Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTT1R FMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
55
ÍÞRÚmR
FOLK
■ ÞRÓTTUR sigraði Fram með
þremur hrinum gegn engri (15:4,
15:9 og 15:9) í 1. deild karla í blaki
í Hagaskóla í gærkvöldi. Á eftir
léku Þróttur og UBK í 1. deild
kvenna og unnu gestimir 3:1.
■ HK vann ÍBK 28:20 í 2. deild
karla á íslandsmótinu í handknatt-
leik í gærkvöldi og er með góða
forystu í deildinni.
■ LUTON tryggði sér í gær-
kvöldi sæti í undanúrslitum ensku
deildarbikarkeppninnar, vann Sout-
hampton 2:1 á útivelli eftir fram-
lengdan leik og vom öll mörkin
skomð í framlengingunni. Mick
Harford skoraði fyrra mark Lu-
ton, en Ricky Hill það síðara. Rod-
ney Wallace minnkaði muninn á
síðustu mínútu. í undanúrslitum
leika Luton og West Ham annars
vegar og Nottingham Forest og
Bristol Cify hins vegar.
■ NAPÖLÍ varð að sætta sig
við 3:1 tap á útvelli gegn Ascoli í
síðari leik sínum í undanúrslitum í
ítölsku bikarkeppninni í gærkvöldi.
Napóli heldur þó áfram í keppninni
þar sem liðið vann fyrri leikinn,
3:0. Sampdoria og Fiorentina
gerðu jafntefli, 1:1 og er það Samp-
doria sem kemst áfram samanlagt,
4:1. Atalanta vann Lazio saman-
lagt, 4:3, eftir að hafa tapað síðari
leiknum í gærkvöldi, 2:3.
■ PORTÚGAL sigraði Grikk-
land með tveimur mörkum gegn
einu í vináttulandsleik í knattspymu
að viðstöddum 3.000 áhorfendum í
Aþenu í gær. Adelino Nunes (6.)
og Vitor Paneira (65.) skoruðu
fyrir Portúgali, en Stefanos Bor-
bokis minnkaði muninn fyrir
Grikki á 62. mínútu.
■ PAUL Gascoigne, leikmaður-
inn efnilegi hjá Tottenham, hefur
gert auglýsingasamning við Bro-
oks fyrirtækið sem framleiðir
knattspymuskó. Fyrirtækið ætlar
að setja á markað skó merkta
„GAZZA“ og fær Gascoigne 100
þúsund pund á ári að minnsta
kosti. Hann fær ákveðinn hluta af
hverju skópari sem selst. Forráða-
menn fyrirtækisins segja að Gas-
coigne, sem er 21 árs, eigi eftir
að verða skærasta stjaman í enskri
knattspymu á næstu ámm. Það em
aðeins tveir enskir knattspymu-
menn sem geta státað af sambæri-
legum auglýsingasamningi. Það era
þeir Bryan Robson og Gary Line-
ker.
■ ÍSLENDINGALIÐIN í
sænska handboltanum, Saab og
Malmö, töpuðu bæði deildarleikjum
sínum í gærkvöldi. Þorbergur
Aðalsteinsson og félagar hans í
Saab sóttu Lugi heim og töpuðu,
25:20. Malmö með Gunnar Gunn-
arsson innanborðs tapaði fyrir
efsta liðinu, Rebergslid á útivelli,
29:21.
HANDKNATTLEIKUR / B-KEPPNIN I FRAKKLANDI
Bogdan Kowalczyk: „Við verðum að ná að halda ferðinni - út keppnina
í Frakklandi."
Bogdan hræðist
úthaldsleysi
Landsliðsþjálfarinn erekki ánægður
með æfingasókn að undanförnu
BOGDAN Kowalczyk, lands-
liðsþjálfari í handknattleik,
segir að hann sé hrœddastur
um að úthald landsliðsmanna
bregðist í B-keppninni í Frakkl-
andi. „Það er alltaf slœmt þeg-
ar íþróttamenn ná ekki að
halda sínu striki," sagði Bogd-
an, en hann er ekki ánægður
með æfingasókn að undanf-
örnu. Bogdan hefur ekki getað
verið meðfullskipaðan lands-
liðshóp undanfarna daga, þar
sem nokkrir leikmenn eru
meiddir og aðrir hafa verið í
prófum.
að er gömul saga hjá landslið-
inu - að liðið hefur ekki getað
leikið marga leiki í röð á fullum
krafti. Það hefur oft verið þannig
að liðið hefur dottið niður eftir sig-
urleiki. „Þetta kom fram í Eyrar-
sundskeppninni á dögunum. Við
lékum vel í fyrsta leiknum gegn
Svíum. í næsta leik okkar, gegn
Dönum, komu leikmennimir ágæt-
lega frá leiknum, en aftur á móti
var þriðji leikurinn, gegn Búlgömm,
ekki nægilega góður,“ sagði Bogd-
an.
Bogdan sagðist ekki vera hrædd-
ur við fyrstu tvo leikina í B-keppn-
inni í FVakklandi - gegn Búlgaríu
og Kuwait. „Það er aftur á móti
þriðji, fjórði, fímmti og sjötti leikur-
inn sem ég hræðist mest. Við verð-
um að ná að halda ferðinni - út
keppnina í Frakklandi. Til þess að
það takist verður landsliðið að æfa
vel og leikmenn verða að leggja
hart að sér á næstu vikum," sagði
Bogdan.
HANDKNATTLEIKUR./ LANDSLIÐIÐ
Kristján heiðraður
í Hafnarfirði
KRISTJÁN Arason, landsliAs-
maður í handknattleik, sem
lék sinn 200. landsleik gegn
Búlgaríu i Eyrarsundakeppn-
inni á dögunum, verður heiðr-
aður sérstaklega f heimabæ
sínum annað kvöld. Kristján
mun taka á móti viðurkenn-
ingu fyrir landsleik íslands og
Tékkóslóvakíu, en þess má
geta að Kristján leikur sinn
fyrsta leik í Hafnarfirði síðan
hann hélttil V-Þýskalands
fyrirfimm árum.
Lokaundirbúningurinn fyrir
B-keppnina í Frakklandi er
nú hafínn og leikur landsliðið fjóra
leiki áður en farið verður til
Frakklands 13. febrúar. Tvo leiki
gegn Tékkum og tvó leiki gegn
Norðmönnum í byijun febrúar.
Bogdan, landsliðsþjálfari í hand-
knattleik, valdi tuttugu og einn
leikmann til æfínga á dögunum.
Þeir sem em í landsliðshópnum,
em:
Markverðir:
Einar Þorvarðarson, Valur..........211
Guðmundur Hrafnkelsson, UBK.........66
Hrafn Margeirsson, lR...............16
Leifur Dagfinnsson, KR...............3
Aðrir leikmenn:
Þorgils Óttar Mathiesen, FH........211
Jakob Sigurðsson, Val..............164
Bjarki Sigurðsson, Vfkingur.........43
Valdimar Grtmsson, Valur............60
SigurðurGunnarsson, Vestm.ey.......164
Alfreð Gislason, KR................160
Páll Ólafsson, KR..................186
Guðmundur Guðmundsson, Vikingur..207
Kristján Arason, Teka......200........
Geir Sveinsson, Valur............ 163
Sigurður Sveinsson, Valur..........163
Héðinn Gilsson, FH..................31
Júlíus Jónasson, Valur.............117
Guðjón Ámason, FH....................3
Birgir Sigurðsson, Fram.............13
Júlíus Gunnarsson, Fram..............3
Konráð Olavsson, KR.................13
Þá er Atli Hilmarsson einnig inni f
myndinni.
Leikurinn í Hafnarfírði hefst
kl. 20.30, en síðan verður leikið
í Laugardalshöllinni kl. 17 á laug-
ardaginn.
Kristj&n Arason, leikur sinn
fyrsta landsleik í Haftiarfírði í fimm
ár.
HANDBOLTI
Valssigur
FH tapaði dýrmætum stigum í
toppbaráttunni þegar liðið laut
í lægra haldi fyrir Val í gærkvöldi.
Leikurinn fór fram á Hlíðarenda
og lauk spennandi
Katrín viðureign með sigri
Fríðríksen Vals 19:17. Staðan
skrífar f leikhléi var 10:9.
Markahæstar í
liði Vals vom Una Steinsdóttir með
6/2 og Katrín Friðriksen 5. Hjá FH
skoraði Rut Baldursdóttir 5/2 og
Eva Baldursdóttir 4.
Haukar — Víkingur 17:17
Haukar og Víkingur deildu með
sér stigum í gærkvöldi eftir að
Víkingur hafði verið yfír I leikhléi
10:8.
Margrét Theódórsdóttir var lan-
gatkvæðamest hjá Haukum, skor-
aði 10/5 mörk. Hjá Víkingi var
Svava Baldvinsdóttir best með 7
mörk. Inga Lára Þórisdóttir skoraði
6/2.
KNATTSPYRNA
Anderlecht
mætir Brúgge
Anderlecht mætir FC Briigge í
átta liða úrslitum belgísku bik-
arkeppninnar, en dregið var í gær-
kvöldi. Arnór Guðjohnsen og félag-
ar eiga fyrri leikinn heima.
HANDKNATTLEIKUR / EYSTRASALTSKEPPNIN
Stefán og Ólafurdæmdu úrslitaleikinn:
Fengu góða dóma
STEFÁN Arnaldsson og Ólaf-
ur Haraldsson, handknatt-
leiksdómarar frá Akureyri,
fengu góða dóma fyrir dóm-
gæslu sína á Baltic Cup í V-
Þýskalandi. „Það kom okkur
óneitalega á óvart þegar við
sáum það í þýskum blöðum
að við hefðum fengið morð-
hótun. Það er ekki rétt, en
aftur á mótl fréttum við um
sprengjuhótun. Hvort hún
hafi komið vegna þátttöku
okkar í leiknum, get ég ekkert
sagt um,“ sagðl Stefán Arn-
aldsson f viðtali við Morgun-
blaðiðí gær.
Stefán sagði að þeir Ólafur
hafí ekki orðið varir við
öryggisverði eða lögregluþjóna.
„Við vomm í matarboði (íþrótta-
höllinni í Dortmund eftir leikinn.
Þar komu öll keppnisliðin saman
og dómarar.
Við ræddum þar við marga
kunna menn. Enginn þeirra setti
út á dómgæslu okkar ( úrslita-
leiknum. Ekki einu sinni Petre
Ivanescu, landsliðsþjálfari Vest-
ur-Þýskalands, sem hafði stór orð
um dómgæslu í blöðum," sagði
Stefán.
Þess má geta að Svíinn Erik
Elíasson, formaður dómaranefnd-
ar IHF, var eftirlitsdómari á úr-
slitaleiknum. Hann gaf þeim
Stefáni og Ólafí góða einkun eftir
leikinn. Þeir félagar stóðu sig vel
þegar þeir dæmdu leik V-Þýska-
lands og Ungveijalands og Pól-
lands og V-Þýskalands B. Eftir
þá leiki vom þeir valdir til að
dæma úrslitaleikinn.
Alfreð Gíslason, landsliðsmaður
í handknattleik, sem lék mörg ár
með Essen í V-Þýskalandi, sagði
í stuttu spjalli við Morgunblaöið
að það væri ekkert nýtt að
Ivanescu kenndi dómumm um,
þegar liðs hann tapaði. „Það er
hans aðferð til að afsaka tap,“
sagði Alfreð.
Páll Ólafsson
brákaður á hendi
Sigurður Sveinsson tognaður á
kviðvöðva og meiddurá öxl
PÁLL Ólafsson brákaðist á
handarbaki á æfingu með
landsliðinu og er vafasamt að
hann leiki með landsliðinu á
næstunni. Þá hefur Sigurður
Sveinsson ekki getað æft með
landsliðinu vegna tognunar á
kviðarvöðva. „Hann er einnig
slæmur í öxlinni," sagði Gunn-
ar Jónsson, formaður lands-
liðsnef ndarinnar í handknatt-
leik.
Gunnar sagði að Páll hefði lent
í samstuðu við Alfreð Gíslason
á æfingu. Við það hafi miðhandar-
bein á handarbaki brákast. „Það
mun koma í ljós á næstu dögum
hvað meiðslin em alvarleg."
Bogdan, landsliðsþjálfari, sagði
að það væri slæmt að vera án Páls.
„Hann hefur lagt geysilega hart að
sér á æfíngum og er ákveðinn í að
standa sig,“ sagði Bogdan, sem
taldi að Páll myndi ekkert kippa sér
upp við smávægileg meiðsli. „Páll
er mikill baráttumaður."
„Við höfum gefíð Sigurði spraut-
ur í öxl að undanfömu og vonumst
til að hann nái sér fljótt á strik,"
sagði Gunnar.
„Við eram nú komnir með full-
mannaðan landsliðshóp og getum
byijað að æfa á fulium krafti,"
sagði Gunnar Jónsson, sem bætti
svo við: „Það hefur marg sýnt sig,
að þegar mikið er æft, þá verður
minna um meiðsli leikmanna."