Morgunblaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 27. JANUAR 1989
19
Reuter
ÚtförDalis
Hér má sjá stóra mynd sem Salvador Dali málaði af konu sinni og
virðist hún fylgjast með útför málarans, sem fram fór á miðvikudag
í tistasafni, er við hann er kennt.
Sovétríkin:
Sakharov efins um árang
ur umbótastefinunnar
Míinchen. Reuter.
SOVÉSKI mannréttindafrömuðurinn Andrei Sakharov lýsti yfir, í
viðtaii við vestur-þýska dagbiaðið Siiddeutsche Zeitung sem birtist á
miðvikudag, efasemdum um að umbótatilraunir Míkhaíls Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga bæru árangur. Hann kvaðst hins vegar enga
aðra lausn sjá á tilvistarvanda Sovétríkjanna en að haldið yrði áfiram
á sömu braut.
„Honum verður velt úr sessi eða
hugmyndum hans beint inn á aðrar
brautir,“ sagði Sakharov. „Per-
estrojka er okkar eina von en eng-
inn veit hvað framtíðin ber í skauti
sér.“
Sakharov lagði áherslu á að ekki
væri fýsilegt að Gorbatsjov nyti
óskoraðs stuðnings og hvatti hann
vestrænar þjóðir til að þrýsta á
sovésk stjórnvöld um aukin mann-
réttindi í landinu. Hann sagði að
þjóðir heims ættu að sniðganga al-
þjóðlega mannréttindaráðstefnu,
sem fyrirhuguð er í Moskvu árið
1991, ef þessi mál verða ekki kom-
in í viðunandi horf.
Sakharov gagnrýndi einnig form-
galla á komandi kosningum til full-
trúaþingsins, en samkvæmt nýjum
stjórnskipunarlögum velja þing-
menn þess fulltrúa úr eigin röðum
í æðsta ráðið, hið starfandi þing
Sovétríkjanna. „Frambjóðendum er
gert að bjóða sig fram í kosningum
sem eru ólýðræðislegar og skorta
öll hefðbundin viðrhið," sagði Sak-
harov.
Gorbatsjov hefur lofað hið nýja
kosningafyrirkomulag og sagt að
það sé mikilvægur hlekkur í áform-
um hans um að koma á lýðræðþí
landinu. En ennþá ríkir hugmynda-
ruglingur um hvernig hið flókna
tilnefninga- og kosningakerfi star-
far í reynd og þær raddir eru hávær-
ar í Sovétríkjunum sem segja að
enn sé langt í land með að komið
verði á lýðræðislega kjörnu þjóð-
þingi.
Bandaríkin:
NATO-ríki auki framlög1
til sameiginlegra varna
- segir John Tower varnarmálaráðhérra
Washington. Reuter.
JOHN Tower, sem George Bush Bandaríkjaforseti hefúr tilnenft til
embættis varnarmálaráðherra, sagði á miðvikudag að aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins (NATO) þyrftu að veita meira fé til sameig-
inlegra varna. Tower lét þessi orð falla er hann svaraði spurningum
hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sem lögum sam-
kvæmt þarf að leggja blessun sína yfir ákvörðun forsetans.
Varaði hann við því að bandarískt
herlið á erlendri grundu yrði hugs-
anlega kallað heim í því skyni að
lækka útgjöld Bandaríkjamanna til
hermála. Tower tiltók ekki hvenær
eða hvort herstöðvum Bandaríkja-
manna yrði lokað né heldur hvort
hluti af 320.000 manna herliði
þeirra í Evrópu yrði kallað heim.
Aðildarríki Atlantshafsbandalags-
ins yrðu að hækka framlög sín til
vamarmála og Japanir þyrftu að
efla varnir sínar á Kyrrahafi.
Tower, sem gegndi herþjónustu
í bandaríska sjóhernum, sagðist
hafa tekið þátt í hemámi Japans í
lok síðari heimsstyijaldar. Sagði
hann að sér hefði þótt það vel til
fundið að „íþyngja“ Japönum með
stjórnarskrá sem stóð í vegi fyrir
því að þeir gætu byggt upp öflugan
her. „Núna, þegar litið er til baka,
sé ég að þetta var afleit ákvörðun
því Japanir em vinaþjóð okkar,“
sagði Tower.
Tower sagði að akkilesarhæll
Atlantshafsbandalagsins væri hinar
ólíku pólitísku áherslur í lýðræð-
isríkjum Vestur-Evrópu.
„Það hallar því nokkuð á okkur
í samanburðinum við Varsjárbanda-
lagið sem getur einhliða ákveðið
hve stór hluti þjóðarframleiðslu að-
ildarríkjanna renni til hermála,"
sagði Tower.
Bretland:
Ungur og óþekktur höf-
undur fær Whitbread-
bókmenntaverðlaunin
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
UNGUR og óþekktur rithöfúndur, Paul Sayer, hlaut Whitbread-
bókmenntaverðlaunin að þessu sinni fyrir fyrstu skáldsögu sína,
„The Comforts of Madness" (Hugarhægð geðveikinnar).
Valið fer þannig fram, að fyrst
er valin besta bókjn í fimm til-
teknum flokkum. Ur þeim fimm
bókum er síðan valin sú, sem hlýt-
ur verðlaunin. Besta skáldsagan
var talin vera „Söngvar Satans"
eftir Salman Rushdie; besta fyrsta
skáldsagan Hugarhægð geðveik-
innar; besta ævisagan „Tolstoy"
eftir A. N. Wilson; besta ljóðabókin
„Automatie Oracle" eftir Peter
Porter og besta bamabókin „Awa-
iting Development“ eftir Judy Al-
len.
Flestir höfðu búist við, að bók
Salmans Rushdies, Söngvar Sat-
ans, hlyti verðlaunin til mótvægis
við andróður múhameðstrúar-
manna gegn bókinni, en ákvörðun
nefndarinnar, sem var ekki ein-
róma, var sú, að Hugarhægð geð-
veikinnar skyldi hljóta þau.
Höfundurinn, Paul Sayer, er
geðhjúkrunarfræðingur og skrifaði
bókina í frístundum. Hann segist
nú geta helgað sig ritstörfum ein-
göngu um skeið, enda nemur verð-
launaupphæðin 1,8 milljónum
króna. Bókin þykir mjög vel gerð
lýsing á geðveiki.
Samband moska í Bretlandi
mótmælti því við Whitbread-fyrir-
tækið fyrir verðlaunaafhending-
una, að Söngvum Satans yrðu veitt
verðlaun, og krafðist þess, að bók-
in yrði dregin til baka. Fyrirtækið
vísaði kröfunni á bug.
I dómnefndinni sátu ellefu menn
og konur, þeirra á meðal Fay Wel-
don, Monica Dickens og Gerrald
Durrell, sem öll eru rithöfundar,
Max Hastings, ritstjóri Daily Te-
legraph, og Douglas Hurd inn-
anríkisráðherra, sem sjálfur hefur
gefíð út nokkrar skáldsögur. Vitað
er, að skoðanir voru mjög skiptar
innan nefndarinnar um val á verð-
launabókinni.
Salman Rushdie sagðist ekki
hafa orðið fyrir vonbrigðum, þótt
hann fengi ekki verðlaunin. Hann
væri fyrst og fremst þakklátur fjöl-
mörgu fólki fyrir þann stuðning,
sem það hefði sýnt sér vegna áróð-
ursherferðarinnar að undanförnu,
og fyrir þá miklu athygli, sem bók
hans hefði hlotið.
Reuter
John Tower, sem George Bush
Bandaríkjaforseti hefúr útnefht
varnarmálaráðherra landsins.
Hann kom fyrir hermálanefhd
öldungardeildar Bandarikja-
þingsins á miðvikudag, en neftid-
in heftir til yfirvegunar ákvörð-
un Bush.
ÞAÐ ER OÞARFI AÐ SKJALFA ÞOTT HANN BLASI KOLDU
Hita-og kæliblásararnirfrá Blikksmiðjunni eru
löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir
eru sérstaklega hannaðir fyrir íslenskt vatn
sem tryggir þeim hámarks endingu.
Ef þú þarft að hita eða kæla bílskúrinn,
tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn,
húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum
við lausnina.
Hafðu samband og við veitum fúslega allar
nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði.
BLIKKSMIÐJAN
Allir hita- og kæliblásararnir eru gæðaprófaðir af
sérfræðingi Blikksmiðjunnar f hita- og kælitækni.
SMIÐSHÖFÐA 9
112 REYKJAVfK
SfMI 685699
RÝMINGARSAIA
15-50% AFSLÁTTUR V vatnsvirkinn hf.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
^lilljll LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416