Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1989, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAfíUR 9. FEBRÚAR 1989 Verður andvaraleysið Norsk Data að falli? Þeir sem ekki fylgjast vel með hinum öru breytingum í tölvu- heiminum eiga á hættu að daga uppi eins og nátttröll Erlent Einu sinni var það kallað norska undrabarnið, skærasta stjaman á himni viðskiptalífsins, en nú á tölvuframleiðandinn Norsk Data í alvarlegum erfiðleikum. Þessi miklu og snöggu umskipti eru að mörgu leyti dæmigerð fyrir þennan iðnað og sýna vel hvað það er hættulegt að fylgjast ekki nægilega vel með þeim öru breytingum, sem þar eiga sér sífellt stað. Niðurstöðutölur fyrir reksturinn á síðasta ári sýna, að tapið fyrir skattgreiðslur var þá nærri 6,5 milljarðar ísl. kr. af 22,5 milljarða kr. veltu. Hefur nú verið skýrt frá ýmsum ráðstöfunum til að rétta af hag fyrirtækisins og meðal annars verður 800 manns sagt upp, 20% af starfsliðinu. Meiri og örari breytingar eiga sér nú stað í tölvuiðnaðinum en nokkru sinni síðan tölvan kom fyrst fram Sjónarhorn á sjónarsviðið á sjötta áratugnum. Bara það eitt að halda í horfinu til að daga ekki uppi eins og nátttröll- ið forðum reynist mörgum meira en nóg. Ef fyrirtækin eiga undir högg að sækja að einhveiju leyti, standa til dæmis höllum fæti á heimamarkaði eða á einhveiju sér- sviði sínu, er hætt við að afleiðing- amar verði þær sömu og hjá Norsk Data, mikil og bráð umskipti til hins verra. Þijár meginskýringar á erfíðleikunum Erfiðleikar Norsk Data eiga sér einkum þijár skýringar: í fyrsta lagi er fyrirtækið of háð tölvumark- aðinum í Noregi; í öðru lagi hefur það annaðhvort ekki áttað sig á eða látið undir höfuð leggjast að nýta sér tæknibreytingar, sem skipt geta sköpum í rekstrinum, og í þriðja lagi hefur það það ekki komið nógu fljótt til móts við óskir kaupenda um stöðluð kerfí. Eins og komið er snýst málið um það hvort Norsk Data hefur getu til að rétta úr kútnum eitt og óstutt. Ef ekki þá kemur tvennt til. Að það verði gleypt af stærra fyrirtæki eða 250 VerA á hlutabréfum Nkr. á hvert hlutabróf Tekjur eftir svæðum Danmörk I |V-Þýskalanct Nkr 0,277 | |Nkr, 0.24j 1 Hagnaður/tap fyrir skatta Nkr. milljónir 1983 84 85 86 87 88 89 1983 84 85 86 87 88 koðni niður í meðalstóran kerfis- framleiðanda. Markaðssérfræðing- ar eru allir sem einn heldur svart- sýnir á framtíð fyrirtækisins og segja, að of seint hafi verið gripið í taumana, jafnt í rekstrarlegum sem tæknilegum efnum. Saga Norsk Data, velgengnin á liðnum árum og afturkippurinn nú, er um margt lík þróuninni hjá vest- ur-þýska fyrirtækinu Nixdorf enda er þeim oft jafnað saman. Upp- gangurinn byggðist á háþróaðri en þó ódýrri tækni og á nánu, persónu- legu sambandi við viðskiptavinina en þrátt fyrir það náði fyrirtækið aldrei að hleypa heimdraganum, að hasla sér völl á alþjóðlegum mark- aði. Norðurlöndin standa enn undir 70% viðskiptanna og sá markaður er orðinn afskaplega veikur, ekki síst vegna verðfallsins á olíu, og engar líkur á að úr rætist í bráð. Eitt af öflugustu sérsviðum Norsk Data hefur verið blaðaút- gáfan. Á árinu 1986 nam salan til þess iðnaðar 100 millj. nkr. og hafði fyrirtækið 90% markaðarins í Nor- egi. Á síðasta ári var markaðshlut- fallið það sama en salan dottin nið- ur í 33 millj. nkr. Bretlandseyjar virtust um tíma vera mjög vaxandi markaður fyrir Norsk Data og til treysta stöðuna þar var ákveðið að kaupa ritvinnslu- fyrirtækið Wordplex, sem þá átti í miklum vandræðum. Steve Bennett, framkvæmdastjóri ND á Bretlands- eyjum, segir hins vegar, að allt síðasta ár hafi í raun farið í það eitt að ganga frá sameiningu fyrir- tælqanna. Að sofíia á verðinum er dauðasynd Hvað sem þessu líður segja sér- fræðingar, að hitt sé miklu alvar- legra, að ND gleymdi að fylgjast nægilega vel með og nýta sér nýj- Er Japan framtíðarmarkað- ur fyrir íslenskar vörur? eftir Hermann Ottósson Fyrri grein Þau tvö mál, sem hafa verið á hvers manns vörum uppá síðkastið, eru í fyrsta lagi sameining Efna- hagsbandalagsríkja í eina markaðs- heild árið 1992, og í öðru lagi Jap- ansmarkaður. Þessi tvö mál eru á vissan hátt skyld, þar sem tilgang- urinn með sameiginlegum markaði EB er ekki að opna einn stóran markað, heldur að stuðla að öflugri framleiðsluheild sem m.a. getur tekist á við Japani um hylli neyt- enda á alþjóðamörkuðum. Japan hefur lengi haft yfir sér blæ sem er einskonar sambland af austurlensku ævintýri og öflugu iðnaðarveldi. Lengi vel trúði fólk ekki á gæði og tækni frá Japan, en nú hefur dæmið snúist við á þann hátt, að vestræn fyrirtæki markaðssetja vörur sínar undir nöfnum sem hljóma japanskt og sækja gjaman fyrirmyndir um stjómun og starfsmannahald til jap- anskra fyrirtækja. Efnahagsundr- inu Japan verður ekki lýst í fáum orðum, en hér má nefna að vöra- skiptajöfnuður Japana var í ágúst 1988 hagstæður um 6.343 miiljónir Bandaríkjadala þó að innflutningur hafi aukist um 27,8% miðað við sama mánuð f fyrra. Japanir fíárfestu erlendis fyrir 83,649 milljónir dala á árinu 1987. Gengisþróun yensins og liðkun sljómvalda fyrir innflutningi hefur einnig haft mikil áhrif í átt til auk- inna vöruskipta við útlönd. Verð á innfluttum vöram hefur lækkað, þannig að margar vörar s.s. lax, sem áður var mest neytt á veitinga- húsum, er nú seldur í neytendaum- búðum í vöruhúsum. Japan er mjög stór, fjársterkur og áhugaverður markaður en erfið- ur, margþættur og í sumum tilfell- um lokaður. í japan búa 124 millj- ónir manna, og þar af 37% í þrem borgum, Tókíó 28 millj. íbúa, Osaka 12 millj. íbúa og Nagoya 6 millj. íbúa. Meðalaldur íbúa er sá hæsti í heimi. 10% af öllum íbúum Japans era 65 ára og eldri. Það sem gerir japanska markað- inn einkanlega áhugaverðan fyrir SJÁVARAFURÐIR 1 JAPAN 1986 OTFLUTNINQUH 8% BIHQOIR 6* 8ALTAÐ.ÞURKAÐ OFL 88% INNLEND FHAMLEIÐ8LA SUNDURLIÐUN FRAMBOÐ INNFLUTNINQUR 17* NIÐURLAQT/800IÐ 3% FER8KT OQ FRY8T 27* ANNAÐ 82* FRAMBOÐ TIL INNLENDRAR NEVSLU 12.676.000 TONN HEIMILD SF íslendinga er hin gífurlega neysla Japana á fiski. Hver Japani neytti 74,5 kg af fiski á árinu 1987 og aðeins Islendingar neyta meira af fiski en þeir. Japanir flytja inn allra þjóða mest af sjávarafurðum. Þó Japanir hafí veitt um tólf milljón tonn af fiski á árinu 1987 að sjávar- spendýrum og sjávargróðri ótöldum nægði það engan veginn til að anna eftirspum innanlands, þannig að innflutningur varð rúmar 2 milljón- ir tonna af fiski. Stærsti hluti inn- flutningsins kom frá Bandaríkjun- um, en stór hluti einnig frá Suður- Kóreu. Taiwan, Indlandi og Kanada. Innlend firamleiðsla Framleiðsla sjávarafurða á árinu 1986 jókst um 5% ef miðað er við árið 1985. Magnið var rúmlega tólf milljónir tonna. Ef framleiðsluaukn- ingin er skoðuð má leiða að því rök að hún einkennist af mikilli aukn- ingu úthafsveiða, ásamt samdrætti veiða á Qarlægum höfum, sem m.a. stafar af útfærslu fiskveiðilögsögu ríkja í 200 mílur. Einnig er um að ræða aukningu á lýsis- og mjöl- framleiðslu og skyldum afurðum. Magnið hefur haldist um tólf millj- ónir tonna, en það hefur tekist vegna aukinnar sardínuveiði og fiskeldis. Markaðurinn Hin mikla fiskneysla Japana speglast einnig í útgjaldaliðum jap- anskra heimila. Kaup á fiski eru stærsti útgjaldaliður þeirra í dag. Þessi þróun hefur verið áberandi allar götur síðan 1965, en þá eyddi japanskt heimili að meðaltali 2.252 yenum á mánuði til kaupa á físki, sem voru 13% af heildarútgjöldum. Þá var stærsti útgjaldaliðurinn kaup á grænmeti og sölum úr sjó, sem var 13,6% af heildarútgjöldun- um. Á árinu 1985 höfðu fiskkauþ náð yfirhendinni, en þá keypti hvert japanskt heimili fisk fyrir 10.325 yen á mánuði, sem var þá stærsti útgjaldaliðurinn eða 16,3% af heild- arútgjöldum hvers heimilis. Meðalfjölskylda í Japan neytir fiölmargra tegunda af fiski og skel- fiskafurðum. Síðustu ár hefur iheð- alfjölskyldan keypt mest af vörum sem unnar era úr smokkfiski, en síðan koma lax, túnfiskur, sardína, saury (geimefur), flatfiskur og rækja. Skelfisks er einnig neytt í miklu magni. Unnar afurðir Rúmlega 64% af sjávarafurðum í Japan fara til einhverskonar vinnslu. Innflytjendur jafnt semjap- anskir framleiðendur hafa á síðustu áram lagt mikla áherslu á vöraþró- un til að mæta óskum neytenda um einfalda matargerð og holla fæðu. Einnig má merkja þróun í þá átt að nýta áður ónotaðar sjávarafurð- ir, t.d. innjrfli, bæði til matvæla- framleiðslu og annars iðnaðar. Margar gerðir af unnum sjávar- afurðum er að fínna á japanska markaðnum. Sumar þeirra era hefðbundnar og hafa verið á borð- um í margar kynslóðir. Vinsældir þeirra eru stöðugar. Sem dæmi um hefðbundnar afurðir má nefna „Kamaboko" úr súrími (mamingi), soðna fiskpöstu, „Katsuo-bushi“, sem er þurrkaður bonito (rákung- ur), „shiokara" sem era geijuð inn- yfli úr físki, „chikuwa" sem er sér- stök pasta, en ekki síst þurrkaður smáfiskur, t.d. loðna eða sardína. Á síðustu áram hefur markaðs- hlutdeild frystra sjávarafurða auk- ist-til muna, vegna þess að Japönum finnst handhægt að geyma þær og matreiða. Einnig hafa heilsufars- legir þættir spilað inní, þar sem sjávarafurðir með litlu saltinnihaldi njóta vaxandi vinsælda. Sem dæmi má nefna að sala á frystum fisk- borgurum og fiystri rækju hefur tvöfaldast á síðustu 10 áram og var hún um 270 þús. tonn á síðasta ári. Afurðir úr mamingi (surimi) Lengi vel var framleiðsla unninna afurða úr mamingi stór þáttur í fullvinnslu Japana á sjávarafurðum. Á seinni áram hefur heildarfram- leiðslan dregist nokkuð saman. Hinsvegar hefur framleiðsla á „kamaboko" með krabbabragði, eða krabbalíki, 20-faldast á síðustu 10 árum. Allar líkur era á að fram- leiðsla eigi enn eftir að aukast vegna framfara í vinnslu frysts mamings úr Alaskaufsa til surimi framleiðslu. Saltaðar og þurrkaðar afiirðir Markaðshlutdeild saltaðra og þurrkaðra afurða nam um 900 þús. tonnum á síðasta ári. Þar era þurrk- aðar og léttsaltaðar sardínur fremstar í flokki, ekki einungis vegna aukinnar veiði heldur einnig vegna þess að sardínur innihalda eicosa pentaenoic-sýra, em talin er lækka blóðfitu og draga þar með úr líkum á hjartasjúkdómum. Niðurlagðar/niðursoðnar fiskafúrðir Síðastliðin 10 ár hefur fram- leiðslan verið nokkuð stöðug, eða um 400.000 tonn á ári. Þess má geta að framleiðsla á niðursoðinni sardínu hefur aukist tífalt og var hlutur sardínuframleiðslunnar um 120 þús. tonn árið 1986. í næstu grein verður fjallað nán- ar um markaðsmál í Japan og við- skipti Islands og Japan. Höfundur er rekstrarhagfræðing- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.