Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Ríkisstjórnin yfír Seint á síöasta ári tók ný ríkisstjórn við völdum á Islandi. A skömmum tíma hefur þessi ríkisstjóm náð að leiða yfir íslenskt þjóðfélag meiri höft og skattheimtu en þekkst hefur um langt skeið. Á þessari opnu, sem ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík standa að, verður sýnt fram á hvernig ríkisstjómin hefur farið yfir á rauðu Ijósi. Það er mikilvægt vegna þeirrar gegndarlausu áróðursherferðar, sem forystumenn ríkis- stjórnarflokkanna hafa staðið fyrir, að upplýsa eins og kostur er hverjar afleiðingar glanna- akstur ofstjórnar og skattheimtu hefur á heimilin og fyrirtækin í landinu. Ungir sjálfstæðismenn hafa oft áður lagt til að ráðdeild og sparnaður taki við af miðstýringu og eyðslu í þjóðfélaginu. Nú er þó án efa meiri þörf en nokkru sinni fyrr að andmæla þeirri hugmyndafræði vinstri stjórnarinnar, sem hefur það að markmiði að snúa aftur til fortíðarinnar með gamaldags millifærslum og haftahyggju. Skattar aukast stórlega Síðan ríkisstjórnin tók við hafa skattaálögur á einstaklinga, heimili og fyrirtæki stóraukist. Þar má nefna hækkun á eigna- skatti, tekjuskatti, vörugjaldi, bifreiðagjaldi og ýmsu fleira. • Tekjuskattur hækkar Tekjuskattur var hækkaður um tæp þrjú prósent. Mesta tekjuskatts- hækkunin er þó fólgin í afnámi vísi- tölutryggingar á persónufrádrátt. Það sem Ólafur Grímsson kallar svo sakleysislega „skattavísitölu" er aðeins falin leið til þess að snuða launþega um skattalækkun, sem skattalög fyrrverandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir, samfara minnkandi kaupmætti. Ólafur Grímsson hefur með fulltingi Aðalheiðar Bjarnfreðs- dóttur hækkað skattfrelsismörk einstaklinga um tæpar 3.000,- kr. á mánuði. • Eignaskattur; eigna- námió árió 1989 Eignaskattur hækkar stórlega. Hækkun eignaskatts þýðir ekki að- eins aukin útgjöld fyrir heimilin heldur varhugaverða þróun í átt til eignanáms, þ.e. fólki, sem hefur náð að koma sér upp þaki yfir höfuðið, er refsað með skattheimtu. Eignar- skattur á eignum umfram 7 m.kr. hefur hækkað um 144% og getur nú verið allt að 2.95%. Fasteign, sem greiða verður af 2.95% eignar- skatt, verður að skila eiganda sínum 2.95% raunvöxtum til þess eins að unnt sé að greiða eignarskattinn. Sé miðað við skatthlutfallið í tekju- skatti og útsvari, 37,74%, ætlast ríkisstjórnin til að eignin gefi af sér 7,8% af fasteignamati í hreinar tekj- ur, sem er hærra en af spariskírtein- um ríkissjóðs. Nú þurfa húseigendur ekki að ótt- ast að alkalískemmdir eyði eignum þeirra. Það gerir stórfelld skatt- heimta. • Bifreióagjaldió; þegar smábílar fóru úr tisku Bifreiðagjaldið hækkar um 11 % og er hækkunin framkvæmd þannig, að af ódýrum og sparneytnum smábíl, sem bar áður 5% toll og 10% bifreiðagjald (samtals 15%), verða gjöld 26%, en af stærri bíl, sem bar 10% toll og 45% bifreiða- gjald (samtals 55%), verða gjöld 66%. í stað þess að hækkunin sé hlutfallsleg, hækka bílar hinna efna- minni mest, en dýrustu bílarnir hækka minnst. Þetta misræmi kom einnig fram í mars 1986 er verð á bílum lækkaði, en var leiðrétt þegar menn sáu hvernig þetta kom út. Þegar ofan á þetta bætist gengis- felling og hækkun skráningargjalds hefur smábíll af árgerð 1989, sem kostaði 520 þúsund kr. áður, kom- ist í 590 þúsund kr. Eru þó ekki komnar fram hækkanir á flutnings- gjöldum, standsetningu o.fl. sem fylgt hefurverðlagi. Þetta er verðstöðvun ríkisstjórnarinnar! • Aó vinna fyrir ríkió Hver íslendingur er fyrstu fjóra mánuði ársins, þ.e. frá janúar til apríl, að vinna einungis fyrir þeim sköttum, sem hann greiðirtil sam- félagsins. Á þeim skamma tíma, sem núverandi stjórn hefur setið,. hefur sá tími lengst um tæplega 10 daga. Erlend lán/ hvernig núllið hjá Ólafí Grímssyni varð að 19 milljörðum Forystumenn stjórnarflokkanna hafa afsakað aukna skattheimtu með því að segja, að dregið sé markvisst úr erlendum lánum. Þannig sé kom- andi kynslóð ekki lengur veðsett í eins miklum mæli hjá erlendum bönkum. En hver hefur raunin orðið? Þetta er einungis enn eitt áróðursbragðið. Fyrirhugaðar lántökur ríkisins á þessu ári eru 19 milljarðar króna. Enda hefur Ólafur Grímsson lítið sem ekkert talað um, hver samdráttur í erlendum lánum ríkisins á þessu ári er. Því síður hefur ráðherrann talað mikið um það á síðustu dögum, að erlendar lántökur alls séu að dragast saman. Þjóðin skuldar í dag um 117 millj- arða króna erlendis. Það þýðir að hver íslending- ur skuldar um hálfa milljón hjá erlendum lánastofnun- um. Að hampa skuldurunum; eða þegar þesr sparsömu urðu að „fjármagnseigendum" Það þarf ótrúlega tækifærismennsku stjórnmála- manna til þess að ráðast á sparendur en hampa skuldurum. Það hefur vinstri stjórninni tekist með afleiðingum, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Þetta er gert með þrennum hætti: Ifyrsta lagi breyting á lánskjaravísitölunni svo skuldararnir hagnast á kostnað þeirra sparsömu. Hvenær dettur þeim síðan í hug að breyta henni aftur og aftur og aftur.... allt eftir hentiseminni? / öðru lagiá að lækka vexti með valdboði. Hvern- ig væri að spyrja sparifjáreigendur, hvort þeir séu tilbúnir til þess að spara ef vextir lækka? Enda kemur á daginn að sparnaður minnkar. íþriðja lagiá að skattleggja sparnað fólksins í landinu. Þessi þrjú atriði eiga það sammerkt að taka Iftið tillit til þeirra, sem með ráðdeildarsemi hafa lagt fyrir; allt í einu urðu þeir er lagt höfðu eitthvað fyrir, að „fjármagnseigendum", en sparnaður hef- ur lengst af þótt óheillamerki hjá vinstri flokkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.