Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA MEISTARAMÓTIÐ Mlloslav Moclr sigraði Goran Ivanisevic og búist er við að hann mæti Ivan Lendl í úrslitum. Mecir og Lendl í úrslK? McEnroe og Cash úr leik og Edberg hætti keppni FLEST bendir til þess aö þaö veröi Tékkarnir ivan Lendl og Miloslav Mecir sem mætist í úrslitaleik á opna ástralska -^—tennismótinu. Þeir hafa tryggt sér sæti i undanúrslitum ásamt tveimur óþekktum köppum, Jan Gunnarsson frá Svíþjóð og Thomas Musterfrá Austurrfki. Ivan Lendl vann öruggan sigur á John McEnroe í gær í 8-manna úrslitum, 7:6, 6:2 og 7:6. Lendl mætir Thomas Muster í undanúr- slitum en Muster komst áfram án þess að leika. Hann átti að mæta Svíanum Stefan Edberg en hann hætti keppni vegna meiðsla í baki. „Ef ég hefði leikið gegn Muster hefði ég líklega þurft að taka mér sex mánaða frí, “ sagði Edberg. „Þetta eru slæm meiðsli og mikil vonbrigði fyrir mig, en ég gat ein- faldlega ekki leikið," sagði Edberg. Miloslav Mecir sigraði Goran Ivanisevic nokkuð örugglega, 7:5, 6:0 og 6:3. Mecir mætir Jan Gunn- arsson sem sigraði landa sinn, Jon- as Svensson, 6:0, 6:3, 4:6 og 6:4. Mecir og Gunnarsson hafa þrisv- ar sinnum leikið saman á sterkum mótum, síðast í Stuttgart í fyrra. Þá sigraði Mecir 6:0 og 6:2 og búist er við svipuðum úrslitum í leik þeirra í undanúrslitum. í dag fylgjast hinsvegar flestir með undanúrslitum í kvennaflokki. Þar mætast annars vegar Steffí Graf og Gabriela Sabatini og hins vegar Belinda Cordwell og Helena Sukova. Flestir reikna með að það verði Steffí Graf og Helena Sukova sem leiki til úrslita. ■ GUÐJÓN _ Guðmundsson, starfsmaður HSÍ, segir að sam- bandið sé ekki ánægt með aðsókn á leikjum í Reykjavík í undanföm- um leilq'um. „Það er betra að leika landsleiki fyrir fullu húsi í Hafiiar- firði,“ sagði Jón Hialtalín Magnús- son, formaður HSI. ■ SJÖ leikmenn frá Dukla Prag leika hér með tékkneska landslið- inu. Einn af leikmönnum liðsins leikur í V-Þýskalandi. Það er Mic- hal Barda, markvörðurinn heims- kunni. ■ FINNAR hafa tekið sæti fs- lendinga í knattspyrnumótinu á Möltu. Landslið frá Danmörku, Alsír og Möltu taka þátt í mótinu. ■ BJARNI Jeppesen, danski landsliðsmaðurinn í handknattleik, sem leikur með Stavangur í Nor- egi, hefur ákveðið að leika með danska liðinu Kolding næsta vet- ur. Forráðamenn Kolding hafa ákveðið að gera liðið af hálfatvinnu- mannaliði. ■ BRASILÍUMENN hafa ráðið nýjan landsliðsþjálfara í knatt- spymu. Það er Sebastiao Lazae- one, sem hefur valið 39 manna landsliðshóp. ■ INDVERSKI badmintonleik- arínn kunni Prakash Padukone hefur tilkynnt að hann sé hættur keppni á alþjóðlegum vettvangi. Hann er nú 33 ára gamall og vill hleypa yngri mönnum að í ríkari mæli, segist vera búinn að halda toppbásnum í landi slnu einum of lengi. ■ AGANEFND bandaríska frjálsíþróttasambandsins hefur dæmt 12 íþróttamenn og þjálfara í tveggja til 12 ára keppnibönn fyr- ir að taka þátt í móti í Suður Afríku. Þyngsta dóminn, 12 ára bann, fékk skipuleggjandinn og þjálfarinn Dick Tomlinson, en af öðrum sem dæmdir voru, má nefna kúluvarparann Dave Laut (4 ár) og spjótkastarann Tom Petronoff (6 ár). Sala getraunaseðla lokar kl. laugardögum. 14:45 á 4. LEIKVl KA- 28. J ANÚAR 196 !9 1 X 2 Leikur 1 Aston Villa - Wimbledon Leikur 2 Blackburn - Sheff. Wed Leikur 3 Bradford - Huil Leikur 4 Brentford - Man. City Leikur 5 Grimsby - Reading Leikur 6 Hartlepool - Bournem. Leikur 7 Norwích * Sutton Leikur 8 Nott. For. - Leeds Leikur 9 Plymouth - Everton Leikur 10 Sheff. Utd. - Colchester Leikur 11 Stoke • Barnsley Leikur 12 Swindon - West Ham Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464. SKIPULAG Niðuiröðun leikja í 1. deild karla í knattspymu á borðinu Nær að leika alla leiki sömu umferðar á sama tíma 1. deild á hveiju kvöldi fellur ekki inn í almenna skipulagningu . . . eðasvona þeim í auknum mæli. Æ fleiri landsmenn stunda íþróttir f ann- arri mynd og gera það reglu- lega. Æfa mánudags-, miðviku- dags- og föstudagskvöld eða þriðrjudags-, fímmtudags- og sunnudagskvöld svo dæmi séu tekin. Margir vinna vaktavinnu og þar með ákveðin kvöld í viku. Og þó fjölskyldan sé samrýmd og fari saman á völiinn vill hún oft gera ýmislegt annað saman. Með öðrum orðum þá vill fólk skipuleggja frítíma sinn. Knatt- spyrna á hveiju kvöldi fellur ekki inn í þá skipulagningu. Núverandi fyrirkomulag kemur í veg fyrir að Getraunir verði starfræktar að sumarlagi eins og fyrirhugað var. Þær hafa verið að festa sig í sessi á Loks er hætta á að umfjöllun ljósvakamiðla verði minni. Bein- ar lýsingar í útvarpi frá fímm stöðum í einu hafa mælst vei fyrir og bein útsending sjón- varps frá einum leik, þar sem getið er stöðu í öðrum leikjum, hefur haldið spennunni gang- andi. Núverandi fyrirkomulag býður ekki upp á þessa mögu- leika. Forystumenn knattspymufé- laganna vinna þarft og fómfúst starf, sem seint verður þakkað. Þeir hafa komið mörgum góðum málum í gegn, en þeir mega ekki enn einu sinni sofiia á verð- inum varðandi niðurröðun leikja í 1. deild. Steinþór Guðbjartsson næstunni verður endan- lega gengið frá niðurröðun leikja í 1. deild karla í knatt- spymu næsta sumar. Reyndar liggur niðurröðunin á borðinu og er ljóst að félögin halda upp- teknum hætti að þessu leyti. í þeirra augum er lífíð að sumarlagi ekkert nema 1. deild í knattspymu og því er leikjunum 90 dreift á alla daga vikunnar. Og eins og undanfarin ár er leikjum sömu um- ferðar dreift sem kostur er nema hvað leikir síðustu um- ferðar fara fram á sama degi og hefjast á sama tíma sam- kvæmt tillögunum — sennilega til að viðhalda því að eng- in regla er án und- antekningar. Rökin fyrir þessu fyrir- komulagi gegn því að leika alla leiki sömu umferðar á sama tíma, eru þau að fólk vill sjá eins marga leiki og mögulegt er, fleiri komi á leikina með þessu móti og meiri peningar í kassann. Reyndar eru ekki allir á sama máli og Svona • • þeir, sem ráða ferð- inni. Rökin fyrir því að leika alla leiki sömu umferðar s eru mörg, en á þau hefur ekki o verið hlustað. Því er ástæða til d að ítreka þau helstu enn einu sinni. t Þorri áhorfenda, sem greiðir 1; aðgangseyri, er ekki aðeins s óvirkur þátttakandi í 1. deild. h Fjöldi knattspymuáhugamanna s hafa önnur áhugamál og sinna r ný í vetur, félögin hafa notið þess og myndu örugglega ekki tapa á Getraunum allt árið með sama áframhaldi. Eins verður staðan óljós í marga daga á milli umferða, spennan þar af leiðandi minni og hætta á að almennur áhugi dvíni. Þá líður misjafnlega iangur tími á milli leikja einstakra fé- laga, sem sitja þar með ekki við sama borð. Æfingar verða hvorki reglulegar né í föstum skorðum, sem getur haft áhrif niður í alla flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.