Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 47

Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 47
47 88ei HACn-ÍAt .as HUOAaUTÍÆMra OICLUSVfJDHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 SÖNGUR Stolt yfir að hafa náð þessum áfanga - segir Rannveig Fríða Braga- dóttir, sem ráðin hefiir verið í Vínaróperuna Rannveig Fríða Bragadóttir mezzosópransöngkona hefur verið ráðinn við Vínaróperuna. Hún hefur undanfarin sjö ár búið í Vínar- borg þar sem hún hefur stundað söngnám við Tónlistarháskólann og áætlar að ljúka þar námi í vor. Rannveig fór til Vínarborgar eft- ir stúdentspróf og hafði hún þá jafn- framt lokið 7. stigi frá Söngskólan- um í Reykjavík. Hún fór með eitt af aðalhlutverkunum í „Ævintýri Hoffmanns" sem Þjóðleikhúsið setti upp í haust. Þar var hún í hlut- verki Niklausar, félaga Hoffmanns, þangað til hún fór aftur til Vínar í byijun desember. Með söngnáminu í Vín hefur hún fengið tækifæri á að starfa í stúdíói Ríkisóperunnar þar í landi. „Þangað eru aðeins teknir fáir útvaldir nemendur hverju sinni og aðeins þeir, sem álitnir eru þess virði að leggja rækt við. í stúdóinu, sem er stofnun innan Óperunnar, fá nemendumir að taka þátt í sýn- ingum og er hver nemandi þar í tvö ár, ekki bara við söng heldur annað það sem kemur að notum í óperu- söng svo sem skylmingar og ball- ett. Við fáum að starfa við húsið allan þennan tíma, vinna með frægu fólki og vera staðgenglar þess í hlutverkum svo eitthvað sé nefnt," sagði Rannveig. „Þó Vínaróperan sé stór, þá vita forráðamenn hennar nákvæmlega hvað þeir hafa undir höndum. Eg hef verið heppin með hlutverk, hef getað leyst mín verkefni vel af hendi og get ekki neitað þeirri athygli, sem ég hef orðið vör við í minn garð. Eg vissi ekki hvaða áhrif þessi langa vera mín á íslandi í haust myndi hafa því vissulega beinist athyglin frá manni þegar farið er í burtu. Ég lifði samt alltaf í von- inni um að geta verið áfram í Vín Tog fá inni í Óperunni, en auðvitað var það aðeins draumur þá, ekki síst með tilliti til þess hve ung ég er. Ég var síðan kölluð á fund með forráðamönnum Óperunnar eftir tónleika, sem styrktarfélag Óper- unnar hélt þann 20. desember sl. þar sem mér var gert tilboð. um samning," sagði Rannveig. Samn- ingurinn er til tveggja ára. Rannveig sagði að þetta tilboð væri vissulega mikil viðurkenning fyrir sig. „Þetta er nokkuð sem söngvara dreymir um og það er ekki lítið skref að vera á samningi hjá einni af bestu Óperum í heimin- um. Ég hugsa ekki um það daglega hvar ég stend á meðal söngvara, en þegar maður staldrar við þessa hugsun eitt augnablik, er ég mjög stolt yfir að hafa náð þessum áfanga." Rannveig'sagði að flutt væri ópera á hveijum einasta degi í Vínaróperunni frá 1. september til 30. júní að undanskildum að- fangadegi. Rannveig Fríða er 26 ára gömul, gift Austurríkismanni, sem er kennari og listmálari. „Ég lýk námi í vor þó segja megi að maður útskrifist aldrei úr söngnámi. Maður er alltaf að læra. Ég mun hafa ýmislegt annað fyrir stafni með Óperunni. Ég hef nokk- ur önnur tilboð í bakhöndinni sem ég ætla að reyna að sinna að ein- hveiju marki. Hinsvegar er mjög erfitt að fá frí þegar maður er kom- in með fastan samning." Rannveig sagðist sennilega ekki koma til með að starfa á Islandi næsta vetur að minnsta kosti. Hún hefði hinsvegar mjög gott samband við Þjóðleik- húsið og íslensku óperuna. LISTGLER Fegrið heimilið með listgleri. Blý- lagtgleríótal mynstrum og lit- um, einfalt eða tvöfalt. Tilvalið í úti- hurðir, svalahurðir, forstofuhurðirog alls konar glugga, t.d. þar sem erfitt erað koma við gardínum. Fram- leiðumeinnigspe- glasúlur, hengi- myndir, lampa, blý- lagðaspeglaog ýmsasmáhluti til- valda tilgjafa. Skerum og slípum spegla eftir máli. LISTGLER, KARSNESBRAUT110, SIMI45133. Skrifstofutækninám Tölvuskóli íslands Símar: 67-14-66 67-14-82 lEvKÍnbig oéíbína 'að besta í mat eðill, sem kitlar t og áhersla lögð Umhverfið er gl\ á þægindi. Opið fimmtuda frá kl. 19.00. sunnudaga Brautarholti 20, 3. hæð. Gengið innfrá horni Brautarholts og Nótatúns. RAUÐARÁRSTÍG 18 Sími 623350 HOTEL UMV Ljúffengir kjötréttir með súpu, brauði og kaffi á aðeins frá 790 kr. Frítt fyrir börn innan 6 ára aldurs og hálft gjald fyrir börn innan 12 ára. Slepptu eldamennskunni af og til og líttu inn í Lindina. Þar færðu fullkomna máltíð á frábæru verði. Hótel Lind er staður fyrir alla fjölskylduna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.