Morgunblaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
23
ifyrir-
ftiunar
Þórður sagði ennfremur að ef lit-
ið væri á tekjuhliðina á mælikvarða
landsframleiðslunnar væru fyrir-
tækin einnig bjartsýnni en Þjóð-
hagsstofnun. Ef að þessar kaup-
máttarforsendur fyrirtækjanna
væru settar inn í líkan Þjóðhags-
stofnunar yrði niðurstaðan miklu
meiri samdráttur í landsframleiðslu
og meiri samdráttur í efnahagsleg-
um umsvifum á landinu. Þá byggju
fyrirtækin væntanlega við lakara
eftirspumarástand og minni sðlu
en þau gerðu ráð fyrir.
Gróa Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri keppninnar.
Leit að fegurðar-
drottningnm hafín:
Kepptí öllum
landshlutum
UNDIRBÚNINGUR er í full-
um gangi fyrir keppnina Feg-
urðardrottning íslands 1989,
sem fram fer í vor. Dagsetn-
ingar hafa verið ákveðnar
fyrir keppni i einstökum
landshlutum. Vel hefur geng-
ið að fá stúlkur til þátttöku,
að sögn Gróu Ásgeirsdóttur,
sem annast framkvæmd
keppninnar, en ennþá er tími
til að koma með ábendingar
um stúlkur.
Dagsetningar í einstökum
landshlutum eru sem hér segir:
2. marz, Sjallinn Akureyri,
Fegurðardrottning Norðurlands.
4. marz, Keflavík, Fegurðar-
drottning Suðumesja.
9. marz, Reykjavík, Fegurðar-
drottning Reykjavíkur.
11. marz, Hótel Örk Hvera-
gerði, Fegurðardrottning Suður-
lands.
18. marz, Hótel Stykkishólm-
ur, fegurðardrottning Vestur-
lands.
1. apríl, Egilsbúð Neskaups-
stað, Fegurðardrottning Austur-
lands.
Ekki hefur verið gengið frá
því hvenær val fer fram á Feg-
urðardrottningu Vestfyarða, en
keppnin er áformuð á ísafiði.
Að sögn Gróu Ásgeirsdóttur
hefur gengið óvenju vel að fá
stúlkur til keppninnar að þessu
sinni. „Öllum er í fersku minni
sigur Lindu Pétursdóttur í
keppninni Ungfrú heimur. Stúlk-
umar sjá hvað sigur í keppninni
hér heima opnar mikla mögu-
leika úti í heimi. Við sem að
keppninni stöndum höfum fengið
mjög góðar viðtökur alls staðar.
Við getum enn bætt við stúlkum
í keppnina og vil ég hvetja fólk
til þess að koma með ábendingar
til mín hingað á Hótel Borg, þar
sem ég hef skrifstofu," sagði
Gróa.
Keppnin um titilinn Fegurðar-
drottning íslands 1989 fer fram
, á Hótel Islandi 15. maí.
Teikning af íþróttahúsi íþróttafélags fatlaðra við Hátún.
íþróttafélag fatlaðra:
Lokíð verður víð annan áfttnga
íþróttahússins á þessu ári
ANNAR áfangi byggingar íþróttahúss íþróttafélags fatlaðra verður
boðinn út næstkomandi mánudag, en áætlað er að hefja framkvæmd-
ir við hann í byijun april. Að sögn Arnórs Péturssonar formanns
bygginganefndaríþróttahúss fatlaðra er stefiit að því að þessum
áfanga byggingarinnar verði lokið í desember á þessu ári, en í honum
felst að reisa húsið tilbúið undir málningu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Arnór Pétursson, formaður bygginganefndar íþróttahúss fatlaðra,
Leifur Gíslason og Gísli Halldórsson, arkitektar íþróttahússins.
íþróttafélag fatlaðra verður 15
ára 30. maí í vor, og eru félags-
menn nú um 600 talsins. Félagið
fékk samþykkta byggingu íþrótta-
húss árið 1982, og var lokið við
grunn þess árið 1984. Framreiknað
til dagsins í dag er áætlað að heild-
arkostnaður við hann sé um 4 millj-
ónir króna.
Byggingasjóður íþróttafélagsins
hefur að sögn Arnórs Péturssonar
rúmlega 19 milljónir króna til ráð-
stöfunar á þessu ári. Í fjáröflun sem
Rás 2 gekkst fyrir meðal almenn-
ings í landinu 28. október síðastlið-
inn söfnuðust áheit fyrir rúmlega 6
milljónum króna, og hafa 5,7 millj-
ónir af þeim skilað sér. Síðan hefur
félaginu borist 1,5 milljón króna
að gjöf, en þar af gaf Morgun-
blaðið 1 milljón. íþróttafélag fatl-
aðra fær 5 milljónir af aukafjárveit-
ingu sem ríkisstjórnin veitti Iþrótta-
sambandi fatlaðra í tilefni árangurs
íslensku keppendanna á Olympíu-
leikum fatlaðra í Seoul, og borgar-
ráð Reykjavíkur hefur veitt loforð
fyrir 5 milljón króna framlagi á fjár-
hagsáætlun fyrir 1989. Þá hefur
félagið sjálft aflað 2,5 milljóna
króna.
Öryggisþjónustan Vari hefur í
tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækis-
ins afhent íþróttafélagi fatlaðra
gjafabréf fyrir brunaviðvörunar-
kerfi í íþróttahúsið. Við afhendingu
gjafabréfsins sagðist Ásbjörn
Björgvinsson frá Vara vonast til að
þessi gjöf yrði öðrum fyrirtækjum
hvatning til þess að styrkja íþrótta-
félag fatlaðra varðandi byggingu
íþróttahússins.
íþróttahús fatlaðra verður 1,256
fermetrar að flatarmáli. Þar af er
íþróttasalurinn 576 fermetrar, en
hann er 18x32 metrar að stærð
með 7 metra lofthæð. I húsinu verð-
ur salur fyrir þrekþjálfun og lyfting-
ar, rúmgóð búningsherbergi með
tilheyrandi böðum, tvö kennaraher-
bergi, hvíldarherbergi, herbergi
umsjónarmanns, fundarherbergi og
rúmgóður forsalur. í tengslum við
forsalinn verður lítill veitingasalur
með tilheyrandi afgreiðslu og eld-
húsi þar sem hægt er að framreiða
léttar veitingar. Er reiknað með að
þennan sal geti félagsmenn notað
meðan þeir b?ða eftir æfingatíma
og til almennra félagsstarfa. í veit-
ingasalnum er hægt að sitja við
nokkra glugga er vita inn í íþrótta-
salinn og fylgjast með æfingum hjá
þeim sem þar eru.
Að sögn Arnórs Péturssonar
standa vonir til þess að hægt verði
að ráðast í þriðja og síðasta áfanga
byggingar íþróttahússins að ári
liðnu, en í þeim áfanga felst frá-
gangur á gólfi, loftræstikerfi, smíði
innréttinga og allur lokafrágangur
hússins.
íþróttahús íþróttafélags fatlaðra
verður fyrsta sérhannaða íþrótta-
hús fyrir fatlaða á Norðurlöndum,
en ekkert íþróttahús hefur verið
byggt þar sérstaklega af félagi eða
félagasamtökum fatlaðra. Danir
hafa þegar teiknað íþróttahús fyrir
fatlaða, en ekki séð sér fært að
hefja framkvæmdir vegna íjár-
hagsörðugleika.
Væntanlegar hækkanir á búvörum, síma og rafinagni:
Framfærsluvísitalan um 1,5%
lánskjaravísitalan um 1,2%
Hækkar skuldir fólks við Húsnæðisstoftmn um rúmar 200 milljónir króna
HÆKKUN rafinagnsverðs um
30%, 4% hækkun á gjaldskrá
Pósts og síma og 15—20% hækk-
un á búvörum á þessu ári mun
leiða af sér tæplega 1,5% hækk-
un framfærsluvísitölu og um
*/'2% hækkun lánskjaravisitölu.
Stjórnendur Landsvirkjunar
hafa ekki viljað gefa upp hvað
gjaldskrá fyrirtækisins þurfi að
hækka eftir 1. mars þegar verð-
stöðvun lýkur en Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra sagði
á stjórnmálafundi á Hvolsvelli fyr-
ir skömmu að Landsvirkjun hefði
sótt um 30% hækkun, samkvæmt
frétt Tímans af fundinum. Kristján
Jónsson rafmagnsstjóri hefur sagt
að Rafmagnsveitur ríkisins muni
fara fram á 11—12% hækkun
gjaldskrár sinnar 1. mars til við-
bótar nauðsynlegri hækkun vegna
hækkununar á heildsöluverði
Landsvirkjunar. Ef Landsvirkjun
fær 30% hækkun þarf RARIK
samkværht þessu að hækka sína
gjaldskrá um 29—30%. Ef 30%
almenn hækkun verður á rafmagni
til lýsingar og húshitunar veldur
það um 0,05% hækkun fram-
færsluvísitölunnar en ef hitaveit-
urnar fá sömu hækkun hækkar
framfærsluvísitalan um 0,1%
vegna hækkunar á húshitun og
lýsingu.
I grein Þorsteins Pálssonar for-
manns Sjálfstæðisflokksins í
Morgunblaðinu síðastliðinn laug-
ardag kemur fram að Þjóðhags-
stofnun telur að 220 milljónir kr.
vanti í fjárlög þessa árs til þess
að niðurgreiðslur búvara haldi
raungildi sínu miðað við síðast ár.
í því felist að mati Þjóðhagsstofn-
unar að búvörur þurfi að hækka
um nálægt því 1,5% umfram verð-
lagsbreytingar til þess að mæta
þessari lækkun niðurgreiðslna.
1,5% hækkun búvara leiðir til um
0,12% hækkunar framfærsluvísi-
tölu. Miðað við forsendur fjárlaga
er búist við að þær búvörur sem
eru niðurgreiddar hækki um
15—20% á þessu ári en slík hækk-
un búvara gæti leitt til um 1,3%
hækkunar framfærsluvísitölunn-
ar. Fram hefur komið að Áburðar-
verksmiðjan telur sig þurfa 32%
hækkun áburðarverðs í vetur. Sú
hækkun eins og sér myndi leiða
til um 4—5% hækkunar á verði
kindakjöts og mjólkur og hafa í
för með sér 0,3—0,4% hækkun á
framfærsluvísitölu.
Fram hefur komið að 5% hækk-
un á gjaldskrá Pósts og síma 1.
apríl muni leiða til 0,09% hækkun-
ar á framfærsluvísitölu.
30% hækkun á rafmagnsverði,
hækkun á gjaldskrá Pósts og síma
og 15—20% hækkun á búvörum á
þessu ári mun samkvæmt ofan-
greindu til tæplega 1,5% hækkun-
ar framfærsluvísitölu og um Vz%
hækkunar lánskjaravísitölu. Við
það hækka skuldir lántakenda hjá
Húsnæðisstofnun ríkisins um rúm-
ar 200 milljónir kr. Eftirstöðvar
hæsta iáns Húsnæðisstofnuar,
sem nú er 3.368 þúsund krónur,
myndu hækka við þetta um tæpar
17 þúsund krónur.