Morgunblaðið - 26.01.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
27
Hermálanefiid NATO:
Norskur herforingi
kjörinn formaður
VIGLEIK Eide, hershöfðingi
og yfirmaður herafla Noregs,
hefur verið kjörinn formaður
hermálanefiidar Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) í stað
Wolfgangs Altenburgs firá
Vestur-Þýskalandi. Eide mun
taka við formannsstöðunni i
september.
Vigleik Eide er 55 ára gamall
og kom val hans nokkuð á óvart,
að sögn heimildarmanna í höfuð-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins
í Brussel. Almennt hafði verið
búist við því að ítalski flotaforing-
inn Marío Porta yrði fyrir valinu.
Sir John Fieldhouse, fyrrum for-
seti breska herráðsins, baðst und-
an kjöri af heilsufarsástæðum en
hann var einnig talinn eiga góða
möguleika.
Vigleik Eide var kjörinn for-
maður nefndarinnar með öllum
greiddum atkvæðum. Hann var
yfírmaður herafla Atlantshafs-
bandalagsins í Norður-Noregi frá
1986 til 1987. Að auki hefur hann
gegnt ijölmörgum ábyrgðarstöð-
um innan norska hersins en feril
sinn hóf hann í fótgönguliðinu.
Hann stundaði nám í háskóla
hersins í Hamborg í Vestur-
Þýskalandi og í vamarmálaskóla
Atlantshafsbandalagsins f Róm á
Ítalíu auk þess sem hann hefur
sótt námskeið í stjómun og skipu-
lagi landvama í Bandaríkjunum.
Formaður hermálanefndarinn-
ar er kjörinn til þriggja ára í senn.
Vigleik Eide.
Hermálanefndin gerir tillögur um
ráðstafanir er þykja nauðsynlegar
í þágu sameiginlegra vama aðild-
arrílgá Atlantshafsbandalagsins
og era þær lagðar fyrir Atlants-
hafsráðið, sem er æðsti vettvang-
ur ákvarðana og ráðuneytis hjá
bandalaginu og Nefndina um
vamaráætlanir. Formaðurinn
stjómar daglegum störfum nefnd-
arinnar og kemur fram sem mál-
svari hennar. Þá er hann fulltrúi
nefndarinnar á fundum Atlants-
hafsráðsins auk þess sem undir
hann heyra ýmsar hemaðarstofn-
anir Atlantshafsbandalagsins.
Heimild:/ane’s Defence We-
ekly.
Norðursjorinn:
Minni hætta á
mengunarslysi
Staíangxi. Reuter.
TALSMENN norska olíufyrirtækisins Saga Petroleum segja, að
hættan á að öryggisloki við einn oliubrunn félagsins bresti fari minnk-
andi og kveðast þeir þess fullvissir, að búið verði að koma öðrum
fyrir í vikulok.
Olíubrannurinn, sem er á Eko-
físksvæðinu, er nærri fimm km
djúpur og olían og gasið undir mikl-
um þrýstingi. Lá við, að illa færi
sl. föstudag en þá tókst þó að loka
branninum með öiyggisloka. Síðan
hafa menn óttast, að lokinn þyldi
ekki þrýstinginn með þeim afleið-
ingum, að allt að 50.000 olíuföt
streymdu út í Norðursjóinn dag-
lega. Talsmenn félagsins segja, að
nú sé mesta hættan liðin hjá og
verði það ekki neinum vandkvæðum
bundið að ganga tryggilega frá
branninum með öðram loka.
Þiýstingurinn í branninum hefur
ekki aukist og er nú 10.000 pund
á ferþumlung en lokinn þolir 15.000
punda þiýsting.
• t
T0LVUNAMSKEH)
Sækið námskeið hjá traustum aðila
Haldin verða á næstunni eftirfarandi námskeið:
Námskeið Dagsetning
Grunnnámskeið í einkatölvum......28.-29. janúar
WordPerfect (Orðsnilld) - byrjun.4.-5. febrúar
WordPerfect (Orðsnilld) - framhald.11 --12. febrúar
Multiplan - töflureiknir.......11.-12. febrúar
Ópus - fjárhags- og viðskiptamannabókhald.18.-19. febrúar
dBase IV - gagnagrunnur........25.-26. febrúar
Öll tölvunámskeiðin eru um helgar og byrja kh 10.00 árdegis.
Ýmis stéttarfélög styrkja félaga sína til þátttöku.
Skráning og frekari upplýsingar: Sími 91-688400.
Verzlunarskóli íslands
Það eru
ekki allir
svo heppnir - eða eigum við að segja lánsamir - að finna hvergi til
í skrokknum, þegar þeir eru komnir á miðjan aldur, og flest okkar
finnum greinilegan mun á vellíðan þann og þann daginn þegar
við höfum sofið vel. Það er að segja - sofið í einum dúr frá kvöldi
til morguns.
WkSlannslíkaminn er undursamleg „vél“, er virðist þola sitt
af hverju sem við leggjum á hana tímabundið, hvort sem það heit-
ir skortur, t.d. (strangur megrunarkúr), mikið erfði eða ofát. Og
við misbjóðum þessari vél nánast á hveijum degi á einhvern hátt.
|itt er þó alveg víst. Mannslíkaminn þolir ekki, hvort sem
það er í stuttan tíma eða til lengdar, að vera án nauðsynlegrar
hvíldar - fá ekki nægan svefn. Hvort sem það er barn eða gamal-
menni, æsku- eða hreystiskrokkur, þá kemur strax í ljós ýmiskon-
ar vanlíðan, ef á svefninn vantar.
Bfflm þetta þarf ekki að fjölyrða. Þetta vita allir. En hvað
veldur óværnm - slæmum - svefni? Jú, við vitum að það er ekki
gott að kýla vömbina áður en við förum í háttinn, þamba kaffi,
að fara upp í rúm með áhyggjur sínar af morgundeginum eða liggja
á einhverju svo hörðu eða mjúku, að eðlileg blóðrás líkamans
hindrist.
EcJinir fornu Rómverjar sögðu: Besta krydd matar er svengd-
in. Eins er hægt að segja að besta svefnmeðalið sé notaleg þreyta.
En því miður, notaleg þreyta er ekki nóg til þess að þú sofir vel -
EFDÝNAN ÞÍN ER VOND DÝNA.
Uið getum ekki ráðlagt þér hvaða dýna er best fyrir þig.
Það er svo einstaklingsbundið hvað hentar hverjum. Þess vegna
bjóðum við upp á í verslun okkar nokkra tugi dýnugerða og ótak-
markaðan skiptirétt þangað til þú finnur dýnuna sem þú sefur vel
á. Þetta kostar þig ekki neitt - VIÐ SKIPTUM UM DÝNUR
ÞANGAÐ TIL ÞU ERT ÁNÆGÐ(UR).
EÍJvernig væri að byrja á því að prófa dýrustu fjaðradýnuna
sem hægt er að kaupa á Islandi - Lux-Ultraflex dýnuna okkar frá
Scapa verksmiðjunum í Svíþjóð? Stífa dýnu eða mjúka Lux-
Ultraflex dýnu? Hún kostar að vísu 28.900,- í stærðinni 90x200
cm, en verðið gleymist fljótt ef þú verður ánægð(ur). Þeir, sem
eru undir þrítugsaldri eða mjög léttir, ættu hugsanlega frekar að
byija á að prófa Lux-Komfort fjaðradýnuna okkar frá Scapa, sem
kostar 10.620,- í sömu stærð.
LUX
ULTRAFLEX
Fjaðradýna, stífeð mjúk, með
tvöfalt fjaðrakerfii tréramma.
í efri fjaðramottunni eru 240
LFK fjaðrirá fermetra og í
neðri mottunni 130Bonell
fjaðrirá fermetra.
Dýnunni fylgir þvottekta
yfirdýna.
Krónur
28.900,-
íi
Húsgagna-lwllin
REYKJAVÍK