Morgunblaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 14
?|14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
hvort sem fólki líkar betur eða verr,
sem teknir eru með sköttum og
bruðlað með óspart.
Getur ein ríkisstjóm komið þvi
svo fyrir að hún hafi algjörlega
fijálsar hendur með útdeilingu al-
mannafjár gegnum ríkissjóð og
sjóðamyndanir og notað til ýmissa
umdeilanlegra „þarfa“?
Er ekki ríkisstjóm skylt að fylgja
eftir spamaði og niðurskurði í ríkis-
rekstrinum eins og hún hefur
ákveðið ssjálf?
Hvomgt þessara atriða em fram-
kvæmd heldur virðist skattlagning
vera í fyrirrúmi sem er að stöðva
altt athafnalíf í landinu, eins og við
höfum skýrlega fyrir framan augu
okkar í dag.
ÞESSI RÍKISSTJÓRN ER ÞEG-
AR ORÐIN ÞJÓÐINNI LÆR-
DÓMSRÍK og verður til þess, að í
nánustu framtíð verði settar skýr-
ari reglur milli framkvæmdavalds
og löggjafarvalds í stjórn landsins,
svo og reglur um stofnanir, sem
geta haft áhrif á efnahafskerfið.
(Stýring bankavaxta).
Tvær mætar
þjóðarstofiianir
A sama hátt og Hæstarétti ber
að úrskurða hvort farið sé að lögum
og samkvæmt stjórnarskrá lýðveld-
isins í daglegu lífi og starfi, þá
hefur SEÐLABANKI þá skyldu á
herðum, eins og gerist og gengur
í öðmm vestrænum löndum, að
halda uppi eftirliti og jafnvægi í
efnahagskerfi landsins með stjóm-
un peningamála. Bankinn á einnig
að bera fram tillögur um aðgerð-
ir, sem byggðar em á hefðbundnum
og viðurkenndum fræðilegum
gmnni.
Þetta horfir því miður öðmvísi
við hjá okkur í dag. Seðlabankinn
hefur verið ansi þögull upp á
síðkastið og má ef til vill rekja það
til ummæla ráðamanna, að jafnvel
kæmi til greina að segja upp aðilum
í bankanum og gera gagngera
breytingu á vinnureglum hans.
Ef öll mál hér á undan em núna
skoðuð í einu lagi, hvemig bemm
við okkur þá að við að setja mat á
stöðu Hæstaréttar og Seðlabanka
gagnvart öllu umrótinu? Þjóðin
leggur eðlilega traust sitt á báðar
stofnanimar sér til fulltingis, bæði
til þess að gæta réttar og eðlilegra
afkomuskilyrða.
Skuld þjóðar
Þegar talað er um halla á fjárlög-
um emm við í raun og vem að tala
um_ skuld. Við emm að tala um
ÞJÓÐARSKULD, sem öll þjóðin
verður að greiða fyrr en seinna.
— Hún er ávallt til komin, að
stærstu leyti, fyrir verknað stjóm-
málamanna, sem bmðla og halda
illa á málum.
Við getum frestað þessari þjóðar-
skuld með erlendum lántökum, eða
innlendum lántökum (með sölu
ríkisskuldabréfa og fl.) eða hvora-
tveggja.
— Báðar þessar leiðir valda auk-
inni verðbólgu og hækkandi verð-
lagi, þegar lánunum er dengt í
umferð. (Ný peningaprentun).
Sú hefðbundnasta, nærtækasta
og raunsæjasta leið, sem venjulega
er tekin, er sú, að skera niður út-
gjöld og taka til við sparnað og
hagsýni í ríkisútgjöldum ásamt ráð-
Glerhús
Þegar þetta „mál“ Magnúsar
Thoroddsens er skoðað virðist aug-
ljóst að það, eins og önnur áþekk
DÝR RÍKISSTJÓRN
kippt út úr eðlilegum gangi fyrir
dómstólum.
— Em ekki dómstólar bara óþarf-
ir þegar slíkir hæfileikamenn gegna
ráðherrastöðum?
Opinn krani
Skattar ríkisstjómarinnar velta
nú yfir þjóðina í æ ríkara mæli,
hækka vömverð og blása upp verð-
bólguna, sem nú er að nálgast 25%
á ársgmndvelli, í miðri kauplags-
og verðlagsbindingu sem í gildi er
með lögfum.
Hvað með heimildimar frá laga-
legum sjónarhóli séð?
Hvað með bensíngjaldið?
Hvað með heimild Alþingis til
þess að hækka áfengi og tóbak?
Er ekki lögum samkvæmt skylt
að binda hveija heimild fyrir sig í
sérstök LÖG til þess að yfirstíga
LÖG UM KAUP - OG VERÐ-
BINDINGU?
Það er erfitt að trúa því að þama
ríki skilningur milli ASÍ og fjár-
málaráðherra, þegar miðstjórn ASÍ
segir kaupmátt hafa rýmað um
12,7% á árinu ...... og Ólafur
Grímsson segir einnig beinum orð-
um í sjónvarpsþættrá Stöð 2 með
Þorsteini Pálssyni að han taki ekki
mikið mark á því sem ASÍ er að
segja ....
AUKAFJÁRLÖG(fjáraukalög) er
nafn sem gefið er umframeyðslu,
sem ekki em heimildir fyrir á fjár-
ögum hvers árs, og sem fjármála-
ráðherra SAMÞYKKIR án sam-
þykkis Alþingis og em ekki sam-
þykkt á Alþingi fyrr en eftirá.
— Þetta er eins og OPINN
KRANI sem óspart er notaður til
þess að „laga stöðu" ráðuneyta og
stofnana þeirra, samanber lista 7
málaflokka í fmmvarpi til fjárlaga
1989, frá 1. jan. til 30. sept. 1988
að upphæð tæpur FIMM OG HÁLF-
UR MILLJARÐUR KRÓNA. Einn
málaflokkanna er niðurgreiðslur
yfir 500 milljónir króna.
Héma er alfarið verið að fjalla
um PENINGA ALMENNINGS,
Viðvörun á
eftir Pétur Björnsson
Nú, þegar árið 1989 er að hefjast
og við stöndum mitt í pólitísku og
efnahagslegu öngþveiti, sem er að
taka á sig öll einkenni og svip valda-
baráttu og persónulegs brölts til
áhrifa, vaknar sú spurning, hvort
forseti Islands hafi með áramóta-
ávarpi sínu verið að koma aðvömn
til þjóðarinnar.
Túlkun þessa óvenjulega ára-
mótaávarps gæti skilist þannig að
þama væri á ferðinni viðvömn um
að almenningur skoði hug sinn í
ljósi þeirra staðreynda, sem nú em
að eiga sér stað á stjónmálasviðinu.
Erindi á þessa vísu getur hugsan-
lega orðið til þess að opna augu
fólks gagnvart þeirri staðreynd að
nýjar hættur séu að skapast í kjöl-
far síðustu gjörða ríkisstjómarinn-
ar, sem munu reynast okkur dýr-
keyptar og að fólk sé nú að gera
sér ljóst hvað raunvemlega er að
eiga sér stað.
— Er valdabarátta að leysa efna-
hagsbaráttuna af hólmi?
— Em ný og ókunn sjónarmið
að taka við af fyrri sjónarmiðum?
— Er heildarstefna ríkisstjómar-
innar að þokast inn á nýjar og und-
arlegar slóðir?
Þessar og aðrar spumingar em
nú að skjóta upp kollinum í hugum
manna, þegar gamla árið er liðið.
Óskorað vald
Ef við látum hugann reika aftur
til baka, til þess tíma þegar Ólafur
Grímsson kastaði sprengju upp til
Hæstaréttar með því að sakfella
forseta Hæstaréttar fyrir sakir, sem
að margra dómi em byggðar á vafa-
sömum lagalegum forsendum, kem-
ur ýmislegt nýstárlegt og áhuga-
vert í ljós.
Það virðist sem ráðherrann hafi
viljað knýja fram skjótan dóm göt-
unnar, þar sem hann byijaði á því
að leggja upplýsingamar fyrir fjöl-
miðla .... áður en dómarinn sjálfur
fékk af þeim að vita.
Hvort ætlunin hefur verið að nið-
urlægja stofnunina eða dómarann
er ekki ljóst, en ef svo er, þá vakn-
ar sú spuming - hvers vegna og
hver er hinn raunverulegi tilgang-
ur?
Þegar allt kemur til alls fer
Hæstiréttur með æðsta dómsvald í
landinu og getur sett stjóm og Al-
þingi skorður í setningu bráða-
birgðalaga og annarra lagasetn-
inga, sem ekki standast landslög
eða em stjómarskrá landsins sam-
kvæm.
Hæstiréttur er ennþá sú af okkar
æðstu stofnunum sem nýtur virð-
ingar með þjóðinni.
áramótum
mál, eigi að ræða á borði þess aðila
sem það heyrir undir og einnig mál
annarra aðila sem sitja við sama
borð hvað viðvíkur risnu og kostn-
aði. Eðli málsins er viðkvæmt, um-
deilanlegt og hefur langar rætur.
Það er einmitt þess vegna sem
spurt er: hver er ástæðan fyrir því
að þesSari aðferð var beitt, sem
dregur á eftir sér sprengingu og
fjaðrafok í meðhöndlun almenn-
ings?
Það er óhætt að spyija sjálfan
sig hvort aðilar sem koma við sögu
og þeir sem lagt hafa orð í belg
búi ekki sjálfir í „glerhúsum", þeg-
ar opinber kostnaður og risna koma
til umfjöllunar, sem enn hefur ekki
fengist viðhlítandi skilgreining á.
Ef mál eins aðila er sérstaklega
tekið fyrir hlýtur stór hópur aðila
á ýmsum þrepum einnig að tengj-
ast rannsókn og sögu.
í framhaldi af þessu máli em
þessa dagana spumingar ofarlega
á baugi um það hvemig lagalega
hafí verið staðið að setningu bráða-
birgðalaganna og framkvæmd
þeirra, svo og sjóðsmyndunum sem
stofnað hefur verið til og íjárveit-
inga úr þeim. Kemur ekki fljótlega
í hlut Hæstaréttar að úrskurða um
lagalega stöðu þeirra og fram-
kvæmd?
Aðrar spurningar fjalla um allar
þær ólíku opinbem fjárveitingar á
árinu sem leið, sem ekki vom heim-
ildir fyrir í fjárlögum, sérstaklega
eftir að verðlag og kauplag var fryst
með lögum. Hvemig var með fjár-
veitingar sem bundnar em með
sérstökum lögum um ráðsöfun?
Sem skýrt dæmi um vafasama
notkun valds.er mál fræðslustjóra,
sem ítrekað hafði skuldbundið ríkis-
sjóð UMFRAM LÖGFEST FJÁR-
LÖG. Fjármálaráðherra (með
menntamálaráðherra) hafa greitt
honum bætur (VERÐLAUNAÐ) í
ósamræmi við það sem dómstóll
hafði ákveðið um leið og málum var
Pétur Björnsson
„Ríkisstjórnin hefiir
svikið alla þessa þrjá
þætti en aftur á móti
farið út í mikla skatt-
heimtu með sköttum
ofan á skatta, sem
valda samdrætti í at-
vinnulífinu, sem síðan
veldur atvinnuleysi og
þar af leiðandi þverr-
andi getu til þjóðar-
framleiðslu. Af þessu
leiðir að þjóðartekj-
urnar minnka að sama
skapi, en þær eru ein-
mitt forsendan fyrir
velsæld og möguleika
til þess að borga skuld-
ina.“