Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 43

Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 43
fwr PAT)vtAf. ,3s HTíOAmmoíri araAjavnioaoM MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 43 HITT OG ÞETTA Öðru hveiju sleppum við handavinnu, matar- og kðku- uppskriftum og lesum okkur til skemmtunar um annað fólk og þess hagi. Eftir að hafa blaðað í gegnum fáein erlend tímarit rakst ég meðal annars á með- fylgjandi frásagnir sem ég býð ykkur upp á í dag i lauslegri þýðingu, ykkur vonandi til fróðleiks og skemmtunar. Vatnsrúmið vinsælt Vatnsrúm hafa nú víða náð miklum vinsældum, en það hefur tekið sinn tíma. Fýrstu vatnsrúm- in sem vitað er um voru gerð í Persíu (sem nú nefnist íran) fyrir um 3.000 árum. Voru það skinn- belgir fylltir af vatni. Ein ástæðan fyrir því að menn hafa nú komið auga á ágæti vatnsrúmsins er sú að heimilislífið er meira metið en verið hefur. Allt er nú reynt til að gera svefn- herbergið vistlegra. Og svo heyr- ast alltaf sögur um fólk sem líður betur í baki og sefur betur eftir að hafa skipt á gömlu rúmdýn- unni og vatnsrúmi. í vatnsrúmi verður hryggurinn ekki fyrir eins miklu álagi þar sem líkaminn fær jafnari stuðning á fljótandi dýnu. Andlitslyfting' Samtök bandarískra lýtalækna hafa skýrt frá því nýlega að þeim karlmönnum hafi ijolgað ört sem leitast eftir fegrunaraðgerðum til að bæta útlit sitt. Segja samtökin að á síðustu 3-4 árum hafi þessum andlitsaðgerðum á körlum fjölgað um 36%. Mörg undanfarin ár hafa karlar stundað mikið margskonar æfíng- ar til að bæta líkamsvöxt sinn, en skokk og íþróttir draga ekkert úr andlitshrukkunum. Þessvegna eru þeir nú famir að leita til lýta- lækna í sí-auknum mæli. Algen- gustu aðgerðimar felast í að lyfta augnabrúnum, sem hjá mörgum vilja gjaman síga með aldrinum og gera þá syfjulega á svip, sem að sjálfsögðu nær ekki nokkurri átt! Einnig er nokkuð um að menn láti taka auka húðfellingar undir hökunni. Hér er ekki um undir- höku að ræða, heldur verður húð- in slök og leggst í fellingar. Þá er andlitslyfting nokkuð vinsæl hjá körlum. Þær aðgerðir eru nokkuð öðruvísi á körlum en kon- um. Hjá körlunum er frekar tekið úr húðinni á bak við eyrun en ekki við hársvörðinn, því erfiðara er að hylja örin við hársvörðinn hjá þunnhærðum körlum. Karlar eru yfirleitt lengur að gróa sára sinna eftir þessar að- gerðir en konur, sem þeim þykir enganveginn gott, því flestir em þeir óþolinmóðir. Eðlilegt er að þeir sem ekki vilja láta sjá ör sín og marbletti eftir aðgerðina haldi sig innan dyra í um tíu daga, en karlamir þurfa að fela sig tveimur dögum lengur. Enginn veit hvers vegna. En þeir uppskera umbun fyrir þjáninguna, segja lýtalækn- amir. Margir karlar endast nefni- lega um tveimur árum lengur í æðstu stöðum þar sem unglegra útlit gefur þeim bæði öryggi og starfsorku. Sambúð Því er haldið fram að hjón eða hjónaleysi fari að líkjast hvort öðru eftir nokkurra ára sambúð. Við segjum oft að hjónasvipur sé nieð sambýlisfólkinu. Þegar allt leikur í lyndi í sam- búðinni fara báðir aðilar oft ósjálfrátt að herma eftir svip- brigðum hvors annars, og það leiðir meðal annars til þess að báðir fá sömu hrukkumar, til dæmis kringum munninn og aug- un. Rannsóknir sýna að sambýlis- fólk sem fer að líkjast hvort öðm er í sérlega góðri sambúð, að því er tímaritið „Psychology Today“ segir. Útlitið hefur mikið að segja, einnig fyrir þá sem em í sambúð. Sérstaklega leggja karlmenn mik- ið upp úr því. Karlar vilja að konan sem þeir búa með hugsi vel um sig og líti vel út. Konur gera ekki alveg jafn miklar kröfur til karlanna sinna, að því er bandaríska tímaritið „Self" hermir. Segir tímaritið að þetta hafí verið niðurstöður könn- unar sem gerð var á vegum Ríkis- háskólans í Iowa. Franska tímaritið „Marie Cla- ire“ hefur birt viðtöl við nokkrar ungar konur frá Moskvu. Þótti tímaritinu það tíðindi að konumar vildu ekki tala um kynlíf því um það ætti ekki að tala. En konum- ar viðurkenndu að vitað væri um karla og konur sem byggju saman án þess að vera gift. Gífurlegur skortur á íbúðum væm þar þó Þrándur í Götu. Ógift par yrði að búa í foreldrahúsum, jafnvel þótt bæði væm komin á fertugsaldur- inn. Reyndu HONIG strax í dag 500 9 Fljótlegt og fyrirhafnarlítið. UMBOÐSMENN: Jakob Kristinsson, Bíldudal S: 94-2128 Skipasmíðastöð Marselíusar, ísafirði S: 94-3899 Jón Jóhannsson, Þórshöfn S: 96-81127 Hilmar Árnason, Höfn S: 97-81337 Marinó Sigursteinsson, Vestmannaeyjum S: 98-12441 Matthías Bragason, Ólafsvík, S: 93-61463 Axel Sveinbjörnsson hf., Akranesi S: 93-11979 swmmmm í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eða kvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Olga Herbertsdóttir skrifstofutæknir, útskrifuð des '88. „Ég haföi aðeins grunnskólapróf, þegar ég tók þá stóru ákvörðun að fara að læra skrifstofutækni. Ég sé heldur ekki eftir því, enda var námið sérstaklega skemmtilegt og hefur nýst mér í hvívetna". Tölvufræðslan Borgartún 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.