Morgunblaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 11
11 ; MORGUNBL.AÐIÐ FÖS.TUDAGUR 27. JANÚAR 1989 Bragð er að þá bamið fínnur eftir Egil Jónsson „Ég tel að Alþýðuflokkurinn hafi ráðið of miklu í stjóm efna- hagsmála í síðustu ríkisstjórn og ég óttast að hann ráði of miklu enn.“ Þriðjudaginn 17. þ.m. hefur DV þessi ummæli eftir Guðmundi G. Þórarinssyni alþingismanns Fram- sóknarflokksins. Þessi yfirlýsing þingmannsins er athyglisverð og mikilvæg vegna þess að hún er laukrétt. Það er svo annað mál að hér gildir sem endranær að of seint er að iðrast eftir dauðann. Guðmundur G. Þórarinsson tal- ar um að fyrrverandi ríkisstjórn hafí fylgt fastgengisstefnu um of. I því sambandi vil ég þó minna sérstaklega á að verðhækkun er- lendra gjaldmiðla á síðasta ári nam nálega tvöfaldri þeirri verðlækkun sem varð á erlendum mörkuðum á helstu sjávarafurðum okkar á sama tíma. Annað mál er að meira þurfti til svo að eðlilegur rekstrargrund- völlur fyrir útflutningsgreinamar yrði tryggður. Sú leið, sem Fram- sóknarflokkurinn valdi til að treysta þann grundvöll, á ekki að vefjast fyrir Guðmundi G. Þórar- inssyni fremur en neinum öðrum sem til þessara mála þekkja. Um miðjan ágúst sl. höfðu for- menn Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks komist að niðurstöðu um að slíta bæri samstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn og fylgjast að við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var leiðin sem Framsóknarflokkur- inn valdi og hún gekk eftir. Yfirlýsingar hins orðvara for- sætisráðherra í upphafi ferils nú- verandi ríkisstjórnar eru öllum Is- lendingum í fersku minni. Þar var sérstaklega boðað að rekstrar- grundvöllur útflutningsgreina yrði treystur svo að hjól atvinnulífsins gætu snúist á fullri ferð. Um þess- ar mundir er búið að stjóma á grundvelli þessara fyrirheita í tæpa fjóra mánuði og reynslan er fengin. Hjól atvinnulífsins hafa ekki snúist hraðar en áður var, þvert á móti. Þau hægja stöðugt á sér. Verðmæti framleiðslunnar dregst saman og þeirri óheillaþróun er mætt með meiri skattahækkun en áður em dæmi um, versnandi lífskjör blasa því við. Egill Jónsson „í ljósi þessarar þróun- ar hefur einn þing- manna Framsóknar- flokksins sýnt það þrek að viðurkenna með óbeinum hætti þau mis- tök sem leitt hafa af myndun núverandi ríkisstjórnar og verk- um hennar. Það er þakkarvert o g breytir þar engu um þótt sann- mæli sé að bragð er að þá barnið finnur.“ í ljósi þessarar þróunar hefur einn þingmanna Framsóknar- flokksins sýnt það þrek að viður- kenna með óbeinum hætti þau mistök sem leitt hafa af myndun núverandi ríkisstjórnar og verkum hennar. Það er þakkarvert og breytir þar engu um þótt sann- mæli sé að bragð er að þá barnið finnur. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokks fyrir Austurlands- kjördæmi. Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands; Afleiðingar Mari- ane-strandsins Náttúruvemdarfélagið fer skoð- unarferð laugardaginn 28. janúar kl. 13.30 frá Oddsbúð, björgunar- skýli austan við höfnina í Grindavík. Gengið verður út Hópsnesið og inn með Þorkötlustaðanesinu og til baka að Oddsbúð. Hugað verður að, undir leiðsögn náttúmfræðinga og staðfóðra manna, botnþömng- um, botndýmm, fjörafískum, fisk- seiðum og vetrarfuglum (staðfuglar og vetrargestir) og náttúm og mannvistarsögu svæðisins og bent á örnefni. Þá verður kannað hvem- ig gasolían úr fragtskipinu Mariane Danielsen dreifist. í Sjómannastof- unni Vör hefjast stuttar umræður kl. 16.00. Þar verður fjallað um það sem fyrir augu bar í vettvangs- ferðinni og svarað spumingum. Þá verður kynnt sú hugmynd að gmnn- skólaböm í Grindavík fylgist með hverjar afleiðingar Mariane- strandsins verða fyrir lífríkið og hvemig verði hægt að aðstoða þau við að framkvæma hana. Að lokum verður rætt hvað er til ráða til að forðast megi mengun frá skips- ströndum og öðmm stórslysum sem valdið gæti alvarlegri röskun á lífríkinu. Bessastaðanes Á sunnudagsmorgun 29. janúar kl. 10.00 fer Náttúraverndarfélagið í gönguferð umhverfís Bessastaða- nes. Lagt verður af stað frá Bessa- staðakirkju og gengið út á Skans- inn, með Seilunni 'og austur með ströndinni til baka að Bessastaða- kirkju. Takið bömin með. Tilgangur ferðarinnar er að kynna skemmti- lega gönguleið með óvenjulegu út- sýni. En auk fróðleiks um Bessa- staðanes munu þátttakendur njóta hressandi útivem og ánægjulegrar samvem. Venjulega taka vett- vangsferðirnar og stuttu göngu- ferðirnar um einn og hálfan tíma. Öllum er heimil þátttaka í ferðum félagsins. Þátttökugjald er ekkert í ofangreindum ferðum. ' (frá NVSV) — VÍKURHUGBÚNAÐUR — Sterkur leikur í stöðunni Á nýju ári er rétt að taka .. föstum tökum. Örtölvutækni kynnti nýlega hollenskar I ULIr tölvur sem eru í senn nettar og hraðvirkan Þessar tölvur bjóðast nú á einstöku kynningar- verði með RÁÐ-hugbúnaði. r Sérstök SYNING á NET- tengdum TULIP tölvum með RÁÐ-hugbúnaði verður að Ármúla 38 og er hún opin sem hér segir: Fimmtudagur 26. jan.: 10-17 Föstudagur 27. jan.: 10-18 Laugardagur 28. jan.: 10-15 Við hvetjum þig til að líta inn og kynnast nýjum, sterkum valkosti í tölvuvæðingu fyrirtækisins. Við bjóðum lægra verð og betri þjónustu. Einnig IBM og Hewlett Packard tölvur á góðu verði. Örtölvutækni - leiðandi á sínu sviði ■ IH ÖRTÖLVUTÆKNI ........................ Tölvukaup hf., Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími 687220, Fax 687260

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.