Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/fiTVIÍÍNULÍF FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1989 AMERÍKA NEW YORK Skógafoss Reykjafoss 15. feb. 26. feb. PORTSMOUTH Skógafoss Reykjafoss 16. feb. 28. feb. HALIFAX Skógafoss 19. feb. BRETLAND/ MEGINLAND HAMBORG Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss ANTWERPEN Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss ROTTERDAM Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss IMMINGHAM Brúarfoss Laxfoss Brúarfoss IMMINGHAM* Aloyone Bakkafoss Alcyone 'ÚTFLUTNINGUR NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÁRÓSAR Alcyone 14. feb, Bakkafoss 21. feb. Alcyone 28. feb. GAUTABORG Alcyone 15. feb. Bakkafoss 22. feb. Alcyone 1. mars. HELSINGBORG Alcyone 16. feb. Bakkafoss 23. feb. Alcyone 2. mars. KAUPMANNAHÖFN Alcyone 16. feb. Bakkafoss 23. feb. Alcyone 2. mars. FREDRIKSTAD Alcyone 10. feb. Bakkafoss 17. feb. Alcyone 24. feb. VESTMANNAEYJAR Bakkafoss 16. feb. Alcyone 23. feb. HELSINKI Dorado 10. feb. LENINGRAD Dorado 13. feb. RIGA Dorado 16. feb. Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Dalvík, Húsavík. Hálfsmánaðarlega: Siglu- fjörður, Sauðárkrókurog Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. 13. feb. 20. feb. 27. feb. 15. feb. 22. feb. 1. mars. 16. feb. 23. feb. 2. mars. 17. feb. 24. feb. 3. mars. 12. feb. 19. feb. 26. feb. EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sfmi: 27100 Bankar Kjörorðið verður sparnaður og þjónusta Viðamikil úttekt hefst bráðlega á rekstri Landsbanka íslands NÝVERIÐ tilkynnti bankastjórn Landsbankans að hún hygðist láta fara fram viðamikla úttekt á rekstri bankans undir lqörorðinu, sparnað- ur og þjónusta. Bankinn hefur um þriðjung innlána í bankakerfinu án tillits til bankabréfa en hvað útlán varðar eru þau um 45% af heildarút- lánum. Hér er því um verulegan hluta af fjármagnsmarkaðnum og uppstokkun á starfeemi bankans mun án efa hafa áhrif á allt banka- kerfið. En hvemig hyggst Landsbankinn standa að þessari úttekt? Brynjólfiir Helgason, aðstoðarbankastjóri, mun stýra framkvæmdahóp sem hefiir umsjón með verkinu. „Við munum byrja á þvf að marka ákveðna heildarstefnu fyrir bank- ann,“ sagði Brynjólfur í samtali við Morgunblaðið. „Það hefur hingað til verið mótuð stefna á ákveðnum svið- um og í ákveðnum málum en heildar- stefna í bankanum hefur ekki verið nógu skýr. Þá munu koma upp ýms- ar spumingar t.d. um stærð bank- ans. Hvað á þessi banki að vera stór eða er það markmið að hann minnki eða stækki? Ef menn kæmust að því að önnur stærð væri hagkvæmari gæti vel verið að niðurstaðan yrði sú að bankinn yrði að minnka eitt- hvað eða stækka. Það er t.d. hægt að ímynda sér samstarf eða yfirtöku á útibúum á stöðum úti á landi þar sem bankaafgreiðslur eru margar. Þegar stefnan liggur fyrir hljótum við að byggja upp stjómskipulag sem mætir henni. Aðalmarkmið bankans hlýtur að vera að mæta sem best þörfum og óskum viðskiptavinanna á hagkvæman hátt. Inntakið verður sparnaður og þjónusta. Við verðum að hafa víðan ramma í upphafí vegna þess að margir þættir eru til athug- unar. Við teljum því eðlilegt að fara þannig af stað. Um leið og fyrstu hugmyndir eru komnar fram þá þrengjum við rammann. Við fömm í mjög víðtækar aðgerðir en mark- miðið er ákveðið, að veita viðskipta- vinum bankans ávallt sem besta þjónustu og hagkvæmasta með sem bestu starfsfólki." Erlendir ráðgjafar verða verksfjórar — Á hvaða stigi eru viðræður við hin erlendu ráðgjafarfyrirtæki? „Tvö fyrirtæki hafa þegar sent menn hingað til að kynna sér malið og ætla síðan í framhaldi af því að senda okkur tilboð. Þetta voru fyrir- tækin Spicer & Oppenheim og Coopers & Lybrand. Við erum búnir að heyra frá Marketing Inprove- ments og lítillega McKinsey. Það er ljóst að Marketing Inprovements er sérhæfðara í markaðsmálum þannig að ef þeir kæmu yrðu þeir undirverk- takar. í tilboðunum mun í fyrsta lagi koma fram hvernig þeir hyggjast vinna verkið. í öðru lagi kemur fram tímaáætlun og í þriðja lagi hver kostnaðurinn verður. Við höfum ímyndað okkur að það sé hægt að fara yfír flesta hluti á einu ári.“ — En hvers vegna fóruð þið þá leið að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki? „Erlendir ráðgjafar verða n.k. verkstjórar og skapa hvatningu til að hlutimir verði unnir skipulega. Þeir vinna hins vegar ekki nema lítinn hluta af verkinu sjálfu. Við reiknum með að mismunandi vinnu- hópar á viðkomandi sviðum taki að sér ákveðin verk. Ef úttektin yrði aðeins gerð innanhúss eða af inn- IBM býður til kynningar og sýningar á Hótei KEA, Akureyri, 14. og 15. febrúar 1989 KYNNINGIN er báða dagana kl. 10.00 -11.30___________________ Kynntar verða ýmsar nýjungar og það sem er efst á baugi hjá IBM t.d. ný þjón- usta sem höfðar sérstaklega til lands- byggðarinnar. Væntanlegir þátttakendur á kynningarnar eru beðnir að skrá sig hjá Bókvali Akur- eyri, sími: 26100. SÝNINGIN ER OPIN: Þriðjudag 14.02. kl 10.00 -19.00 Miðvikudag 15.02. kl. 10.00 -16.00 TIL SÝNIS VERÐUR M.A.: jJ^ Nýja AS/400 fjölnotendatölvan sem fengið hefur frábærar viðtökur bæði hérlendis og erlendis.___________________ fý- Margar gerðir PS/2 einmenningstölva með nýjungum s.s. OS/2 og DOS 4.0 stýrikerfum, nettengingum, geisla- diskum og skanna. Nýjasta System 36 tölvan. Nýir búðarkassar sem auka verulega hagkvæmni í verslunarrekstri.________ Einnig fjölbreyttur hugbúnaður og verk- efni fyrir ýmsar tölvugerðir. Hérgefstgotttækifæritilaðkynnastaf eigin raun hvað hægter að gera með réttri tölvuvæðingu. FYRST OG FREMST SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK SÍMI 697700 Morgunblaðið/RAX LANDSBANKI — Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri, mun stýra fram- kvæmdahópnum sem hefur um- sjón með viðamikilli úttekt á rekstri Landsbankans. lendum ráðgjafa myndi reyndast erf- iðara að ná samstöðu um breyting- ar. Auk þess er vafasamt að nægileg þekking sé til staðar hérlendis. Það er aðalatriðið í sambandi við svona vinnu að framkvæmdin sé í góðu lagi.“ Frammistöðumat í Landsbankanum — Hvemig eru viðhorft starfs- manna gagnvart fyrirhugðum breyt- ingum? „Aðalatriðið er að allir séu í þeim sporum að vilja gera breytingar og sjái að þeirra sé þörf. Eg held að meðal starfsmanna sé mjög víðtækur skilningur á að það þurfi að gera breytingar í bankanum. Það hefur einnig mjög góð áhrif að menn finni að það sé vilji til að gera eitthvað og byrjað að vinna að því. Eitt af ótal vandamálum hér er að menn fá ekki að njóta þess ef þeir vinna hlut- ina vel og ekki spark í rassinn ef að þeir standa ekki við sitt. Við erum t.d. komnir í gang með frammistöðu- mat sem byggist á því að yfirmenn gera skýrslu um frammistöðu starfs- manna og markmið með starfínu. Frammistöðumatið verður gagna- banki í framtíðinni en það tekur auð- vitað langan tíma að láta það skila árangri. I svona stofnun er fólkið Iykilatriði því það verður nánast hluti af allri þeirri þjónustu sem verið er að selja. Öll framkoma og hæfileikar fólksins sem býður þjónustuna skipt- ir mjög miklu máli og allt sem bank- inn lætur frá sér í því sambandi." BV Rafmogns oghand- lyftarar Liprirog handhægir. Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæð upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allarupplýsingar. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍM!:6724 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.