammá-
mönnum hlutabréf á lágu verði og
studdu þá einnig með flárframlög-
um. Segja fréttaskýrendur, að þetta
hneyksli sé það mesta í japönskum
stjómmálum frá stríðslokum og
óvíst hvort Takeshita takist að kom-
ast yfír það. í síðasta mánuði urðu
Kiichi Miyazawa fjármálaráðherra
og Takashi Hasegawa dómsmála-
ráðherra að segja af sér þegar upp
komst, að þeir höfðu þegið fé af
fyrirtækinu, og í fyrradag bættist
þriðji ráðherrann við, Ken Harada
efnahagsáætlanaráðherra.
Takashi Inoguchi, prófessor í
stjómmálafræðum við Tókýóhá-
skóla, segist vera undrandi á
klaufaskap Takeshita forsætisráð-
herra í þessu máli. „Ég hélt, að
hann væri slyngur stjómmálamaður
en ég er ekki viss um það lengur,“
sagði hann. Ritari Koichiro Aino,
nýja efnahagsáætlanaráðherrans,
fullyrti í fyrrakvöld, að Aino hefði
aldrei tekið við fé frá fyrirtækinu
fyrmefnda, Recruit-hópnum eins
og hann heitir, en í gær sögðu fjöl-
miðlar, að hann hefði þegið eina
milljón jena, tæplega 390.000 ísl.
kr., í styrk frá því á síðasta ári.
Er það framlag þó innan löglegra
marka.
„Hugsast getur, að ítök og áhrif
Recruit í japönskum stjómmálum
séu orðin svo mikil, að Takeshita
geti ekki skipað neinn, sem er alveg
laus við þau,“ sagði Inoguchi og
bætti við, að líklega hefði þetta
mál minni áhrif á gengi stjómar-
flokksins, Frjálslynda demókrata-
flokksins, en ætla mætti og vegna
þess, að ýmsir forystumanna stjóm-
arandstöðunnar hefðu einnig notið
gjafmildi Recruits.
„Allir ráðherrar í ríkisstjóm Tak-
eshita ættu að segja af sér til að
unnt reynist að ráða fram úr þessu,“
sagði aðalritari Sósíalistaflokksins,
helsta stjómarandstöðuflokksins,
og talsmaður Lýræðislega sósíal-
istaflokksins sagði, að Takeshita
kæmist ekki hjá að endurskipu-
leggja stjómina frá grunni.
Hvíta-Rússland:
Fallast á að reisa
minnisvarða um
fórnarlömb Stalíns
Noboru Takeshita
Moskvu. Reuter.
YFIRVÖLD í Hvíta-Rússlandi
hafii fallist á að láta reisa minnis-
Þurrasti vetur aldarinnar á Ítalíu:
Langþráð úrkoma
Snjór í Olpunum o g rigning á S-Italíu
Tóríno. Frá Brynju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins.
Skíðafólk hefiir þurft að láta sér nægja snjóleysi, eða í besta falli
gervisnjó á flestum skíðasvæðum Ítalíu, og bændur hafa þurft að
sá hvað eftir annað, þar sem nánast engin úrkoma hefúr verið á
Ítalíu í vetur. Þetta er þurrasti vetur aldarinnar samkvæmt mæling-
um italskra veðurstofa.
Loksins, um helgina, kom hin
langþráða úrkoma. Snjór í fjöllin
og rigning á Suður-Ítalíu þar sem
hundruð þúsunda ítala byggja af-
komu sína á landbúnaði ýmiss kon-
ar.
Samtök bænda hafa farið fram
á stuðning ríkisins þar sem lítil
úrkoma í vetur hefur eyðilagt upp-
skeru áð miklu leyti. Tjónið vegna
vatnsleysisins er talið nema um 40
milljörðum íslenskra króna. Einnig
hefur verið talað um að hugsanlegt
sé að skortur verði á neysluvatni í
sumar.
Skíðafólk hefur heldur ekki verið
með kátasta móti. Auk ítala sem
fara oft í helgarfrí á skíðasvæðin í
Ölpunum, kemur árlega fjöldinn
allur af erlendum ferðamönnum.
Lítill sem enginn snjór hefur verið
í vetur í Alpaijöllunum og hafa
margir ferðamenn krafíst endur-
greiðslu af ferðaskrifstofum sínum.
Margir ítalskir skíðakappar hafa
leitað á náðir frönsku skíðasvæð-
anna, og rennt sér á skíðum í 4.000
metra hæð yfír sjávarmáli, þar sem
snjór er allan ársins hring. Fyrr í
vetur, nánar tiltekið um jólin, fór
hópur skíðafólks frá Sardiníu til
Sestriere-skíðasvæðisins í ítölsku
Ölpunum, þar sem engan snjó var
að sjá. Hópurinn settist að í hús-
næði ferðamálaráðs staðarins og
neitaði að hreyfa sig fyrr en við-
komandi ferðaskrifstofa samþykkti
að endurgreiða ferðina. Yfírmenn
ferðaskrifstofunnar gengu nauðug-
ir að kröfunni, en þetta mun ekki
vera einsdæmi.
Á sumum skíðasvæðum hefur
gervisnjó verið dreift um brekkum-
ar, en um helgina byijaði að snjóa
og mældist helgarúrkoman að með-
altali um 20 sentimetrar, sem er
ekki mikið, en menn vonast nú til
að Vetur konungur fari að láta sjá
sig, því í vetur hefur hitastig verið
óvenju hátt á Ítalíu. Vorblóm eru
sprungin út á sumum stöðum og
fyrir helgina voru skíðabrekkumar
líkari skrúðgörðum en skíðasvæð-
varða um þúsundir manna, sem
öryggissveitir Stalíns skutu til
bana í Kúraptíj-skógi nálægt
Mínsk á Qórða áratugnum.
Fréttastofan TASS skýrði frá því
á þriðjudag að haldin yrði opin sam-
keppni um hönnun minnismerkis-
ins. Yfírvöld hefðu einnig fyrirskip-
að útgáfu á sérstakri bók til minn-
ingar um þá sem kúgaðir voru í
lýðveldinu á ijórða, fimmta og sjötta
áratugnum.
Fjöldamorðin í Kúraptíj-skógi,
sem uppgötvuð voru í fyrra, hafa
orðið tákn um þá baráttu sem átt
hefur sér stað milli fíjálslyndra rit-
höfunda og yfirvalda lýðveldisins.
Rithöfundamir hafa sakað yfírvöld
um að hafa reynt að leyna fjölda-
morðunum og koma í veg fyrir
stofnun hreyfíngar and-stalínista,
Martírolog, en allt bendir til að hún
sé að verða fjöldahreyfing í líkingu
við þjóðfylkingamar í Eistrasalts-
ríkjunum.
Fomleifafræðingurinn Zenon
Poznjak, sem rannsakaði fyrstur
manna ijöldamorðin, skýrði frá því
í tímariti rithöfunda í Mínsk í maí
að í það minnsta 125.000 hefðu
fundist í skóginum. Dagblaðið
Moskvu-fréttir greindi frá því að
hópar manna hefðu á degi hveijum
verið fluttir á vörubílum í skóginn,
þar sem þeir hefðu verið skotnir á
stuttu færi.
Edmund Hill-
ary lávarður:
Stöðvið
klifi*iðá
Everest!
Khatmandu. Reuter.
Fjallaleiðangrar hafa
breytt Everest-tindi, hæsta
fjalli jarðar, í ruslahaug og
stöðva ætti þá tímabundið á
meðan umhverfisspjöll verða
lagfærð, sagði Edmund Hill-
ary lávarður á ferðamálaráð-
stefiiu i Nepal á þriðjudag.
Hillary lávarður, sem við
annan mann varð fyrstur til að
klífa hæsta tind heims, lagði
til að klifur á fjallið yrði stöðv-
að í fímm ár á meðan náttúran
jafnaði sig. „Skógar hafa verið
eyddir, troðningar huldir rusli
og fjöllin standa upp fyrir axlir
í úrgangi," sagði Hillary meðal
annars. Hann mæltist eindregið
til þess að Nepal-búar fyndu
leiðir til að græða á ferðamönn-
um án þess að valda óbætanleg-
um spjöllum á náttúrunni.